Þjóðviljinn - 24.05.1945, Side 4

Þjóðviljinn - 24.05.1945, Side 4
ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 24. maí 1945. Útgefandi: SameiningarflokkuT alþýDu — Sósíalistajlokkurinn. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Stgurður Ouðmundsson. Stjómmálaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigjús Sigurhjartárson. Ritstjórnarskrifstofa: Austurstrœti 12, sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 2181. Áskriftarverð: í Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði. Úti á landi: Kr. 5.00 á mánuði. Prentsmiðja: Víkingsprent h.f., Garðastrœti 17. Eiga Framsóknarmenn að ráða hvað mikið er byggt í Reykjavík? Ykkur kemur þessi spuming ugglaust kynlega fyrir sjónir. Þið haldið að sá tími sé liðinn, er framsóknarliðið gat skemmt sér við að traðka á rétti Reykvíkinga, í einu og öllu, og skammtað þejm það eitt, sem ranglæti þeirra þóknaðist. Það er von að þið haldið þetta, því ríkisvaldið er nú í höndum stjómar, sem studd er af öllum andstöðuöflum Framsóknarflokksins, og virðist því með öllu ástæðulaiist að láta Framsóknarmenn vasast í þeim störfum sem ríkisvaldinu tilheyra, og það því fremur sem þessi flokkur er kunnastur fyrir misbeitingu valds, enda hefur höfuð- leiðtogi hans jafnan alið flokksliðið upp í þeirri trú, að völd væm fyrir Framsóknarmenn til að misbeita þeim gegn and- stæðingunum. En nú skulum við koma að byggingamálum Reykjavíkur og Framsóknarliðinu. ' Það er skortur á byggingarefni og einkum timbri. Samið er við Svía um útflutning á þessari nauðsynjavöru og getur greiðst allverulega úr þegar flutningar hefjast milli Svíþjóðar og íslands. En það eru Framsóknarmenn og annað coca-cola-lið sem ræður hverjir fá þennan innflutning, þetta lið getur eitt öllu xrm það ráðið hvert það timbur fer sem. flutt verður til landsins. © Viðskiptaráðið, undir forustu Framsóknarmannsins Svan- bjöms Frímannssonar, sem er alinn upp undir handarjaðri til- vonandi forstjóra S. í. S., Vilhjálms Þór, og bróðir kaupfélags- stjórans við K. E. A„ ræður hvort og hvenær innflutningsleyfi eru veitt fyrir byggingarefni og annarri innfluttri vöru, og hverjir fá þessi leyfi. • Það er fyllsta ástæða til að ætla að þetta Framsóknar-coca- cola viðskiptaráð sé nú .í þann veginn, eða búið, að ráðstafa þeim timburinnflutningi sem fæst frá Svíþjóð og það með þeim hætti að hlutur Reykjavíkur sé fyrir borð borinn. • Það ætti að vera óþarfi að benda á að Reykvíkingar hafa hlutfallslega meiri þörf fyrir byggingarefni en aðrir landsmenn, og það meðal annars af þeirri einföldu ástæðu, að til Reykja- víkur streymir fólk úr öllum landshlutum og það svo ört, að svo að segja öll fjölgun þjóðarinnar lendir hér. Stórir landshlutar utan Reykjavíkur þurfa aðeins að sjá um endurbyggingu og við- hald húsa, fyrir það fólk sem þar hefur dvalið, en Reykjavík verður auk þessa að sjá á annað þús. nýrra íbúa fyrir húsnæði ár hvert. Þessar staðreyndir ásamt óafsakanlegu sinnuleysi bæj- 'arstjórnarmeirihlutans, hefur skapað óþolandi húsnæðisvandræði í bænum sem ríkisstjórn og bæjarstjóm ber að sameinast um að bæta úr, en í stað þess eru Framsóknarmenn látnir ráða því hvað mikið timbur Reykvíkingar fá til húsagerða á þessu ári. • Þessu verður að kippa í lag. Ríkisstjórninni ber að látainú- verandi viðskiptaráð hætta störfum tafarlaust, verkefni þessi væm bezt komin í höndum nýbygginaráðs, enda er vissulega hæpið að það geti rækt sitt þýðingarmikla starf, án þess að hafa ráðstöfun erlends gjaldeyris og innflutnings í sínum hönd- um. Vonandi dregst það ekki lengi að ríkisstjómin geri nauð- synlegar ráðstafanir í þessu efni, og það því fremur sem lögin um viðskiptaráð falla úr gildi eigi síðar en 6 mánuðum eftir stríðslok í Evrópu. segír sænskí Uppsalaprófessorínn Persson sem dvaldí í Gríkklandi 1945-1945 á vegum Rauða krossíns Það er sjálfsagt ekki auðvelt að vekja athygli á hinum nið- urbælda, seinfara sorgarleik í Grikklandi, ‘ samtímis hinum miklu fregnum frá Þýzkalandi og heimsráðstefnunni í San Fran cisco. Ekkert kreppuástandhefur skapazt þar síðan Plastíras hers- höfðingi fór frá og Vúlgaris flotaforingi kom í stað hans, með ráðuneyti skipað prófessor- um, bankastjórum og hershöfð- ingjum, og er helmingur ráðu- neytisins konungssinnar. Aðalat- burðir grísku samtímasögunnar eru þeir, sem ekki gerast. Fyrir fjórum mánuðum lýsti Eden því yfir í neðri málstofunni, að sam- komulagsráðuneyti yrði myndað, og myndu fulltrúar E. A. M. eiga þar sæti. Síðan hafa tvö ráðu- neyti verið mynduð, en mikil- vægasta hluta loforðsins hefur verið gleymt. Það var aðeins um tvær leiðir að velja þegar hinum sorglegu og óþörfu vopnavið- skiptum í Aþenu lauk. Annar var að byggja upp á ný einingu þessarar margreyndu Banda- mannaþjóðar, en það var því að- eins hægt, að nokkrir hclztu leið togar E. A. M., sem áttu að baki glæsilegan baráttuferil, hefðu fengið kost á samvinnu við aðra flokka. Hin leiðin var að líta á E. A. M. eins og sigraða upp- reisnarmenn, útiloka þá frá öll- um áhrifum í landinu, enda þótt þeir hefðu lagt stóran skerf til lausnar þess. Þessi síðari leið var farin, með þeim óhjákvæmilegu afleiðingum, að ekki getur orð- ið af neinum sáttum. Eitt atriði hefur verið haldið gagnvart E. A. M., leiðtogar þeirra hafa ekki verið lögsóttir. En á allan hugsankgan hátt ann- an hafa valdhafar hægrimanna, sem eiga vald sitt að þakka vopn um Breta, notað þetta vald til hefndar á stjórnmálaandstæðing um. Ríkiskirkjan og ríkisháskól- inn gengu á undan. Biskupunum tveim, sem gengu í E. A. M. var vikið frá, og prófessor Svolos og starfsfélagi hans einn hraktir úr embættum við háskólann. Þessir menn voru of áberandi til þess að hægt væri að þegja um þá, en brezk blöð hafa ekki sagt frá prestum þeim og kennurum, sem látnir voru fara sömu leið- ina. Bankarnir komu á eftir, með „hreinsun“ í starfsliði sínu, en það voru þó starfsmenn hins op- inbera í Aþenu, sem verst urðu úti (eins og The Times hefur skýrt frá). Engum fylgismanni E. A. M., hvort sem það voru prófessorar, vagnstjórar eða raf- virkjar, var hlíft. Bretar geta ekki afgreitt þetta sem atburði í grískri pólitík sem þeim komi ekki við. Þetta hcfu-r því aðeins gerzt, að Bretar hafa leyft hægriöflunum, sem yfir- i Fyrir nokkrum mánuðum flutti ég erindaflokk um Grikkland í útvarpið. Síðasta erindi mitt varð,nokkrum blöðum landsins, einkum Alþýðublaðinu, mikil hneyksl- unarhella. Hannes á horninu skrifaði í sínum vælulega vandlætingartón um misbrúkun á trausti útvarpsins, en Iiinn örgeðja ritstjóri ritaði hvítglóandi leiðara, sem hafði fátt annað til síns ágætis en stóryrðin. Eg nennti ekki þá að svara þessu gjammi og ætla ekki heldur að gera það nú. En ég rakst á grein í enska tímaritinu THE NEW STATESMAN AND NATION, frá 28 apríl, þar sem rætt er um þau sömu atriði og ég drap á í erindi mínu. Tíma- rit þetta er frjálslynt blað, er stendur nærri Verka- mannaflokknum brezka og boðar sósíalisma að enskum hætti, kurteislega og lýðræðislega, og ætti því að vera sérstaklega kærkomið ritstjóra Alþýðublaðsins, sem þekkir vel kurteisa blaðamennsku og lýðræðislegt hjarta- lag. En til þess að sannfæra menn enn betur um, að hér er ekki um að ræða áróður rimninn undan rif jum komm- únistískra atvinnulygara, vil ég taka það fram, að greinin er einskonar umsögn um greinaflokk eins ágæts Svía, Perssons háskólakennara í fornleifafræði í Uppsölum, og birtust greinarnar í sænska blaðinu DAGENS NYHETER. Með tilliti til góðrar norrænnar samvinnu í framtíðinni ætti ritstjóri Alþýðublaðsins því að vera örlítið mjúk- málli en að venju, þegar hann skrifar næst leiðara gegn Persson prófessor. — Greinin birtist hér í íslenzkri þýð- ingu. Sverrir Kristjánsson. -leitt eru konungssinnuð, að mis- nota á þennan hátt sigurinn sem þeir unnu fyrir þau. Álit Breta er í hættu af því þeir réttlættu íblöndun með vopnavaldi með því, að hlutlausan sáttamann þyrfti til að Grikkir gætu kosið frjálsir um konungdóm eða lýð- veldi. Eftir þessar atvinnukúg- unaraðgerðir þýðir ekki að halda fram að hægt sé að halda frjáls- ar kosningar. Afleiðing slíkrar allsherjar „hreinsunar“ er ekki einungis refsing kunnra lýðveld- ismanna, það er aðvörun til hvers og eins að setja sig ekki í þá aðstöðu sem þýtt gæti hung- ur fyrir börn hans og hann sjálf- an. Svo vill til, að í Grikklandi dvaldi þessi erfiðleikaár sérstak lega athyglishæfur maður, sem nú hefur látið álit sitt 1 ljós. Prófessor Persson, sem hefur aldrei tekið þátt í flokkapólitík og er háskólakennari í fornfræði og fornaldarsögu við Uppsalahá- skólann í Svíþjóð, er heimsfræg- ur meðal fræðimanna fyrir forn- menjarannsóknir í Grikklandi. Hann er nákunnugur landi og þjóð og vann þar frá marz 1943 til janúarloka 1945 sem starfs- maður Rauðakrossins. Frásögn hans a_f því, sem hann kynntist. birtist nýlega í þremur greinum í sænska blaðinu „Dagens Ny- heter“, og hafa haft mikil áhrif á skandinaviska lesendur. Hann byrjar með frásögn af samein- ingu margra leyniflokka, félaga verkamanna, opinberra starfs- manna og æskulýðs sem mynd- uðu E. A. M. Hann segir frá hvernig þessi samtök efldust, þar til þau í sumum landshlutum náðu til meirihluta íbúanna. Sumstaðar á Pelopsskaga voru 80—90% íbúanna meðlimir eða fylgjendur. Útdráttur hans úr stjórnmálastefnuskrá samtak- anna gerir ljóst að þau höfðu engan byltingartilgang, það sem áherzla var lögð á var þörfin fyr- ir góða opinbera starfrækslu, ráð stafanir gegn malaríu, betri sjúkrahús, jafnrétti kvenna og karla og aðrar félagslegar um- bætur. Snemma skipulagði E. A. M. allsherjarverkföll, er neyddu Þjóðverja til að hætta við fyrir- ætlanir um að kveðja vissa ald- ursflokka til hernaðar. — E. A. M. skipulagði hjálp til þeirra, er urðu fyrir grimmdarverkum Þjóðverja. Þegar ítalir leystu upp lögregluna í sveitahéruðun- um grísku og dómstólarnir hættu störfum, varð E. A. M. ósýnileg stjórnarvöld, sem hélt við virðingu fyrir eignum og reglu. Síðar kom E. L. A. S. til, óx úr smáhópum, sem myndaðir voru til skemmdarverka upp í lítt búinn en agaðan 100 þúsund manna her. Þjóðverjar „töluðu með augljósum ótta“ um þessi leynisamtök, og það voru þeir, sem breiddu út þá hugmynd, að allir meðlimir þeirra væru komm únistar. Frá Bretum fékk ELAS nokkuð af vopnum loftleiðis, en ekki meira en það að það or- sakaði „vissa beizkju11. Grimm- asti þáttur baráttunnar var háð- ur veturinn 1943—44, þegar Þjóðverjar hótuðu að drepa 50 Grikki fyrir hvern Þjóðverja sem félli. Á annað hundrað helztu menn Spörtu voru teknir af lífi í hefndarskyni fyrir árás. Þýzku liðsflokkunum var stjórn að af grímuklæddum Grikkjum, meðlimum EDES, sem um það leyti „unnu“ með Þjóðverjum, vegna ósættis við E. A. M. — í einum smábæ, Kalavrita, voru yfir 1000 menn skotnir, allir karl menn bæjarins milli 15 og 60 ára aldurs. — E.D.E.S. njósnaði fyrir Þjóðverja stöðugt, þar til liðið hvarf snögglega frá Pelops- skaga til Mið-Grikklands. í maí 1944 var E. A. M. orðið svo athafnasamt og öflugt, að Þjóð- verjar urðu að lýsa allan Pelops- skaga „hernaðarsvæði", og kveðja „öryggissveitirnar“ til hjálpar. í Pelopshéraði einu saman myrtu Þjóðverjar og þessar kvislingasveitir 6975 menn og brenndu 19882 hús. Þessi notkun á grískum landráða mönnum gerði baráttuna að sjálfsögðu heiftúðugri, og E. A. M. fór nú einnig að brenna hús og taka andstæðinga af lífi. Þetta sumar náði E. A. M. öllum Pel- opsskaga á sitt vald nema borg- unum. Þeim náði E. A. M. í sept- ember 1944, er Þjóðverjar hörf- uðu, settust um þær og tóku með árásum varnarvirki „öryggis- sveitanna“, enda þótt þær hefðu öflugt stórskotalið og atvinnu- herforingja, eftir miklar blóðsút- hellingar. Meðan kvislingamir héldu þessum borgum beittu þeir íbúana verstu grimmdarstjórn. Eftir sigurinn tók E. A. M. nokkra þessara landráðamanna af lífi. Þegar prófessor Persson fer að lýsa árekstri E. A. M. og Breta, segir hann að frá upphafi hafi kennt nokkurs „kala“ þar á milli, en vandræðin hafi stafað af því að ELAS, „hetjurnar frá degin- um.áður, bjargvættir lands síns máttu ekki bera vopn í Aþenu“, en Fjallahersveitin, konungs- sinnar, gengu um með alvæpni og áttu að verða kjarni hins nýja hers. Þegar prófessorinn hefur sagt frá hinni örlagaríku kröfu- göngu á stjórnarskrártorgi, hug- leiðir hann hvort til bardaga hefði þurft að koma þar á eftir. Hann leggur áherzlu á, að hægt hefði verið að afstýra stríði, ef Scobie hershöfðingi hefði sýnt „meiri lipurð og betri skilning á grísku skaplyndi“. í þess stað Síldarverksmiðjuraar á Siglufirði Framhald af 1. síðu. greiðslu. Aukning síldarverk- smiðjanna er því, eins og sakir standa, eitt þýðingarmesta hags munamál sjávarútvegsins. Það hefur ekki verið lögð nægilega mikil áherzla á að auka afköst síldarverksmiðja ríkisins. Þegar á haustþinginu 1942 var ákveðið að byggja þær tvær verksmiðjur, sem hér um ræðir, 10 þús. mála verksmiðju á Siglufirði og 5 þús. mála verk- smiðju á Skagaströnd, en þó nú sé komið hátt á þriðja ár frá því sú ákvörðun var gerð, hefur undirbúningur verið sáralítill til þessa. Þó kom það skýrt fram við afgreiðslu málsins á þingi 1942 að ætlazt var til að undinn yrði bráður bugur að byggingu Siglufjarðarverksmiðjunnar að minnsta kosti. Um val nefndarmanna verða varla skiptar skoðanir. Þeir eru allir valdir eingöngu vegna þekk ingar og reynslu við slík verk, sem hér þarf að leysa af hendi. Tíminn er naumur, og eigi verk- smiðjurnar að komast upp fyrir næsta vor, þarf til þess mikið og gott starf. Þeir sem þekkja nefnd armenn, munu ekki treysta öðr- um betur til að stjórna því starfi. skipaði hann EAM að hverfa burt úr At'tíku áður en samning- ar hæfust, „og það var tekið sem bein ögrun“. — Prófessor Pers- son telur E. A. M. ekki hafa ver- ið andbrezkt, en mjög á verði um sjálfstæði Grikkja. „Við ætlum ekki að selja sjálfstæðið fýrir niðursoðin matvæli“ var eitt kjörorðið, málað á húsvegg. Ann að var þannig: „Við viljum hvorki Þjóðverja, Rússa né Eng- lendinga til að stjórna landinu“. Niðurstöður próf. Perssons eru mjög uggvænlegar. Hann metur hcrnaðarafrek ELAS mun hærra en Churchill gerði. Án nokkurr- ar hjálpar náðu þeir Pelops- héraði á sitt vald, — héraðinu sem hann þekkti bezt. Þegar Bandamenn réðust inn á Sikiley og Suður-ítalíu, þurftu Þjóðverj- ar að halda á öllum her sínum til varnar. „En ELAS hóf þá skemmdarverkaherferð, er ekki einungis hindraði að Þjóðverj- ar gætu flutt lið frá Grikklandi, heldur varð til þess að binda fleiri ' þýzka hermenn á þeim slóðum“. Persson og aðrir kunn- ugir telja að „Grikkir hafi orð- ið að færa þungar fórnir fyrir hverja brú sem sprengd var“. Eftir að hafa minnt lesendur sína á að vörn Grikkja gegn ítöl- um tafði árásina á Sovétríkin, kemst prófessor Pérson að þeirri niðurstöðu „að G*rikkland hafi orðið Bretlandi notadrýgra í þessari styrjöld en Bretar Grikkjum". Þessi skoðun hlutlauss athug- anda, sem er sérstaklega dóm- bær, kann að vera eins nálægt Fimmtudagur 24. maí 1945. — ÞJÓÐVILJINN dómi sögunnar og vér fáum komizt að þessa stundina. Loka-. dómurinn mun verða undir því kominn, hvort vér reynum af al- hug að koma á þeim sættum, er vér lofuðum. Þessar sættir munu ekki takast meðan vér þolum, að hvít ógnarstjórn sé lát in vera undirbúningur þjóðarat- kvæðagreiðslunnar. LANDSSÖFNUNIN Ihíiííf ii liiiir snnuna bgiiaiæUi H»nr síöFBiaiir n aisin killiiua Landssöfnunin nam í gærkvöld tæplega 1 milljón og 400 þúsund krónum auk fatnaðargjafa, sem nema um þús. kr„ auk þess, sem enn hefur ekki verið metið til fjár. Þær fregnir berast hvaðanæva af landinu, að söfnun- in gangi með afbrigðum vel, og er kunnugt um hundruð þúsunda, sem þar hafa safnazt í peningum auk annarra gjafa. Landssöfnuninni hafa borizt eftirtaldar gjafir: Ríkisprentsmiðjan Gutenberg gaf 20 000 kr., 10 000 kr. gáfu Stefán Thorarensen og Hótel Borg, 5000 kr. gáfu eigendur sænsk-íslenzka frystihússins, Sparisjóður Akra- ness og m.b. Faxi, 3000 kr. gáfu Daníel Þorsteinsson & Co. h. f. og eigendur Þvottahússins Drífu, Veiðarfæraverzl. Verðandi gaf 2500 kr. Safnað við guðsþjónustu í Fríkirkj- unni á hvítasunnu kr. 1515,02, 1000 kr. gáfu íslenzk-erlenda verzlunarfélagið, Jón Símonarson, A. Þ. o. fl„ Hallgrímur Jónsson fyrrv. skólastjóri, 930 kr. safnað í Breiðabólsstaða- prestakalli á Skógaströnd, 800 kr. gáfu íbúar á Hraunteig . 10, 500 kr. gáfu S. Ól. + S. J„ E. H„ Gottsveinn Oddsson, 300 kr. gáfu Jóh. Jóh„ Guðjón Jónsson, Halldór Jónsson- Sig. Halldórsson-Lárus Halldórsson, P. S„ Safnað í afmæl- isveizlu, 200 kr. gáfu Álfh. Briem, A. D„ gömul hjón, S. Björnsson, E. G„ Ólafur Þorsteinsson, Gylfi Helgason, G. B. L„ Hjón með sex börn, V. E„ B. S. J„ Tvær, 150 kr. gáfu heimili í Skeiðahr., Ragnar, Geirþr. og Jóh„ félagar, 100 kr. gáfu Helgi, S. og L„ Þórarinn, Sig. Ólafss., Ól. Á. Guðrn., Jón Hannesson, Helgi Tryggvason, V. K„ Halldór Jóns- son, Þorst F. Einarsson, N. N„ Jón Bjarnason, Dagbjartur, Sigr. Þorláksd., Hjalti Jörundsson, G. G„ Gunnl. J. Guð- mundss.,.Ástríður, ónefndur, G. Þ„ S. J„ O. J„ 70 kr. gáfu nokkrar starfsstúlkur, R. E. S„ 50 kr. gáfu N. N„ N. N„ göm- ul kona, Þ. G. Ó„ Framnesvegi 10, Jón Vigfússon, Páll Jör- undsson, Guðbjartur Torfason, Hanna Björnsdóttir, Krist- ráður Þórðarson, ónefndur, Jónína Lindal, ónefnd, S. E„ Sigurjón Sveinsson, Guðný og Kristjan, Eggertsson, Þ. Þ. K. Þ„ N. N.,,Guðrún, Unnur Kristjánsd., Pálína Friðfinnsd. S. E„ S. Ó„ 40 kr. gáfu tvær mæðgur, 25 kr. gaf Sigurborg Þórðard., 10 kr. gáfu J. Þ. Einarsd., ónefnd, áheit, Guðni 5 kr. gaf ónefndur. Starfsfólk eftirtalinna fyrirtækja gaf þessar upphæðir: Fél. kjötverzlana 16 745,00, Varðarfélagsins 300,00, Þvotta- hússins Drífu 780,00. Hárgreiðslust. Maju 130,00, Þórodds Jónssonar 503.68, Lofts Guðmundssonar 250.00, Markúsar Sigurðssonar 550,00, Richards Eiríkssonar 450,00, I. Brynj- ólfssonar & Kvarans 600,00, v/ húsbyggingu Sjálfstæðisfl. 1680,00, Ríkisútvarpsins 1660,00, H. Benediktssonar & Co. 1740,00, Seglagerðarinnar Ægis 150,00, Veðurstofunnar 510,00, Skrifstofu Eimskipafélags íslands 2021,00, Raflampa- gerðarinnar 300,00, Toledos 600,00, Verksmiðjunnar Sindra 410,00, J. Þorlákssonar & Norðmanns 575,00, O. Johnsons 6 Kaabers 450,00, Ríkisféhirðis 180,00, H.f. Nóa, Hreins & Sirius 1927,00, Leðuriðjunnar og Leðuriðjan h. f. 1000,00, Egils Árnasonar 110,00, Verzl. Snótar 60,00, Hótels Borgar 2500,00, Rannsóknarstofu Háskólans 590,00, Leðuriðju Atla Ólafssonar 1000,00, Safnað af Dagsbrún: Vinnuhópur hjá Eimskipafélagi íslands 1021,00, hjá olíustöðinni Klöpp 1935,00, hjá Ríkisskip 750,00, hjá Reykjavíkurbæ 1150,00. Bandarískir hershöiðingjar á eftirlitsferð hér á íslandi Sjö manna eftirlitsnefnd frá Bandaríkjahemum 'er komin hingað til lands og mun skoða herstöðvar Bandarikjanna hér. Formaður þessarar nefndar eru hershöfðinginn George Grunert, en hann er yfirmaður þess sem Bandaríkjamenn nefna austur-varnarsvæðið, en það nær yfir 40 af hinum 48 ríkjum Bandaríkjanna og ennfremur stöðvar Bandaríkjahersins á Ný- fundnalandi, Grænlandi, íslandi og Bermuda. í förinni er einnig fulltrúi frá hermálaráðuneytinu í Was- hington. með honum eru þessir liðsfor- ingjar: Col. Charles P. Prime, flug- málafulltrúi; col. John R. Reite- meyer, félagsmála- og fréttafull- trúi; col. Wm. F. deDufour birgðastjóri; Lt. col. William M. Smoak, öryggismálafulltr.; maj- or Robert G. Hurt skrifstofu- stjóri og Robert J. Ryan ritari. Ennfremur er col. Gordon E. Texter, fulltrúi frá hermálaráðu neytinu í Washington í för með þeim. Grunert hershöfðingi hefur langan hermennskuferil að baki og hefur gegnt mörgum þýðingar miklum störfum í þjónustu hers- ins. Hann er fæddur í White Hev- en í Pennsylvaníu árið 1881. Átj- án ára gamall gekk hann í her- inn og hefur síðan hækkað í Frh. á 8. síðu. George Grunert hershöföingi Stjórnandi þessarar eftirlits- ferðar er sem fyrr segir general George Grunert, yfirmaður austur-varnarsvæðisins. í för Fræðslan í búnaðarskólunum Sumarferðir Ferða- félaffsíns Framhald af 2. síðu. leið til Veiðivatna og þaðan að Landmannahelli — Níunda ferð- in verður 27. júlí um sömu slóðir, nema ferðin verður hafin við Land- mannahelli og farið austur. — 7 daga ferð. — Tíunda ferðin hefst 24. júlí, austur í Oræfi. Tólfta ferðin hefst 4. ágúst, far- ið verður umhverfis Langjökul. — 5 daga ferð. Þrettánda ferðin hefst 8. ágúst, austur á Siðu og Fljótshverfi. 4 daga ferð. Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Jónína Björns- dóttir og Ingvar Jóhsson bílstjóri, bæði til heimilis á Bræðraborgar- stíg 49. Fjórtánda og síðásta ferðin hefst 14. ágúst, Verður einnig um Síðu og Fljótshverfi og tekur 4 daga. Framh. af 3. síðu. það megi ekki una öllu lengur, ef takast eigi að skapa því fólki er þennan atvinnuveg stundar lífvænleg kjör, og landbúnaðar- framleiðslan komist úr því nið- urlægingarástandi, sem hún nú er í. Margar eru ástæðurnar fyrir kyrrstöðu landbúnaðarins og er fráleitt að kenna þar einvörð- ungu um skorti á kunnáttu. En fávíslegt væri að ganga alveg fram hjá því atriði, þar sem nú- tíma tækni er grundvallarskil- yrði fyrir viðreisn landbúnaðar- ins, og slík viðreisn er ófram- kvæmanleg án velmenntaðrar bændastéttar. Við vitum að vinnutækni í landbúnaði er álcaflega misjöfn hér á landi, er þó langt frá að við höfum nógu yfirgripsmiklar skýrslur um það efrii. Búreikn- ingar eru alltof sjaldgæft fyr- irbrigði til að svo sé. Samkvæmt upplýsingum, sem Guðmundur Jónsson kennari á Hvanneyri gefur í grein, er hann nefnir: „Hvers vegna búa bændur mis- jafnlega vel?“ og birt er í 9. árg. Búfræðingsins, þá er ástandið mjög slæmt í þessum efnum. Hefur Guðmundur þó aðeins bú- reikninga 30—40 bænda til að styðjast við, og sér hver maður, að það er alveg ófullnægjandi. Kemst hann að þeirri niðurstöðu séu miklu ★ Þeir sem hngsa sér að taka þátt| að vinnuafköstin í einhverri af þessnm ferðum geta J meiri hjá svokölluðum „beztu“ fengið nánari upplýsingar hjá I bændum, (þ. e. þeim sem hagn- framkvæmdastj. félagsins, áni Skagfjörð. Túngötu 5. Kristj-!ast mest á búrekstrinum), bæði j við heyskap og búfjárhirðingu. Þrír „beztu“ bændurnir (af um 40) hafa um tvöföld afköst á við meðaltalið og þeir „lökustu“ á- líka langt fyrir neðan meðaltal- ið. „Þar af leiðir“, segir Cuð- mundur, „að þrír „beztu“ bænd- urnir (um 8%) hafa um fjórföld afköst miðað við þrjá þá „lök- ustu““. Þá gerir Guðmundur saman- burð á vinnuafköstum hér á landi og á Norðurlöndum, Banda ríkjunum og Englandi. Kemur þá í ljós, eins og vænta mátti, að vinnuafköstin eru minni hér en í þessum löndum. Beztu af- köst hér telur hann að séu svip- uð meðalafköstum í þessum löndum. Gæta verður þess, að taka nið- urstöður þessar ekki of alvar- lega. Búreikningahald er ekki orðið nógu almennt ennþá og auk þess ójafnt skipt milli lands- f jórðunga. Eru líkur til að ástand þessara mála sé mun lakara þegar á heildina er litið en þessir fáu búreikningar gefa hugmynd um. Hér eru þessar niðurstöður dregnar fram til að færa sönnur fyrir þörfinni á bættri tækni í landbúnaði okkar, og að erlend reynsla í þcim efnum verði sam- ræmd íslenzkum staðháttum. Til þess verða bændurnir að kunna að hagnýta sér vélarnar. Það er hlutverk bændask .’snna og gróðrarstöðvanna að siuðla að því að svo verði. Niðurl. á morgun.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.