Þjóðviljinn - 24.05.1945, Qupperneq 7
í'immtudagur 24. maí 1945
ÞJÓÐVILJINN
7
PEARL S. BUCK:
ÆTTJARÐARVINUR
--------------------
FUGLINN ALVÍS
(Þýtt)
Þegar bræðurnir fóru, höfðu þeir haft með sér allt
gullið úr kjallaranum og ekki einu sinni gætt þess að
skilja arf yngsta bróðurins eftir. Það var ekkert eftir
í dýrgripaklefanum annað en tóma fuglabúrið. Búrið
var hvorki úr silfri né gulliv Það var úr tré og alls ekki
neitt vandað.
Yngsti konungssonurin sá, að ekkert var eftir handa
honum og hann hafði ekkert að gera í auðri höllinni.
Þess vegna fór hann leiðar sinnar, en til þess að fara
ekki alveg tómhentur, tók hann fuglabúrið með sér.
„Hvað ætlarðu að gera?“ spurðu menn.
„Allt fær sá sem bíður,“ svaraði pilturinn. Það var
gamalt máltæki. Þetta var reyndar ekkert svar, en hann
hafði heldur ekki margt að segja. Hann flutti í kofa
úti í skógi. Og menn íöluðu um sérvizku hans, þar til
þeir voru sjálfir orðnir þreyttir á því og gleymdu hon-
um.
Hann plægði jörðina og veiddi fisk og skógardýr
sér til matar. Það kom aldrei fyrir að hann iðraði þess,
að hafa ekki farið með bræðrum sínum.
Einu sinni að kvöldlagi, þegar hann var að sofna,
heyrðist honum drepið hægt á gluggann, en sá ekki
neitt. Eftir það hafði hann gluggann alltaf opinn.
Nokkru seinna vaknaði hann við að drepið var á
dyrnar. Hann fór á fætur, opnaði, en sá engan. Eftir
það lét hann dyrnar alltaf vera í hálfa gátt á nóttunní.
Enn liðu nokkrir dagar. Þá var það einu sinni, þeg-
ar hann vaknaði, að hann heyrði einhvern þyt ínni í
kofarxum, en gesturinn, hver sem hann var, snaraðist út
um dyrnar aftur.
Þá fór kóngssonurinn að hugsa margt. Hann tók
gamla fuglabúrið, setti það á borðið og lét það standa
opið.
Nú leið á löngu áður en hann varð nokkurs var.
En loks heyrði hann eina nótt þyt og þrusk inni í kof-
anum. Einhver smaug inn í búrið og það skall aftur um
leið.
Kóngssonurinn klæddist hljóðlega og gægðist inn í
búrið. Þar sat vizkufuglinn.
ÞETT4
„Spánn er lind hrokans í dal
eymdarinnar," sagði þekktur
Englendingur á stjómaránim
Filippusar 2.
Það fara sögur af því, hve
Spánverjar hafi verið kurteisir
menn og fylgt stranglega utan-
aðlærðum hæverskusiðum. Til
dæmis er sagt, að vesælustu
betlarar hafj tekið ofan hvor
fyrir öðrum, ef þeir mættust
og sagt: „Góðan daginn, herra
minn. Eruð þér að koma frá að
drekka morgunkaffið?" Auðvit-
að vissu þeir vel, að hvorugur
hlafði efni á að borða og drekka
sæmilega eða reglubundið.
Margar sögur eru líka til af
því, hve umgengnisreglur
heldra fólks vonx strangar.
Einu sinni datt' drottningin af
hestbaki og festi fótinn í ístað-
inu. Enginn fylgdarmanna henn
ar kom henni til hjálpar, vegna
þess, að það var skylda yfir-
hestahirðisins að hjálpa drottn-
ingunni af hestbaki. En hann
var ekki viðstaddur. Drottning-
in var nær dauða en lífi, því
að hesturinn dró bana með sér.
En þá.kom að maður, sem ekki
þekkti hirðsiði, og hann losaði
hana úr ístaðinu. Manninum
var konunglega launað, en jafn-
framt var honum vísað úr borg
inni, vegna þess að hann hafði
brotið hirðsiði.
ony eitt kvöld inni í herbergi
sínu.
Hún hfastaði með athygli. Pe-
ony var orðin öll önnur þessa síð
ustu daga. Honum féll hún betur
í geð en nokkru sinni áður. Nú
snerti hún hann aldrei, stríddi hon
um ekki heldur. Þessi öra við-
kvæmni, sem hann hafði verið
hræddur við, var horfin. Hún var
íaorð, róleg og sífellt önnum kaf-
in. Hann var öiuggur í návist
hennar..
„Þú verður að fara með mér,
Peony,“ sagði hann að síðustu.
„Getur verið,“ sagði hún.
„Segðu mér nafnið á staðnum.“
Hann skrifaði það á blað ,og
hún leit á það. Síðan brenndi
hann því.
„Eg lofa því ekki“, sagði hún.
„Eg lofa engu.“
En hún hafði séð nafníð. Og
Peony gleymdi aldrei neinu.
I-wan hugsaði stöðugt til
þeirrar stundar, þegar hann
yrði að fara að heiman. Hann
vildi komast burt, áður en æði
grlpi alla. Nú fann hann það
glöggt, að hann langaði ekki til
að horfa á, þegar ráðist yrði inn
á heimili hans.
Stundum vaknaði hann á nótt
unni, skjálfandi af geðshrær-
ingu og barðist gegn freisting-
unni að gera föður sínum að-
vart. Hann vissi, að faðir hans
rnundi krefja hann sagna. I-wan
gat ekki bjargað honum. Það
var sama sem að ofurselja En-
lan og alla félaga hans. En
þetta var ægilegri mannraun en
'hann hafði gert sér hugmynd
um.
Þrír dagar höfðu liðið í ó-
vissu. Þá fréttist, að Nanking
væri fallin. I-wan fór snemma
að hátta, til þess að þurfa ekki
að hlusta á föður sinn.
En hann gat ekki sofið. Þetta
var áreiðanlega síðasta nóttin,
sem hann var í þessu húsi. Og
hann gat ekki gert sér neina
'hugmynd um, hvar hann yrði
næstu nótt. Hann bylti sér eirð-
arlaus í rúminu og velti því
fyrir sér, hvort hann ætti að
biðja Peony að gera foreldrum
hans aðvart, svo að þau gætu
flúið. Ekkert mundi gerast fýrr
en um hádegi. Byltingin átti að
brjótast út klukkan tólf. Sjálf-
ur ætlaði hann að leggja af stað
um dagrenningu. Frá þeim tíma
var ráðrúm fyrir foreldra hans
að forða sér.
Hann háði baráttu við sjálfan
sig. Sveik hann byltinguna, ,f
hann gerði foreldrum sínum að-
vart eða lét Peony gera það?
Að síðustu féll hann í óvær-
an svefn — litla stund.
Hann vaknaði fyrir dagrenn-
ingu við það, að faðir hans þreif
í axlir hans. Hann opnaði augun
og sá náfölt andlit föður síns
í hálfmyrkrinu.
„Farðu á fætur,“ sagði faðir
hans. Röddin var svo kuldaleg,
að I-wan glaðvaknaði.
„Klæddu þig!“ skipaði faðir
hans.
„Hvað er um að vera?“ spurði
I-wan.
„Heimski drengur,“ hreytti
faðir hans út úr sér. „Heimski,
svikuli drengur.“
I-wan svaraði engu. Hann
hafði alltaf óttast föður sinn
og unnað honum. I-ko hafði að-
eins óttast hann. En I-wan
áleit föður sinn góðan mann og
gerði sér far um að hlýða hon-
um, jafnvel þó að amma hans
og hjúin segðu stundum: „Það
gerir ekkert. Faðir þinn er ekki
heima.“
„Hvað hefur komið fyrir?“
spurði I-wan.
Faðir hans tók þegjandi skjal
úr brjóstvasa sínum og rétti
I-wan Það var stór örk í mörg-
um brotum. Á hana voru skrif-
uð mörg hundruð mannanafna.
I-wan fór að lesa.
Þetta voru nöfn nemenda í
skólum borgarinnar. Þegar I-
wan kom að skólanum þar sem
hann var, sá hartn nafn En-lans
efst. Hann sá nafn sitt og nöfn
allra félaga sinna — nei, eitt
vantaði. Peng Liu var ekki með.
I-wan mundi það nú, að hann
hafði ekki séð Peng Liu lengi.
Það var sagt að hann væri veik
ur. Sumir sögðu, að hann væri
alveg hættur námi vegna fé-
leysis og farinn heim. Enginn
hafði látið sig það neinu skipta.
Hann átti enga vini. — En nafn
hans var ekki á listanum.
„Veiztu hvað þetta þýðir?“
spurði faðir hans.
„Já,“ svaraði I-wan. Og hann
sagði við sjálfan sig: „Eg hef
ekki gert neitt, sem ég skamm-
ast mín fyrir. Eg ætla að vera
hugrakkur.“ Hann rétti föður
sínum blaðið aftur.
„Hvaðan hefur þú fengið
þetta?“ spurði hann.
Faðir hans leit á hann sti-ang-
ur á svip.
„Það kemur ekki málinu við,“
svaraði hann. „Farðu á fætur
og það strax. Hermennimir geta
komið á hverri stundu og tekið
þig fastan. Chiang-Kai-shek er
kominn.“
I-wan fann til máttleysis, sem
seytlaði um allan líkamann.
„Chiang-Kai-shek —“ stamaði
hann.
. Já, hann er í borginni. Hann
kom í gær.“
„En Nanking —?“ spurði I-
wan.
„Hann lét menn sína sjá um
Nanking. Hann kom sjálfur
beint hingað. — Flýttu þér í
fötin.“
„Eg skil ekki — hvernig
veiztu þetta allt?“ spurði I-wan.
Hann hafði ákafan hjartslátt.
Hvernig gat faðir hans vitað
. allt um ferðir Ching-Kai-sheks?
’ Hvernig —?
„Eg átti tal við hann í gær,“
sagði faðir hans.
Ákafur ótti greip I-wan.
Hvers vegna hafði Chang-Kai-
shek hitt föður hans?
„Hann talaði við okkur alla
bankastjórana," hélt faðir hans.
áfram og sleit sundur orðin.
„Við sögðum honum að við lét-
um ekki eyðileggja Shanghai —
eignir okkar — viðskipti. —
Við buðum honum fé, svo að
hann gæti verið við völd áfram
— —. Ætlarðu að klæða þig
eða láta drepa þig?“
„Hann hefur ekki gengið að
þvi?“ stamaði I-wan. Hvernig
átti hann að gera En-lan og fé-
lögum sínum boð?
„Auðvitað gekk hann að því.
Maðurinn er ekki fábjáni,“
sagði faðir hans. „Eg fékk álit
á honum — ötull, djarfur og
hygginn maður. Nú er allt reiðu
búið. Hann útrýmir öllum kom-
múnistum í borginni.“
I I-wan fannst blpðið streyma
frá hjartanu örfá augnablik og
snúa aft-ur með feikna hraða.
Máttleysi hans var horfið, hann
viáfei það eitt, að hann brann af
óstjórnlegri heift.
„Hann hefur svikið okkur,“
hrópaði hann. „Hann hefur svik
ið okkur alla. — Og við treyst-
um honum —.“
i
Hann greip föt sín í flýti og
klæddi sig. „Eg verð að finna
þá alla. Eg yerð að finna En-
lan. Annars verða þeir drepn-
Litla krossgátan
Skýring:
Lárétí. 1. Hershöfðingi —- 7. Þróð-
ur — 8. Tveir eins — 10. Staddur
— 11. Planta — 12. Byrði ■—- 14.
Fugl. — 16. Anda — 18. Söngfélag
— 19. Rýr — 20. Rvk — 22. Tveir
eins — 23. Ljómandi — 27. Salta
lítillega.
Lóðrétt. 2. Orusta — 3. Missir
— 4. Fitla — 6. Hindrar — 9. Renn-
ur — 11. Forsetning — 13. Skíta
út — 15. Hugrakka —< 17. Hvíldi —
21. Dans (þf.) — 23. Guð — 24.
Tveir eins.
Ráðning á siðustu krossgátu.
Lárétt. 1. Böibæn — 7. Saur —
8. Sá — 10. SS. — 11. Eik — 12.
Ei — 14. Langa — 16. Iðrar — 18.
Ar — 19. Kaf — 20. Sá — 22. N N
— 23. Kusa — 25. Aurana.
Lóðrétt. 2. Ös — 3. Las — 4.
Busla — 5. Ær — 6. Hákarl — 8.
Siga — 9. Leikni — 11. En — 13.
j Iðan — 15. Argur — 17. RF — 21.
i Ása — 23. Ku — 24. An.