Þjóðviljinn - 24.05.1945, Síða 8
/
Listamannaþing, helgað 100 ára dánarminn-
ingu Jðnasar Hailgrímssonar hefst á iaugard.
þldÐVILHNN
Listamannaþing, helgað 100 ára dánarminniœgu Jónasar
Hallgrímssonar hefst hér í bænum á laugardaginn kemur.
Þetta er annað þing Bandalags íslenzkra listamanna —
fyrsta þingið var haldið 1942 —' en í Bandalaginu er þessi 5
félög: Félag ísl. rithöfunda, Fél. ísl. leikara, Fél. ísl. tónlistar-
manna, Fél. ísl. myndlistarmanna og Fél. ísl. arkitekta,
Flutt verður erindi um Jónas Hallgrímsson, ennfremur verð-
ur leiksýning, þar sem ofið er saman efni úr kvæðum og ritum
Jónasar. I»á verða einnig hljómleikar og rithöfundakvöld.
Þingið stendur yfir frá 26. til 31. þ. m.
Bandalagið kaus á sínum
tíma nefnd til að undirbúa
þingið. Árni Kristjánsson er
formaður nefndarinnar, en með
honum eru í nefndinni: Guð-
mundur Einarsson, Halldór
Kiljan Laxness, Lárus Pálsson
og Sigurður Guðmundsson. —
Framkvæmdastjóri þingsins pi-
Bagnar Ólafsson lögfræðingur.
Þeir Árni Kristjánsson og
Halldór Kiljan Laxness skýrðu
blaðamönnum í gær frá vænt-
•anlegu fyrirkomulagi þingsins.
ÞINGIÐ SETT
Þingið verður sett n. k. laug-
ardág kl. 3 í hátíðasal Háskól-
ans, verða þar viðstaddir með-
limir Bandalagsins og boðsgest-
ir þeirra.
Fyrst syngur blandaður kór
undir stjórn Páls Isólfssonar,
ísland farsælda frón, við lag
sem Jón Leifs hefur raddsett.
Bandalagið hefur kjörið
Davíð Stefánsson forseta þings-
ins og setur hann þingið, en
gefur því næst forseta íslands,
Sveini Bjömssyni, orðið, mun
hann flytja stutt ávarp.
Að ræðu forsetans lokinni
flytur Davíð Stefánsson ræðu.
Þvínæst verður þjóðsöngurinn
sunginn.
„MYNDABÓK JÓNASAR
HALLGRÍMSSONAR“
Leiksýning hefst í Tripoli-
leikhúsinu kl. 8V2 um kvöldið.
Áður en leiksýningin hefst
verður flutt inngangsljóð (pro-
logus) sem Tómas Guðmunds-
son hefur ort.
í leiksýningu þessari eru ofin
saman atriði úr kvæðum og rit-
um Jónasar Hallgrímssonar,
verða þar atriði úr Gamanbréf-
inu, Grasaferð, Skrímslinu góða
og stúlkunni 1 tuminum, Kossa-
vísum, Ferðalokum og Huldu-
ljóðum. Halldór Kiljan Laxness
hefur undirbúið efnið undir
leiksýninguna, en Félag ísl.
myndlistamanna sér um sýn-
inguna, og verður Lárus Páls-
son leikstjóri. Lárus Ingólfsson
hefur málað leiktjöld og teikn-
að búninga.
Páll ísólfsson hefur samið
músik við leiksýninguna: for-
leik, marz, söngva og undirleik
við framsögn.
Sýning þessi hefur verið
nefnd „Myndabók Jónasar Hall
grímssonar“.
PRÓF. ÉINAR ÓL. SVEINS-
SON FLYTUR RÆÐU UM
JÓNAS HALLGRÍMSSON
Á sunnudaginn kl. 2 flytur
prófessor Einar Ól. Sveinsson,
f. h. heimspekideildar Háskól-
ans, ræðu um Jónas Hallgríms-
son. Ræðan verður flutt 1 há-
tíðarsal Háskólans og verður
henni útvarpað.
Kxistján Kristjánsson. söngv-
ari syngur úr ljóðum Jónasar
Hallgrímssonar og Lárus Páls-
son leikari les nokkur kvæði
hans.
MINNISMERKI JÓNASAR
HALLGRÍMSSONAR
AFHJÚPAÐ
Klukkan 3V2 verður afhjúpað
minnismerki Jónasar Hallgríms
sonar. Lúðrasveit Reykj'avíkur
leikur undir stjóm Alberts
Klahn. Forsetinn leggur blóm-
sveig á fótstall líkneskisins en
því næst flytur Matthías Þórð-
arson þjóðminjavörður ræðu
-— en hann var í gömlu minnis-
varðanefndinni er Stúdentafé-
lagið kaus 1907.
ÍSLENZK TÓNLIST FLUTT í
TJARNARBÍÓ
Um kvöldið kl. 9.15 verður
flutt íslenzk tónlist í Tjamar-
bíó. Verða þar flutt verk eftir
Hallgrím Helgason, Helga Páls-
son, Karl O. Runólfsson og Jón
Nordal.
Strengjahljómsvejt Tónlistar-
I félagsins, Bjöm Ólafssoti 0g
• Ámi Krístjánssort og Strengja-
kvartett Tónlistarskólans rnunu
flytja verkin.
RITHÖFUNDAKV ÖiLD
Mánudagsfcvöldið kl. 8V2
hefst rithöfundakvöld í hátíða-
sal Háskólans.
Þessir lesa úr verkum sínum:
Eýjólfur Guðmundsson, Svanv
hildur Þorsteinsdóttir, Guð-
mundur Böðvarsson, Steinn
Steinarr og Guðmimdur Daní-
elsson.
LEIKSÝNING — MYND-
LISTAMANNAKVÖLD
Á þriðjudagskvöldið verður
léiksýningin: Mýndábók Jönas-
ar Hallgrímssonar, endurtekin
í Iðnó.
Það kvöld er einnig ákveðið
myndlistamannakvöld í útvarp-
inu, er Félag ísl. myndlista-
marma sér um.
KIRKJUHLJÓMLEIKAR
Á miðvikudaginn verða
kirkjjuhljómleikar. Páll ísólfs-
son íeikur á orgel en Pétur
Jónsson óperusöngvari syngur.
ANNAÐ RITHÖFUNDA-
KVÖLD — ÞINGSLIT
Á fimmtudagskvöldið verður
annað rithöfundakvöld og lesa
þá þessir. Gunnar Gunnarsson,
Snorri Hjártar, Ragnheiður
Jónsdóttir, Jóhannes úr Kötl-
um, Sigurður Röbertsson og
Ólafur Jóhann Sigurðsson.
Þingslit fara fram þá um
kvöldið.
Skilnaðarhöf listamanna verð
ur um kvöldið 1. júní að Hótel
Borg.
Frá stiinaffdvalancfnd
BnMMii ihiíi Wf 310 Hn
Nýlega er fullskipuð nefnd til að annast um sumarvist barna
á dvalarheimilum í sumar.
Nefndin hefur þegar til umráða dvalarheimili fyrir allt að
300 börn, og verður eigi aukið við það fyrr en séð er, hve margar
umsóknir berast. v
Nefndin er þannig skipuð:
Frá ríkisstjóm íslands: Sig-
urður Sigurðsson, berklayfir-
læknir.
Frá bæjarstjórn Reykjavíkur-
Katrín Pálsdóttir, bæjarfull-
trúi, Haraldur Ámason kaup-
maður.
Frá barnaheimilisnefnd Vor-
boðans: Jóhanna Egilsdóttir
húsfrú.
Frá Rauða Krossi íslands:
Scheving Thorsteinsson, lyf-
sali.
Rekstur barnaheimilanna
verður með öðrum hætti en
undanfarið, þar sem ríki og
bær taka ekki á sig neina fjár-
hagslega ábyrgð umfram þær
fjárveitingar, sem veittar hafa
verið. Mun nefndin því krefjast
fulls meðlags með bömum
þeirra er vel geta borgað, en
fjárveiting hins opinbera, verð-
ur notuð til styrktar þeim, sem
enga getu hafa til að greiða
fullt meðlag.
Mun sumardvalamefnd opna
skrifstofu í Hótel Heklu þriðju
daginn 29. þessa mán., og verð-
ur opin daglega kl. 14 til 19.
Verður þar tekið á móti um-
sóknum um sumardvöl fyrir
börn á aldrinum 4 til 9 ára
Allar slíkar umsóknir verða að
hafa borizt nefndinni fyrir laug
ardagskvöld 2. júní, ef þær eiga
að verða teknar til greina.
Er gert ráð fyrir að sumar-
dvöl bamanna hef jist um miðj-
an næsta mánuð og verði allt
að 10 vikum.
Ráðning starfsfólks á sumar-
dvalarheimilin byrjar í dag og
fer fram til naestu mánaðar
móta á skrifstofu Rauða Kross
íslands í Mjólkurfélagshúsinu
kl. 17 til 19 daglega, nema laug
ardaga.
Kortiö sýnir austur-varnarsvæöi Bandaríkjahersins.
öruncrt hersiiiiWingi
Framhald af 5. síðu.
tign frá óbreyttum hermanni í
Erershöfðingja.
Hann fór til vígstöðvanna í
Frakklandi í fyrri heimsstyrjöld
inni 1917 og seinna fil Þýzka-
lands. Var hann þá sæmdur heið
ursmerkjunum „the Distinguis-
ed Service Medal“ og „the
Púrple Heart“, einnig; fronsku
heiðursmerki. ,
Hann hefur síðan í fyrri heims
styrjöldinni gegnt fjölda þýð-
ingarmikilla starfa í þjónustu
hersins. í ágúst 1943: var hann
gerður fulltrúi yfirfbringjans
yfir austur-varnarsvæðinu og 8.
október sama ár var hann skip
aður y'firmaður sama varnar-
svæðis.
14. júlí 1944 skipaði hermála-
ráðuneytið hann förmann rann-
sóknarréttar varðandi árás Jap-
ana á Pearl Harbour 7. des. 1941.
Umferðaslys
í gær varð maður að nafni
Bjargmundur Sveinsson, til
heimilis að Njálsgötu 64, fyrir
bifreið á Vesturgötunni. Meidd-
ist hann allmikið á höfði og
var fluttur á Landspítalann.
Slys þetta vildi til kl. 3.25 í
gær. Bifreiðin R 2712 var á
vesturleið neðarlega á Vestur-
götunni. Bjargmundur var á
gangi eftir gangstéttinni vinstra
megin þar til hann beygði út
á götuna í veg fyrir bifreið-
ina. Féll hann framan á bif-
reiðina, en síðan á götuna. Aðal
meiðslin eru á höfðinu, því
hann mun hafa lent með höf-
uðið á framrúðu bifreiðarinn-
ar og brotnaði hún við árekst-
urinn.
Bjargmundur var þegar flutt-
ur á Landspítalann og var
Þjóðviljanum tjáð í gærkvöld
að hann hefði góða rænu og
liði mjög sæmilega eftir atvik-
um.
Minningargjafir í Barnaspítala-
sjóð Hringsins: Kr. 10.000.00 — tíu
þúsund krónur — frá frú Vigdísi
Erlendsdóttur og Hallgrími Jóns-
syni, fyrrv. skólastj., um syni þeirra
þrjá: Jónas, f. 13. janúar 1907, d.
12. des. sama ár; Ólaf Davíð, f. 29
ágúst 1911, d. 17. marz 1914 og Er-
lend Óskar, f. 9. febrúar 1914, d
4. mrz sama ár. — Minningargjöí
til minningar um Jens Guðmunl
Guðmundsson, kr. 300.00, frá
Hrafnhildi og Ágústi. — Kærar
þakkir til gefenda frá stjóm Hrings
ins.
Athugun á hæfni
bandarískra togara
til veiða hér við land
Þriggja manna nefnd
farin til Ameríku
Þriggja manna nefnd er ný-
farin til Ameríku til að athuga,
hvort þau tœki og skip, sem nú
eru notuö við botnvörpuveiöar í
Bandaríkjunum hœfa aöstæðum
hér viö land, og ef svo' er ekki,
þá hvaöa bre-gtingar séu nauö-
synlegar.
Nefndarmenn eru Pétur Sig-
urðsson sjóliðsforingi, Hafsteinn
Bergþórsson framkvœmdgstjóri
og Aðalsteinn Pálsson skipstjóri.
Jafnframt var Pétri SigurÖs-
syni falið að athuga tilboð um
smíði fiskiskipa í Bandaríkjun-
um og önnur atriði er það mál
varða.
Tilboð um togara, sem hingað
hafa borizt frá Bandaríkjunum,
hafa yfirleitt mætt tortryggni
íslenzkra útgerðarmanna, og
hefur borið á ótta við að banda-
rískir togarar mundu ekki vel
nothæfir til veiða við ísland.
Úr þessu ætti að fást skorið
með vesturför þeirra þremenn-
inganna.
Breytingar á
bandarísku
stjórninni
Nokkrar breytingar 'r.afa orðið
á stjórn Trumans forseta. 3 ráð-
herrar hafa sagt af sér.
Þeir ráðherrar sem sagt hafa
af sér eru dómsmálaráðherrann,
verkamálaráðherrann og land-
búnaðarmálaráðherrann. Enn-
fremur hafa fleiri embættis-
menn stjórnarinnar sagt af sér.
Nýir menn hafa verið skipaðir
í embættin.
Það var tilkynnt í Washing-
ton í gær, að Harry Hopkins
væri farinn til Moskvu til við-
ræðna við Stalín. Davies, fyrrv.
sendiherra Bandaríkjanna í Sov-
étríkjunum er á förum til Lon-
don til viðræðna við Churchill.
Truman forseti mun fara til San
Francisco og ávarpa ráðstefnuna
á síðasta allsherjarfundi hennar.