Þjóðviljinn - 26.05.1945, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 26.05.1945, Blaðsíða 2
2 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 26. maí 1945. KRON hefur félagsmálastarfsenti aD nýju Guðberg Kristínsson ráðínn félagsmálafulltrúí KRON Eins og frá var skýrt í Þjóðviljanum í gær hélt stjóm KRON nýlega fund með stjómum verkalýðsfélaganna í Reykja- vík til að ræða aukið samstarf milli verkalýðsfélaganna og KRON. Þá hefur KRON hafið félagsmálastarfsemina að nýju, en hún hefur legið niðri frá því Guðmundur Tryggvason hætti störfum sem félagsmálafulltrúi félagsins. Guðberg Kristinsson hefur nú verið ráðinn félagsmálafulltrúi KRON. í tilefni af fregn þeirri er Þjóð viljinn birti í gær hafði frétta- maður Þjóðviljans tal af Guð- berg Kristinssyni og spurði hann um starfseimi KRON. BREYTINGAR Á STJÓRN KRON — Það hefur margt verið rætt um KRON undanfarið. Það munu hafa orðið einhverjar breytingar á stjórn félagsins? — Já, svarar Guðberg. í stað Felix Guðmundssonar, sem var formaður KRON, var á síðasta aðalfundi kosin í stjórnina frú Guðrún Guðjónsdóttir. Sigfús Sigurhjartarson var kosinn formaður í stað Felix Guðmundssonar, Theódór B. Líndal var kosinn ritari og Þor lákur Ottesen varaformaður. — Hverjir eru aðrir í stjórn félagsins? — Hjörtur B. Helgason, Krist jón Kristjónsson. Sveinbjöm Guðlaugsson, Guðm. Tryggva- son og Ólafur Þ. Kristjánsson. j KRON IIEFUR FÉLAGSMÁLA STARFSEMI AÐ NÝJU — Þú hefur verið ráðinn fé- lagsmálafulltrúi KRON? — Já, það starf hefur legið niðri í 3 ár, en áður gengdi Guð undur Tryggvason því starfi og vann hann á sínum tíma mikið og gott starf 1 þágu fé- lagsins. — í hverju er starf þetta fólg ið? — Það er fólgið í því að sjá um hina félagsiegu hli'ð í starf- serni KRON, fá fólkið í, félag- ínu til að auka viðskipti sín og félagslegt starf, afla nýrra fé- lagsmanna og annast aðra fé- lagslega útbreiðslustarfsemi. — Mun ég verða til viðtals fyrir félagsmenn í skrifstofu félags- ins á venjulegum ákrifstofutíma og e. t. v. lengur fram eftir, 1—2 kvöld í viku. AUKIÐ SAMSTARF VIÐ VERKLÝÐSFÉLÖGIN — Hvað getur þú sagt mér um starfsemi hinnar nýju stjórnar? — Fátt eitt ennþá. Eg hef þegar sagt þér frá að hún hefur endurvakið félags- og út- breiðslustarfsemina, og í beinu framhaldi af ráðningu minni samþykkti svo stjórnin á fundi sínum 15. b. m. eftirfarandi til- .lögu: „Stjóm KRON ákveður að bjóða stjórnum allra starfandi verkalýðsfélaga í Reykjavík, stjórn Fulltrúaráðs verkalýðsfé- laganna, stjórn Alþýðusam- ■bands íslands og stjórn Banúa- lags starfsmanna ríkis og bæja á fund með sér til að ræða starfsemi framangreindra félags samtaka og KRON. Skal einkum athuga: a) Hvort verkalýðsfélögin sjái sér ekki fært að láta fara fram athugun á hve margir og hverjir af meðlimum hvers fé- lags eru starfandi meðlimir KRON, og hvetja síðan þá þeirra, sem ekki eru í félaginu að ganga í það. b) Hvort félögin vildu ekki ljá auglýsingum frá KRON, á- samt hvatningu um að ganga í félagið, rúm í skrifstofum sín- um. c) Hvort ekki væri æskilegt að samstarf gæti tekist með KRON og Alþýðusambandi ís- lands um útgáfu tímaritsins Vinnan.“ Þessi fundur var svo haldinn 23. þ. m. Umræður voru fjörug- ar að afstaðinni ýtarlegri ræðu Sigfúsar Sigurhjartarsonar, og virtist mér fundarmenn mjög sammála um að vinna beri skipu lega að framgangi og eflingu neytendahreyfingarinnar, og að þann styrk sem til þess þyrfti bæri fyrst og fremst að fá frá verkalýðs- og launþegasamtök- unum. — Hvað hyggur þú um þetta samstarf? — Þessu samstarfi verður haldið áfram af hálfu KRON við öll þau verkalýðsfélög er því vilja sinna, en næsta skref- ið er að stjómir félaganna taki þetta mál fyrir í félögunum og upp úr því hef jist svo hið skipu iega samstarf. KRON FJÖLGAR SÖLU- BÚÐUM — Hvað hefur KRON margar sölubúðir nú? — Félagið hefur nú matvöru- verzlanir á eftirtöldum stöðum: Skólavörðustíg 12, Grettisgötu 46, Hverfisgötu 52, Garðastræti 2, Bræðraborgarstíg 47 og Þver- veg 2. Þá hefur KRON sérvöru- verzlun á Skólavörðustíg 12: skóverzlun, vefnaðamörur og karlmannafatadeild. Glervöru- búsáhalda- og járnvörudeild hefur félagið í Bankastræti 2; bókabúð í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu; fatapressun- og hreinsun á Grettisgötu 2 ' og efnagerð á Hverfisgötu 52. Auk þess mun félagið á næst- únni setja upp tvær nýjar mat- vörubúðir, aðra í Laugames- hverfi og hina í Kleppsholti. Allar þessar vérzlanir, sem ég hér hef nefnt eru í Reykja- vík, en auk þeirra hefur félag- ið þrjár búðir í Hafnarfirði, eina í Keflavík, eina í Sand- gerði og eina í Grindavík. Guðberg Kristinsson. AÐSKILNAÐUR DEILDANNA I HAFNARFIRÐI OG KEFLAVÍK — Hvernig er með hinn marg umtalaða aðskilnað deildanna í Hafnarfirði og suður með sjó? — Deildirnar í Hafnarfirði og Keflavík hafa óskað eftir að- skilnaði, b. e. a. s. að þessar deildir yrðu sjálfstæð kaupfé- lög, og finnst mér það mjög eðV. leg ákvörðun þar sem þessar deildir eru orðnar mjög stórar og' umfangsmiklar, enda hefur stjórn KRON og aðalfundur tekið mjög vinsamlega í þetta mál og fengið fyrir sína hönd þá lögfræðingana Ragnar Ólafs son og Theódór B. Líndal til þess að semja um þessi mál, en Hafnarfjarðardeildin hefur feng ið Sveinbjörn Jónsson lögfræð- ing og Keflavíkurdeildin Guð- mund I. Guðmundsson lögfræð- ing til samninga fyrir sína hönd. SKIPULAGSBREYTINGAR — Eg hef heyrt að það standi til skipulagsbreytingar í félag- inu? — Já, fyrir liggja tillögur til laga'breytinga um að fækka' framkvæmdastjórum úr þrem í einn og ennfremur tillögur um að fækka deildum í félaginu, o. fl. Þessar tillögur verða endan- lega afgreiddar á framhaldsað- alfundi, sem halda á fyrir 1. á- gúst, en eins og þú veizt var aðalfundi frestað, með tilliti til þess skilnaðar sem deildirnar í Hafnarfirði og Keflavík hafa óskað eftir. KRON GREIÐIR FÉLAGS- MÖNNUM 420 ÞÚS. KR. í ARÐ Á S.L. ÁRI — Hefurðu meira að segja um félagið og starfsemi þess? — Já, geta má þess að félag- ið mun skila til félagsmanna 420 þús. kr. í arð fyrir viðskipt- in á árinu, auk þess sem félagið hefur lagt í varasjóð kr. 133 þús. 906,36 og í arðjöfnunarsjóð kr. 4 793,17 — útborgun á arði mun fara fram upp úr næstu mánaðarmótum, og mun það verða auglýst þá. — Nokkuð fleira? — Nei, ekki að sinni, en bú getur hóað í mig seinna við tækifæri. J. B. Verklýðsfélag Hrútfirð • inga gengur í Alþýðu- sambandið Verklýðsfélag Hrútfirðinga samþykkti 25. marz s.l. að sækja um upptöku í Alþýðusamband íslands og var félagið tekið í Alþýðusambandið á fundi Al- þýðusambandsstjómarinnar 18. þ. m. Stjóm félagsins .er þannig skipuð: Formaður: Rögnvaldur Helga son. Ritari: Þorsteinn Jónasson. Gjaldkeri: Pétur Matthíasson. í félaginu eru nú 31 félags- maður. — Kauptaxti félagsin.; er kr. 2,10. Nýir samningar á Sandi Verklýðsfélagið Afturelding á Sandi gerði nýja kaup- og kjata samninga við atvinnurekendúr þar á staðnum, þann 17 þ. m eftir viku verkfall. Samkvæmt hinum nýja samn ingi hækkar kaup karlmanna í almennri dagvinnu úr kr. 1,90 í 2,10 á klst., kaup kvenna og unglinga úr kr. 1,35 í kr. 1,50, skipavinnukaup er óbreytt, kr. 2,40. Heimilt er að vinna í vökt um í frystihúsum, tveim 8 stunda vöktum. 8 stunda vinnudagur er fyrsta sinn samningsbundinn hjá öllum atvinnurekendum á Sandi. Tðnlístin Tónlistin, tímarit Félags ís- lenzkra tónlistarmanna, 3.-4. hefti árgangsins 1944, er fyrir nokkru komin út og er þar með árgangi þessum Iokið. Heftið flytur þessar greinar: Hugleiðingar um fomíslenzkan kirkjusöng, eftir Sigtrygg Guð- laugsson; íslenzk tónlistarmál. eftir Hallgrím Helgason, stutt grein en kemurvíða við; Tónlist arheiti og táknanir með skýr- ingum; Yfirlit yfir sögu tónlist- arinnar, eftir Hallgrím Helga- son; Pétur Jónsson óperusöngv- ari sextugur; Tóríbókmenntir, þar sem rætt er umútgefnar inn lendar tónsmíðar; Hljómleika- líf Reykjavíkur; Endursagt i'n tónheimum; Bréf abálkur og ýmsar stuttar greinar. Þá flytur heftið einnig tvö lög á nótum: Fyrr var oft í koti kátt, eftir A. J. Johnson, og Kyrrð eftir Jón Björnsson. Eins og sjá má af þessari upptalningu er efni ritsins all fjölbreytt. Tónlistin er eina tímaritið sem gefið er úc hér á landi um þessi mái. Urn áskrií endafjölda þess er þeim, sem þetta ritar, ekki kunnugt. en Tónlistin er rit sen þvrfti að fara víða. Ættu tónhstarunn ■ endur ekki að láta sig vanta þetta rit. Fni m lil n Fratm og Valur kepptu í fjórða sinn til úrslita í fyrra- kvöld. í þetta sinn tókst að fá úrsiit en áður höfðu félögin alltaf skil ið jöfn. Fram vann Val með 2:0. Sex læknis- embasttl laus Sex héraðslæknisembætti hafa nýlega verið auglýst laus til umsóknar, og eru það þessi. í Búðardalshéraði; Flateyjar- héraði; Ögurhéraði; Hesteyrar- héraði; Ámeshéraði og Bakka- gerðishéraði. Embættin verða öll veitt frá 1. sept. næstkomandi, en um- sóknarfrestur er til 31. júlí. — Laun eru samkvæmt lögum. Næturlæknir er í læknavarðstof- unni í Austurbæjarskólanum. Sími 5030. Næturvörður er í Laugavegsapó- teki. Ljósatími ökutækja er frá kL 22.25 til kl. 2.45. Næturakstur: Aðalstöðin, sími 1383. Útvarpið í dag: 15.00 Dagskrá Listmannaþingsins Hátíðasalur Háskólans): Setning þingsins. Forseti íslands talar. Forseti Listamannaþingsins flytur erindi. 16.00 Fréttir. 19.25 Hljómplötur: Samsöngur. 20.30 Dagskrá Listamannaþingsins (Tripoli-leikhúsið): a) Þættir úr ritverkum Jón- asar Hallgírmssonar, færð- ir í leikform. b) Tónleikar. Hallgrímssókn. Messað á morgun kl. 11 f. h., sr. Ragnar Benedikts- son. (Mæðradagurinn). Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Ragnhildur Jóhannesdóttir, Guðrúnargötu 3 og Finnur Richter, brunavörður, Hring braut 145. Þróttur, biað um iþróttir, gefið út af íþróttafélagi Reykjavikur, hef ur verið sent Þjóðviljanum. í blaðinu eru þessar greinar: „Óþrjótandi verkefni biður íslenzkr ar æsku“, eftir Vilhjálm S. Vil- hjálmsson blaðamann; Sundnám- skeið að Reykjanesi við ísafjarðar. djúp fyrir meir en hálfri öld; Guð- mundur Stefánsson g^ímukappi, eft- ir Guðmund Hofdal; íþróttaannaáll og í fgðmi fjalla, upphaf ferðaþátt- ar eftir Ólaf Björn. Ritstjórar Þróttar eru þeir Þor- björn Guðmundsson blaðamaður og Þorsteinn Bernharðsson fyrrv. for- maður Í.R. FRAKKLANDSSÖFNUNIN: Peningagjafir: Barnaskóli S. D. A Vestmannaeyjum 1650 krónur, ErL Guðm. 100 kr. Safnað af Ellerup lyfsala á Seyðisfirði 500 kr. Sr. Áre- líus Níelsson, seld kort 510 kr. Safn að af frú Svanhildi Þorsteinsdóttur 6880 kr. Johansson sendiherra 100 kr. Safnað af Birni Þorgrimssyni 887 krónur. Sól Hafnarfirði 500 kr Kvenfélag Stokkseyrar 360 kr. Kon- ur í Hvolsvelli, afh. af sýslumanni B. Björnssyni 630 kr. N. N. 200 kr N. N. 2000 krónur. — Kærar þakkir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.