Þjóðviljinn - 30.05.1945, Page 1

Þjóðviljinn - 30.05.1945, Page 1
r 10. árgangur. Miðvikudagur 30. maí 1945 117. tölublað Orgeltónleikar Páls ísólfssonar í Dómkirkjunni kl. 9 í kvöld. — Leikin verða verk eftir Björgvin Guðmundsson, Hallgrím Helga- son, Jón Leifs, Pál ísólfsson og Sigurð Þórðarson. — Einsöngv- V. J 19 menn flugu norður í gær til að annast upp- setningu vélanna — 16 fljúga norður í dag Allar líkur benda til þess að hin nýja 10 þús. mála síldar- verksmiðja, er byggð hefur verið í stað gömlu Rauðku á Siglu- fírði, muni geta tekið til starfa á síldarvertíðinni í sumar. Unnið hefur verið af fullum krafti að endurbyggingu verk- smiðjunnar og er uppsetning véla þegar hafin. 19 menn flugu norður í gær til að setja vélamar upp — 16 munu fljúga norður í dag. Þjóðviljinn hafði í gær tal af Snorra Stefánssyni fram- kvæmdastjóra Rauðku. Meiri hluti vélanna til verk- smiðjunnar er nú kominn til Siglufjarðar, en það sem enn er ókomið er komið í skip i Ameríku. Nítján menn frá vélsmiðj- unni Héðinn hér í Rvík, flugu norður í gær, og eiga þeir að vinna að uppsetningu vélanna. 'Fóru þeir með Catalinaflug- bátnum, en hann fór ekki alla leið til Siglufjarðar heldur lenti í Miklavatni í Fljótum kl. 1 og voru mennirnir sóttir þang- að frá Siglurírði. — Þoka var fyrir norðan í gær. 16 menn aðrir frá Héðm munu fljúga norður í dag ef veður leyfir. Hnnið er af fullum krafti að því að koma verksmiðjunni upp, og komi það sem enn ev eftir af vélum í Ameríku í tæka tíð, getur yerksmiðjan tekið til starfa í byrjun þessarar síldar- vertíðar. Hefur verið unnið að þessu máli af miklum dugnaði. VATNSVEITAN NÝJA Á SIGLUFIRÐI Þá komu einnig til Sigluf jarð ar, í gær rör til hinnar nýju vatnsveitu þar á staðnum. Eru það 8—10 tomma rör eða mun stærri en í gömlu vatnsveit unni. Hin nýja vatnáveita, sem gert er ráð fyrir að kosti % milljón kr., var m. a. ákveðið að byggja með hliðsjón af þörf nýrra verk smiðja. Enn bíður nokkuð af vatns veituefninu til Siglufjarðar flutnings hér í Reykjavík. Stórkostleg loftárás á Jokohama Hinar stórkostlegu loftárásir risaflugvirkja á Japan halda stöðugt áfram. í gær var varpað niður 3500 smál. af íkveikju- sprengjum á Jokohama. Risaflugvirkin sem þessa loftá- rás gerðu hafa bækistöðvar sínar á Iwoeyju, en þetta mun vera fyrsta stórárásin á Japan sem þaðan er gerð. Heil hverfi í borg inni stóðu í björtum logum eftir árásina. Jokohama er ein stærsta borg Jap ans og með mestu hafnarborgum heims. Mikill iðnaður er í borg- inni og ýmsar mikilvægustu her- gagna verksmiðjur Japana eru þar. Rorgin er mjög nýtízkuleg, þar sem hún var öll endurreist eftir jarðskjálftana 1926. Lo'ftá- rás var einnig gerð í gær á flota- stöð norðaustan við Tokio. A Luzoneyju í Filipseyjum hefur Bandaríkjamönnum orðið nokkuð ágengt og náðu þeir borg inni Santa Fé þar á vald sitt í gær. Annarsstaðar af Kyrrahafsvíg- stöðvmnum er tíðindalaust. Situr við sama í Sýrlandsdeilunni Enn situr við sarna í deilu Frakka, Sýrlendinga og Libanons búa. Bidault utanríkisráðherra Frakka gaf í gær skýrslu uni mál ið á stjórnarfundi Opinber tilkynning um skýrslu hans hefur ekki verið gdfin út, en fréttaritari einn segir, að hann hafi sagt, að Frakkar hefðu ekk- ert skipt sér af innanríkismálum Sýrlendinga og Libanonsbúa. hins vegar htfðu þeir farið fram á að hagsmunir sínir í þessum löndum yrðu tryggðir, m.a. með því, að þeir fengju að hafa flugvelli og flotastöðvar þar, svo og að þeir fengju að hafa eftirlit með olíu- leiðslunni sem liggur um löndin frá írak. Rockefellerstofnunin býðst til að gefa 150 þús. dollara til rann' sóknarstöðvar að Keldum Rockefellerstofnimin hefur ákveðið að veita allt að helm ing alls kostnaðar við bygg- ingar rannsóknarstöðvar að Keldum í Mosfellssveit, og er miðað við að þetta framlag geti orðið 150 þúsund dollar- ar (tæp milljón króna). Bjöm Sigurðsson læknir, sem unnið hefur að rannsókn arstarfi hjá Rockefellerstofn- uninni, er staddur í Banda- ríkjunum og er m. a. að at- huga um undirbúning rann- sóknarstofnunarinnar. Ógnaröld í Aþenu Fasistís/c ógnaröld rílcir í Aþenu undir vemd ajturhaldssinnanna, er náðu völdum í Grilclclandi fyr- ir tilstyrlc byssustingja brezka aft- urhaldsins. Fyrir nokkru réðst t. d. lögregl- an í Alþenu inn í skrifstofur 25 grískra lögfræðinga og fór með þá á lögreglustöðina. Eina sök þeirra var, að þeir eru verjendur föður- landsvina, sem handteknir voru vegna þátttöku þeirra í bardögun- um, sem háðir voru í Grikklandi s. 1. desember. Liðþjálfi í grísku lögreglunni var nýlega dæmdur fyrir liðhlaup. I réttarfiöldunum skýrði hann frá því, að hann hefði ekki þolað pynd- ingarnar, sem Þjóðverjar beittu föðurlandsvini og hefði því gengið í lið með ELAS. Forsendan fyrir dómi hans var sú, að hann hefði gerzt liðhlaupi á friðartima. Kosningar í grísku verklýðsfé- iögunum hafa staðið yfir að und- anförnu. <v Það hefur komið greinilega í Ijós að kommúnistarnir eru öflugastir og hafa þeir flest stóru verklýðs- félögin á sínu bandi. Sjálfsmorð nazista Þrátt fyrir allar ráðstafanir, sem Bandamenn hafa gert til að koma í veg fyrir að þeir nazistaforingjar, sem þeir hafa náð á sitt vald, fremdu sjálfs- Landráð Kvislings afhjúpuð þegar á fyrsta degi Norsk Telegrambyrá, máundag. Norsku blöðin birta í dag myndir og nákvæmar frásagnir af réttarhöldunum gegn Kvisling á laugardag. Það kemur í ljós af frásögn- um blaðanna að menn höfðu búizt við ýmislegu af fyrstu yffrheyrslunum yfir Kvisling, „en að vanstjóm Kvislings og getuleysi, hin skilyrðislausa þjónkun hans við Þjóðverja skyldi verða afhjúpuð þegar í byrjun, kom öllum áheyrend unum algerlega á óvart,“ segir Aftenposten. Friheten segir: „Laugardagsins 26. maí mun minnzt í sögunni ásamt hinum mörgu sögumerku dögum, sem við höfum lifað undanfarið. Þann dag var fyrsti og mesti föðurlandssvikarinn leiddur aug liti til auglitis fyrir norskan dómstól til þess að svara til saka fyrir afbrot sín. Það var næstum því eitthvað ósæmilegt sem gerðist á laugardaginn, þeg ar þessi maður. sem í fimm ár hefur gert allt til að traðka rétt og réttlæti undir fótum sínum var leiddur fyrir venjulegan traustan norskan rétt sem kvað upp varðhaldsdóm sinn með ströngum lagalegum og hátíð- legum orðum. Framkoma þessa sama Kvislings í réttinum var freklega sjálfsréttlætanleg. Hann áleit það augsýnilega sjálfságt, að hann fengi að njóta góðs af nórskum réttarreglum.“ Blaðið leggur og áherziu á það, hvílík ánægja og öryggi fólsi samt í því að sjá norsku réttar- fari beitt' að nýju. „Jafnvel Kvisling sjálfur og allir samsvikarar hans njóta góðs af þeirri vemd, sem norsk lög veita. Þeir komast undan því að ýerða fórnailömb þess takmarkalausa handahófs í réttarhöldum, sem þeir sjálfir hafa verið svo ákafir málsvarai fyrir s.l. fimm ár. Við erum hreyknir af því, að þeir fá það. Við höfum ráð á því og sjálfs- agi okkar er nægur til þess. Við erum menninga'.þjóð.“ 74 þús. sovétborg- arar í Noregi 7J. þús. sovétborgarar eru nú í Noregi. Eru það stríðsfangar og venjulegir borgarar, sem Þjóð- verjar fluttú þangað. Finim manna nefnd er komin til Osló frá Sovétríkjunum til að annast um heimflutning fólksins. Nefndin hefur lýst yfir þakklæti sínu til Norðmanna, sem bjarg- að ha'fi þúsundum fanganna frá b’ráðum bana. (Frá norska blaðafulltrúanum) LANDSSÖFNUNIN Söfnunin nálgast 3. milljónina 82.700 úr Hafnarfirði, Gullbringu- og Kjósarsýslu I gœrkvöldi nam■ landssöfnunin samtals um 2 milljónum og 850 þús- und krónum, auk fatnaðargjafa. I gœr bárust skrifstofu landssöfnunnarinnar kr. 8Í2.G93.86 frá skrif- stofu Gvilbringu- og Kjósarsýslu og Hafnarfjarðarlcaupstaðar, og hafði sú uppha’ð borizt úr kaupstað og sýslu. Eru í henni ótaldar margar stórgjafir frá sýshmni og Hafnarfirði, sem borist hafa á annan hátt. Frá póst- og simamálastjóra ibarst tillcynning þess efnis að á póst- afgreiðslum og bréfhirðingum úti mn land hefðu safnazt um 370.000 kr., en þar af höfðu um 100 þús. kr Frá skrifstofu Barðastrandar- sýslu var tilkynnt að þar hefðu safnast um 50 þús. kr. Auk þess bárust skrifstofunni um 50 þúsund krónur í pening- um, og voru margar upphæðanna morð, þefur mörgum þejirra tekist það. Yfirleitt höfðu þeir falið eitur á sér. Ritter von Greim, sá sem skipaður var yfir þýzka flug- herinn, er Göring var settur af. drap sig á eitri í Salsborg nýlega. verið tilkynntar áður. frá prestum, oddvitum og hrepp- stjórum í nærsveitum, svo og frá vinnuflokkum í bænum, sem eigi hö'fðu fyrr getað skilað af sér. Meðal annara gjafa voru þessar: Safnað á skrifst. Trésmiðafé- lags Reykjavíkur 6275 kr. (þar af gaf félagið sjálft 2000 kr.), frá Nat han & Olsen og starfsfólki 5000 kr., og frá Leikfélagi Revkjavík- ur 2000 kr. Frá h.f. Faxakletti í Hafnarfirði bárust kr. 5000, — og liafa þá félagar í Félagi ís'l, botn- vörpuskipaeigenda lagt söfnuninni til samtals kr. 440.000.00.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.