Þjóðviljinn - 30.05.1945, Qupperneq 7
Miðvikudagur 30. maí 1945.
ÞJÓÐVILJINN
CARL EWALD:
ÆVINTfRI SlLDARINNAR
sjáum við ekki þorskinn, sem er lang gráðugastur. Það
kemst ekki nema hundraðasta • hver síld í tunnurnar
kaupmannsins".
Bátunum var rennt á ilot og veiðin byrjaði. Enginn
mundi eftir annari eins síld. Ne’tin voru dregin upp
troðfull og bátunum var róið sökkhlöðnum í land. Allt
þorpið gljáði af síldarhreistri í sólskininu.
Svo kom gufuskip, sem sótti síldina — margar þús-
undir ’tunna. Kaupmaðurinn þurfti á öllu sínu salti að
halda og hrökk ekki til. Fiskimennirnir greiddu skuld-
ir sínar og keyptu allt, sem þá vantaði til vetrarins.
Eftir mánuð var síldveiðin úti.
„Guð hefur fyrirgefið okkur syndir okkar“, sagði
presturinn.
„Sjórinn hefur verið mátulega hlýr og saltur og
botninn góður“, sagði læknirinn.
„Hvalirnir og máfarnir komu mátulega“, sagði Óli
gamli.
Síldirnar, sem höfðu komizt lífs af, voru á leið til
hafs. Þær höfðu þegar hrygnt á fjarðarbotninum.
Hrognin voru lítil og límkennd að utan, svo að þau
festust á steinum og öllu, sem fyrir varð.
Þau voru óteljandi. Dýr, sem voru á sveimi uni
sjávarbotninn, átu fjölda af þeim, en þó urðu óteljandi
hrogn eftir og biðu þess að verða að seiðum.
Seiðin voru ekki lík neinum fiskum. Þau höfðu
engan munn en gríðarlega stór augu, og gegnsæ voru
þau. En þau voru ekki fyrr lifnuð en þau fóru að synda.
Öll hrogn voru lifnuð og farin sína leið, nema tvö,
sem lágu kyrr á steini, þar sem þau höfðu verið nókkr-
ar vikur. Þau skildu ekki, hvernig gat staðið á þessu.
„Hvernig líður þér?“ spurði annað hrognið.
„Það er eins og ég sé að leysast sundur“, svaraði
hitt.
„Það er ekki of snemmt. Allir aðrir eru farnir og
við erum ein eftir. Það er vegna þess, að við liggjum
svo djúpt og sjórinn er svo kaldur. Þess vegna gengur
þetta svona seint“.
Það leið ekki á löngu, áður en hrognin voru orðin
að seiðum. Þau voru stærri en önnur seiði. ,
„Hvað eigum við nú að gera?“ spurði annað seiðið.
„Já, hvað eigum við að gera?“ spurði hitt.
Þau störðu út í hafið með stóru augunum sínum og
sáu þorska og mörg önnur undarleg dýr, sem þau voru
ÚR KERLINGABÓKUM
Hér áður, meðan spádómar
tíðkuðust, var það talið skipta
máli, hvaða vikudag böm fædd
ust. Hér er ein slík kerlinga-
bók.
Mánudagsbörn eru hneigð ti!
ævintýra, dugleg til fram-
kvæmda en oft herská og ganga
til vinnu með snöggum á-
hlaupum milli hvilda.
Miðvikudagsbörn eru íljót til
náms og greind en oft ráðrík.
Fimmtudagsböm eru dugleg
og snarráð, en gera axarsköft
af fljótfæmi.
Föstudagsbörn eru blíðlynd,
trygg, gera heimili sín ánægju-
leg og eru heppin í ástum.
Laugardagsbörn eru olnboga-
böm Amors en kunna að fara
með peninga.
Sunnudagsböm eru framsýn.
Heppnin eltir þau og þau hafa
oft mikið hugmyndaflug.
7
PEARL S. BUCK:
ÆTTJARÐARVINUR
— ■' - - ■ ■ —
En hún kom ekki aftur. Þjón-
ustustúlkan kom með næsta rétt
og Bunji fór aftur að hlægja.
,.Tama veit, að við munum hafa
sagt yður hver hún er og þess
vegna kemur hún ekki“.
Þau hlógu öll og I-wan leið und
arlega vel. Hér hlaut að vera auð
velt að gleyma. Þetta hús var svo
hreint. Sólin skein á hvítþvegin
gólfin og loftið var tært. Fólkið
var glaðvært, eins og það þekkt
engar áhyggjur.
„Hvernig fellur yður þessi ó-
merkilegur matur?“ spurði frú
Muraki.
„Eg er hrifinn af öl'lu hérna“,
evaraði I-wan og roðnaði. Hann
hafði, ef til vill verið of ör.
„Svona eiga ungir menn að
hugsa“, sagði Muraki gamli. Hjón-
in brostu bæði. I-wan fann, að
þeim geðjaðist vel að honum og
það gladdi hann,
Svo varð þögn. En þó að eng-
inn segði neitt, var það auðfund-
ið, að allir voru í góðu skapi. Þau
borðuðu hrísgrjón á eftir fiskinum
og drukku síðast te.
Þá stóð frú Muraki upp frá
borðinu, hneigði sig mjiiklega,
eins og fiðrildi, sem dregur að sér
vængina, og gekk burt.
Muraki sagði við I-wan „Faðir
yðar bað mig að fá yður stöðu
við verzlunina. Ef yður er það
ekki á móti skapi, getið þér unnið
með Bunja fyrri hluta dagsins.
Eftir hádegi getið þér lesið eða
eytt tímanum, eins og þér viljið“.
„Þakka yður fyrir“, sagði I-wan.
Og hann var í raun og veru þakk
látur. Nú hafði öllu verið ráðstaf-
að fyrir hann. Þannig var það
léttlbærast.
Muraki reis á fætur: „Þá erum
við ásáttir um það. En ef þér eruð
óánægður með eitthvað, verðið
þér að láta það í ljós“.
Þetta var bæði spurning og
skipun, en þó ákaflega vingjarn
leg.
„Eg er ,viss um, að mér líður
vel hér“, sagði I-wan.
„Eg vil líka helzt, að allir
séu ánægðir á heimili mínu“,
taiutaði Muraki og gekk út í
garðinn.
„Sjáum til“, sagði Bunji og
leit glettnislega á I-wan. „Nú
kemur Tama. Hvemig ætlið þér
að tala við hana, I-wan? Eins
og nútímamaður — ,mobo“,
eins og við segjum? Eða ætlið
þér að fylgja gömlu siðunum?“
I-wan varð órólegur og feim-
inn.
„Hvort vill hún heldur?“
spurði hann.
Hann vissi ekki, hvemig hann
átti að haga sér í návist þess-
arar stúlku. Hún hafði ekki lit
ið upp, þegar hún kom inn.
„Það segi ég yður ekki“, svar-
aði Bunji. „Þér verðið sjálfur
að reikna það út. Nú skulum
við tala saman“.
En þeir þögðu báðir, þar til
Bunji rak upp hlátur: „Um
hvað eigum við að tala?“
„Eg veit ekki“, sagði I-wan.
Hann gat ekki annað en hlegið
að Bunji.
„Við erum báðir asnar“, sagði
Bunji og nuddaði augun. „En
nú skulum við vera hátíðlegir“.
„Vill hún það helzt?“ spurði
I-wan. „Þetta mas kom honum
í gott skap. Það minnti hann á
lið.in ár, þegar Peony og hann
voru bæði eins og böm og
stríddu hvort öðru. Það var
áður en hann hafði heyrt bylt-
inguna nefnda á nafn.
„Þei, þei“, sagði Bunji. „Nú
kemur hún“.
Hann hækkaði röddjna og
gerði sig alvarlegan. „Utanrík-
isverzlunin er afar þýðingar-
mikið atriði. Það hljótið þér að
komast að raun um. Þegar við
til dærnis gerðum viðskipasamn
inga í Bandaríkjunum, verðum
við að*- gæta þess, að gengjð
lækki ekki. Það gæti komið í
veg fyrir allan ágóða“.
Skilrúm var dregið til hlið-
ar. I-wan leit upp og sá unga
stúlku í rósrauðum kufli, jap-
önskum skóm og hvítum sokk-
um. Hún hafði gyllt belti. Hár
hennar var hvorki sett upp eft
ir japanskri tízku né angaði
af ilmvatni. Það var greitt slétt
niður með vöngunum og vafið
upp í hnakkann. Hún hneigði
sig eins og móðir hennar hafði
gert. En Tama leit ekki niður
fyrir sig, eins og hún, en bar
höfuðið hátt.
„Bunji“, sagði hún.
„Þetta er Tama, systir mín“,
sagði Bunji og kætin ljómaði í
augum hans. „Og þetta er I-
wan, Tama“.
I-wan reis á fætur og hneigði
sig.
Tama gekk til hans og rétti
honum höndina: „Við tökumst
í hendur. Er það ekki?“ sagði
hún á ensku. „Bunji segir að
þér séuð „mobo“. Eg aðhyllist
líka nútímaskoðanir. En föður
mínum er illa við það. Eg geng
á háskólann í Kyushu".
Hann tók fast um litla, þétta
hönd hennar en sleppti henrn
snöggt aftur. Það var ekki að
sjá, að hún væri feiminn. En
hann langaði til að draga sig í
hlé og leit ekki á hana, þegar
hún settist við borðið og seild-
ist eftir tekönnunni.
„Nú skulum við öll fá okkur
heitt te“, sagði hún kunnug
lega. „Hvað varstu að segja
Bunji, þegar ég kom inn? Eg
hef aldrei heyrt þig tala um
viðskiptamál“.
Þau hlógu öll.
„Þarna sjáið þér, hvernig hún
er“, sagðj Bunji. „Þér verðið að
átta yður á því að Tama bregð-
ur sér í tvennskonar gervi. Þeg-
ar foreldrar okkar eru við, er
hún hógvær og feimin — “.
„Bunji!“ tautaði hún. „Þú
mátt ekki — “.
„En í hinu gervinu“, hélt
Bunji áfram, ,,er hún nýtízku
kona, sem svífst einskis og er
alveg sérstaklega skrafhreyfin
við strákana í háskólanum“.
„Nei, nei, það er ekki. Þér
megið ekki trúa honum“, sagði
hún.
„Eg trúi ekki öðru en því,
sem þér segið sjálf“, sagði I-
wan sem var snortinn af glað-
værðinni og ungu, fallegu
stúlkunni, sem talaði djarflega
en roðnaði þó. Hann gleymdi
öllu öðru fáein augnablik. Þetta
var í fyrsta sinn, sem hann tal-.
aði við stúlku á heimili henn-
ar — að Peony undantekinni.
En hún var ambátt.
„En hvað mér þykir vænt um
að vera kominn hingað“, sagði
hann ósjálfrátt. „Mér leið svo
i'lla — að ég hélt, að ég biði
þess aldrei bætur — það fannst
mér í morgun. En það hefur
góð áhrif á mig að vera hér“.
Þau horfðu vingjarnlega á
hann meðan hann talaði. Tama
andvarpaði.
„Eg þekki það. Stundum
grípur mig þunglyndi — en það
er aldrej langvarandi“.
„Eg skil ekki, að neinn geti
verið þunglyndur hér“, sagði I
wan. Hann sá að systkinin
horfðu hvort á annað og hann
hafði ekki séð Bunji svo alvar-
legan áður.
„Já, á þessu heimili“, sagði
Bunji. Það er satt. Okkut líð-
ur vel hér. Er það ekki, Tama?“
„Það er ekkert heimili tií,
þar sem konum líður eins vel
og karlmönnum“, sagði hún.
Litla krossgátan
Lárétt: 1. Mannsnafn. — 7. Ríki.
— 8. Samtenging. — ÍO. Þyngdar-
mál. — 11. Óp. — 12. Slá. — 14.
Gifta. — 16. Likamshluta. — 18.
Verzlunarmál. — 19. Blekking. —
20. Hortittur. 22, Frumefni. — 23.
Dugleg. — 25.
Lóftrétt: 2. Fornafn (fornt). — 3.
Húsdýr. — 4. Mannsnafn. — 5.
Tónn. — 6. Afkvæmin. — 8. Yrkja.
— 9. Hrökkva. -— 11. Samtenging.
— 13. Húsdýrinu. — 15. Söguhetia.
— 17. Atviksorð. — 21. Ljós. 23.
Eldstæði. 24. Vökvi.
Ráðning á síðustu krossgátu:
Lárétt: 1. Óperan. — 7. Árar, —
8. Óf. — 10. NN. — 11. Yst. — 12.
Es. — 14. Gunnar. — 16. Shöll. —
18. Ra. — ,19. Tál. — 20. Ló. — 22
Un. — 23. Bura. — 25. kærast.
Lóðrétt: 2. Pá. — 3. Ern. — 4
Rangla. — 5. Ar. — 6. Aftrar. —
8. Ósar. — 9. Gestur. — 11. Ym. —
13. Skán. — 15. Uilur. — 17. Öl. —
21. Óra. — 23. 3æ. — 24. As.