Þjóðviljinn - 09.06.1945, Page 8

Þjóðviljinn - 09.06.1945, Page 8
Þ JOÐVIL JINN Laugrdagur 9. júní 1945. Áætlun um störfellda aukningu íi raímagni fyrir Reykiavfkurbæ Ingð fyrir bœjarráð Virkjnn neðri-íossa í Soglnu og bygging varaaflstöðvar við Reykjavík Á fundi bæjarráðs í gær var lagt fram bréf frá Steingrími Jónssyni rafmagnsstjóra varðandi aukningu rafmagns handa Keykjavíkurbæ. Efni bréfsins var áætlun og greinargerð um virkjun neðri fossa í Soginu, er Almenna byggingafélagið hefur gert undir umsjón Áma Snævars verkfræðings og í samvinnu við Rafveitu Reykjavíkur, og undirbúning að byggingu varaaflstöðvar við Reykjavík. — Telur rafmagnsstjóri að virkjim Sogsins gæti ver- ið lokið 1948 og er virkjunarkostnaðurinn áætlaður 30 millj. kr. Lína til Reykjavíkur og afspennistöð er áætlað að kosti 6 millj. kr., en aukning bæjarkerfisins 10 millj. kr. Um byggingu vara- aflstöðvarinnar (þ. e. gufuvélastöðvar) er það sagt í bréfinu, að „nú virðist vera hægt að fá allt til slíkrar stöðvar keypt í Ameríku þannig, að hún gæti tekið til starfa haustið 1941, með 1 véla- samstæðu“. — Áætlaður kostnaður 30 þús. kw. aflstöðvar er 14 millj. kr. Áætlaður kostnaður við þessar framkvæmdir er því alls: 60 millj. kr. Er þessi kostnaðaráætlun 9 millj. kr. lægri en sú áætlun er gerð var vorið 1944. Stofnkostnaður er áætlaður 42 millj. kr. og yrði að leggja hann fram á næstu 3!4 ári. Varðandi byggingu varaaflstöðvarinnar, er það fram tekið, að örðugt sé að fá slíka stöð keypta í Englandi eða Svíþjóð, en öruggast um skjóta afgreiðslu frá Ameríku. Bæjarráð samþykkti að hefja undirbúning verksins sam- kvæmt þessari áætlun og mun rafmagnsstjóri bráðlega fara vest- ur um haf til að vinna þar að framgangi þessa máls. Bréf rafmagnsstjóra til bæjarráðs er svohljóðandi: „Hér með sendi ég áætlun og greinargerð um virkjun' neðri fossa í Sogi, sem Almenna bygg- ingarfélaginu var farið að gera vorið 1944, undir umsjón Árna Snævars, verkfræðings, og í sam- vinnu við rafmagnsveituna. Fylgja áætluninni 10 uppdrættir. Með þessari greinargerð er orðið ljóst, hvernig haga beri virkjun neðri fossanna, og má á grundvelli henn- ar og uppdráttanna þegar gera útboðslýsingar að byggingarvinnu og vélakaupum fyrir fyrsta virkj- unarstigið. með tveim vélasam- .'tæðum upp á helmhig fullrar virkjunar, jafnframt því sem unn- ið væri að lokarannsóknum á jarð- vegi og steypuefni. Yrði þá allt til- búið undir útboð á næsta hausti. Jafnframt sendi ég greinargerð um fjárhagsafkomu Sogsvirkjun- arinnar og rafmagnsveitunnar eft- ir virkjun neðri fossa og í saman- burði við rekstur gufutórbínu- stöðvar. Er það framhaldsskýrsla frá þeirri, sem send var vorið 1944, um ýmsar aukningaleiðir á raf- magni handa Reykjavík og byggð í\ þeirri skýrslu og upplýsingum, sem fengizt hafa síðan frá ýmsum vélafirmum um verð og smíða- tima á vélum og öðrum útbúnaði lil gufutúhbínustöðvar eða diesel- vélastöðvar. Samkvæmt þessum reikningum verður eigi eins mikill munur á fjárhagsafkomunni við, N Írkjun strax eins og fyrri skýrsla virtist benda til. Má því segja að málið liggi nú þannig fyrir: 1. Ekki er að fullu leyst úr aukn- ingaþörf rafmagns fyrr en með aukinni vrrkjun í Sogi. 2. Ekki er að fullu leyst úr ■ ekstraröryggi Sogsvirkjunar og rafmagnsveitunnar nema með varastöð við Reykjavík. 3. Virkjun Sogsjns tekur það langan tíma, að hún getur ekki leyst úr aðkallandi rafmagnsþörf veturna 1946—47 og 1947—48. Uni tírna leit svo út sem aðeins myndi vera hægt að leysa úr þeirri þörf með dieselvélastöð með tiltölulega smáum yélasamstæðum, þar eð gufuvélastöð myndi taka of lang- an tírna, en nú virðist vera hægt að fá allt til slíkrar stöðvar keypt í Ameríku, þannig að hún gæti tekið til starfa haustið 1947, með einni vélasamstæðu, er fyrst yrði til að leysa úr aðkallandi aukn- ingum, en síðar þegar virkjun væri framkvæmd yrði hún notuð sem varastöð eingöngu, en eigi yrði hugsað um að nota hana sem toppstöð við vatnsaflsstöðvarnar, svo sem reiknað var með sem möguleika í skýrslunum. Með þessu móti yrði kóstnaður- inn við varastöðina mun minni eða um 4—6 millj. kr. eftir stærð vélasamstæðanna (7500—10000 kvv.). Ég vil samkvæmt þessu leyfa mér að leggja til við háttvirt bæj- arráð: 1. Að únnið verði áfram að und- it’búningi á virkjun neðri fossa í Sogi með því að: v a) Ljúka við virkjunarrannsókn- ir og útboðslýsingu. b) Sækja til ríkisstjórnarinnar um virkjunarleyfi á grundvelli virkjunaráætlunarinnar, sem fvrir liggur, og laga um virkjun Sogsins nr. 82. 19. júní 1933. c) Undirbúa fjáröflun til virkj- unarinnar í sambandi við ríkis- stjóhn og barka með það fyrir augum að virkjun vrði lokið fyrir haust 1948 (byrjað á sumri 1946). d) Hefja samvinnu við ríkis- stjórnina um fyrirhugaða vega- lagningu og brúargerð í sambandi við virkjunina. 2. Að unnið verði áfram jafn- framt að uúdirbúningi varaafl- stöðvar við Reykjavík með því að: 1. Festa kaup á einni vélasam- stæðu ineð tilheyrandi búnaði, sem komið yrði upp fyrir haustið 1946. í þeim búnaði vrði einnig gert ráð fyrir hiturum til aðstoðar við Hitavei’tuna. 2) Að senda menn héðan til við- ‘ ræðna við væntanlega bjóðendur og með aðstoð fulltrúa rafmagns- veitunnar j'tra og í samvinnu við rafmagnsveituna láta gera þar fullnaðaruppdrætti að stöðinni og undirbúa endanleg kaup. Þess skal getið til skýringa á framangreindum tillögum varð- andi varaaflstöðina, að undirtekt- ir um kaup ■ á slíkri stöð í Eng- landi hafa verið þannig, að engin von er til að fá hana þar fyrir haustið 1946. í Svíþjóð er heldur eigi mikil von, þar sem smíðatími trúbínanna er þar 14 mánuðir og því líklégt að stöðin gæti eigi tek- ið til starfíl fyrr en fram á vorið 1947 kæmi. Líklegast er sem stend- ur að öruggast væri um skjóta af- greiðslu frá Amerrku, en eigi þyrfti að festa kaup þar, fyrr en gengið væri úr skugga um það atriði, Einnig þarf, eftir því sem hægt er nú, að ganga úr skugga um flutn- ingamöguleika véla og tækja á næsta vori. í framannefndri greinargerð um fiárhagsafkomuna er reiknað með þessum kostnaði: Virkjun neðri fossa kr. 30.000.000 Lína til Reykjavík- ur og afspennistöð — 6.000.000 Gufuaflstöð 30.0000 kw............. — 14.000.000 Aukning bæjarkerfis — 10.000:000 Samtals kr. 60.000.000 Er þetta 9 inillj. kr. lægra en áœtlað var vorið 1944, er liggur í því að áætlunin um virkjun neðri fossa í Sogi og um línuna hefur lækkað. Nú ma gera ráð fyrir, samkvæmt síðustn upplýsingum, sem einnig felast í framangreindum tillögum að: Byrjun virkjunar neðri fossa geti orðið kr. 28.000.000 Lína til Reykjavík- ur og afspennistöð — 4.000.000 Gufuaflstöð 10 000 kw................. — 6.000.000 Fyrsta aukningastig bæjarkerfis ....... — 4.000.000 Samtals kr. 42.000.000 er leggja þyrfti fratn í stofn- kostnaði á næstu 3.5 árum eða um 12. millj. kr. á ári til jafnað- ar. Er aðalimmurinn að gufuafl- stöðin er minnkuð til mikilla muna svo og aúkningu bæjarkerfisins frestað. Ákvörðun utn hversu langt verði gengið í hverju atriði, má taka smám saman, begar bindandi verðtilboð liggja fyrir um hvert þeirra“. Fáni þjóðfrelsis og friðar yfir Evrópu Friðardaginn, 9. maí, flutti Josif Stalín, forsætis- og landvamaþjóðfulltníi Sovétríkjanna, eftirfarandi útvarps- ávarp. Af ávarpi þessu hafa aðeins birzt einstakar setn- ingar 1 íslenzkum blöðum, og þykir því rétt að birta á- varpið í heild. Félagar, ættjarðarvinir, karlar og konur. Hinn mikli dagur sigurs yfir Þýzkalandi ér kominn. Fasista-Þýzkaland, knúið á kné af rauða hemum og herj- um bandamanna vorra, hefur játað sig sigrað ag lýst yfir skilyrðislausri uppgjöf. Hinn 7. maí var bráðabirgðasamkomulag um upp- gjöfina undirritað í borginni Rheims. Hinn 8. maí undir- rituðu fulltrúar þýzku herstjómarinnar, í viðurvist fúll- trúa æðstu herstjómar Bandamanna og æðstu herstjórn- ar sovétherjanna, úrslitauppgjöf, og gekk hún í gildi kl. 24 hinn 8. maí. Oss er kunnugt um svikavenjur þýzku glæpamanna- foringjanna, sem líta á sáttmála og samninga sem einskis- verða pappírssnepla, og hofum því enga ástæðu til að treysta loforðum þeirra. En í morgun hóf þýzki herinn að leggja niður vopn og gefast upp fyrir her vorum í stórum stíl, samkvæmt uppgjafarsamningunum. Það jafngildir ekki einskisverðum pappírssnepli. Þetta er raunveruleg uppgjöf herja Þýzkalands. Að vísu hefur þýzkt herlið í Tékkoslovakíu neitað upp- gjöf. En ég treysti því að rauði herinn geti komið vitinu fyrir það. Nú getum vér lýst yfir þvl, með fullum rétti, að hinn sögulegi dagur hins endanlega ósigurs Þýzkalands, dagur hins mikla sigurs þjóðar vorrar yfir hinni þýzku heims- valdadrottnun, er kominn. Hinar þungu fómir sem vér færðum fyrir frelsi, sjálf- stæði ættjarðar vorrar, hinar ósegjanlegu hörmungar og þjáningar, sem þjóð vor lifði styrjaldarárin, hin einbeitta vinna að baki vígstöðvanna og á vígstöðvunum, lögð á alt- ari ættjarðarinnar, hafa ekki verið árangurslausar, heldur leiddu til algjörs sigurs yfir óvinunum. Aldalangri baráttu slavnesku þjóðanna fyrir tilveru sinni og sjálfstæði er lokið með sigri yfir þýzku innrásar- herjunum og þýzku kúguninni. / Héðan af mun hinn glæsti fáni þjóðfrelsisins og þjóða- friðar blakta yfir Evrópu. Fyrir þremur árum lýsti Hitler yfir því, að meðal markmiða hans væri sundurhlutun Sovétríkjanna, hann ætlaði sér að hrifsa frá þeim Kákasus, Úkraínu, Hvíta- Rússland, Eystrasaltslöndin og fleiri landssvæði. Hann sagði hiklaust: „Vér munujn tortíma Rússlandi, svo það rétti aldrei við aftur“. Það var fyrir þremur árum. En hinar brjáluðu hug- myndir Hitlers áttu ekki að verða veruleiki, gangur stríðs- ins dreifði þeim út í buskann. Það sem gerzt hefur, er al- gjör andstæða þess sem Hitler þvældi um. Þýzkaland er gersigrað. Þýzku herirnir eru að gefast upp. Sovétríkin fagna sigri, án þess þó að ætla sér að sundurhluta Þýzka- land eða tortíma því. Félagar! Hinu mikla ættjarðarstiiði er lokið með al- gjörum sigri vorum. Styrjaldartímabili í Evrópu er lokið. Tímabil friðsamlegrar þróunar er hafið. Eg óska ykkur til hamingju með sigurinn, kæru ætt- jarðarvinir, karlar og konur. Heiður sé hetjuhemum, rauða hernum, sem varðveitti sjálfstæði ættjarðar vorrar og vann sigur yfir óvinunum! Heiður sé hinni miklu þjóð vorri, sigurþjóðinni. Ævarandi heiður hetjunum, sem féllu í baráttunni við óvinina og létu líf sitt fyrir frelsi og hamingju þjóðar vorrar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.