Þjóðviljinn - 16.06.1945, Blaðsíða 5
ÞJÓÐVILJINN — Laugardag 16. júní 1945
þJÓÐVtUINN
ÚtgefanHi: Sametntngarjlokk:.i alþýðu — Sósíalistaflokkurinn.
Ritstióri og ábyrgoarmaður: Sig’tður Guðmundsson.
Stjórnmálarit'tjórar: Emar Olgeirason, Sigfiís Sigurhjarlurson.
Ritstjórnarski»fstofa: Austurstrceti 12, sími 2270.
Afgreiðsla og auglýsingar: Skólavörðustíg 19» sími 2181*.
Askriftarverð: í Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði.
Úti á landi: Kr. 5.00 á mánuði.
Prentsmiðja: Víkingsprcnt h.f.t Garðastrœti 17.
Stöðvunarstefna Framsóknar
Þeir eru seinheppnir Framsóknarforingjarnir, þegar þeir
fara að reyna að mynda eða móta ný orð í íslenzkunnL Jónas
frá Hriflu. fann upp orðið 3,hræðslupeningar“ hér um árið.
Skyldi það vera drjúgt áróðursvopn í höndum hans. En vopn
ið snerist svo hrapallega gegn sjálfum honum að vart hefur það
fyrr né síðar hrapallegar tekizt um áróðursorð.
Nú hefur Hermann Jónasson reynt að fara í vökína gamla
mannsins og segir nú við Tírnann að stefna stjómarinnar sé
„stöðvunarstefna“ ekki „nýsköprm“. Það er strax eftirtektar-
vert við þessa tilraun til orðmyndunar að Hermann er á flótta,
— flóttá fyrir nýsköpuninni og vinsældum hennar. Hann treysl-
ist ekki lengur til þess að ráðast á nýsköpunarstefnuna, að for-
dæma alla nýsköpun í atvinnuvegunum sem feigðarflan eins pg
Framsókn og annað afturhaldslið gerði í haust. Nú er. nýsköp-
unin ekki lengur „launráð og svikráð vi‘ð þjóðina“, — heldur
þvert á móti mjög góð og sjálfsögð stefnal Svona gera „leiknir"
stjórnanálamenn gælur v.ið þær stefnur, sem þeir gefast upp
fyrir af ótta við vinsæld1 þeirra hjá alþýðu manna.
Það, sem Hermann finnur að, er að það sé alls ekki um
þessa ágætu nýsköpun að ræða hjá stjórninni, heldur „stöðv-
unarstefnu“, — ægilega stöðvun, sem Hermann Jónasson vilji
forða þjóðinni frá til þess að leiða hana inn i land nýsköpun-
arinnar, sem Framsókn ein þekki leiðina tilH
Heyr á endemi! Þar var hringsnúningurinm íullkomnaður,
þegar einmitt Hermann Jónasson fer að skamma ríkisstjómmj
fyrir að framfylgja Framsóknarstefnunni á Islandi, „stoðvunar
stefnunni“!!
Því hvaða flokkur á það nafn skilið, ef ekki einmitt Fram-
sóknarflokkurinn?
Hverjir voru það, sem ætluðu sér að stöðva allt atvinnuiíf
íslendinga, í vetur, ef ekki einmitt Framsóknarafturhaldið?
Hverjir hafa barizt um á hæl og hnakka, til' þess að láta
stöðva framkvæmdir hins opinbera, ef ekkí einmitt Fram-
sókn, — allt til þess að skapa hér svo ægilegt atvinnuleysi að
Hermann Jónasson fengi tækifæri til þess að berja verklýðs-
hreyfinguna niður með hungursvipunni — eða byssukúlunum,
ef hún ekki dygði?
Hermann Jónasson talar um stöðvunarstefnu. Það er nu
verið að fullgera' undir þessari ríkisstjóm þá síldarverksmiðju
Rauðku, á Sigluíirði, sem stióm Hermanns Jónassonar stöðvaði
1939.
Hermanni Jónassyni finnst lítið um nýsköpun. Skyldi hann
ekki hafa séð frá Ströndunum yfir til Skagafjárðar, þar sem
Framsóknarmennimir ætluðu sér að byggia höfn fyrir trillu-
bátaútgerð, — en nú. er verið að framkvæma mikil hafnarmann-
yirki og þyrja að reisa stóra síldarverksmiðju?
Þjóðin er undir forustu ríkisstjómar sinnar að hefjast handa
um stórkostlegustu aukningu á báta- og skipaflota og verksmiðj-
um landsins, byggja meir af opinberum byggingum, einkum
skólum og menntastofnunum, en nokkm sinni fyrr. Hafnar-
mannvirki, vegagerð o. s. frv. — allt er þetta í stærri stíl en
þekkzt hefur fyrr. Stórhugur hefur gripið þjóðina.
En úti í horni situr Hermann sem missti af strætisvagninum
og nöldrar: þetta er allt saman stöðvunarstefna!! — Hann held-
ur enn að hann sé ríkið og Framsókn þjóðin —■ og af því hann
standi kyrr og Framsókn sé að dragast aftur úr, — þá hafi,
honum tekizt að stöðva þjóðina í sókn hennar fram á við!
En þeir tímar em liðnir að stöðvunarstefna Framsóknar geti
stöðvað þjóðina, — hún stöðvar bara Framsókn og það hefur
hún þegar gert svo rækilega að Framsókn gengur nú aftur á
bak, þegar þjóðin sækir fram.
HÁLFAN FÓR ÉG HÓLMANN UM KRING. — Pólitísk ferðasaga IV. —
AÐSTUB MEB STBÖNDDH
Frá Fús'knl ðsjirði.
„Esja“ ski’íður hratt ausbur með
ströndum, en stendur lengi við á
liöfnum. Fjallasýn er fögur aust-
an lands, en kuldalegt er ennþá
um að litast, því að snjór nær
niður í miðjar hHðar.
Að vörmu spori — eða ókóln-
uðu kjölfari — er „Esja“ lögzt á
Breiödalsvík. Uppskipun gengur
seint Lítill „trillu“- bátur er not-
aður til að draga uppskipunai-bát-
ana milli skips og lands, og upp-
skipunailbátarnir eru allt of litlir.
Eftir 4V2 klst. er þó uppskipun-
mni lokið. „Esja“ léttir akkerum
og skýzt til Stöðvarfjarðar.
%
STÖÐVAR FJ ÖR ÐIJR
Hér langar mig að fara í land.
En til þess að kynnast'Austfjörð-
um og þvi, sem þar er að gerast og
þarf að gerast, þýrfti nokkra mán
ir'ði um þetta leyti árs, en ekki
fáa daga, því að samgöngur eru,
éins og áður er sagt, skaðlega
stopular og stirðar. Og ég hefi e’kki
;tíma til að levfa mér þann munað
„að frjósa inni“ í Stöðvarfirði.
Fjörðurinn ber nafn af prestsetr-
inu, Stöð fyrir botni fjarðarins.
Hér austan lands kannast allir við
Stöð, og mun séra Guttormur Vig
fusson einkum hafa gert garðinn
freegan. Hann var orðlagður gáfu-
og lærdómsmaður og svo frár lat-
ínuhestur, að hann átti fáa sína
!íka á landi hér á sinni tíð. Kvað
svo mjög að latínukunnáttu hans,
a-ð Jandskunnur sanrtíðarmaður
hans lét svo um mælt, að séra
Guttorm hefði dreymt á latínu.
Nú t-r hann hniginn í valinn fyrir
nokkrum árum i hárri elli. En
austan lands á hann fjölda afkom
etida. og eru margir þeirra ágæt-
um gáfum gætldir.
í Stöðvarfirði og sveitinni inn
áf eru uai 200 íbúar og hafa hlut-
föllin á undanförnum árum
breytzt hröðum skrefum á þann
hátt, að þorpið hefur stækkað á
kostnað sveftarinnar.
Fram yfir 1930 var verzlun hér
öll • höndum kaupmanns, en þá
var stofnað hér kaupfélag, sem
síðan hefur starfað með prýði, ög
virðist núverandi forstjóri þess,
Björn Stefánsson. injög frjálshuga
maður, er reynir að láta félagið
fylgja fólkinu eftir eða hafa
jafnvel forystu í bará-ttu fyrir vel-
ferðarmálum þorpsins. Útibú frá
kaupfélaginu er.starfandi á Breið-
dalsvík.
Þegar litið er í land á Stöðvar-
firði, tekur maður fljótt eftir því,
að þar er ávenju vel byggt, húsin 1
eru nær öll ný eða nýleg, og sitt
hvað fleira ber þess vott við fyrstu
sýn. að fölkið hér liii menningar-
Lífi meiru en í mörgum öðrum
sjávarþorpum hér á landi. Mér
er kunnugt uin. að ungmennafé-
lág hefur starfað hér um 15 ára
skeið og stöðugt af miklu fjöri
og hefur núkið að því unnið að
auðga menningarlíf þorpsins. Hef
ur það haldið uppi leikstarfsemi.
skemmtikvöldum og umræðufund
um á hverjum vetri til að draga
úr tilbreytingarleysinu. Þá hafa
unginenpafélagarnir byggt sér i-
þróttavöll. eingöngu i sjálfboða-
vinnu, og stundað ýmiss konar í-
þriittir oft af miklu kappi. Hér
er eitt bezta samkohauhús á Aust-
fjörðum, og lét ungmennafélagið
reisa það í félagi við hreppinn.
Aðalhvatamaður að stofnun félags
ins var Skúli Þorsteinsson, nú
skólastjóri á Eskifirði, en Björn
Jönsson, keJMiari, hefur lengst af
verið fonnaðnr þess og átt drýgst-
an þátt í starfsemi þess.
VERKEFNI FIÍAMUNDAN
Þess er vert að geta strax, að
Stöðvarfjörður er staður, sem get-
ur átt sér mikla iramtíð sem veiði
stöð, en hér — sem annars stað-
ar — verða þeir, sein staðina
byggja, að gera sér það Ijóst, að
ef tryggja á fólkimi Hfvænleg kjör,
verðui l>að sjálft að gera sér þess
glögga grein, Jívað gera þarf, og
ganga siðan að framJtvœmd við-
fangsefnunna tneð oddi og egg,
gerast virkur þátttakandi í því
sámeiginlega stórvirki, scm nú er
hafið til að bæta eða endurskapa
atvinnuvcgi þjóðarinnar undir for-
ystu rikisstjámarinnár.
Hafnarframkvæmdir þær, sem
hén eru nauðsynlegar, er áætlað
að kosta muni allt að einni milljón
króna, en þá væri hér Hka fengin
fyrirmyndar bátahöfn. Var byrjað
á hafnargerðinni í fyrra og unnið
þá fyrir um 80 þús! krónur, og
verður verkinu haldið áfram í
sumai. En Stöðvarfjörður hefur
fengic að gjalda þess illlþyrmilega,
eins og flest önnur byggðarlög.
sem í einhverjum stórframkvæmd-
um standa, að verkinu miðar
maTgfalt hægar fram en vera
þyrfti, vegna þess að nauðsynleg-
ustii tæki vantar til að vinna nieð.
Það er ekki hægt að fá loftbora
til að vinna úr klöppum hagan-
legt grjót til uppfyllingar, það er
fá stóra lyftikrána,
að fá fallhamra,
það er ekki hægt að fá hrærivél-
ar, það er t'kki hægt að fá stóra
bíla til að aka þungum stykkjum
eða stórgrýti, }ja<Yer ekki hægt að
fá vegýtur, þó að heill þúsunda
maniia sé í veði, mokstursvélar
og botngröfur eru ófáanlegar, og
jafnvel skortur á kafarabúningi er
látinn valda tugþúsunda tjóni. I
Ólafsfirði og Húsavík, þar sem
unnið er að hafnarmannvirkjum,
sem kosta munu fleiri milljónir,
hafa meUn orðið allt til þessa
að vinna bóksta'flega allt með
höndunum: pjakka með reku og
haka, þar sem vegýta eða mokst ,
ursvél hefði unnið verkið fimm-
tiíii sinnum fljótara, bera grjót á
handbörum, og gott ef ekki hefur
verið ætlazt til að staurar í hafn-
argerðina væru reknir niður með
sleggju. Skyldi ánnars nokkurn
bíma í nokkru landi hafa setið
stjórn, sem hafi hugsað jafn-
srnátt, verið eins óforsjál og vilja
laus eins og stjórn Björns Ólafs-
sonar og Vilhjálms Þór? Það lýt-
ur bókstallega út eins og hún hafi
unnið markvisst að því, að hér
skyldí aJdrei verða bægt að reka
niður nokkurn staur né Jiræra
sementsleikju, öðru vísi en með
höndunum, ef það væri gert í
þeini tilgangi að hressa eitthvað
tipp á afcvinnuvegina við sjávar-
síðuna, því að hún hefur ekki
hugsað fyrir neinum tækjum til
neins. En auðvitað er það í mjög
fögru samræmi við færaveiða- og
dreífbýlispólitík afturlialdsins að
láta nota sleggju í stað fallham-
ars og reku og haka í stað veg-
vtu. Yfirleitt má tjá einkenni alls
framsóknarliðsins í hvaða flokki,
sem ]>að stendur, með einni setn-
ingn: Þeir hafa að overðugu hœkk-
að úr sendisveinsstarfi til hinna
œðstu veraldlegra cmbœtta, en
ei nseyrin gsh ugsun sen dis veinsins
hefur aldrei hvarflað úr kollinum
á þeim.
Þau hafnarmannvirki, sem hér
hafa verið ákveðin, eru stór upp-
fylling og fram af henni skjólgarð
ur gegn suðaustanátt, og verður
hann jafnframt ágæt hafskipa-
bryggja. Þegar þessu verki er lok-
ið, er hér sköpuð prýðileg höfn,
örugg fvrir báta í öllum áttmn.
Þá Jie’fur verið áformað að reisa
hraðfrystihús jafnhliða hafnargerð
inni, og hefur þegar verið fengin
teikning að því dg Ieitazt fyrir um
Ján til bvggingarinnar.
Þegar bá'tahöfnin er fengin og
hraðfrystihúsið risið af grunni,
má telja alveg víst, að Stöðvar-
■fjörður muni vaxa að stórum mun,
því að bæjarstæði er hér ágætt og
vaxtarskilyrði flest hin beztu.
Fjarðasfcím er hér lítið sem
ekki og því örstutt að skjófast á
fengsæl fiskimið. Landrými er, að
vísu. talsvert takmarkað í Stöðv-
arl’irði sjálfum, en þó er nokkuð
flatlendi inn af firðinum, og er
sumt af því ræktað og allt ræktan-
legt. Ef við gerum xúð fyrir, að
nautgriparækt verði í framtíð*-
inni eingöngu rekin á ræktuðu
landi, myndi þetta land nægja,
Jiegar í fulla rækt væri komið, til
að sjá stóru sjávaTþorpi fyrir
nægri mjólk og mjólkurafurðum.
En þó að þorpið yxi svo mikið, að
þetta land hiykki ekki, er annar
möguleiki fyrir hendi, sem senni-
lega yrði ennþá hagkvæmari og
betri til framlbúðar: í aðeins 10
kílómetra fjarlægð Jiggur ein aJ-
mesta búsældarsveit á öllu Anstur
landi, Breiðdalur. Nú hefur verið
ákveðið að leggja þennan 10 kíló-
metra vegspotta alveg á næst-
unni, og þá er Stöðvarfjörður kom-
inn í vegasamband við Breiðdal
og jafnframt i samband við vega
kerfi landsins. Þessari leið ætti að
vera hægt að halda opinni allan
veturinn með snjóýtn, og vinnst
hvort tveggja með þessu, að Stöð-
firðingar gætu þá stöðugt og ör-
ugglega fengið landbúnaðarafurðir
úr Breiðdal, en jafnframt gæti upp
og útskipun á vörum Breiðdæl-
inga að mestu farið fram við
bryggju á Stöðvarfirði, en á
Breiðdalsvík er hinsvegar enginn
möguleiki á því að byggja baf-
skipabryggju. Lízit mér svo til, að
slíkt samstarf milli þessara tVeggja
byggðariaga, myndi verða þeim
báðiim til mikils gagns — og hið
sama gildir raunar um samstarf
aliþýðunnar til sjávar, og sveita,
hvar sem er.
Hið eina, sem hér er dálit.lum
vandkvæðum bundið, er fullkom-
in rafvirkjun, því að skilvrði em
ekki sem bezt frá náttúrunnar
hendi. Yrði sennilega hentugast í
bili að nota mótorafl til rafvirkj-
unar. eins og annars staðar, þar
sem vatnsafl skortir, því að rekst-
urskostnaður af rafmótor myndi
ekki verða meiri en sem næmi
vöxtum af láni til vatnsvirkjun-
ar, sem auk þess kæmi ekki að
fullum notum. En auðvitað yrði
þessi ráðstöfnn aðeins tiJ bráða-
birgða, því að við Austfirðingar
ætlumst tii. að ekki Jíði á löngu,
þangað til byggt verður orkuver,
sem sjái öllum Austfjörðum fyrir
nægri rafoi’ku til ljósa, suðu, hit-
unar og alls konar iðnreksturs.
Áður en ég kveð Stöðvarfjörð,
vil ég þakka mínum ágæta vini,
Pétri Þorsteinssyni, stud. nxag.. ó-
metanlegar eyðufyllingar, þar sem
þekking mi'n þvarr, en liann þekk
ir hér hvern stein eins og tærnar
á sé’.
„Esja“ er bxíin að flanta tvis-
var, og þarna kom þriðja flautið.
Eftir andartak erum við komin af
stað, og næst munum við litast
11 m á Fáskrúðsfirði.
Á FÁSKRÚÐSFIRÐI
Stundu fyrir miðnætti þessa
dags, sem var laugardagur 5. maí.
lagði „Esja“ að bryggju á Fá-
skrúðsfirði. Hér er fyrsta hafskipa
bryggjan á alJri Jeiðinni frá Reykja
vík, og flykkjast þvi allir í land
til að hressa upp á höfuðið og
magann.
Hér, sem annars staðar við sjáv
arsíðuna, eru margvíslegar fram-
kvæmdir í al vinmi- og menningar-
málum ýmist hafnar eða í þann
veginn að hefjast. Myndarlcgt
hraði'rystihús er hér nýrisið af
grunni til ómetanlegs hags fyrir
bátaútveginn, en er þegar orðið
of lítið, og er mér sagt, að nú eigi
að fara að stækka það um helm-
ing. Er þetta holl vísbending til
þeirra, sem nú eru að hefja slíkar
framkvæmdir eða svipaðar 11 m,
að láta ekki færafiskirís- og dreif-
býlispostula framsóknarliðsins
hafa sig til að mæla allar fram-
kvæmdir á ciningaskala sendi-
sveinsins. '
Hér er í ráði eða ákveðið, að
byggðir verði 4 af þeim fiskibát-
um, sem ríkisstjórnin höf 11 r ákveð
ið að láta bvggja hér innan lands.
Hefur Einar Sigurðsson, skipa-
snnður, tekið að 'sér þessar báta-
byggingar. Hann hefur áður smíð-
að 3 fiskibáta fyrir Fáskrúðsfirð-
inga sjálfa auk margra annarra
nýsmíða og viðgerða, sem hann
hefur, annazt. Er hann ágætlega
framsýnn og stóriiuga og yfirieitt
hinn nýtasti framkvæmdamaður.
Mér var sagt, að kaupstaðurinn
ivoíði ákveðið að kaupa tvo af
þessum bátum, en vonandi er, að
allir þeir bátar, sem hér verða
byggðir, verði eftir á staðnum, því
að Fáskrúðsfirðingar hafa þeirra
ærna þörf sjálfir til viðbótai- þeim
bátum, sem fyrir eni eða væntan-
legir. ‘
Fyrir botni fjarðarins hafa þegar
verið teknir til ræktnnar margir
hektarar lands og ennþá meira er
þar ræktanlegt, og hyggst hrepp-
urinn að ganga að ræktnn þess
í næstu framtíð, en hann annast
ræktunarframkvæmdir jxessar að
mestu eða öllu leyti.
í fyrra sumar var unnið að
bvggingu sundlaugar á Fáskrúðs-
firði. og’ er hún nú vel á veg kom-
in. Þetta er innilaug og er húsið
þegar komið undir þak og hið
glæsilegasta mannvirki. Við hlið-
ina á sund'langinni og fast við
haria er stórt íþróttahús, t-n anst-
an við íþróttahúsið kemur svo
barnaskódinn, sem mér er sagt, að
sé einna snoturlegast litbúinn af
öllum barnaskólum á landinu.
Þessar þrjár álmUr mynda þannig
allar eina skipulega sambyggingu,
sem stendur á hæð nokkuð ofan
aðalgötunnar og ber því glæst
vitni, að Fáskrúðsfirðingar hafa
mörgum landsJxúum betur séð og
sýnt í verki, að þeir hafa ekki
efni á að clrepa niður æskuna
fiw'ð því að sýna hæfileikum henn
ar hirðuleysi og vanrækt. Þeir
niega líka vera þess vissir, að þeir
Úppskera ekki aðeins eins og þeir
•^á, Jieldur bera sHk frækorn ávalt
bundraðfaldan ávöxt.
Meira.
ekki bægt að
það er ekki hægt
rfSWWWWWWVWWWVWWWWWWIAVtfSWWWWMWS^AWVVV^
Eftir Einar Braga Sigurðsson
Dauntless- sprengjuflugvél, en þœr notm Bandarikjaflotmn nú mjög
í baráttunni gegn Japónum, einkum bil steypiárása á skip þeirra.
Laugardag 16. júní 1945 — ÞJÓÐVILJINN
Sösfalistar,
sem koma til Reykjavíkur utan af
landi, eru beðnir að koma í skrifstofu
Sósíalistaflokksins, Skólavörðustíg 19
(sími 4757).
Skrifstofan er opin kl. 10—12 fyrir há-
degi og: kl. iy2—6Vz eftir hádegi.
Kemst póst- og símamálastjóri
ekki yfir þau nauðsyniegustu verk,
sem honum ber að^vinna?
Þegar launalögin voru sett
s.l. vetur, fékk póst- og síma-
málastjóri því til leiðar komið,
að póstmenn utan Reykjavíkur
og starfsmenn við símastöðvar.
aðrar en 1. fl. A-stöðvar, voru
felldir út af launastiga laganna,
en í þess stað sett ákvæði um
að laun þessara manna yrðu á-
kveðin með reglugerð sem póst-
og símamálastjóri skyldi gera
diúg að, en samgöngumálaráð •
herra staðfesta.
Auðvitað tóku þessi ákvæði
launalaganna gildi samtímis lög
unum í heild, þ. e. 1. apr. s.l. og
til .þess að hægt væri að fram-
kvæma þau, eins og til var ætl-
ast, átti reglugei'ðin að vera til
þá þegar. — Framkvæmdin hef
ur hinsvegar orðið sú, að enn
hefur engin reglugerð um þetta
efni verið sett. Og, sem svar
við ítrekuðum fyrispurnum,
boðar póst- og símamálastjóri,
að enn muni líða langur tími
— ef tiJL vill svo mánuðum
skipti — áður en hann fái tíma
til að ljúka þessu verki.
Afleiðingin er sú, að alliv
póstmenn utan Reykjavíkur —
svo og fjöldi símamanna urn
land allt — hafa ekki hugmynd
um fyrir hvaða laun þeir vinna.
og er ekki líklegt, að þeir sætti
sig við slíkt öllu lengur.
Astandið í þessum efnum er
því þannig, að afgreiðsla þess-
ara þýðmgai'miklu stofnana get
ur stöðvast, að meira eða minna
leyti, svo að segja hvaða dag.
sem er. T. d. skal þess getið, að
vegna óvíssunnar um launa-
greiðslurnar sögðu allir starfs-
menn póststofunnar á Akureyri
— að< póstmeistara frátöldum
— upp starfi sinu, og rann upp •
sagnax-frestur þeirra út um s I.
mánaðamót. Póstmeistarinn á
Akureyri tilkynnti póst- og
símamálastjóra þetta bréflega,
með nægum fyrirvara. En bó,
yfir vofði að lolca yrði póststof
unni í höfuðstað Norðui’lands
— annarii aðalpóststöð landsir.s
— eftir skamman tíma, gerð'
póst- og símamálastjóri engar
ráðstafanir, og hafði ekki einu
sinni tima til að svara bréfi
póstmeistarans á Akureyri fyrr
en að liðnum mánaðamótunuin
— og þá aðeins til að kunn
gera enn á ný, að líða mund,
langur tímai áður en hann gæti
sinnt þ\ri að setja reglugerðina.
Póstmeistarínn á Akureyrx
kom að vísu í veg fyirir lokun
póststofunnar í bili með því að
taka á sig persónuíega ábyrgö
á launum starfsmannanna. En
hvortveggja er, að slíkt getur
hann ekki gert til lengdar, og
hitt, að óvei'jandi er með öllu,
að jafnumfangsmikil póststöð
sem Akureyri er — ekki sízt
yfir sumarið — hafi engan fast-
ráðinn starfsmann, nema póst-
meistarann. Allir hinir geta far-
ið, hvaða dag, sem þeim sýnist/
Að sjálfsögðu hefur póst- og
símamálastjóri mörgum verk-
efnum að sinna. En ef það er
svo 1 í'aun og veru, að hann
komist ekki yfir þau störf sín
sem eiT jafn þýðingarmikil, eða
meiri, en það að tryggja stofxx-
unum, sem undir stjórn hans
heyra, starfsfólk — þá er ekk-
ert vit í því að hlaða svo störf-
um á manninn. heldur verður
að taka upp aðra skipan þess-
ai'a mála t. d. með þvi að að-
skilja póst og síma.
Akureyri 11. júní 1945
Steingr. Aðalsteinsson.
Bæjafpósturínn
Framhald af 2. síðu.
þess að það væri opið að kvöldinu,
sérstaklega að vetri til. Mér finnst
starfslið stofnunarinnar það fjöl-
mennt að vel mætti fara þess a
leit að saínið yrði lengur opið á
degi hverjum án þess að fjölg.x
starfsmönnum, enda tæplega hægt
í þessum húsakynnum, því þá yrði
starfslið safnsins of áberandi hluti
af þeim er húsrýmið tæki. Og fróð-
legt þætti mér að heyra nafn þeirr-
ar stofnunar sem betur er möjxnuð
að höfðatölu.
Bækur og skjöl safnsins hafa ver-
ið geymd á öðrum stað, nú um
stríðstímann, en eru nú komin til
bæjarins fyrir nokkru, en það her-
úr reynzt all þvælið starf að koma
bókunum fyrir, því safnið hefur
verið lokað nú í fleiri vikur.
Eg iegg til að safn þetta verði.
nú þegar opnað fyrir almenning á
sama tima og áður var og auk
þess verði það opið minnst tvo
tíma að kvöldinu.
Að svo mæltu vildi ég biðja
Bæjarpóstinn að koma þessu til
réttra aðilja." R_b.
Bæjarpósturinn hefur nú fengið
þær upplýsingar að Þjóðskjalasafn-
ið muni verði opnað bráðum og
verða jafniengi opið á daginn eins
og Landsbókasafnið. Ennfremur að
í athugun sé, hvort ekki sé hægt
að hafa það opið eitthvað á kvöld-
in.
Næturlæknir er í iæknavarðstof-
unni i Austurbáejarskólanum.
Sími 5030.
Næturvörður er í Lvfjabúðinni
Iðunn.
Útvarpið í dag:
20.30 Sænskt kvöld:
a) Erindi: Um Esaias Tegnér
(Peter Hallberg lektor)
b) Upplestur (Sigurður Sku' j
son magister).
c) Einsöngur (fíú Guðrú <
Ágústsdóttir).
d) Tvísöngvar úr Friðþjófs-
sögu (Pétur Jónsson og
Ámi Jónsson frá Múla. —
Plötur).
e) Hljómplötur: Sænsk tónlist
(Kurt Atterberg).
Styrktarsjóður Margrétar Th.
Bjarnadóttur Rasmus
Eins og áður hefur verið getið
um í dagblöðunum, stofnuðu konuri
Zontaklúbb Reykjavíkur á síðast-
liðnu ári „Styrktai'sjóð Margrétar
Th. Biarnadóttur Rasmus“, til hjáip
ar bágstöddum málleysingjum, og
nam stofnféð 6500 kr.
Til þess að auka sjóðinn hafa
. félagskonur nú látið prenta minn
ingarspjöld, og eru þau seld i Tizku
húsinu á Laugavegi 5 og í Hljóð-
færaverzlun Sigríðar Helgadóttur,
Lækjargötu 2, þeim sem vildu
styrkja þetta málefni. Einnig verður
þakksamlega tekið á móti gjöfum
og áheitum í sjóðinn á sÖmu stöð-
um.
Frá vinnustöðvum
og verkalýðs-
félögum
Vínnan
Vinxian, 6. héfti 1945, er nýkorn
in út.
Þe.ssar greinar ern í heftinu:
Af aliþjóðavettvangi, eftir Björn
Bjarnason; Oryggismál verka-
manna, eftir Hermann Guðmnnds
son; Þættir úr bai'áttu 11 alda.,
eftir Sigurð Einíirsson og Sverrt
Kristjánsson, og Bílstjórafélag Ak
ureýrar 10 ára, eftir Guðnxund
Snorrason. 5
Þessi kvæði eru í heftinu:
Handan jökla, eftir Kari ísfeld;
Brot, og bau vaka, eftir Ingólf
Jónssoit frá Prestsbakka og Sögn,
eftir Stefán Hörð Grímsson. Einn
ig er smásaga: Marmaramyndin,
eftir Brusof og framhaldssagan,
Fontamara. Enn'fremur bókafregn
ir og sambandstíðindi. •— Nokkrar
myndir prýða heftið.
Eftirtaldar gjafir hafa sjóðnum
borizt:
Séra Jón Auðuns 100 kr„ R. og
Þ. 200 kr„ Sigrún 200 kr„ til minn-
ingar um Jón Sigfússon bakara ^iá
systur hans 50 kr„ Assi og Babi
200 kr„ Didda og Ingibergur y)G
kr„ Valgerður Björnsdóttir 100 kr,
Sigríður Jónsdóttir, ísafirði 100 kr ,
áheit frá ínu 15 kr„ h.f. Shell á
íslandi 500 kr„ Stefán Gunnarsson
100 kr„ Carl Olsen 200 kr„ Njáll
Þórarinsson 50 kr„ M. R. 100 kr,,
afhent áf frú Jóh. Magnúsdóttc -
141 kr. (sala), frá spilaklúbb cc
172,30, spilaklúbbur frú M. kr. 12,05,
spilaklúbbur frú Friðriksson o.
60 kr.
Beztu þakkir. Sjóðsstjórinn.
Jarðarför minnar elskulegu eiginkonu
GUÐRÚNAR BERGSTEINSDÓTTUR
fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 18, júní,
og hefst með bæn að heimili okkar Kaplaskjóls-
veg 9 kl.1,30 e. h.
Jarðað verður í Fossvogskirkjugarði.
Ef einhverjir hafa hugsað sér að votta vin-
áttu og samúð með blómum, éru þeir vinsamlega
beðnir að láta andvirði þeirra renna í sjóð, er
stofna á til minningar um hana, og síðar verður
varið til eflingar skólastarfseminni. Peningum er
veitt móttaka í Bókabúð Lárusar Blöndal og í
Málaranum.
Fyrir mína hönd, dóttur okkar, foreldra hinn-
ar látnu og systra.
Jón Halldórsson.