Þjóðviljinn - 16.06.1945, Blaðsíða 8
8
Laugardagur 16. júní 1945.
ÞJÓÐVILJINN
Mjög miklar verklegar fram-1
kvæmdir hafnar á Norðfirði
I
Meiri verlclegar jramkvœmdir hafa nú verið hajnar í Neskaupstað á
Norðjirði en nokkru sinni jyrr.
Hajin \er bygging ■nýrrar dráttarbrautar, smiði 6' vélbáta, bygging
hraðjrystihúss og verkamannabúðstaða, ennjremur er unnið í Odd-
skarðsveginum af jullum krajti.
Nýlega er hafin bygging nýrrar
dráttarbrautar, er liafnarsjóður>er
að láta gera. A hún að geta tek-
ið upp 200 tonna skip. Yfirvél-
smiður dráttarbrautarinnar er
In.gi Sveinsson, en vélaverkstæðið
á Norðfirði mun hið' fullkomn-
ast hér á landi, utan Reykjavík-
ur..
Dráttarbrautin h.f. hefur tekið
að sér smíði 6 vélbáta fyrir ríkis-
stjórnin, munu þeir verða 35
tonna, en þó ekki fyllilega a'fráð-
ið nema einhverjir verði 55
tonna. — Yfirmaður bátasmíð-
anna er Magnús Guðmundsson
skipasmiðameistari úr Reykjavík.
Þá er einnig von á þrem sænsk
í síðasta hefti Helgafells er
frá því skýrt að Helgafell hafi
í tilefni af þinghaldi íslenzkra
listamanna á hundruðustu árs-
tíð Jónasar Hallgrímssonar, gei-
ið 5 þús. kr. til verðlauna handa
þeim ungum rithöfundi er bezt
skáldrit sendir frá sér fram að
næsta þstamanmaþingi.
Skilyrði þáu sem sett eru
fyrir veitingu þessara verð-
launa, eru með dálítið óvenju-
legum hætti: Aðeins þeir sem
ekki hafa birt eftir sig ffeiri
en þrjú skáldrit í bókarformi
koma til greina við veitingu
verðlaunanna.
Verðlaun þessi verða enn-
fremur einungis veitt fyrir
bezta skáldrit sem út kemur a
tímabilinu frá þessu þingi og
fram til þess næsta eða 1948,
og má veita það fyrir hvaða
tegundar skáldrit sem er.
Þama er fyrst og fremst
tælcifæri fyrir unga höfunda
að reyna sig, því með þeim skil-
yrðum sem sett eru fyrir veit-
ingu verðlaunanna, eru flestir
hinna kunnustu og viðurkennd-
ustu rithöfunda útilokaðir frá
að hljóta þessi verðlaun, þar
sem þeir hafa flestir gefið úi
fleiri en 3 skáldrit.
Þriggja manna nefnd skai
dæma um hverjum verðlaunin
skuli veitt. Stjórn Bandalags ís-
lenzkra listamanna skal velja
menn í nefnd þessa, þegar
þessu ári og skulu tveir þeirra
vera úr hópi þeirra höfunda í
Rithöfundafélagi íslands, er þeg
ar hafa birt fleiri en 3 skáldrit
eftir sig.
Teljist ekkert skáldrit, sem
fram kemur frá höfundum er
þama koma til greina, verð-
launahæft, skal upphæðin
um bátum til Norðfjarðar, munu
þéir verða af 90 tonna stærð.
Ishúsfélag N'orðfirðinga ætlar
að byggja nýtt hraðfrystihús í
sumar.
Samvinnufélag útgerðarmanna
á Norðfirði mun einnig hafa í
undii’búnmgi byggingu niðursuðu-
verksmiðjú og mun Þjóðviljinn
væntanlega segja nánar frá því
síðar.
Þá er ennfremur unnið af full-
um krafti við lagningu Odds- !
skarðsvegar. Er unnið Eskifjarðar i
megin og búizt við að komizt |
verði með veginn upp í skarðið
í sumar. Vinnur þar nú 50 manna
flokkur.
geymd til úthlutuhar á næsta
listamannaþingi þar á eftir.
Síldarbræðsla
á Seyðisfirði
Síldarbræðslan á Seyðisfiröi
hefur nú samið við 3 færeysk
skip um að leggja upp aflá
sinn hjá bræðslunni á Seyðis-
firði, svo tryggt er að hún verð
ur starfrækt í sumar.
Þá er hafin í bátasmíðastöð-
inni á Seyðisfirði smíði 35 tonna
vélbáts.
Yfirsmiður er færeyskur mað
ur, Peder Holm.
Fyrsta hnefaleika-
mót í Hafnarfirði
Fyrsta hnejaleikamót sem háð
hejur verið i IlajnarSirði jer jram
í Bœjarbíó í dag kl. 5.
Fimleikafélag Hafnahfjarð'ar
gengst fyrir móti þessu, en stjórn
þess annast Guðmundur Arason
hnefaleikakennari.
Kep|)t verður í mörgum jjyngdar
flokkum og koma þarna fram
margir af þekktustu hnefaleika-
mönnum landsins.
5 þús. kr. gjöf til S.f.B.S.
Kaupfélag Skaftfellinga sam-
þykkti á aðalfundi sínum þanr'
5. þ. m. að gefa Vinnuheimih
S.Í.B.S. 5000 krónur.
Stjóm Vinnuheimilisins flyt-
ur gefendunum sínar alúðar-
fyllstu þakkir fyrir þetta rausn
arlega framlag til stofnunar
vorrar.
Samband ísL berklasjúklinga.
Flugheija
Ilann er einn aj jlughetjum
Bandaríkjanna. Heitir Dave Schill
ing, er „colonel" að tign og stjóm-
ar orustujlugsveit. — Þegar hann
varð 26 ára hajði hajin ráðið nið-
urlögum 36 þýzkra jlugvéla. 10
eyðílagði hann i jörðu niðri, en
24 skaut hann niður í lojtorustum.
Aðalfundur Kaup-
félags verkamanna í
Vestmannaeyjum
Vörusalan nam rúml.
1,6 millj. kr. s.l. ár —
20% aukning frá árinu
áður
Kaupfélag verkamanna í Vcst-
mannaéyjum hélt aðal'fund sinn
10. þ.m.
Fundurinn var fjölsóttur og
ríkti þar hin bezta eining um af-
greiðslu aillra mála.
Kaupfél'agsst jórin n, Eyjólfur
Eyjólfsson flutti skýrslu félags-
stjórnar.
Vörusala félagsins nam kr.
1.670.000.00, og er það 20% aukn-
ing frá árinu 1943.
Rekstraraifgangur félagsins nam
á liðnu ári kr. 93.500.00. Honum
er ráðstafað þannig, að í vara-
sjóð eru lagðar kr. 16.700.00 og í
stofnsjóð félagsmanna 7% af við-
skiplum þeirra.
Sjóðir félagsins eru nú kr.
280.000.00.
Úr stjórn félagsins ábtu að
ganga Agúst Renónýson, rnúrari
og Ingíbergur Jónsson, verzlunar-
maðui en voru báðir endurkosnir.
Kaupfélagið er nú að stækka
húsakynni sín að miklum mun.
Aðailverzlunarhús þess við Báru-
sbíg verður lengt og byggt öfan
á það ein hæð.
Félagsmönnum fer jafnt og þétt
fjölgandi og voru þeir 600 um
síðustu áramót.
Á aðalfundinum var samþvkkt
að sækja um inngöngu í S.Í.S.
Arður verður ekki greiddur út
til félagsmanna í ár, en lagður í
stöfnsjóð þeirra, eins og fvrr grein
ir, og er litið á þessa Táðstöfun
sem lán félagsmanna ti) bygging-
arframkvæmdanna.
Bóliisntiuerílaoi Heliafells
5 þús kr« iytív beefa skáídríf —
Veíft á neesía físfamannaþfngá
Tímaritið Helgafell hefur veitt fimm þúsund krónur til
verðlauna fyrir bezta skáldrit imgra höfunda sem út kemur fyrir
naesta listamannaþing, en verðlaunin verða veitt þá.
Brezka afturhaldið knúið til undan-
halds í Indlandsmálunum
Tilboð brezku íhaldsstjórnarinnar um aukna hlutdeild
Indverja í stjóm Indlands er ekki fram komið af því að
brezka afturhaldinu hafi snúizt hugur í Indlandsmálum,
heldur er það undanhald vegna sívaxandi þunga sjálf-
stæðisbaráttu indversku þjóðarinnar.
Það er óvanalegt að landsstjóri Breta í Indlandi „vara-
kóngurinn“ svonefndi fari til Bretlands áður en stjómar-
tími hans er útrunninn, en Wavell mun hafa þótt óvar-
legt að láta haldast lengur þá ósvífnu pólitík Breta, að
láta vinsælustu þjóðarleiðboga Indverja sitja í fangelsi,
og þvera neitun mæta öllum kröfum þessarar miklu þjóð-
ar um algert frelsi og sjálfstæði.
Núverandi ,,löggjafarþing“ Indlands og „stjórnarráð“
geta ekki talizt fulltrúar fyrir þjóðina í heild. Aðeins 1%
milljón manna hefur atkvæðisrétt við kosningar til lög-
gjafarþingsins og aðeins 32 þúsund við kosningar til stjóm-
arráðsins, auk þess eru aðeins 102 af þeim 141 þingmönn-
um löggjafarþingsins kosnir, 39 eru skipaðir af landstjóra
Breta (varakónginum). Af meðlimum stjórnarráðsins eru
32 kosnir en 26 skipaðir. Kosningarétturinn er takmark-
aður með allskonar skilyrðum, — til þess að hafa kosninga-
rétt, þarf kjósandi að eiga svo og svo miklar eignir, hafa
hlotið vissa menntun, stunda vissar atvinnugreinar o. s. frv.
Þetta er lýðræðið, sem brezku lýðræðishetjumar skammta
indversku þjóðinni, og er ekki að furða, þegar allar þess-
ar takmarkanir eru hafðar í huga, þótt þingið og ráðið
séu hlynntari Bretum en aljur þorri þjóðarinnar.
En meira að segja þessar stofnanir hafa upp á síð-
kastið sýnt Bretum í tvo heimana. Amery, hinn alræmdi
Indlandsmálaráðherra Churchills, hefur viðurkennt, að
þessar æðstu stjórnarstofnanir Indlands hafi síðustu mán-
uði hvað eftir annað fellt frumvörp, sean Indlandsstjóm
lagði fyrir þær. Indverska löggjafarþingið neibaði t. d. að
samþykkja fjárlög stjórnarinnar. Eftir umræður um fjár-
lagafrumvarpið var samþykkt ályktun, flutt af Abdul
Qaiyum, kongressmanni frá Norðvestur-Indlandi, um að
lækka fjárframlag til stjórnarinnar niður í einn mpee
(lægsta indverska mynteiningin!) vegna þess hve illa hún
stjómaði. Þessari áminningu var ekki einungis beint gegn
Indlandsstjórn, að því er flutningsmaður skýrði frá, held-
ur einnig brezku stjóminni, er notaði hana sem yerkfæri.
Styrjöldin er háð í nafni lýðræðisins', sagði þessi indverski
stjórnmálamaður, og samt er fimmta hluta íbúa heimsins
stjómað eftir allt öðruim aðferðum. Hann réðst á Indlands-
stjóm fyrir það, að hún sendi sprengjuflugvélar til loft-
árása á hémð í Norðvestur-Indlandi, sem nokkrir ind-
verskir þjóðflokkar byggðu, og taldi ósæmandi siðmennt-
aðri ríkisstjórn að grípa til loftárása á varnarlausa borg-
ara. Ályktunin var studd af Liakat Ali Klian, fulltrúa
Múhameðssambandsins, sem sagði m. a.: „Heimurinn veit
að Indlandsstjóm nýtur hvorki fylgis né samvinnu þjóð-
arinnar.“
Ályktun Abdul Qaiyums var samþykkt með 61 atkv.
gegn 53. „Hindustan Times“ eitt af blöðum hægri arms
Kongressflokksins sagði um hana m. a.: „Samþykkt þess-
arar ályktunar mun ekki fella núverandi stjóm eðá gera
neina breytingu á stefnu hennar, en hún sýnir heiminum,
að þó eigi að heita indverskur meirihluti í stjóminni,
nýtur hún ekki trausts þjóðarinnar.“
Þetta er aðeins eitt dæmi, en það sýnir glöggt, að meira
að segja í hinuim aðgangsþröngu og ólýðræðislegu stjóm-
arstofnunum Indlands er brezka heimsveldinu skákað.
Hin ágæta indverska þjóð mun ekki láta sitja við neina
hálfvelgjulausn, en krefjast algjörs sjálfstæðis og fullveld-
is, og engar fómir spara til að knýja þá kröfu fram. Nú
mun það sýna sig hvort brezka afturhaldið hefur nokkuð
lært, og hve djúpt stendur tryggð þess við þær lýðræðis-
hugsjónir, sem það er alltaf að klifa á heima fyrir.