Þjóðviljinn - 29.06.1945, Blaðsíða 4
4
ÞJÓÐ VILJINN
Föstudagur 29. júní 1945.
þlÓÐVIUIN
Útgefándi: Samemmgarjtokkur alþýðu — Súsíaliataflokkurinn.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Guðrnundsson.
Stjórnmálaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfr'ts Sigurhjartarson.
Ritstjórnarskrifstofa: Austurstrœti 12, sími 2270.
Afgreiðsla og auglýsingar: Skólavörðustig 19, sírni 218.f.
Askriftarverð: I Reykjavík og nágrenni: ICr. 6.00 á mánuði.
Úti á landi: Kr. 5.00 á mánuði.
Prentsmiðjur: Víkingsprent h.f. og Prentsmiðja. Þjóðviljans. %
■.— -------- . ....- ........J
Hin nýja Evrópa og afstaða íslands
Fyrir augum vorym rís nú upp hin nýja Evrópa úr blóð-
hafi fasismans. Það er Eyrópa, sem er gerólík þeirri, sem fasis-
minn var að leggja undir sig á ár.unum 1933—1944. Sú Evrópa,
sem hvarf með þeirri styrjöldinnni, sem nú er nýlokið, kemur
aldrei aftur. Sú sókn fasismans, sem hófst fyrir alvöru 1933,
hefur snúizt upp í ógurlegasta hrun á vígvellinum, sem hern-
aðarsagan þekkir, — og í kjölfar þess ósigurs fylgir tvímæla-
laust hrun fasismans á þjóðfélagssviðinu.
Sú sundrung alþýðunnar, sem einkenndi tímabilið 1914—
1939 og átti sinn mikla þátt í harmleik þess, er að hverfa í
hverju landinu á fætur öðru. Verkalýðsflokkarnir taka höndum
saman í hverju landinu af öðru eða jafnvel sameinast: í Dan-
mörku, Noregi, Tékkóslovakíu, Austurríki, Þýzkalandi, Jugó-
slavíu, Búlgaríu, Ítalíu, Grikklandi, Frakklandi og fleirum
löndum starfa kommúnistar og sósíaldemokratar algerlega sam-
an, í ríkisstjórnunum og utan þeirra. Og þessi eining verka-
lýðshreyfingarinnar verður að algerri einingu alþýðunnar við
að bændurnir í hverju landinu af öðru, þar sem voldugur jarð-
eignaaðall 'hefur rikt til vorra daga, taka höndum saman og
framkvæma með tilstyrk verkamanna eins konar bændabylt-
ingu: skipta jörðum gósseigenda upp og gera bændastéttina
sterka og sjálfstæða stétt. Reynslan sýndi, að einmitt í þeim
löndum, þar sem aðallinn, sem var sterkur og bændastéttin
þrautkúguð, var grundvöllur fasismans mestur, svo sem í
Þýzkalandi, Ungverjalandi, Póllandi, Rúmeníu, Búlgaríu og
víðar. Nú er þessi þjóðfélagslegi grundvöllur úr sögunni.
•
Hin nýja Evrópa verður fyrst og fremst álfa hins vinn-
andi manns. Lýðræðið verður þar í hávegum haft, fasisminn
vægðarlaust upprættur, framtaki jafnt fjöldans sem einstakl-
inga verður veitt frjálsræði og framkvæmdamöguleikar, sem
hina gömlu Evrópu hefði ekki dreymt tim. En áður en fjöld-
inn getur uppskorið gæði síns nýja skipulags verður að reisa
úr rústum — og það er margra ára starf.
Vér íslendingai' þurfum sem þjóð að gera oss það fljótt
og vel ljóst að í þéssari nýju Evrópu þurfitm vér og eigtim
vér að lifa og starfa. Vér verðum að kappkosta að skilja sem
fyrst og sem bezt hin nýju viðhorf hinna Evrópuþjóðanna,
vandamál þeirra og viðfangsefni og taka vorn þátt í urlausn
þeirra eftir mætti.
A meginlandi Evrópu erti framtíðarmarkaðir íslands. Þjóð-
irnar. senr byggja Jöndin frá Atlantshafi til XJralfjalla, — og
flestar hafa aðeins takmarkaðan aðgang að sjó og fiskimið-
Um, —^.eru viðskiptamennirnir, sem vér þurfum að seraja við
um a.ð byrgja þær að fiskmeti eftir því sem vér megnum. Og
samningarnir um slíka verkaskiptinngu ákveða í rauninni örlög
Islands næstu áratugi.
Það er rnikill kostur fyrir ísland að hafa einnritt á svo
þýðingarnrikilli stundu við völd ríkisstjórn. senr bæði verkar
lýðurinn og aÍlur hinn frjálssýndi, framsækni hluti atvinnu-
rekendastéttarinnar hafa sameinazt um. Einnritt slík stjórn hef-
ur nröguleikann til þess að leysa þessi viðfangsefni og viljann.
Það dugar ekki fyrir þjóðina að horfa í það, þótt utarr-
ríkisþjónusta vor verði oft dýr. Það er afleiðing sjálfstæðisins
og svo hins, að vér erum smáþjóð rneð Trlutfallslega mesta
utanríkis.verzlunarveltu allra þjóða. Á markaðsöflun og stór-
virkunr framleiðslutækjum og möguleikunr vorum ti! hagnýting
ar fiskirniðanna byggist afkoma vor öll. Og til þess að fá mark-
aði og fá samninga við aðrar þjóðir um rétt vorn framar öðr-
um til fiskveiðanna hér, þurfum vér all umfangsmikla og góða
utanríkisiþjónustu. Það er einn veigamikill liður í að tryggja
atvinnu handa öllunr. Því má ekki gleyma.
Yfirlýsing gefin
út um stjórnar-
myndunartilraun-
ir Paals Bergs
Oslóarblöðin birta yfirlýs-
ingu, sem er undirrituð af
foringjum hægrihluta íhalds-
flokksins, Vinstra flokksins
og Bændaflokksins, og er
nafn Hambros Stórþingsfor-
seta efst á blaði.
'í yfirlýsingunni er mót-
mælt ásökunum sem fram
hafa komið gegn þeim, um
að þeir hafi átt sök á að
stjórnarmyndunartilraunir
Paals Bergs báru ekki árang
ur. Því er haldið fram, að
flokkarnir hafi verið á þfeirri
skoðun, að þeir ráðherrar
ættu ekki að setja áfram í
embættum sínum, sefn réðu
yfir ráðuneytum, er áttu að
rannsakast af r.eínd þeirri,
sem skipuð verður til þess,
og þar sem Paal Berg hafi
tilnefnt tvo af gömlu ráðherr
unum sem ráðherra í nýju
stjórninni (utanríkis- og land
varnarráðherra), hefðu þeir
skýrt frá því, að þeir yrðu að
ræða málið við flokka sína.
En Paal Berg hefði lýst því
yfir, að hann gæti ekki tek-
ið að sér stjórnarmyndunina,
áður en þeir hefðu haft nægi
legan tíma til þess að ræða
málið.
Fyrsti norski sel-
veiðabáturinn
Norskt selveiðaskip, Hvit-
ungen, kom til Siglufjarðar
nýlega.1 Er það fyrsta norska
veiðiskipið er hingað kemur
síðan fyrir stríð.
Skipið var á leið til sel-
veiða á Grænlandsmiðum, en
leitaði lands vegna vélbilun-
ar. Skipið er gert út frá Ála-
sundi og sögðu skipverjar að
verið væri að útbúa níu skip
frá Álasundi til selveiða eða
hákarlaveiða.
Þeir sögðu ennfremur, að
um 60 norsk skip mundu
stunda síldveiðar við ísland,
ef þau gætu fengið nauðsyn-
legan útbúnað, en skortur er
nú slíkra nauðsynja. Skipverj
ar á Hvitungen höfðu t. d.
orðið að notast við mikið af
lélegum gervivörum.
Sundlaug vígð
á Patreksfirði
Hinn 17. júní s.l. var ný
sundlaug vígð á Batreksfirði.
Er þetta veglegt mannvirki:
16,7x7 m. að innanmáli, en
30x17 m. að utanmáli. Laug-
in er hituð upp með vatm
frá hraðfrystihúsinu og ei
það leitt um 160 m. til laug-
arinnar. Búningskleíar eru
hinsvegar hitaðiV upp með
heitu lofti. Áætlað verð laug-
arinnar er 230—250 þúsund
krónur. Þar af l^afa verið
gefnar í vinnu og fé um 30
J ónsmessumótið
„Bæjarpósturinn“ birtir í dag
framhald af grein Mótsgests um
Jónsmessumót sósíalista og Æsku
lýðsfylkingarinnar.
„Klæddur er ég'..
Arla morguns sunnudaginn 24.
júní brá ég blundi, svipti af mér
svefnvoáum og leit út um tjalddyrn-
ar. Var þá sól þegar hátt á löfti og
brá roða á hraun og hnjúka. Náði ég
nú þurrku úr poka mínum og ^gekk
niður að ánni til að þvo framan úr
mér nóttina. Mætti ég fjölda fólks,
sem flest var fáklætt enn og syfju-
legt; Þegar niður að ánni kom, var
þar fyrir margt manna að lauga sig:
Lítil telpa stóð berfætt úti í miðri ánni
og saup hveljur. Alengdar sátu
skáldin Jóhannes úr Kötlum og Jón
úr Vör og virtu fyrir sér fólkið. Ef
til vill hafa þeir verið að leita sér
yrkisefna.
Bra^ðffott er
Borffarfjarðarskyrið
Er ég hafði strokið mér um snjáldr-
ið, gekk ég til fundar við veitingakon-
urnar. Tók mér sæti við langborð í
gríðarstóru tjaldi og bað um Borgar-
fjarðarskyr með rjóma. Var mér borið
það seint, en vel. Hér í tjaldinu var
stöðugur straumur fóks og svo stríður,
að veitingafókið hafði varla við að
sinna öllum pöntunum. Loftið hljóm-
aði af stöðugum pöntunum: ,,Þökk
fyrir fjórar pylsur!“ ,,Fröken, get ég
fengið Borgarfjarðarskyr fyrir tvo!“
,,Mætti ég biðja um kaffi og kökur
fyrir þrjá, mjólk fyrir tvo og soðið
vatn handa einum, sem er magaveik-
ur?“ ,,Halló, fröken ! Eigið þér bjór?
Þökk fyrir tvo bjóra og einn Kist!“
Og veitingastúlkurnar hendast af stað
og koma á ný, en hvort sá magaveiki
hefur nokkurn tíma fengið soðna vatn-
ið, þori ég ekki að ábyrgjast.
Önnur galdraöld upp-
runnin
Er skyrið var sæmilega sjatn-
að í iðrum mér, gekk ég að tjaldi
töframannsins og keypti þar að-
göngumiða. Eg fór þangað með
Verðlagsbrot
Nýlega hefur saumaverk-
stæði Hallgríms Márussonar,
Siglufirði, verið sektað fyrir
brot á verðlagsákvæðunum.
Sekt og ólöglegur hagnaður
na’m kr. 1400,00.
Einnig hefur verzl. Hinriks
Thorarensen, Siglufirði, vfer-
ið sektuð fyrir verðlagsbrot.
Sekt og ólöglegur hagnaður
nam kr. 400,00.
Reykjavk 27. júní 1945.
Skrifstofa Verðlagsstjóra.
Kennarapróf í íslenzk-
um fræðum
Nýlega hafa eftirtaldir
menn lokið kennaraprófi í
ísl. fræðum við Háskóla Is-
lands:
Agnar Þórðarson II. eink.
betri ýaðaleink. 9 5/8).
Ásgeir Blöndal Magnússon
I. eink. (aðaleink 13,1/15).
Halldór Jónsson I. 'eink.
(aðaleink. 11,7/8).
Helgi J. Iialldórsson I.
eink. (aðaleink. 11,17/24).
þús. kr.
Laugm mun bráðlega vei'ða
opnuð fyrir almenning.
fyrirfram andúð eða öllu frem-
ur fyrirfram sannfærður um, að
hér’ yrði ég beittur hverskyns
bellibrögðum og loddaraleikjum,
sem auðvelt yrði að sjá í gegn-
um. Og auðvitað er ég jafn sann-
færður um það eftir sem áður,
að á mig hafi verið leikið, en
það verður að viðurkennast, að
ég 'hefi ekki hugmynd um, hvern
ig var farið að því, og ég viður-
kenni fyllilega mikla plötusláttar-
leikni þessa töframanns, hvers
nafn ég, því miður, þekki ekki.
Hann gerði hina ótrúlegustu
hluti eða lét þá gerast. Það var
eitt með öðru, að hann týndi
peninga úr loftinu, hnésbótinni á
gér, af stokkum og stoðum og
hvar sem var og safnaði þeim í
blikkbauk mikinn. En þegar hon-
um fannst fjársöfnunin ganga
seint, lét hann heiðvirðan náunga
úr áhorfendahópnum hnerra ofan
í baukinn og streymdi þá féð úr
nösum mannsins ofan í baukinn.
í>á tók bann pappírsservéttu,
reif hana í tætlur, vöðlaði tætl-
unum saman í kúlu og braut þá
síðan í sundur og var þá servétt-
an alheil. „Og nú skal ég sýna
ykkur, hvernig þið eigið að fara
að þessu, af því ég sé að ykkur
langar til að vita það. En þið
megið ekki segja neinum frá því“
segir töframaðurinn elskulegpr á
svipinn, og«við byrjum að lofa
hann og blessa fyrir að kenna
okkur þessa íþrótt: „Þið hafið
tvær servéttur. Annarri leynið
þið í lófa ykkar fyrst og hún er
heil. Síðan vöðlið rifnu servétt-
unni saraan og leynið henni í lófa
ykkar, en brjótið þá heilu í sund
ur? Og nú virðist vandinn leyst-
ur. En þá bætir bannsettur
galdramaðurinn við: „En ef ein-
hver kynni að sjá hjá ykkur
rifnu servéttuná, þá er aðeins
til eitt ráð, og það er að blása
svona í tætlurnar, og þá er hún
heil.“ Og síðan gerir hann þetta.
Og skrattinn hafi mig, ef ég lýg:
servéttan er alheil, þegar hann
brýtur hana áundur. Og við stönd
um gersamlega forviða, að nokkru
leyti gröm yfir því, að hann
skuli hafa leikið svona á okkur,
en að öðru leyti hrifin af snilli
iöframannsins.
Og við förum út ánægð með
okkar snúð.
Sósíalistar í spéspegli
Á leið minni frá tjaldi töfra-
mannsins, kom ég' auga á röð
af fólki úti fyrir dyrum eins
tjaldsins, og var troðningurinn
engu minni en þegar verst er
fyrir dyrum kvikmyndahúsanna
í Reykjavík. Eg sá, að óhugs-
andi var að komast þar inn
næstu tvo klukkutíma, en forvitn
in rak mig til að skjótast á svig
við þá, er í röðinni stóðu, og
gægjast þar inn úr gáttum. Sá
ég þá, hvar maður sat við borð
inni í tjaldinu og hafði fyrir sér
teikniblokk. Hann var klæddur
ferðastakk að 'ofan, með svarta
alpahúfu á höfði og pípu í munn
inum, sem hann saug hægt og
makindalega, svo að reykjarslæð
urnar liðuðust. upp um kankvís-
legt andlitið; hann horfði rann-
sakandi, en þó spánskum augum
á mann, sem sat fyrir framan
hann, og dró mynd mannsins á
blaðið með þeim ýkjum, sem
geði listamannsins fundust hæfi-
legar. Þetta var Sigurður Thor-
oddsen, verkfræðingur og alþing
ismaður, en hann hraðteiknaði
skopmyndir af samkomugestum
er þess óskuðu og að komust.