Þjóðviljinn - 03.08.1945, Síða 1

Þjóðviljinn - 03.08.1945, Síða 1
-------------------------------- Borgarfjarðarferðin Sósíalistafélagið óg Æ. F. R. Nokkrir farmiðar fást enn- þá og verða þeir seldir á skrifstofu Æ. F. R. Skóla- vörðustíg 19. Sími 6399 kl. 1— 7 í dag. Þeir, sem eiga frátekna far- miða verða að vitja þeirra á sama tíma. Ferðanefndin. V_______________________________/ 10. árgang-ur. YFIRLÝSING UM STÖRF POTSDAM- RÁÐSTEFNUNNAR BIRT í GÆRKVÖLD Fjallar um stjórn Þýzkalands, skaðabólagreiðslur, væntanleja friðarsamninga, skilyrði fyr- ir þátttöku bandalags Sameinuðu þjóðanna, austurlandamæri Þýzkalands og fleiri mál Stalín, Truman og Churchill og túlkar þeirra á Potsdamráðstefmmni í blaðinu í dag er að nokkru lýst helztu niðurstöðum og ákvörðunum Potsdamráðstefnunnar. — Engiun vafi er á því, að þessi ráðstefna mun jafnan talin ein merkasta í sögu mannkynsins. Allt mannkyn leit til hinna miklu þjóðarleiðtoga, er þar sátu á fundi, í þeirri von, að þeim mundi tak- ast að leggja hornsteinana að varanlegum friði og vaxandi farsæld í hciminum. Að svo komnu verður ekki annað séð, en að þeim hafi tekizt það. í gærkvöld kl. 21,30 (ísl. tími) var sameigin- leg yfirlýsing um Pots- damráðstefnuna birt sam tímis í Berlín, Moskvu, London og Washington. Yfirlýsingin fjallar um störf Potsdamráðstefn- unnar og þann árangur, sem á henni náðist. Merk ustu málin, sem gerð er grein fyrir í yfirlýsing- unni, eru: Eftirlitið með Þýzkalandi og framtíðar- stjórn þess, skaðabóta- greiðslur Þýzkalands til Bandamanna, breytingar á austurlandamærum Þýzkalands, væntanlegir friðarsamningar við fyrri bandamenn Þýzkalands: Ítalíu, Finnland, Ung- verjaland og Rúmeníu, og skilyrðin fyrir þátt- töku í bandalagi hinna sameinuðu þjóða. Hér verður í stuttum út- drætti gerð grein fyrir helztu atriðum yfirlýsingarinnar: Eftirlitið með Þýzka- landi verður strangt Potsdamráðstefnan leggur áherzlu á þá ákvörðun, sem tekin var á Krímráðstefnunni, að þýzka nazismanum og þýzku hernaðarstefnunni verði miskunnarlaust útrýmt til þess að tryggja það, að heimsfriðnum . verði aldrei framar ógnað af Þýzkalandi. Hernámsstjórnir Bandamanna í Þýzkalandi munu hafa nána samvinnu sín á milli til að tryggja Það, að Þýzkaland verði algerlega afvopnað, ströng gæzla verði höfð á iðn- aði þess og öll merki um naz- ismann verði þurrkuð út. Gengið verður ríkt eftir, að allir stríðsglæpamenn verði fengnir Bandamönnum í hendur. Lýðræðislegt stjórn- málalíf verður eflt Bandamenn munu beita sér fyrir því, að efla þýzkt stjórn- nálalíf á lýðræðisgrundvelli ig verður leyfð starfsemi 'lokka, sem starfa eftir lög- nálum og í anda lýðræðisins. i’rjálsum verkalýðsfélögum -erður einnig leyft að starfa. %'rst um sinn mun engin al- ríkisstjórn verða í Þýzkalandi, n lögð verður áherzla á, að 'fla sjálfstæði sveitar- og læjarstjórna. Ákvörðun verð- r tekin um framtíðarstjórn ’ýzkalands, þegar stjórnmála f landsins er komið á það ■ ig, að hægt verði að mynda inlenda lýðræðisstjórn. Tergagna- skipa og flugvélaframleiðsla bönnuð. Öll framleiðsla hergagna. flugvéla og skipa í Þýzkalandi verður bönnuð. Strangt eftir- lit verður haft með allri ann- arri framleiðslu, iðnaði, véla- framleiðslu og námugrefti. Þýzka iðnaðinum verður dreift um landið eins og unnt er, og megináherzlan verður leiði landbúnaðarafurðir. Bandamenn munu skoða Þýzkaland sem eina atvinnu- lega heild og hafa sameigin- legt eftirlit með því. Þjóðverjar munu greiða skaðabætur Skaðabótakröfur Sovétríkj- anna á hendur Þjóðverjum verða greiddar með verðmæt- um frá hernámssvæði þeirra í Þýzkalandi og einnig með eignum Þýzkalands erlendis. Sovétríkin munu láta Pól- landi í té skaðabætur af hluta sínum. Vesturveldin munu fá greiddar sínar skaðabótakröf- ur með verðmætum frá öðr- um hlutum Þýzkalands, en þó ■munu Sovétríkin fá 25% af þeim vélum og iðnaðartækj- um, sem þar verða tekin í skaðabótagreiðslur. Mikinn hluta þeirra munu þau endur- greiða með matvælum, kolum og öðrum nauðsynjum, sem þau geta af hendi látið. Sovétríkin fá Austur- Prússland. Pólland Slésíu Allt Austur-Prússland verð- ur tekið af Þjóðverjum. Fá Sovétríkin megnið af því, þ. á m: borgina Königsberg, en Pólverjar fá nokkuð. Þeir fá einnig borgina Danzig og um- hverfi. Austurlandamæri Þýzkalands verða færð vestur að Frankfurt og Stettin og fá Pólverjar þannig mikil lands- svæði, hluta af Pommern og mestalla Slésíu. Frjálsar kosningar í Póllandi bráðlega Bandaríkin og Bretland lýsa því yfir, að þau hafi hætt að viðurkenna pólsku stjórn- ina, sem sat í London, en er nú úr sögunni, og viðurkenni nú Varsjárstjórnina sem lög- lega.stjórn Póllands, enda hafi Framhald á 7. síðu. Auk þeirra ákvarðana, sem Potsdamráðstefnan tók í hinum ýmsu málum og skýrt er frá á öðrum stað hér á síðunni, tók hún einnig ákvörðun um, hvernig leyst verður úr þeim vandamálum, sem kunna að berast að í fram tíðinni og skjótrar lausn- ar þurfa með. Sett verður á stofn ráð utanríkisráðherra stór- veldanna fimm, Bret- lands, Frakklands, Sovét ríkjanna, Bandaríkjanna og Kína. Það á að koma saman með vissu millibili og hafa aðalbækistöðvar sínar í London, en halda einnig fundi í höfuðborg- um hinna stórveldanna við og við. I Haldnir voru 13 fund- ir — rætt um ýms önnur mál en skýrt er frá í yfirlýsing- unni. í lok yfirlýsingarinnar er skýrt frá því, að 13 fundir hafi verið haldnir með leið- togum stórveldanna þriggja í hinni fornu keisarahöll í Pots- dam. Sagt er, að auk þeirra fjölmörgu mála, sem getið er í yfirlýsingunni, hafi mörg önnur mál verið tekin fyrir og leiðtogar stórveldanna skipzt á skoðunum um þau. Er þar vafalaust átt m. a. við styrjöldina á Kyrrahafi og af- stöðu Sovétríkjanna til henn- ar. Yfirlýsingin endar á því, að þeir Attlee, Stalín og Truman segjast fara frá þessari ráð- stefnu, sem hafi markað stór spor í áttina til aukins og nánara samstarfs þjóða sinna, í aukinni trú á það, að stjórnum þeirra megi taka.;. i samstarfi við stjórnir annaria ríkja að tryggja réttlátan og varanlegan frið í heiminum.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.