Þjóðviljinn - 03.08.1945, Page 6

Þjóðviljinn - 03.08.1945, Page 6
6 ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 3. ágúst 1945 Óhappaeyjan (Þýtt). „Sjáið þið nú, hvað þið hafið gert? Þið hafið fleygt rusli í grasið okkar. Þarna hefur ein dósin brotið niður álfablóm. En ég skal sýna ykkur fleira.“ Hann gekk lengra og benti þeim á haug af appelsínuhýði í viðarrunna. Og það versta var, að það lá rétt fyrir framan dyrnar á álfabæ, gildum viðarstofni, og þegar álfarnir komu út, áttu þeir á hættu að detta og meiða sig. Þau héldu áfram og álfurinn sýndi þeim, hvar þau höfðu fleygt bréfujm, hálfbrunnum eldspýt- um og tómum gosdrykkjaflöskum. Það var á eng- inu, þar sem álfarnir voru vanir að dansa. Síðan fór álfurinn með þau niður að strönd- inni. Þar láu visnuð blóm og viðargreinar í hrúgu. „Æ,“ sagði Fríða, „við tíndum þetta í gær en gleymdum að fara með það með okkur. ,,Já, þið hafið gert margt til ills,“ sagði álfurinn alvarlega. „Þið eigið að fara um allan hólmann á morgun og hreinsa^ allan óþrifnaðinn.“ „Burt! Burt“, kölluðu margar mjóar og veikar raddir. Börnin urðu hrædd. „Þetta eru álfarnir,“ sagði álfurinn. „Þetta ætti' að verða ykkur minnisstætt.“ „Við gleymum því áreiðanlega ekki“, sögðu börnin. Álfurinn bauð þeim góða nótt. Daginn eftir fóru þarj um allan hp’lman og hreinsuðu allt rusl. Eftir það gengu þau vel um. Ekkert óhapp kom fyrir framar og þau skemmtu „Sá, sem einu sinni hefur laugað sig Kristi, þarf ekki að þvo andlit sitt,“ sagði einn kirkjufeðranna. Guðhrædir einsetumenn tóku þetta bókstaflega og breyttu eftir því. Einn þeirra þvoði sér ekki í fjörutíu ár. „Andlit hans var vott um hreinleika sálarinnar,“ segir í ævisögu hans, sem var rituð að honum látnum. Hann var nefndur hinn heilagi Abra- ham. Annar einsetumaður, hinn heilági Makaríus, vakti í tuttugu sólarhringa og bar sand í körfu fram og aftur um eyðimcrklna til þess .að sofna ekk:. Dýrðlegast var þó að svelta. „Sultur er fæða engl- anna,“ sagði einhver kirkju- feðranna. Stundum höfðust einsetu- menn við í holum trjám. Einn þeirra bjó í þrjátíu ár í hárri súlu. Lambdi hann ýmist enn- inu við hnén eða stóð með út- rétta handleggi og horfði til himins. Einsetumenn, sem höíðust við í fjöllum Mesa- potamíu, komu á vorin niður til byggða, skríðandi á f jórum fótum. ★ „Skólaspekingarnir“ svo- kölluðu fengust líka við rann- sóknarefni eins og þau, úr hvaða við kross Krists hafi verið smíðaður, hvort Kristur hafi stigið upp til himna al- klæddur, hálfklæddur eða nakinn, hvort gefa hefði mátt ! skepnum heyið úr jötunni sem Jesú-barnið lá í, hvort erfingjar Lazarusar'hafi verið skyldugir til að skila arfinum aftur, þegar hann reis upp frá dauðum, hvort menn rísi upp á dómsdegi með öll lýti sín eða lýtalausir, hvort mús öðl- izt sáluhjálp, ef hún meðtek- ur sakramentið o. s. frv. 'k Inntökuskilyrði í iðnfélög eða »gildi“ þau, sem tíðkuð- ust á miðöldunum, voru, með- al annars, þau, að bæði um- sækjandinn og kona hans væru skilgetin og hefðu ó- flekkað mannorð. „Hann veit allt,“ svaraði faðir hans þurrlega. „Við töl- uðum mikið saman þá, og hann lofaði að losa okkur við byltingamennina gegn því, að ég lánaði honum vissa fjárupp hæð. Einu sinni gerði hann boð eftir mér. Eg fór einn á fund hans. Hann sýndi mér skrá yfir kommúnista, sem átti' að taka af lífi og þar var nafn þitt. Eg fullyrti, að það hlyti að stafa af misgripum, en þá sendi hann eftir einum skólabróður þínum, sem hafði látið hann hafa þennan lista fyrir peninga —: —“. „Hét hann Peng Liu?“ spurði I-wan ákafur. „Eg veit það ekki,“ svaraði faðir hans og það var eins og hann hugsaði til þessara at- burða með hryllingi. ,,En, það var vesældarlegur, grámyglu- legur náungi. Hann sagði að faðir sinn væri smákaupmað- ur?“ „Já, það hefur verið Peng Liu. Hvar er hann nú?“ I-wan létti. Peony var þá saklaus. Hún átti ekki sök á dauða En-lans. „Hvar hann er? Hann er dauður,“ svaraði faðir hans ró lega. „Ilann fékk peningana og svo var hann drepinn.11 „En hvers vegna var hann drepinn, þegar —“ ,Chiang fyrirlítur svikara,“ sagði faðir hans. „En hvernig gat hann boðið manni mútur og hegnt hon- um fyrir að taka við þeim?“ spurði I-wan hneykslaður. „Jú, það gat hann. Þú verð- ur að skilja þetta. Hann er strangur maður, en hann er líka réttsýnn. Hann notar alla en losar sig við þá aítur, ef hann sér, að hann getur ekki treyst þeim. ,Tækifærismaður!“ sagði I- wan. „Allir vitrir menn eru tæki- færissinnar,“ sagði faðir hans. „Það eru aðeins bjánar, sem ekki haga sér eftir breyttum aðstæðum. En innsta eðli manna breytist auðvitað aldrei.“ Faðir hans laut fram yfir borðið og sló létt högg með fingrunum. „Eg get sagt þér það, I-wan, að hann er sá eini, sem getur' frelsað okkur úr klóm Japana. Hann getur það. Hann tók þá ákvörðun, þegar hann kom aftur frá Sian og hann gefst ekki upp fyrr en hann hefur sigrað. Þú sérð, hvernig hann hefur hrakið kommúnista á flótta. Þeir eru komnir út á lands- horn í Norðvestur-Kína. Hann rak flóttann árum saman og hann hafði ákveðið að sam- eina þjóðina undir eina stjórn.“ „Sína stjórn!“ sagði I-wan reiður. „Stjórn!‘ endurtók faðir han,s hörkulega. „Stjórn er betri en borgarastyrjöld. Hún hefði lagt landið í rústir og svo hefðu Japanir komið og tekið það varnarlaust.“ „Trúir þú því?“ spurði I- wan stillilega, „að hann hafi séð það fyrir tíu árum síðan, hvað mundi vérða — og þess vegna farið að vinna að því, að sameina þjóðina.' ‘ Faðir hans hneigði höfuðið til samþykkis. „Eg held að hann skilji allt — geti allt. Hann er mikilmenni.“ I-wan hafði alveg gleymt Peony. Hann var að hugsa um þennan mann, sem hann hafði hatað af öllu hjarta eins og auðvirðilegan svikara, yegna þess að hann sveik byltinguna og félaga sína. En hafði hann þá þegar öllu var á botninn hvolft, verið framsýnni en þeir allir? Hann gat þó ekki gert sig ánægðan með skýringar föð- ur síns. Og nú datt honum í hug ýmislegt, sem hann hafði séð í japönskum blöðum. „Tækifærisstefna hans hef- ur að minnsta kosti oft leitt hann inn á ranga braut,“ sagði hann. „Það var áður en hann gjarnlega. „Við höfum ekki minnzt á hana. Japanskar kon ur eru venjulega góðar eigin- konur. Mér var það ekkert á móti skapi, að þú ættir hana. Það kemur styrjöldinni ekk- ert við. Það eru ekki aðrir en heimskingjar, sem rugla sam- an æinkamálum og utanríkis- pólitík.“ I-wan varð föður sínum svo þakklátur, að hann fann löng- un hjá sér til að tala við hann í trúnaði. „Iiún er eins góð og nokk- ur kona getur verið — svo um hyggjusöm í öllu. Eg lít ekki á hana sem Japana. í mínum “augum er hún aðeins konan mín og móðir drengjanna minna.‘ ‘ „Já — já,“ sagði faðir hans hugsandi.1 En hvernig getið þið skrifast á? Það geta hlot- izt vandræði af því, ef þú færð bréf frá Japan. En á skrifstofu minni verður auð- vitað ekki tekið eftir því. Segðu henni að senda bréfin til mín og svo færðu mér bréf in til hennar. Menn eru svo tortryggnir á þessum tímum, að þú gætir átt á hættu að verða myrtur, ef það kæmist upn, að þú sendir og tækir á móti bréfum frá Japan.“ I-wan hafði ekki hugsað um þetta. „En er það ekki hættu- lagt fyrir þig, faðir minn?“, spurði hann. varð sá maður, sem hann er nú, svaraði faðir hans. „Manngildi hvers manns fer eftir því, hvort hann hefur þrek til að sjá villu síns veg- ar og taka rétta stefnu.“ „Hann verður aldrei annað en herkonungur,“ svaraði I- wan. „Hann hugsar og stjórn- ar eins og herkonungur og sk'puleggur með valdi.“ „En hann skipuleggur líka“, sagði faðir hans. „Og konur hans —“ Faðir hans leit kuldalega á hann. „Eg þrætí ekki um um þetta v;ið þ:g,“ sagði hann maður sjálfur, hvaða konu hann velur sér. Þegar bróðir þinn kom heim með -— Fr:edu, varð móðir þín ær og grét, þar til ég varð að senda „Nei, mig þekkja allir. Þar að auki þorir enginn að drepa mig. Chiang mundi hefna þess tvo rækilega. Og allir óttast hann.“ Þá voru þeir aftur farnir að tala um hann. „Þú varst að minnast á hjónabönd hans,“ sagði faðir hans. „Konurnar, ■ sem hann átti áður, voru einskir nýtar. Þess vegna tók hann sér konu, sem gat orðið honum stoð og stytta. — En bað eru ekki all- ir, sem hafa hug til þess.“ Faðir hans brost.i, fékk sér meira te og tók slðan bréf úr brjóstvasa sínum. „Þá átt að hitta hann eftir átta daga. Það eru skipanir hans.“ Hann sagði þessi orð: „skip anir hans“ með svo miklum ánægjusvip, að það reitti I- Hún saeði, að við hefðum átt að velja I-ko konu, aour en hann fór. Eg sagði henni, að við hefðum gert rétt og það væri ekki okknr sök, þó að sonur okkar væri kjáni.1 Hann þagnaði og varð brúna þungur. I-wan skildi, að ekki hefði allt ve^ið sem bezt, síð- an tengdadóttirin kom á heim ilið. Faðir háns horfði á hann. „En hvernig er japanska konan þín,“ spurði hann vin- wan til reiði. „Þú hefur breytzt mikið,“ sagði hann illgirnislega. „Eg hef heyrt að Chiang sé farinn að trúa á einhvern guð — guð kristinna manna. Er honum það alvara? og trúirðu samt á hann?“ Faðir hans brosti. „Hönum er allt alvara.“ Og svo heyrði I-wan fyndni af vörum föður síns í fyrsta sinn á ævinni:

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.