Þjóðviljinn - 03.08.1945, Page 7
Föstudagur 3. ágúst 1945
ÞJÓÐVILJINN
7
Potsdamráðstefnan
Framhald af 1. síðu
hún lofað að láta frjálsar
og lýðræðislegar kosningar
fara fram í landinu á næst-
unni. Fréttamönnum Banda-
manna verða gefnar frjálsar
hendur um að skýra frá á-
standinu í Póllandi.
Friðarsamningar verða
gerðir við fyrri
bandamenn Þýzka-
lands
Á næstunni verða gerðir
friðarsamningar við hina fyrri
bandamenn Þýzkalands, ít-
alíu, Finnland, Rúmeníu og
Ungverjaland. Fyrst verður
gerður friðarsamningur við
Ítalíu, þar sem hún var fyrsti
bandamaður Þýzkalands, sem
samdi vopnahlé og lagði fram
mikilvæga aðstoð í baráttunni
gegn Þýzkalandi. Þegar frið-
arsamningur hefur verið gerð
ur við þessi ríki, mun athugað,
hvort þau uppfylli þau skil-
yrði, sem sett eru fyrir þátt-
töku í Bandalagi sameinuðu
þjóðanna.
Franco-Spáni ekki
leyfð þáttaka í Banda-
lagi smeinuðu þjóð-
anna
Potsdamráðstefnan leggur
áherzlu á þau skilyrði, sem á-
kveðin voru á Krímráðstefn-
unni, fyrir þátttöku í Banda-
lagi sameinuðu þjóðanna, þ.
e. að öll þau ríki geti tekið
þátt í Bandalaginu, sem und-
irriti sáttmála sameinuðu
þjóðanna og geti staðið við
þær skyldur, sem hann leggur
á herðar þeim. Ríki, sem hafa
verið hlutlaus í styrjöldinni,
geti því orðið aðilar í Banda-
laginu, ef þau uppfylli þessi
skilyrði. Hins vegar lýsir Pots
dam-ráðstefnan því yfir, að
núverandi stjórn Spánar njóti
ekki hylli stórveldanna
þriggja, Bretlands, Bandaríkj-
anna og Sovétríkjanna, enda
hafi hún orðið til fyrir til-
verknað öxulveldanna. Hún
hafi ekki þá eiginleika til að
bera, sem geri henni mögu-
legt að taka þátt í samstarfi
hinna sameinuðu þjóða, bæði
vegna uppruna hennar, eðlis
og ferils.
Fyrsti listinn yfir stríðs
glæpamenn verður
tilbúinn í lok þessa
mánaðar
Potsdamráðstefnan lofar
því, að innan skamms verði
fullt samkomulag komið á
milli Bandamanna um refs-
ingu stríðsglæpamanna. Verð-
ur allt gert til að hraða því
máli, svo að réttarþöldin geti
hafizt sem fyrst. Búizt er við
því, að í lok þessa mánaðar
verði fyrsti listinn yfir stríðs-
glæpamenn tilbúinn.
Af staðan til Austur-
rísku stjórnarinnar
Fulltrúar Sovétríkjanna á
ráðstefnunni fóru þess á leit,
að Bretland og Bandaríkin
endurskoðuðu afstöðu sína
gagnvart stjórn dr. Renners í
Austurríki, en eins og kunn-
ugt er nýtur hún viðurkenn-
ingar Sovétríkjanna einna.
Samkomulag varð um, að
fresta ákvörðunum í þessu
máli, þangað til hersveitir
Vesturveldanna hafa haldið
inn í Vínarborg.
Eftirlitsnefndir Banda-
manna í Balkanríkj-
unum
Fulltrúar Sovétríkjanna
fóru fram á, að afstaða stór-
veldanna til Balkanríkjanna
þriggja: Rúmeníu, Búlgaríu
og Ungverjalands, verði end-
urskoðuð, og lögðu til að
Bandamenn létu eftirlits-
nefndir þær, sem þeir hafa
haft í þessum löndum, hætta
störfum. Samkomulag varð
um, að láta þetta mál bíða,
þangað til nefndir þessar
hefðu gefið skýrslu.
Fjórtán daga
yfirlit
Frh. af 3. síðu.
Halldór Sigurgeirsson náði
lengbeztum köstum í spjóts-
keppninni, þó voru köstin
mjög misjöfn hjá honum. Virð
ast flestir drengjanna ekki
enn hafa lært „tilhlaupið með
spjótið, en slíkt er nauðsyn ef
góður árangur á að nást. Köst
uðu sumir þó laglega og náðu
sæmilegum árangri t. d. Hall
dór Lárusson.
Margir biðu úrslitanna í
KRON
Franihald af 5. síðu.
til hreinsunar og aftur eftir
hreinsun, og það er ólík vara,
sængurnar verða sem nýjar.
Meiningin mun vara, sam-
tímis því sem sængurnar eru
hreinsaðar, að geta séð við-
skiptavinunum fyrir nýjum
verum á sængurnar, en í
augnablikinu eru erfiðleikar
á útvegun fiðurhelds lérefts.
Öllum mun ljóst hvílík þæg-
indi það eru að geta látið
sækja sængurnar og fengið
þær svo heim aftur með nýj-
400 m. hlaupinu með eftir- um verum og svo gott sem
Brottflutningur fólks
af þýzku þjóðerni
frá Tékkóslóvakíu,
Póllandi og Ung-
verjalandi
Potfedamráðstefnan fer þess
á leit við stjórnir Tékkóslóva-
kíu, Póllands og Ungverja-
lands, að allir flutningar fólks
af þýzku þjóðerni frá þessum
löndum verði látnir bíða, þang
að til mál þetta hefur verið
rannsakað og hernámsstjórn
Bandamanna í Þýzkalandi
hefur athugað, hvernig hægt
verði að skipta þessu fólki nið
ur á hernámssvæðin. En ráð-
stefnan leggur áherzlu á, að
ef þessir flutningar eigi sér
stað, þá fari þeir fram á skipu
legan og mannúðlegan hátt.
væntingu. Þar áttust við fyrst
og fremst Magnús Þórarins-
son Á, og Hallur Símonarson
ÍR. í hlaupinu hélt Magnús
forustu alla leiðina og setti
nýtt drengjamet. Bætti met
Finnbj. Þorvaldssonar 54,6 í
54,0 sek. og er það vel gert.
Hallur hljóp á 54,7 og var það
prýðilegur tími. Hallur er
gott hlauparaefni, hefur
mikla mýkt og fjaðurmagn.
Sleggjakast er sú íþrótt sem
mér virðist að tæplega eigi
rétt á sér á drengjamóti, óg
það þó aldurstakmarkið sé orð
ið eins hátt og raun er á.
Manni virðist hún of hrjúf og
tröllaukin til þess að samræm
ast æskunni. — Þegar nýbyrj
að var að kasta. sleggjunni
vildi það til, að þegar einn
keppendinn er að byrja að
snúa henni í kring um sig, að
strengurinn hrökk sundur og
valt kúlan sem ekki var kom-
in á loft, eftir vellinu. Þarna
hefði getað orðið stórslys ef
strengurinn hefði hrokkið þeg
ar kúlan var komin á loft og
menn stóðu í fárraTmetra fjar-
lægð. Hver á að yfirlíta að
sleggjan sé örugg hvað þetta
snertir? Eru það dómararnir,
eru það þeir sem sjá um mót-
ið eða er það sá, sem leggur
áhöldin til? Á strengurinn að
vera stáleinþáttungur eða
margþættur. Þannig yrði
hann þó að minsta kosti seig-
ari og öruggari, og hægara að
sjá slit. Mig minnir að atvik
svipað þessu hafi komið fyrir
áður, en þetta má ekki koma
fyrir.
nyjum dún.
Viðskipti KRON hafa
aukizt
— Hafa viðskipti aukizt í
hlutfalli við meðlimaaukning-
una í vetur?
— Um það er ekki hægt að
segja annað en það að félagið
seldi fyrir 238 þús. kr.
meira á tímabilinu janúar—
apríl í ár, en á sama tíma í
fyrra, og mér er það þegar
ljóst, að margir af hinum
nýju meðlimum hafa fært við
skipti sín yfir til félagsins og
munu koma til með að reyn-
ast ágætir félagsmenn.
— Hvað er um almennt fé-
lagsstarf að segja?
— Hið félagslega starf hef-
ur legið niðri að miklu leyti
í sumar vegna sumarleyfa og
örðugleika á því að ná mönn-
um saman, en ég held mér sé
óhætt að segja að fjölmargir
einstaklingar í félaginu hugsi
til að leggja fram krafta sína
við félagslegu málin strax og
haustar að — en um það get-
um við spjallað síðar.
J. B.
Útvarpið í dag:
21,15 Erindi: í Grini-fangelsi
(Baldur Bjarnason magister).
21.35 Hlj ómplötur: Frægir söng-
menn.
22.05 Symfóníutónleikar (plötur);
a) Pianó-konsert í c-moll, K 491
eftir Mozart. b) Ófullgerða
symfónían eftir Schubert.
1
Nokkrar saumastúlkur
vantar okkur í Kápusaumastofuna
Klæðaverzl. Andrésar Andréssonar
Slysavarnafélagið
Frh. af 4. síðu.
verður að teljast mjög við-
sjárverð vegna þess hvað veg-
urinn er þverbyggður og mjór
að henni, en ginnandi gljúfrið
tekur við éf eitthvað ber út
af. Handriðið sem að gljúfr-
inu snýr; er brotið, en það er
haft eftir bílstjórum, að til-
gangslítið sé að setja upp
handriðið, nema aðkoman að
brúnni verði bætt. Munaði
minnstu að stórslys yrði
við brú þessa fyrir nokkru
síðan, er við lá að bifreið með
30. manns - innanborðs lenti
þarna fram af.
Það eru eindregin tilmæli
Slysavarnafélags íslands, að
vegamálastjórnin láti fara
fram athugun á þessum stöð-
um, en síðan verði hafizt
handa um umbætur.
Hraðferð vestur og norð-
ur til Akureyrar um eða
eftir næstu helgi. Flutn-
ingi til venjulegra við-
komuhafna veitt mót-
taka í dag, og pantaðir
farseðlar sóttir fyrir há-
degi á laugardag.
Farfuglar!
Þeir, sem hafa
Kerlingafjöll er
sækja farmiða í
Nýkomið
Ferðaskór,
Hskór
Sundskýlur
Sólgleraugu
Sólarolía
Borðtennis
Garðtennis
Hringjaköst
Gaflok
Æfingagormar
Boxhanzkar
Tennisspaðar
Badmintonspaðar
Golfkúlur
Bakpokar
Svefnpokar
Allt til íþróttaiðkana
og ferðalaga
Hellas
Hafnarstræti 22. Sími 5196
Samúðarkort
Slysavamafélags fslands
kaupa flestir
Fást hjá slysavarnadeild-
um um allt land, í Reykja
vík afgreidd í síma 4897.
pantað far í
i beðnir að
Bókaverzlun
Þeir, sem ætla að
iiota verzlunarfrídag-
ían og aðra frídaga sína
á hestum þurfa að hafa
gúmmíföt. Spyrjið um
^þau í
Vopna
Aðalstræti 16
Bútar
af góðurn kápuefnum
seljast í dag
H. Toft
Skólavörðustíg 5.
Sími 1035.
Braga Brynjólfssonar fyrir há-
degi í dag. Farmiðar, sem l)á
eru ósóttir, verða seldir kl.
12—3.
Ferðafélag íslands fer 4 daga
skemmtiferð austur á Síðu og
Fljótshverfi næstkomandi mið-
vikudag þ. 8. þ. m. Lagt af stað
frá Austurvelli. Pantaðir íarmið-
ar séu teknir fyrir hádegi á laug-
ardag á skrifstofu Kr. Ó. Skag-
fjörðs, Túngötu 5.
liggur léiðin