Þjóðviljinn - 26.08.1945, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 26.08.1945, Blaðsíða 3
Sunnudagur 26. ágúst 1945. ÞJÓÐVILJINN þJÓÐVILJINN Utgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Guðmundsson. Stjórnmálaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrifstofa: Austurstræti 12, sími 2270. (Eftir kl. 19.00 2184). Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, sími 2184. Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 6399. Prentsmiðjusími 2184. Áskriftarverð: í Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði. Úti á landi: Kr. 5.00 á mánuði. Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. t, — : ” ■ .■ = N Ring Lardner: Hnefaleil íakappinn - -■' Samemingartilraimirnar í Frakklandi, Danmörku og Noregi, hefur verið rætt um sameiningu verkalýðsflokkanna tveggja, kommúnista og sósíaldemókrata. Þessar umræður hafa að svo stóddu ekki borið tilætlaðan árangur. Líkur benda- ekki til að flokkarnir verði sameinaðir fyrir þær kosningar sem fara í hönd. Það er óhætt að fullyrða að allir sem í raun og sann- leika vilja að þjóðfélag sósíalismans rísi úr þeim rústum sem stríðið hefur eftirskilið, fögnuðu þessum sameiningar- tilraunum og óskuðu af heilum huga að þær bæru árangur. Það er líka óhætt að fullyrða að verkalýðshreyfingin fagn- aði þessum tilraunum og vonaði að í lok þessarar heims- styrjaldar tækist að sameina þá krafta sem sundruðust í lok heimsstyrjaldarinnar 1914—1918. Sem sagt, verkalýðs- sinnar og sósíalistar vonuðu að nú væri sá -dagur að renna upp, að fullkomin eining skapaðist innan verkalýðs- hreyfingarinnar og að hin sósíalistiska hreyfing yrði ein og óklofin. Þessar vonir hafa brugðizt 1 bili og Alþýðublaðið fagn- ar. Meðan umræður stóðu yfir um sameininguna skrifaði það hverja greinina af annari barmafulla af úlfúð út af því að um þetta skyldi vera rætt, og loks, þegar ljóst virðist að árangur náist ekki að svo stöddu, getur það ekki dulið fögnuð sinn. En það er of snemmt fyrir andstæðinga sósíalismans og verkalýðshreyfingarinnar að fagna. Þessum samkomu- lagstilraunum hefur ekki verið slitið í fjandskap og það er mjög sennilegt að upp úr kosningum, sem fram fara í haust og jafnvel í kosningabaráttunni, takist samstarf með verkalýðsflokkunum og öll rök virðast að því hníga að fyrr en síðar verði um einn flokk sósíalista og verkalýðs- sinna að ræða í hverju landi, þó ugglaust verði menn, eins og fagnendur Alþýðublaðsins, utan við þann flokk, enda víst að þeir menn eru ekki sósíalistar, þótt þeir punti sig með því nafni, sbr. ummæli Alþýðublaðsins, sem birtust fyrir nokkrum dögum um að framkvæmdir sósíalismans gætu menn séð í Svíþjóð og Danmörku þar sem Alþýðu- flokkarnir hefðu setið við völd. Ugglaust hafa menn, sem ekki hyggja á frekari framkvæmdir sósíalismans en orðið er í Danmörku og Svíþjóð, lagt sig fram til að hindra sam- einingu verkalýðsflokkanna í þeim þrem löndum er áður getur. • En víkjum nú að þeim grundvelli sem fyrir hendi virðist vera fyrir sameiningu verkalýðsflokkanna yfirleitt. Síðustu árin hafa fært verkalýðnum dýrkeypta reynslu af því hvað sundrungin þýðir. Sundraður verkalýður, klofin hreyfing sósíalista gat ekki hindrað fasisma og stríð. Sameinaður verkalýður, einhuga sósíalistar hefðu getað það. Þetta er alvarleg áminning. í þessu stríði hefur heim- inum verið sýnt, að á grundvelli sósíalismans hefur risið eitt af voldugustu ríkjum veraldarinnar. Hinum þrotlausa lyj|aáróðri gegn þessu ríki, eða ríkjasambandi, hefur verið feykt burt. Heimurinn veit nú að hagkerfi sósíalismans er lífrænt, enginn dirfist að mótmæla því framar. Öllum hugsandi sósíalistum er nú orðið ljóst, að forn- ar deilur sem voru eðlilegar og raunhæfar á sínum • tíma, um það hvernig sósíalismanum yrði á komið, eru ekki lengur raunhæfar. Skipulag sósíalismans er komið í fram- kvæmd á sjötta hluta jarðarinnar og það mun komast í rétti, annaðhyort í New York eða Milwaukee. — Á móti hverjum? — Öllum sem fást til að keppa við þig. Þér er sama hver er, er ekki svo? — Já, víst er mér sama. Eg skal hnoða þá alla eins og deig. — Jæja, þú ættir að leggast fyrir. — Heyrðu annars, sendu Grace tvö hundruð í símaávísun til New York. — Tvö hundruð! Eg sem sendi henni þrjú hundruð á sunnudaginn var. — Nú, hvern fjandann varð ar þig um það. — Jæja, jæja, vertu ekki illur. Nokkuð annað? — Nei, ekki neitt, sagði Migde og fleygði sér endi- löngum. — Og ég ætlast til þess að þetta verði gert áður en ég kem aftur, sagði Grace og stóð upp frá borðinu. Þú ætlar að gera það, hunangið? — Láttu mig um það, sagði Midge. Og eyddu nú ekki meira en þú þarft. Grace brosti til kveðju og fór út úr salnum. Midge hélt-.áfram að drekka kaffið og lesa blað sitt. Þau voru komin til Chicago og fyrsta starfsvika Midge í fjölleikahúsinu vár hálfn- uð. Þau höfðu farið og notið uppskerunnar af hinum glæsi lega sigri yfir hinum niður- slegna Hollendingi. Það hafði tekið Midge hálfan mánuð að læra listirnar sem hann átti að sýna, en það voru íþrótta- hæfileikar hans sem fylgt var úr hlaði með tíu mínútna út- skýringum á yfirburðum þessa afreksmanns. Nú voru haldnar tvær sýningar á dag í Madisonleikhúsinu og fjöldi manna varð frá að hverfa í hvert skipti. Þegar Midge hafði lokið við kaffið og blaðið lötraði hann fram í forsalinn og bað um lykil sinn. Kallaði síðan á vikadreng sem hafði staðið og beðið þess að verða þessa mikla heiðurs aðnjótandi. — Finndu Haley, Tommy Haley, fyrir mig, sagði Midge, og segðu honum að koma upp í herbergið mitt. — Já, herra Kelly, sagði vikadrengurinn og reyndi nú að slá öll sín fyrri met í auðsveipni. Midge stóð við gluggan á herbergi sínu á sjöundu hæð, þegar Tommy kom inn til hans — Hvert var erindið spurði umboðsmaður hans. Það var nokkur þögn áður en Midge svaraði. — Haley, sagði hann, tutt- ugu og fimm prósent er mikil upphæð. — Nú á ég að fá það í höfuðið, eða hvað, sagði Tommy. — Eg veit ekki hvað þú kallar það. Eg sé ekki að þér beri að fá svona mikið. — Jæja, sagði Tommy, ég átti sízt von á slíku. Eg hélt að þú værir ánægður með okkar viðskipti. Eg hef enga þörf fyrir að taka menn upp úr skítnum og koma þeim á- fram, og ég veit ekki hver annar hefði skeytt um þig og gert fyrir þig allt sem ég hef gert. — Þetta er allt saman rétt sagði hnefaleikamaðurinn. Þú gerðir mér mikinn greiða. Og þú hefur fengið peninga fyrir það, ekki satt? — Eg ætla ekki að ýkja neitt, en þegar allt kemur til alls eigum við fyrst nú mikla peninga í vændum. Og hefði það ekki verið mér að þakka myndir þú aldrei hafa fengið tækifæri til þess að eignast þá. — O, ég geri ráð fyrir að ég hefði bjargað mér, sagði Midge. Hver var það sem gaf Holléndingnum vinstri handar höggið, ég eða þú? — Það er satt, en þú hefðir aldrei fengið tækifæri til þess að fara inn í hringinn móti Hollendingnum ef ég hefði ekki þjálfað þig. — Við komumst ekki að neinni niðurstöðu með þessu móti. Meiningin er að þú ert ekki virði þcssara tuttugu og fimm prósenta nú, og það framkvæmd á hinum fimm sjöttu hlutunum á mismunandi tímum og með mismunandi hætti, eftir því sem háttað er menningu og þróun lýðræðisins á hverjum stað og tíma. Sósíalistar í öllum löndum munu því berjast fyrir valda- töku sósíalismans á þeim grundvelli sem eðlilegastur er í hverju landi, almennar fræðilegar deilur um það efni ættu ekki að þurfa að torvelda 'eininguna, en undarlegt er það ekki þó erfiðlega gangi fyrst í stað að eyða þeirri úlfúð serp áratuga deilur hafa skapað. En að því verður að vinna og að því verður unnið, því enn er það höfuðnauðsyn að hlýtt sé kölluninni: „Öreigar í öllum löndum, sameinizt!11 skiptir engu máli hvernig ,það var fyrir einu eða tveimur árum. — Ekki það, sagði Tommy. Mér hefur fundizt ég vera heiðarlegur við þig, en ef þú ert óánægður, segðu mér þá hvað þér • finnst sanngjarnt. Eg vil ekki að neinn brigzli mér um fégræðgi. Við skul- um gera samning. Hverju stingur þú upp á? —Eg hef ekki stungið upp á neinu, sagði Midge. Eg sagði að tuttugu og fimm prósent væri af mikil. Hvað vilt þú fá mikið? — Hvað segirðu um tuttugu? — Tuttugu er of mikið sagði Midge. — Hvað finnst þér ekki of mikið? — Jæja, Haley, ég get eins vel sagt þér það strax. Hve lítið sem væri er of mikið. — Þú átt við að þú viljir ekki hafa mig. — Já, nákvæmlega það. Það varð mínútuþögn. Svo gekk Tommy Haley til dyranna. — Midge, sagði hann og var þungt um mál, nú ertu að stíga óheillaspor. Þú getur ekki rekið beztu vini þína frá þér án þess að hefnast fyrir það. Þessi bölvaður kvenmaður á eftir að eyði- legja þig. Midge spratt á fætur. — Haltu þér saman, æpti hann. Komdu þér út áður en þeir þurfa að bera þig. Þú hef ur lifað á mér nógu lengi. Segðu eitt orð enn um stúlk- una, eða hvað sem er og þú skalt fá sömu útreið og Hol- lendingurínn. Út með þig strax! Og Tommy Halev, sem mundi vel hvérnig Hollend- ingurinn var útlítandi í and- litinu um leið og hann datt, fór þegar út. Garce kom inn nokkru síð- ar, fleygði hinum mörgu pinklum sínum á legubekk- inn og tillti sér á stólbríkina hjá Midge. — Hvernig fór? — Nú, sagði Midge. Eg losnaði við hann. — Góði drengurinn! sagði Grace. Og nú geíurðu látið mig fá þessi tuttugu og fimm prósent. — Til viðbótar víð þau sjötíu og fimm sem þú færð þegar? sagði Midge. — Farðu nú ekki í fýlu, hunangið mitt. Þú ert ekkert fallegur þegar þú ert í fýlu. — Það er ekki mitt starf að vera fallegur, svaraðí Midge.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.