Þjóðviljinn - 26.08.1945, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 26.08.1945, Qupperneq 1
10. árgangur Sunnudagur 26. ágúst 1945. 186. tölublað. g&asaea'fcaissi&iM Uppgjafcirskilmálamir verða undirritaðir 2. sept. r Oveður teíur flutning hernámsliðsins til Japans Norska þjóðin heiðíar skáld sitt og frelsishetju Arnulf Överland Hefur gefið honum skáidaheimilið „Grotten“ Flestir íslendingar munu kannast við norska stórskáldið Arnulf Överland. Okkur mun tamast að nefna þá í sömu andránni, Nordal Grieg og hann. Báðir létu þeir aðvaranir dynja yfir þjóð sína á árunum fyrir stríð og hvöttu til raun- liœfra aðgerða til að bægja nazistahættunni frá dyrunum. Grieg er fallinn í baráttunni fyrir frelsi þjóðanna undan '■)ki nazismans. Överland var varpað i fangabúðir og beittur hinni verztu meðferð, þótt hann væri háaldraður orðinn, vegna þess, að hann lét merki frelsins og sósíalismans aldrei niður falla. Á árunum fyrir stríð átti Överland oft í brösum við kirkju og kenhilýð, því að hann var ómyrkur í máli um sérgæzku, þröngsýni og hleypidóma þeirra. Á styrjaldar- árunum var lagt út af kvœði eftir hann við guðsþjónustu i dómkirkjunni í Reykjavík. Ekkert gat betur sýnt, lwe hin virðulega og þróttmikla hetjubarátta þessa aldna skáld- jöfurs gekk norskri þjóð til hjartans og fleygði burt utan- garðsaðstöðunni, sem hann einatt hafði áður mætt í œttlandi sínu. Norðmenn hafa nú einhuga ákveðið að veita honum hið fræga skáldaheimili, Grotteh, sem heiðursheimili það, sem eftir er œvinnar. í „Friheten“ birtist nýlega grein sú, sem hér fer á eftir um Arnulf Överland og afstöðu þjóðarinnar til hans. Mae Arthur tilkynnir, að flutningi hersveita sinna til Japans hafi verið frestað um 2 sólarhringa vegna óveðurs. — Hafa hvirfilbyljir og ofsalegar rigningar breytt fiugvöllum í Tokio-héraði í aur- haf, og sjógangur er svo mikill, að herskipafiota Bandamanna reynist ókleift að halda hópinn. — En áður hafði frétzt, að herskipin væru hætt að sveima úti fyrir ströndum Japans og hefðu tekið beina stefnu til Tokioflóa. — Fyrstu hersveitir Mac Arthurs munu því fljúga til Japans á. þriðju- daginn og undirbúa komu yfirhershöfðingjans með aðalherinn á fimmtudaginn. — Uppgjafar- skilmálarnir verða ekki undirritaðir fyrr en sunnu- daginn 2. september á orustuskipi á Tokioflóa. Arnulf Överland hefur ver- ið veitt „Grotten“ sem heið- ursbústaður, og allir eru því samþykkir. Eingin rödd hreyfir andmælum. Hver myndi hafa trúað því fyrir 10 árum, að slíkt væri hugsanlegt? Það hefði reyndar vel ver- ið hugsanlegt þá, að þjóðin þegar hinn mikli fjöldi hefði skynjað snilli Överlands — myndi vísa á bug öllum mót- mælum andófsmannanna og skipa skáldi sínu þann heið- urssess, sem það verðskuld- aði. Hann hlaut skáldalaun á stríðsárunum gegn sterkum mótmælum. Nú fær hann heiðursbústaðinn, án minnstu mótmæla. Hefir styrjöldin virkilega valdið svo gifurleg- um breytingum í Noregi? Allir vita nú, að skáldið sem þegar fyrir styrjöldina orti hið blossandi kvæði „Evrópa brennur", lýsti þá því sem koma myndi af slíkri skarpskyggni, að mann hryll ir nærri við því enn í dag. Jafnvel hinn aumasti odd- borgari viðurkennir nú að hin beiska og þrumandi gagn rýni Överlands á gömlum hleypidómum, :• kirkjulegri þröngsýni og sérgæzku reynd ist sterkt vopn hér ' heima, þegar hreinsa þurfti andrúms loftið og gera það óhæmt fyr- ir nazistískum áhrifum. En er þessi skýring nægi- leg? Hefir þjóðin ráunveru- lega öll komið auga á hin ómetanlegu áhrif Överlands á andlegt líf Norðmanna? Við þorum varla að trúa því. . Margir hafa vissulega lært af styrjöldinni, en að allir hafi lært svo mikið, er næstum of gott til að geta verið satt. Sannlcþkurinn er sá, að mikinn hluta þeirra heilla- óska, sem Överland fær í dag frá fyrrverandi andstæðing- um sínum, fær hann þrátt fyrir andleg störf sín. Það er fanginn og frelsishetja styrj- aldaráranna, sem nýtur þess- arar hylli. Og þá gleyma menn eða sniðganga hljóðlega áhrif hans á andlegt líf þjóð- arinnar. Hann stóð í fremstu röð, þegar hetjulegast var barizt til að vekja það lífs- viðhörf, sem öll barátta vor Rússneska sendinefndin ,er á að vera viðstödd undirrit- un uppgjafarskilmálanna, er komin til Manilu. í henni eru 16 menn og komu þeir- í flug vél frá Vladivostok. — For- maður nefndarinnar, Devi- anko hershöfðingi, segist hafa tekið með sér nóg af vodka til að halda atburðinn hátíðlegan. Hollenzka stjórnin segir, að engir hollenzkir hermenn muni verða meðal hersveit- anna, sem fara til Japans með Mac Arthur. — Mac Art- hur segir, að japanskir blaða- menn og kvikmyndatöku- menn eigi að fá að vera við- staddir undirritun uppgjafar- skilmálanna og komu fyrstu hersveitanna til Japans, og eigi að sjá um að þeir fái tækifæri til að fylgjast með öllu sem bézt, því að ætlunin sé að japanska þjóðin fái sem greinilegastar fregnir af öllu svo að ekki geti farið fram- hjá neinum, hvernig komið sé. — En hins vegar fá Jap- anar ekki að útvarpa frá- sögnum af þessum atburðum til útlanda. byggðist á öll styrjaldarárin. Margir kváðu eldheit ljóð, meðan á sjálfri baráttunni stóð, enda þótt þeim auðnað- ist ekki að kveða af slíkri raust sem Överland. En þeir voru fáir, sem höfðu næga skarpskyggni, dirfsku og þrótt til að ýta við sé.r- gæzkunni og vekja hina værð arkenndu, áður en baráttan hófst. Margir lifa einnig í þeirri trú, að styrjöldin hafi lamað hinn aldna örn. Að klær hans hafi sljógvazt og vængirnir stýfzt í fangabúðunum, svo að nú geti þeir örugir klapp- Japönsk blöð skýra frá því, að fjöldi manna hafi ráð- ið sér bana með kviðristu að japönskum sið fyrir framan keisarahöllina í Tokio. — Blöðin ræða nú mjög, hvað valdið hafi ósigri Japana. Segja sum, að hugsunarhátt- ur þjóðarinnar sé orðinn úr- eltur og menntun hennar skorti vísindaleg viðhorf, sé nauðsynlegt að endurskoða fræðslukerfi þjóðarinnar. — Eitt blaðið segir, að Japan- ar hafi raunverulega verið búnir að bíða ósigur löngu áður en kjarnorkusprengjan og stríðsyfirlýsing Ráðstjórn- arríkjanna kom til sögunnar. Þingkosningum frest- að í Búlgaríu Búlgarska sijórnin hefur til kynnt opinberlega, að þing- kosningunum, sem áttu að fara fram á morgun, hafi ver ið frestað samkvæmt tilögu eftirlitsnefndar Bandamanna. Hafði utanríkisráðherrann snúið sér til formanns nefnd- arinnar og spurt um álit hans 'í orðsendingum brezku stjórn arinnar og Bandaríkjastjórn- ar. Sjang Kaj-sjek vill semja um Honkong Mac Arthur hefur tilkynnt Japönum að setulið þeirra í Honkong verði að gefast upp fyrir brezka flotaforingjanum sem er á leiðinni þangað. — Sjang Kaj-sjek sagði æðsta landvarnarráðinu í gær, að Kínverjar vildu ekki senda herlið til Honkong, ef það skyldi geta valdið misskiln- ingi meðal Bandamanna. — En hann kvaðst sannfœrður um, að Bretar og Kínverjar gætu samið um Honkong með friðsamlegum hætti. Blaðamenn hafa eftir Sjang ^að hann fari fram á, að yfir- ráðaréttur Kínverja yfir Mansjúríu verði viðurkennd- ur, Korea fái fullt sjálfstæði, Ytri-Mongolíu, sem er í bandalagi við Ráðstjórnarrík in, verði veitt meira sjálf- stæði og Burma og Indó-Kína' fái auk’na sjálfstjórn. — Sjang Kaj-sjek hefur skorað á Mao Tse-tung, stjórnmála- leiðtoga kommúnista, að koma á fund sinn ásamt Chu En-lai sendimanni hans. — Frá Sjunking fréttist, að kín- verskar hersveitir muni halda inn í Sjanghaj, Peiping, Nan- king og fleiri borgir á morg- un. Sósíalistar! Muinið fvmdinn á þriðjudaginn Sósíalistafélag Reykjavíkur heldur félagsfund í Röðli næstkomandi þriðjudags- kvöld. Jónas Haralz hagfræðingur flytur erndi: Frá Svíþjóð og Gunnar Benediktsson ræðu um afurðasölumálin. 700.000 hús þarfnast viðgerða í London Aeurin Bevan heilbrigðis- málaráðh. Bretlands skýrði frá því gær, að í London vœru 42000 íbúðarhús, sem hefðu skemmst svo mjög af völdum loftárása, að ekki vœri hægt að gera við þau, — og 700.000 hús þörfnuðust viðgerðar. — 136000 menn vinna nú við að gera við hús í London. — Utan Lundúna eru 10.000 íbúðarhús svo skemmd, að ekki er unnt að gera við þau, og 70.000, sem þarfnast viðgerðar. — Framhald á 4. síðu Mikil ólga í Færeyjum Samkvæmt skeyti, er fœreyska blaðamanninum Sámal Davidsen, barst í gœrmorgun, eru nú miklar æsingar í Færeyjum út af þeirri fyrirœtlan danská amtmannsins að yfirfœra inneign Færeyja í Bret- landi í danska þjóðbankann. Eins og áður hefur verið sagt hafa þingmerin Fólkaflokksins og Sjálfstæðisflokksins gengið af þinginu í mótmælaskyni. Var ákveðið að hald.2 : mennan borgarafund um þetta mál í Þórsh' r.i í gær. Allmargir Færeyingar dvelja nú hér á la idi og halda þeir fund um þetta mál hér í bænum í dag. 1

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.