Þjóðviljinn - 26.08.1945, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.08.1945, Blaðsíða 4
Tundurspillirmn 9Sfceen’ náðist lítið K. R. setur nýtt met í 4x200 m boðhlaupi Vélasamstæða skmsins sn stærsta hér á landi Tundurspillirinn „Skeena“, sem strandaði við Viðey á s. I. vetri, náðist út af strandstaðnum í fyrradag. Reyndist hann mikið minna skemmdur en húizt hafði verið við. Var skipið dregið inn í Elliðaárvog til uiðgerðar. Tundurspillirinn „Skeena“ | þeir boðið Reykjavíkurbæ er 1337 smál. að stærð. Aðal- vélin með hjálparvélum er samtals 32 þúsund hestöfl og er stærsta vélasamstæða á landi hér, nokkru stærri en vélasamstæða Ljósafossstöðv arinnar. Ganghraði skipsins fyrir strandið var 32 mílur á klst. Skipið er byggt hjá skipasmíðastöð Thornycroft í Englandi. Aðalvélarnar eru „gearaðar“ túrbínuvélar frá Parsons. Eigendur skipsins eru þeir Ársæll Jónasson kafari, Páll Einarsson vélstjóri og Guð- finnur Þorbjörnsson forstjóri. Keyptu þeir skipið í sumar af kanadisku stjórninni. Hafa Ráð alþjóðaflugmála kallað saman í bráðabirgðasamkomulagi um millilandaflug, sem sam- þykkt var á flugmálaráðstefn unni í Chicago í nóvember— desember 1944, er gert ráð fyrir að komið verði upp bráðabirgðastofnun alþjóða- flugmála, sem hafi með hönd- um skipulagninu alþjóðasam- vinnu í flugmálum. Á ráð- stefnunni var kosið ráð, sem fer með stjórn stofnunarinnar og eiga í því sæti fulltrúar frá 21 ríki, en alls standa að stofnun þessari um 50 ríki. Ráðið skal hafa aðsetur í Montreal í Canada og kemur það saman í fyrsta sinn hinn 15. n. m. Af Norðurlandaríkjunum (Svíþjóð, Noregi, Danmörku og íslandi) á aðeins Noregur sæti í ráðinu. Norska stjórnin úthefndi Major Heum full- trúa sinn og þegar ákveðið var hvenær ráðið skyldi koma saman, bauð hún hin- um Norðurlandaríkjunum að senda fulltrúa á fund í Oslo hinn 1. þ. m. til þess að ræða sameiginlega hagsmuni og áhugamál Norðurlanda með tilliti til ráðstefnunnar. Því miður vannst ekki tími til að boða til fundarins með það löngum fyrirvara, að ís- land gæti sent fulltrúa á hann, en hins vegar mættu fulltrúar þar frá Danmörku og Svíþjóð. Til þess að gefa íslenzkum stjórnarvöldum samt kost á að leggja fram sjóna'rmið sín og kynnast afstöðu hinna Norðurlandanna til þessara mála, kom major Heum við á íslandi á leið sinni til Montreal. Kom hann hingað flugleiðis frá Bretlandi föstu- daginn 10 þ. m. og sat fund í norska sendaherrabústaðn- um með Erling Ellingsen, aðalvélar skipsins til kaups. Óvíst en hvort nokkuð verð- ur af þeim kaupum. Viðgerð er hafin á skipinu og verður það tekið í notkun hér að henni lokinni. KR setti nýtt Islandsmet í 4x200 m. boðhlaupi á sameig- inlegu innanfélagsmóti KR og Ármanns á miðvikudag- inn. Mettíminn er 1:35,4 mín, og er það 0,6 sek. betri tími en gamla metið sem ÍR setti í sumar. í sveit KR voru: Jóhann Bernhard, Skúli Guðmundsson, Bragi Friðriks son og Brynjólfur Ingólfsson. Næst var A.-sveit Ár- manns, á 1:38,5 _ mín. Knattspyrnumótin Það fór um, þennan leik sem hina, að ekki vantaði markatöluna. Hins vegar var leikurinn heldur tilþrifalítill, enda var völlurinn blautur eins og vant er, og hamlaði því að menn gætu notið sín. í rauninni var leikurinn ekki eins ójafn og mörkin benda til, og sérstaklega í síðari hálfleik var hann oft jafn. Það sem gerði aðal gæfu- muninn var að KRingar voru voru sterkari og kröftugri einstaklingar. Víkingar réðu yfir mikilli leikni, margir hverjir, en hafa ekki vald á að nota hana til þess að láta knöttinn komast sem fyrst af stað aftur og sem beinast að marki mótherjanna, til þess þarf líka vakandi auga framherja fyrir staðsetningu. Þetta vantaði mjög, og varð því þessi samleikur, sem oft brá fyrir, of þver um völlinn eða staðbundinn. Auk þessa létu þeir framherja KR sem eru samstilltir og góðir, leika lausum hala. Sem sagt liðið var ekki nógu samstillt til að mæta jafn ákveðnu og duglegu liði og KR-ingar eru, og er það sérStaklega framlína þeirra og Birgir sem höfuð varnar- innar. Að vísu fékk hann góða aðstoð, sérstaklega frá Guðbirni og Sigurði mark- manni. Sem heild er lið KR- inga kröftugt og bíia margir leikmenn yfir sæmilega góðri leikni, en framlínan er þó sterkasta hlið þess. Þessi 4 mörk sem sett voru, komu sín tvö í hvorum hálf- leik. Dómari var Þráinn Sigurðs- son. III. fl. landsmótið Á mánudaginn var hófst lándsmót í I|. fl. og erux3 utanbæjarfélög í því móti, eða lið úr Vestmannaeyjum, Akranesi og Hafnarfirði, auk þess eru lið frá Fram, KR, Val og Víking. Er þetta útsláttarkeppni, og fóru leik ar svo í fyrstu umferð að Akranes vann KV 5:2, Fram vann KR 2:1 og Valur Víking 3:2. Hafnfirðingar sátu hjá í þessari umferð. Fóru allir þessir leikir fram á Fram- vellinum. I. fl. landsmótið í fyrsta flokki hófst mótið á þriðjudagskvöldið með leik milli Akranesinga og Vals og sigruðu þeir fyrrnefndu með 4:1. Er lið þeirra Akur- nesinga nokkuð gott og býr yfir miklum dugnaði og krafti. F. H. flugmálastjóra. Samdægurs hélt svo major Heum ferð sinni áfram til Montreal. Á heimleiðinni mun hann aftur koma við á íslandi til þess að gefa íslenzkum stjórn að unna. arvöldum skýrslu. ÖVERLAND Fvamhald af 1. síðu. að honum á kollinn. Og margt er hvíslað í afkimun- um. Hinir kirkjuræknu hafa frá því að segja, að Överland hafi breytzt á styrjaldarár- unum, hann sér orðinn mjög sanntrúaður. Aðrir, að hann hafi horfið frá fyrri skoðun- um og sé nú nánast íhalds- samur. Eigin orð Överlands sanna fullkomlega, að hann hefur ekki lent út af strikinu. Og hugarfarsbreytingu hefur Överlanu ekki þurft að taka til að verða trúaður. Það hef- ur hann alltaf verið. Hann hefur trúað á mannréttindi, á • hina ótæmandi auðlegð, sem dafnað getur í frjálsum manni. Hann hefur trúað því, að réttlæti og friður muni ríkjum ráða að lokum. Og hann hefur skapað andleg verðmæti og lífsviðhorf, sem vissulega stefna í sömu átt og hinn upphaflegi tilgang- ur og viðhorf kristninnar, en hinir kristnu hafa fyrir löngu misst sjónir af og geta aldrei komið auga á með þröngsýni sinni og hleypidómum. Við vonum, að Överland komi bráðlega heim og sýni öllum, að arnarvængirnir hafa ekki verið stýfðir. Við vonum, að verk Överlands komi út sem fyrst og þeim verði dreift út um allt land, svo að allir fái að vita, hve mikið veði eigum honum upp Ö. B. Þannig voru stundum aðstæður lœknanna á vígstöðvunum. Hér sjást tveir bandariskir læknar framkvæma vandasama aðgerð á sœrðum hermanni í helli á einni af Kyrrahafs- eyjunum. Herir Japana hafa á undanförnum árum fetað dyggilega í fótspor þýzku nazistanna hvað það snertir að rupla og rœna verðmætum muhum þeirra landa er þeir hafa náð á vald sitt. En nú er ránsferðihni lokið með ósigri. — Hér að ofan sést hvernig skopteiknarinn Justus í blaðinu Star Jóurnal í Minneapolis hugsar hér hrunið úr skjóðu hins japanska rcéningja. Víða er~' rústir eftir þessa styrjöld. Þannig leit út við veg- inn inn í Naha, höfuðborg Okinava.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.