Þjóðviljinn - 25.09.1945, Side 6
ÞJÓÐVILJINN
Þriðjud'agur 25. sept. 1945.
Tvíburarnir
hin börnin í Hvítárvatni, svo að þau komu renn-
yot heim.
Það voru ágætiskonur, sem réðu yfir vöggu-
stofunni. Ein þeirra var heimasæta frá Herðu-
breið, af beztu tröllaættum landsins. Og hún
sagði, að þetta sunnlenzka hyski lærði aldrei
neina tröll^siði nema það fengi duglega ráðningu.
Þarna var líka gömul tröllkona úr Esjunni.
Hún stundi við og sagði að þessir tvíburar væru
ekkert betri en börnin í höfuðstaðnum.
„Eg sé oft til þeirra. Og ég sá líka, hvað stund-
um var gert við þau verstu, þegar ég var ung.
En því er hætt núna.“
Þær depluðu augunum hvor framan í aðra og
lögðu af stað eitthvað austur eftir um kvöldið.
En rétt fyrir sólaruppkomu komu þær aftur með
marga stóra vendi, sem þær höfðu rifið austur
í Bægistaðaskógi og flengdu alla króana.
„Nú hafið þið komizt í kynni við hann Anga-
lang, börnin góð,“ sögðu þær. „Og varið þið ykk-
ur nú.“
„Heyrðu bróðir,“ hvíslaði Styrbjörn. „Okkur
er ekki við vært hér. Við verðum að flýja.“
„Þá flytjum við til borgarinnar, þar sem börn-
in eru verri en við,“ sagði Arinbjörn.
Þeir læddust á fætur og þrömmuðu af stað.
Þeir komu til borgarinnar rétt fyrir sólarupp-
komu. Þeim fannst hún lítil, en ljómandi falleg
á litinn.
„Þetta er rétt handa börnum,“ sagði Styr-
björn. „En ég er viss um að við kunnum vel við
okkur hér.“
„Hér koma líka tveir drengir á stærð við okk-
ur á móti okkur, sagði Arinbjörn.
Þessir drengir voru í svörtum fötum með gyllt-
■ar kúlur á brjóstinu.
Þeir gengu til tvíburanna og spurðu: „Hvaðan
komið þið?“
„Við eigum heima á Skarðsheiði,“ svaraði Styr-
björn. „En við strukum af vöggustofunni á Kalda-
dal, af því við vorum flengdir.“
Tvíburarnir sögðu alltaf satt.
„Við setjum þá inn,‘,‘ sagði annar drengjanna
með gyltu kúlurnar.
Þeir fóru með tvíburana inn í lítið steinhús
og lokuðu þá inni. Þeim þótti vænt um það, því
að nú var að líða að sólaruppkomu og þá máttu
þeir ekki vera úti. Þeir lögðust niður á gólfið,
því að rúmin voru of stutt. Þeim þótti vont að fá
ekki pelann sinn að sofa við. En eftir litla stund
voru þeir þó sofnaðir.
Um kvöldið komu aðrir drengir, alveg eins
klæddir og spurðu: „Eruð þið nú búnir að átta
ykkur?“
Tvíburarnir voru rétt að vakna og svöruðu
engu, sem betur fór. Þeim var færður matur og
sleppt út.
Það var orðið dimmt. En þessi fjöldi af ljós-
um! Það var eins og allar stjörnurnar af himn-
inum hefðu hrapað niður á jörð. Tvíburana lang-
aði til að ná þeim og leika sér að þeim, úr því að
þær voru svona nálægt. En þeir komust ekkert á-
íram fyrir einhverjum örlitlum húsum sem allt
sér við og sá þá, að tengda-
sonur hans sat hjá honum.
„Varstu að tala við mig?“
„Já“, svaraði Hilary.
„Eigum við að fara heim?“
spurði mr. Stone. Hann var
utan við sig. Þeir risu á fæt-
ur og gengu af stað.
Fyrirmyndin sagði Hilary
sjálf ástæðuna fyrir fjarveru
sinn:
„Eg var að gera samninga“.
„Um vinnu?“
„Það er vinur French mál-
ara“.
„Jæja, hver?“
„Hann heitir mr. Lennard.
Hann er myndhöggvari og
hefur vinnustofu í Chelsea.
Hann vill að ég sitji fyrir.“
„Einmitt það.“
Hún var niðurlút en stalst
til að gefa Hillary auga.
Hann sneri sér að gluggan-
um. „Þér vitið auðvitað, hvað
það útheimtir að sitja fyrir
hjá myndhöggvara,1" spurði
hann.
Rödd hennar var eðlileg,
eins og hún átti að sér:
„Hann segir að ég hafi ein-
mitt þann vöxt, sem hann
vill að fyrirmyndin hafi.“
Hilary hélt áfram að horfa
um um gluggann. „Eg skyídi
það svo, að þér vilduð ekki
sitja fyrir nakin.“
„Eg vil ekki vera fátæk
alla mína ævi.“
Hún sagði þetta í svo ein-
kennilegum tón, að Hilary
sneri sér við og leit á hana.
Stúlkan stóð í sólargeisla
og roði hafði færzt í fölar
kinnar hennar. Munnurinn
var hálf opinn og varirnar
rjóðar. Augun undir svörtu
augnahárunum voru óvenju
stór og í þeim einhver þver-
úð. Barmurínn gekk upp og
niður, eins og hún kæmi af
hlaupum.
„Eg vil ekki sitja alla mína
ævi við að skrifa eftir upp-
lestri.“
„Já, einmitt-----“
„Mr. Dallison. Mér er þetta
ekki alvara — mér er alls
e'kki alvara. Eg skal gera eins
og þér segið mér. Það skal
ég gera.“
Hilary stóð í sömu sporum
og horfði á hana tortrygginn.
Þetta augnaráð hafði fyrr
gert hana vandræðalega. Það
var eins og hann vildi spyrja:
„Hvernig ertu eiginlega? Er
óhætt að trúa þér?“ Að lok-
um sagði hann. „Þér verðið
að gera það, sem yður þókn-
ast sjálfri. Eg er ekki vanur
að gefa neinum heilræði."
„En yður finnst samt, að
ég ætti ekki að gera það. —
Eg veit það. Og úr því þér
viljið það ekki, þá geri ég það
auðvitað ekki.“
Hilary brosti.
„Leiðist yður að skrifa fyr-
ir mr. Stone?“
Stúlkan gretti sig: „Mér
fellur vel við mr. Stone.
Hann er bara svo skrítinn.“
„Það finnst öllum,“ sagði
Hilary. „En mr. Stone heldur
að það séum við hin, sem er-
um eitthvað skrítin.“
Fyrirmyndin brosti ofurlít-
ið. Sólargeislann bar á milli
beirra. Hann sá hana gegnum
logagyllt rykið í geislanum
og hún var eins og vorið
sjálft, sem horfir með eftir-
væntingu fram í ókominn
tíma.
Mr. Stone kom í dyrnar og
truflaði samtalið. „Nú er ég
tilbúinn,“ sagði hann.
í fljótu bragði virtist starf
ungu stúlkunnar og afstaða
fjölskyldunnar til hennar
Ijós og ákveðin. En þó kom
það einstöku sinnum fyrri, að
ólgaði í undirdjúpunum, þrátt
fyrir þann auðmýktarkennda
vináttuvott gagnvart smæl-
ingjunum, sem einkennir
fólk, sem hefur þjóðfélags
lega ábyrgðartilfinningu“,
eins og Hilary kallaði það.
Þremur dögum áður en Hil-
ary gleymdi sér í heimspeki-
legum hugleiðingum frammi
fyrir mynd Sokratesar, hafði
Cecilia tekið til máls á þá
leið við morgunverð hjá
systur sinni:
„Eg veit það vel. að enginn
getur lesið skriftina hans
nabba. En ég skil ekkert í
því, að hann skuli ekki held-
ur lesa fyrir vélritunarstúlku
en þessa stelpu, sem hann læt
ur skrifa fyrir sig. Það væri
helmingi fljótlegra.“
Bianca svaraði nærri því
samstundis: „Hilary veit
kannski, hvernig stendur . ó
bví.“
„Ert þú eitthvað á móti
því, að hún komi hingað?“
spurði Hilary;
„Hvers vegna ætti ég að
vera það?“
„Það var hægt að ímynda
sér það-af þessum tón?'Sem
þú talar í.“
„Eg er ekkert á móti því.
að hún komi hingað til að
skrifa.“
„En kemur hún af öðrum
ástæðum?“
Cecília leit niður á diskinn
sinn og flýtti sér að grípa
fram í: „Pabbi er svo ein-
kennilegur, eins og við vit-
um.“
Hilary var ekki heima þrjá
dága á þeim tíma, sem Fyrir-
myndin kom.
Þetta var önnur ástæðan
til þess, að hann ákvað að
heimsækja frú Hughs í
Hound-street morguninn 1.
maí.
SJÖTTI KAFLI.
Fyrsta pííagrímsferöin til
Hound-street.
Hilary gekk ásamt hundi
sínum að austanverðu inn í
Hound-street. Þetta var gata
með gráum þriggjahæða húsa
röðum. Flestar dyr stóðu opn-,
ar. Utan við dyrnar skriðu
smábörn og eldri systkini \
þeirra, sem voru heima í}
páskaleyfi. Flestir krakkanna j
voru óhreinir. Sumir voru í
öklastígvélum, aðrir í lág-
um skóm og tveir, þrír voru
skólausir.
Fáein börn voru að leika
sér í göturæsinu. Hareisti
þeirra og ákafinn í hreyfing-
unum gaf Hilary þá hug-
mynd, að „stétt“ þeirra krefð
ist af þeim svohljóðandi trú-
arjátningu: „Við lifum í dag.
ef við lifum á morgun, verður
allt eins og í dag.“ ^ i
Hann gekk ósjálfrátt á
miðri götunni og Miranda,
sem aldrei hafði brotið odd
af oflæti sínu, hljóp fast við
fætur hans og þefaði í allar
áttir, eins og hún vildi segja:
„Það get ég látið ykkur vita,
að ég sætti mig ekki við, að
nokkur hundur yrði á mig!“
Til allrar hamingju voru
engir hundar á næstu grös-
um, en aftur á móti fjöldi
katta. Þeir voru allir magrir.
Hann sá inn um glugga
efstu hæðanna, hvar fáklædd-
ar konur voru á ferli við ein-
hver störf. En öðru hvoru
komu þær út að gluggunum
til að horfa út. Hann gekk
götuna á enda. Þar lokaði
múrveggur henni og Hilary
sneri við — gekk stöðugt á
miðri götunni. Börnin litu
kæruleysrslega á hann þeg-
ar hann fór framhjá.
Hound-street nr. 1 vissi'
út að gerði og var áreiðan-
lega bezta hús götunnar.
Dyrnar stóðu þó opnar. Hil-
ary kippti í slitinn bjöllu-
streng og gekk inn.
Það fyrsta, sem hann tók
eftir, var þefur hússins. Það
var ekki hægt að segja að
það væri óþefur, en betri
hefði hann gétað verið. Það
var einhver blendingur af
saggaþef úr steinveggjum,
lykt af blautum þyotti og
reyktri síld.
Það næsta, sem hann tók
eftir, var Miranda. Hún stóð
á þröskuldinum og góndi á
r(r>ónr> +- Tínnn rt T O rn 90