Þjóðviljinn - 25.09.1945, Side 7
Þriðjudagur 25. sept. 1945.
VSOÐVILJINN
7
Smjörkistan við bæjardyrnar
Framh. af 3. síðu.
Það er ekki nema hverfandi
brot bæjarlandsins og nær-
sveitanna hér sunnan heið-
ar, sem nytjað er handa
höfuðborginni, meðan
mjólk til daglegrar neyzlu
er sótt handa okkur austur
í Skaptafellssýsiu. Hér er
sannarlega farið yfir læk-
inn vatns að leita. Það er
eins og við Reykvíkingar
værum Bakkabræður. Sér-
fróðir menn telja vafa-
lítið að hægt sé aö reka
landbúnaðarfyrirtæki með
mörgum þúsundum kúa
hér í nærsveitunum sunnan
heiðar, til viðbótar þeim
mjólkurpeningsstofni sem
fyrir er, hvað þá ef brotn-
ar væru til ræktunar hinar
grösugu flatneskjur í Ölves-
inu. Meðan við horfum á
þessar afurðanámur fast
við okkur, gróðurmold nær-
sveitanna, stöndum við
uppi smjörlausir með ónóga
mjólk, sem að auki er svo
vond að hún mundi óvíða
í löndum vera talin mark-
aðsvara. Peningarnir eru að
spréngja bankana, vonandi
og bíðandi eftir því einu
að einhver vilji leggja þá
í fyrirtæki, en við Reykvík-
ingar lifum á markaríni,
sem er seigt eins og þjótta,
þó smjörkistan sé fyrir ut-
an bæjardyrnar okkar. Úi\
ræðaleysi af þessu tagi heit-
ir ómennska. Sjálfskapar-
vítin eru verst, ok ómennsk
unnar þyngst.
Furöu margir bæjarmenn
lifa í þeirri trú aö bænd-
um muni, þegar þeirra tími
er kominn, þóknast að slá
sér saman i samvinnubú
eða einhver þesskonar fyrir-
tæki í nálægum sveitum til
aö framleiöa handa hinum
atvinnuvegunum nóga
kostamjólk, smjör og allt
sem heiti hefur, svo sem
í þakklætisskyni fyrir allar
uppbæturnar og styrkina.
Þeir sem þannig hugsa
skilja ekki hugsunarhátt
bænda; bændur eru ekki at-
vinnustétt til orðin af nauð-
syn fiútímaþjóöfélags, held-
ur leifar frá þjóðfélagsfyr
irkomulagi og hagkerfi fyrri
alda, ólíku og lítt skyldu
hagkerfi '’nútímans, og sú
hugmynd er þeim ókunn-
ug og fjandsamleg að þeir
hafi skyldur viö vandalausa
menn, „skyldur við þjóð-
félagið“, eins og sagt er nú
á dögum. Þeir eru kóngar
sinna litlu ríkja, öllum ó-
háöir, og hafa .aldrei undii'-
gengizt neinar skuldbind-
ingar um að framleiða lífs-
nauösynjar handa iöjuleys-
ingjunum á mölinni. Þeir
álíta að kaupstaðarbúum
sé vorkunnarjaust aö hafa
belju sjálfir. Hinir aftur á
móti, sem hafa gert sér far
um að skiljá þessa fornu
atvinnustétt, bændur, upp-
eldi þeirra og arfgenginn
hugsunarhátt, vita nóg til
þess aö geta staðhæft með
fullri vissu að frumkvæðis
til verkfræðilegrar og þjóð-
hagslegrar endurskipulagn-
ingar landbúnaðarins er
ekki að vænta úr þeirri átt.
Bændur munu aldrei ótii-
neyddir taka sig til að
stofna neinskonar landbún-
aðarfyrirtæki með þjóðfé-
lagslegar þarfir fyrir aug-
um, svo sem framleiða vöru
í þeim tilgangi að uppfylla
neyzluþörf landsmanna Og
hver mundi svo sem vilja
neyða þá til þess? Enginn.
Engu að síður, þótt þeir
álíti sig lausa allra mála
gagnvart þjóðfélaginu,
mun þjóðfélagið eftir sem
áður veita þeim styrki
undir ótal nöfnum, þegar
bú þeirra reynast rekin
með óaröbærum aðferðum
og þeir eru komnir í hálf-
gerða sveltu vegna aftur-
haldssemi og skilningsleys-
is sjálfra sín á nauösyn
tímans. Á miðöldunum voru
hungursneyðir algengar
meöal bænda, og eru enn í
miöaldalegum þjóðfélögum,
— en þá voru ekki til borg-
ir að greiða þeim uppbæt-
ur og styrki. Þjóðfélag nú-
tímans lætur h:\nsvegar
ekki viðgangast aö hópar
manna verði hungurmoröa
ef annað er hægt, jafnvel
þótt erfiðleikarnir séu ber-
sýnilega runnir af afglöp-
um þessara sömu manna
sjálfra.
Öngþveiti landbúnaðar-
ins, sem birtist neytendum
bæjanna ýmist í skorti á
landafurðum, skemmdri og
óvandaðri vöru, eða verð-
lagi sem nálgast bannverð,
•»g þau vandræöi sem af
þessu skapast í landinu
mun enginn leysa til hlítar
í þágu bæjarmanna, nema
bæjarmenn sjálfir. Hér mun
halda áfram að horfa í æ
meira óefni og ekki fást
leiðrétting nema við sjálfir,
Reykvíkingar, stofnum land
búnaðarfyrirtæki á stóriðju-
grundvelli í hinu gróður-
sæla landi nærsveitanna,
sem liggur í órækt fyrir
bæjardyrum okkar; við
veröum sjálfir að skapa þau
fyrirtæki sem skulu fram-
leiða allsnægtir fyrsta
flokks landafuröa handa
hofuöborginni. Það er mis-
skilningur að bændur muni
einn góðan veöurdag fara
að sjá aumur á okkur, enda
hafa þeir enga ástæðu til
þess. Hvort þau framleiöslu-
fyrirtæki landafurða, sem
bæjarmenn kynnu að reisa
veröa eign bæjarins sjálfs
eöa einkaauðmagns, eða
hvort tveggja, skiptir ekki
máli eins og sakir standa;
aöalatriðið er að þau upp-
fylli neyzluþarfir borgarinn-
ar. Til þess þau verði rekin
raeð árangri þurfa þau aö
vera undir stjórn sem hafi
skynsemi þó ekki sé nema
á við meðal togarahlutafé-
lag og kunni að notfæra
sér aðstoð sérfræð'inga; og
þau verða að vera rekin
tltir beztu fyrirmyndum
stórbúa erlendis. Hér verð-
ur að kveðja til auð og
*•§ r ^
Up borginn!
Sænsku samningarnir.
Vinir Stefáns í Svíþjóð
Næturlæknir er í læknavarð-
siofunni Austurbæjarskólanum,
sími 5030.
Næturvörður er í Lyfjabúðinni
Iðunni.
Næturakstur: Hreyfill, sími
1633.
Ljósatimi ökutækja er frá kl.
19.00 til kl. 5.40.
Útvarpið í dag:
19.25 Hljómplötur: Lög úr óper-
ettum og tónfikmun.
20.20 Dagskrá Kvenréttindafélags
lslands: Um menningar- og
minningarsjóð kvenna. — Á-
vörp o. fl.
20.50 Hljómplötur: Ýmis lög.
21.00 Lönd og lýðir: Egyptaland
vaknar. (Óskar Magnússon
sagnfræðingur frá Tungunesi).
21.25 Hljómplötur: a) Harpsikord
konsert í G-dúr eftir Bach. b)
Kirkjutónlist.
Sextugsafmæli á í dag frú
Gíslína Pálsóóttir, Hverfisgötu
32A hér í bæ.
Skipafréttir. „Brúarfoss" er á
Vestfjörðurn. „Fjallfoss er í
Rieykjavík, kom 18. sept. „Lag-
arfoss“ er í Reykjavík, fer héð-
an í dag til Siglufjarðar og það-
an til Kaupmannahafnar og
Gautaborgar með viðkomu í
Leith. „Selfoss“ er í Reykjavík.
„Reykjafoss“ fór frá Leith 20.
sept. til Gautaborgar. ,Yemassee‘
fór frá Reykjavík 20. sept. til
New York. „Buntline Ritch" hleð
ur í New York um miðjan októ-
ber. ,,Span Splice" fór frá New
York 22, sept. til Halifax. „Larr-
anaga“ kom til New York 20.
sept. „Eastern Guide“ kom til
New York 21. sept. „Gyda“ er
í Reykjavík, kom 13. sept. ,,Rot-
her“ er í Reykjavík. „Lech“ fór
frá Reykjavík 21. sept. til Eng-
lands.
Pramhald af 5. síðu.
að hafa annaö hvort gefið
ríkisstjórninni vísvitandi
rangar upplýsingar eða að
þeir hafa ekki vitað hvað
fólst í þeim samningi er
þeir sjálfir undirrituðu.
Eftir er aðeins að vita,
hvort sá skilningur Svia á
samningnum stenzt að
greiða beri allar sænskar
vörur, sem íslendingar
kaupa, í dollurum. Ef svo
væri hefur Stefán skuld-
bundiö okkur til að kaupa
vörur sem við í mörgum til-
fellum ekki þurfum og öör-
um tilfellum eru dýrari en
í Ameríku fyrir þann gjald-
eyri sem okkur er dýrmæt-
ur.
Þegar Stefán hefur dreg-
iö allt þetta fram, reynir
hann aö afsaka að hann
samdi um innflutning á
7000 tonnum af pappír og
pappa, þegar til eru birgðir
til áramóta 1 landinu og
ársþörfin er um 4000 tonn,
með því að neíndinni hafi
verið bent á að 1450 tonn
af pappír þyifti til fiskum-
búða og aö Einar Olgeirs-
son hafi viljað semja við
Finna um að kaupa af þeim
3000—4000 tonn af pappír
og þar að auki hafi eitt-
hvað verið af „skeinis papp-
ír“
Xí . y J
Það væri fróðlegt, ef
Stefán gæti upplýst þetta
mál nánar. Þjóðviljanum er
ekki kunnugt um að Einar
Olgeirsson hafi gert neina
samninga við Finna né beð-
iö um umboð til að undir-
rita slíka samninga. Hitt
er sennilegt að þeir Einar
og Pétur Behediktsson hafi
símað heim eitthvaö um
það, hvað Finnar gætu
helzt selt okkur og við selt
þeim. Sjálfsagt veit Stefán
aö fyrir stríö keyptu Is-
lendingar pappír bæði frá
Noregi og Finnlandi. Ef til
vill er það skýringin á að
Stefáni lá svo mikiö á að
byrgja landið af pappír, vel
gæti verið um samkeppni
að ræða milli þessara
þriggja Noröurlanda. Stef-
án hefur séö um að hún sé
úr sögunni næsta ár.
Þegar öllu þessu er sleppt
er eftir þó nokkuð af upp-
hrópunum um að Þjóðvilj-
inn fari með „blekkingar",
„alger ósannindi“, „dæma-
laus ósannindi“ að það sé
,kenning Þjóðviljans „að
nota lygina af ráönum hug'
sem baráttutæki“ að höfuö
innihaldið í áróðri Þjóövilj-
ans sé „rógur, skrílyröi,
álygar og ærumeiöandi ó-
sannindi“. Þetta voru bara
sýnishorn af hinum prúö-
mannlega rithætti Stefáns.
En úr því að Stefán er að
tala um meiðyrðamál, væri
þá ekki rétt fyrir hann að
athuga hvað meiðyröalög -
gjöfin segir um þetta orð-
bragð.
T jarnargarðurinn
Bæjarráð sámþykkti að
fela garðyrkjuráðunaut bæj-
arins að ganga frá skipulagi
á Tjarnargarðinum eða
Hljómskálagarðinum, í sam-
vinnu við skipulagsmenn bæj
arins.
★
Ú tiskemmtistaðir
eða „Tivoli“
Fyrir bæjarráðsfundi lágu
tvær umsóknir um útiskemti-
svæði, þar sem skemmtanir
yrðu hafðar með líku sniði
og t. d. hinn frægi skemmti-
staður „Tivoli“ í Kaupmanna
höfn. Önnur umsóknin er
frá Pétri Péturssyni og kunn-
um leikurum höfuðstaðarins,
en hin er frá Sigurgeiri Sig-
urjónssyni hrmflm. Bæjarráð
vísaði málinu til skipulags-
manna bæjarins og skipulags
nefndar til umsagnar.
Nýkomnar frá Englandi
LEIRVÖRUR
DISKAR, djúpir og
grunnir.
BOLLAPÖR,
KÖKUDISKAR,
SKÁLAR o. fl.
jt
%
Einlit kjólaefni’
fallegir litir,
nýkom-in.
H. Toft
Skólavörðustíg 5.
Simi 1035.
Frystihús á
Kirkjusandi
Bæjarráð heimilaði borg-
arstjóra að leyfa h.f. Kirkju-
sandi að reka hraðfrystihús
á leigulandi sínu Kirkjusandi
eystra um 15 ára skeið og
gera nýjan leigusamning um
hæfilega lóð í því skyni.
Ný skipasmíðastöð
Nýstofnað hlutafélag er
nefnist Bátasmiðjan Knörr h„
f. (P. Wigelund o. fl.) hafa
sótt um landrými við Ell-
iðaárvog eða Kleppsvík fyrir
skipasmíðastöð.
Laugarnesskólinn
Bæjarráð samþykkti að'
ráða Jóhannes Björnsson dr.
med sem skólalækni og Rósu
Sigfússon sem hjúkrunar-
konu skólans og ennfremur
var Gunnar Guðmundssort
ráðinn yfirkennari skólans.
framtak einstaklinga og
bæjarfélaga í senn aö
bjarga málum ef afkáia-
legur landbúnaðarrekstw á
ekki að drepa aðra atvmnu-
vegi landsins í náinni fram-
tíð og koma þjóðinni á von-
arvöl.
H. K. I .
Þakka innilega samstarfsmönnum öllum
og samferðafólki, vinakveðjur og gjafir mér
sendar á 65 ára afmælisdegi mínum, 20. þ.m.
Rósenkranz Á. ívarsson.