Þjóðviljinn - 04.10.1945, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 04.10.1945, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 4. okt. 1945 ÞíOÐVILJ'IííN Bækur Víkingsprents Vandaðar myndskreyttar útgáfur af iögu og ljóðum Jónasar Hallg rimssonar Nýjar bækur eftir Þórberg Þórðarson, Ólaf Jóhann Sigurðsson, Stein Steinarr o. f 1. — Heildarútgáfur af Þorgilsi gjallanda, Ólöfu frá Hlöðum, Stefáni frá Hvítadal. Frá Víkingsprenti er diktsdóttur ö'g Braga Sigur- fjöldi útgáfubóka væntan- legur í haust. að' þvi er Ragnar Jónsson forstjóri skýrir Þjóðviljanum frá. Næstu daga kemur í bóka búðir útgáfa Halldórs Kilj- ans Laxness af Njálssögu. seim allmikið hefur verið L&'-tt um. Verður hún með nútíma stafsetningu og skreytt fjölda teikninga eft ir Þorvald Skúlason, Gunn- laug Scheving og Snorra Arinbjarnar. Önnur mjög vönduð bók frá þessu útgáfufyrirtæki er hátíðaútgáfan af Jjóðum Jónasar Hallgrímssonar. Er hún í Helgafellsbroti með 7 stórum litmyndum eftir Jón Engilberts og auk þess 50 teikningum. Þá má nefna bókaflokk- inn „Listamannaþing“, en af honum kemur út ein bók á mánuði. Fyrsta bókin Noa Noa, ævisaga franska málarans Gaugnins er kom in út, næsta bók (október): verður Birtingur eftir Voltaire í þýðingu Halldórs Kiljans Laxness, nóvember oókin verður Jökullinn eftir Johannes V. Jensen. í þýðingu Sverris Kristjáns- sonar en í desember kemur Blökkustúlkan eftir Bern hard Shaw. Af öðrum þýddum tókum má nefna hina frægu bók Feters Freunhens Æska mín á Grænlandi í þýðingu Halldórs Stefánssonar rit- höfundar og ódýr útgáfa af hinum snjöllu ljóðaþýðing um Magnúsar Ásgeirssonar Meðan sprengjurnar falla en þar eru m. a. mörg síð ustu kvæöi Nordah'.s Griegs. Ödýr útgáfa a: Friheten, síðustu kvæðabók Nordahls Griegs (meö for mála eftir Tómas Guð- mundsson) er nýkomin úl. Nýjar og gamlar bækur íslenzkra höfunda. Ný bók eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson,Teningar í tafli er komin út. Þetta er önnur smásagnabók Ölafs, og eru par ýmsar snjöllustu smá- sögur hans. Einnig er kom- in út Saga Eyrarbakka mik ið rit, ljóðabók eftir Guö- finnu frá Hömrum og rit gerðasafn eftir Gunnar Benediktsson, Hinn gamli Adam í oss. Von er á þremur kvæða bókum, ljóðum eftir Stein jónsson og skáldsögu eftir nýjan höfund Jakob Jónas son, er nefnist Börn fram tíðarinnar. Þórbergur Þórðarson send ir frá sér fyrsta hluta aí ævisögu séra Arna Þórarins sonar, og nefnist þessi fyrsta bók Fagurt mannlíf. Skáldsaga Guömundar Kambans:Vitt sé ég land og fagurt kemur nú út í fyrsta sinn á íslenzku, en hún er frumsamin á því máli. Bókamönnum mun þykja það tíðindi að í hausi koma út hjá Víkingsprenti heildarútgáfur þriggja vm- sælla höfunda: Öll skáldrit sem til eru eftir Þorgils gjallanda, í fjórum bindum, en aöeins lítið af þeim hef ur verio prentað áöur, rit Ólafar frá Hlöðum í elnu bindi, og rit Stefáns frá Hvítadal allar ljóðabækurn ar sex í einu stóru bindl, og ritar Tómas Guðmundsson formála. Til tíðinda má einnig telj ast ljósprentuð útgáfa af Armanni á Alþingi, í fjór- um bindum. Loks má nefna barnabóx, er Sigurður Thorlacíus valdi og þýddi, og nefnist hún Hrokkinskeggi. Jóhann og Jakob Tryggvasynir fara utan til fram- haldsnáms Kveðjutónleikar Samkórs Reykjavíkur Fiskiveiðahöfn á Grænlandi Framn. af 3. síðu. íslendingum. Og svona er þetta í framkvæmd undir ofbeldi Dana á Grænlandi. ísland á með fyrirvara um betri rétt sinn, þ. e. fullan eignarrétt sinn til Græn- lands, aö krefjast þess, að Danir opni allar strendur Grænlands fyrir íslending um og þaö tafarlaust, og alls ekki sætta sig viö opn- un nokkurra hafna þar, og þó sízt af ollu kaupa slíka opnun fyrir réttindaveit ingu „ hér. Gangi Danmörk . treglega aö skilja hina þjóðaréttarlegu skyldu sína til aö opna allt Grænland. skulum viö ekki eyða mikl- um tíma í aö kenna þeim þessa þjóöaréttarlegu skyldu sína, því aö þeir hafa ætíð verið mjög tor- næmir á lagalegan málstaö og rétt Islands gagnvart Danmörku, heldur kenna þeim þetta með fram- kvæmd hliðstæðrar dæmi- sögu: Loka í refsingarskyni svo að kalla öllum íslenzk- um höfnum fyrir dönskum skipum og danskri verzlun o. s. frv.,skapa tilsvarandi réttarástand hér gagnvart þeim og þeir lialda nú uppi gagnvart oss ef hægt væri að líta á Grænland sem danskt land og málstaður þeirra væri ekki margfalt verri, þar sem þeir fremja þessi rangindi gegn oss mcð ofbeldi og réttindaráni í voru eigin landi. Þetta er hin eina rétta samninga leið islands við Danmörku um opnun Grænlands. Og verði hún fetuð meö nægi- legri festu, mun hún vel gefast, einniig þótt máliö yrði reynt í alþjóðadómi, því aö þjóðarétturinn heim ilar að endurgjalda ólög- lega athöfn með annarri ó- löglegri athöfn jafnstórri. Jón Dúason. (Þó ÞjóÖviljanum þyki eftir atvikum rétt að birta þessa grein hr. Jóns Dúa- sonar, er hún að sjálfsögðu á ábyrgö höfundar, og túlk ar ^ans skoöanir en ekki afstöðu blaðsins til þeirra mála sem um er rætt) - *\ Hljómlistarmennirnir .Tó hann og Jakob Tryggva synir eru á förum til Bret- lands til framhaldsnáms. Fara þeir bræður til Bret lands á vegum British mun verða úrval þeirra laga sem kórinn hefur sung iö og nokkur ný. Jakob Tryggvason hefur veriö organisti og söng- stjóri við Akureyrarkirkju |síöan 1941 og einnig stjórn Oouncil og ætla að dvelja | aö Lúörasveit Akureyrar og þar við nám eitt eða tvö úr. Samkór Reykjavíkur, sem Jóhann stofnaði áriö 1943 og hefur stjórnaö síöan, æti ar aö halda tvo kveðju- hljómleika, þann fyrri fyrir styrktarfélaga sína annað kvöld (föstud.) kl. 7, en hinn sjðari á suhnúdagipn kemur, kl. 3 og er hann Steinarr, Ingibjörgu Bene- almennur. Á söngskránni fengizt viö söngkennslu. Hann var einn aðalhvata maður aö stofnun Lands- sambands blandaðra kóra. Báöir eru bræðurinir einstaklega vinsælir hljóm- listarmenn, prúðmenni og drengir góðir. Munu allir íslenzkir hlj ómlistarunnend ur óska þehn góðrar feröar og frama. T1 Barátta hægrikrata gegn alþjóð- legri einingu verkalýðsfélaganna ^NNAÐ aðaldeilumálið í undirbúningi að stof-nun alþjóðasambands verkalýðsins var þátttaka hinna svonefndu alþjóðasambanda einstakra stétta, og reyndi Schevenels, aðalritari Amsterdamsambands- ins, að koma fulltrúum þeirra inn í allar stjórnar- stofnanir nýja alþjóðasambandsins. Þær tilraunir voru svo augsýnilega gerðar í öðru skyni en því að treysta samtökin, að undirbúningsnefndin áleit rétt- ast að minnast ekki á þessi sam'oönd í skipulagsskrá sinni, þar sem ekki var einu sinni hægt að vita með fullri vissu hvað af þeim væru raunverulega til. En skipulagsskráin gerir ráð fyrir slíkum sambönd- um ef aðalráðið telur þeirra þörf, én þau eru ábyrg! gagnvart aðalráðinu og framkvæmdastjórninni. CAMKOMULAGIÐ um skipulagsskrárfrunwarpið var þýðingarmikið spor í áttina að stofnun alþjóða- sambandsins, óg var heimsþingið kvatt saman- í París til að fjalla um skipulagsskrána. Eftir samþykkt hennar héldi þingið áfram sem fyrsta þing alþjóða- sambands verkalýðsfélaganna. iIL PARÍSARÞINGSINS var boðið öllum þeim verkalýðssamtökum, sem fulltrúa áttu á heims- ráðstefnu verkalýðsfélaganna í London og þeim er þangað voru boðnir, en gátu ekki sent fulltrúa, enn- fremur samböndum sem ekki var boðið til London, en hafa síðar verið tekin sem meðlimir ráðstefnu- samtakanna. P'ULLTRÚAKOSNINGAR til Parísarþingsins voru þannig: Landssambönd með færri en 125 þúsund meðlimi sendi einn fulltrúa; samibönd með allt að 5 milljónir meðlima sendu einn fulltrúa fyrir hverja 250 þús. meðlimi; sambönd með 5—10 milljónir með- lima sendu einn fulltrúa fyrir hverja 500 þús. með- limi o. s. frv. Þannig hafði Verkalýðssamband Sovét- ríkjanna rétt til að senda um 40 fulltrúa, og verka- lýðssambönd Bretlands og CIO (róttæka verkalýðs- sambandið í Bandaríkjunum) um 20 hvort. rpARASOFF ræðir ýtarlega baráttuna gegn stofnun alþjóðasambandsins, gegn einingu heimsverka- lýðsins: „Við rákumst á tilhneigingar í þessa átt í ýmsum myndum í störfum undirbúningsnefndar- innar. Því er ekki að leyna að sá sem mest lét í ljós þessar tilhneigingar, var Schevenels, aðalritari hins svonefnda Amsterdamalþjóðasambands, og því miður var ekki alltaf tekið nógu hart á þessum til- hneigingum í undirbúningsnefndinni. rpiLRAUNIRNAR til að skemma skipulagsskrá "*■ sambandsins, setja á hana stimpil hins gamla og máttlausa Amsterdamsambands og jafnvel að það samband yrði viðurkennt en ekki stofnað nýtt, eru dæmi um'baktjaldamakk þeirra afla, sem enn eru að reyna að sundra heimsverkalýðnum. Aðalsundrung- arpostulinn er William Green, forseti A. F. of L. (annars bandaríska verkalýðssambandsins). Hann neitaði að taka nokkurn þátt í stofnun hins nýja alþjóðasambands. Hann lætur einskis ófreistað til þess að ófrægja verkalýðsfélög Sovétríkjanna og C. I. O. í augum bandarískra verkamanna og vill enga samvinnu við þau. Green lagði til að Amsterdam- sambandið sáluga yrði endui'vakið. Sýnilega á að nota merki þessa gjaldþrota „alþjóðasambands11 til að safna saman andstæðingum einingarinnar í verka- lýðshreyfingu heimsins. Green hefur opinberlega boðið að nota áhrifavald og sjóði bandarískra verka- lýðsfélaga, sem hann ræður yfir, til að endurreisa Amsterdamsambandið. Að vísu átti Schevenels, rit- ari þess sambands, sæti í undirbúningsnefndinni og tók þátt í samningu skipulagsskrárinnar. En hann telur sýnijega samræmanlegt að taka þátt í þeim störfum og reyna jafnframt að vekja gamla Amster- darrtsambandið frá dauðum".

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.