Þjóðviljinn - 04.10.1945, Blaðsíða 8
Margir íslendingar í Mið-Evrópu
þarfnast nii skjótrar hjálpar
Sigurður Ssgurðsson form. Rauða krossins
segir frá hjálparstarfsemi Rauða krossins
Rauði kross íslands hefur nú hafið fjársöfnun til
handa íslendingum þeim sem nú dvelja í Mið-Evrópu-
löndum og eiga margir við hin verstu kjör að búa. Sumir
þeirra hafa misst allt sitt oftar en einu sinni.
Fyrir atbeina Rauða krossins hafa nú komið heim
milli 20 og 30 íslendingar, flestir frá Þýzkalandi.
Siguröur Sigurðsson, for-
maöur Rauða krossins
skýrði blaðamönníun í gær
frá árangrinum af för Lúö-
vígs GúömundsSðnar skóla-
stjóra, en hann fór sem
kunnugt er til Mið-Evrópu-
landa í sumar á vegum
Rauða krossins til þess áð
greiða fyrir íslendingum
sem í nauðum voru staddir.
Til að byrjá með gekk
ferð hans nokkuð treglega
því erfitt var að ferðast um
Þýzkaland, tókst honum þó
að fá leyfi til ferðalaga um
Norður- og Vestur-Þýzka
land og náði sambandi við
mjög marga íslendinga á
því svæði.
í september fór hann í
bíl frá Kaupmannahöfrl
áleiðis til Tékkóslóvakiu,
ætlaði hann að komast til
Austurríkis, en vitað er
þar af nokknnn íslending-
um. Frelsishreyfingin
Fólkið kemur allslaust
heim.
Vitað er nú með vissu
um 22 íslendinga er komið
hafa hingað á vegum
Rauða krosSins, en ástæða
er til að ætla að fleiri muni
mí komnir fyrir atbeina
Lúðvígs Guðmundssonar.
Flest eru þetta íslenzkar
konur giftar Þjóðverjum.
Menn sumra þeirra eru eft-
ir 1 Þýzkalandi, en aðrar
eru nú ekkjur er koma hing
að með böm sín og staada
uppi allslausar.
Auk þess að greiða fyrir
heimför íslendinga hefur
Lúðvíg einnig útvegað ís-
ndingum, sem enn dvelja
ei'lendis, peninga til bráð-
ustu nauðsynja, því margir
þeirra höfðu hvað eftir ann
að misst allt sitt og stóðu
Uppi allslausir.
... ■ -í*®f
Samkoma — Fjársöfnun.
A öðrum stað er birt á-
um
danska lét Rauða krossin „ ,
um bll þenna i té, en efíitt, y,arP,.(Rauðf., ,
mun nú aS ferðast rneíf! Oarso'nun til hmna nauð-
stoddu Islendmga, og verð-
ur því er nú safnast ein-
göngu varið þeim til hjálp
ar.
járnbrautum í Þýzkalandi.
— Bílstjórann munu
margir kannast við. Hann
er Jörgen Petersen (Volli>
sonur Petersens sem var
hér bíóstjóri.
Lúðvíg hefur notið mik-
illar aöstoðar ýmissa Rauða
krossfélaga og staðið í sam-
bandi viö Alþjóða Rauör
krossinn, og enska og aust-
u. víska Rauða krossinr. Þá
hefur hann einnig haft sam
band við yfirmann UNRRA
og fUlltrúa hernámsstjórn-
ar rauða hersins, en eigi er
vitað hvort hann hefur
fengið leyfi til ferða um
hernámssvæði Rússa :
Þýzkalandi. Þá hafa einnig
sendileiðangrar danska og
norska Rauða krossíns
greitt götu hans á allan
hátt og hefur veriö fullkom
in samvinna milli allra
þessara aðila.
Hefur árangur af för
Lúðvígs orðíð meiri og betri
en áhorfðist í fyrstu.
Þegar Lúðvíg var í Kaup-
mannahöfn í haust voru
teknir upp samningar við
danska Rauöa krossinn um
matarsendingar til islend-
inga er dvelja áfram í
Þýzkalandi í vetur og fara
þær sendingar að sjálf-
sögðu fram á kostnað
Rauða krossins íslenzka.
Dr. Skadhauge, er kom
hingað í sumar sem full-
trúi danska Rauða krossins,
hefur reynzt mjög vel við
að greiða fvrir fyrrnefnd
um samningum við danska
Rauða krossinn.
íslendingar, er kömu
heim með Esju, hafa boðiö
Rauða krossinum aöstoð
sína við fjársöfnunina og
efna þeir til samkomu * 1 2
Tjarnarcafé annað kvöld til
ágóða fyrir söfnun þessa.
Fjórir ísíendiii«ar
sendir á norrænt
skátamót í Stokk-
hólmi
Mót norrænna skátahöfð-
ingja verður haldið í Stokk•
hólmi í lok þessarar viku.
Forseti fundarins verður
Prins Gustav, ríkiserfingi Sví
þjóðar.
Á fundinum verður ræft
nánara samstarf skáta á Norð
urlöndum, og þar á meðal:
Norræn skátamót — Sam-
ræmingu á skátaprófunum —
Sameiginlega för Norður-
landaskáta á Jamboree 1947
— Aðstoð við. stofnun skáta-
félaga í þeim löndum, þar
sem þau hafa verið bönnuð.
Bandalag íslenzkra skáta
sendir þessa fjóra fulltrúa
á mótið: Jónas B. Jónsson,
Gunnar Þorsteinsson, Birgir
Þórhallsson og Guðstein Að-
alsteinsson.
Gunnlaugur Þórðar-
son ráðinn
forsetaritari
Gunnlaugur Þórðarson lög-
fræðingur hefur verið ráðinn
forsetaritari frá s. 1. mánaða-
mótum, í stað Péturs Eggerz
sem lætur af því starfi, og
verður fýrsti sendiráðsritari
við íslenzkú sendisveitina í
London. Pétur Eggerz varð
ritari ríkisstjóra þegar það
embætti var stofnað, og hefur
einnig verið fórsetaritari frá
stofnun þess embættis.
Gunnlaugur Þórðarson,
hinn nýi forsetaritari, er son-
ur próf. Þórðar Sveinssonar
geðveikralæknis. — Hann tók
embættispróf í lögfræði á s.
1. vori með fyrstu einkunn.
Jón Pálmason kjörinn forseti
sameinaðs þings
Steingrímur Aðalsteinsson endurkosinn
forseti efri deildar, Barði Guðmundsson
forseti neðri deildar
Þingsetningarfundi var
fram haldið i gærkvöld og
fóru þá fram kosningar for-
seta, varaforseta og kjör-
bréfanefndar.
Forseti sameinaðs þings var
kosinn Jón Pálmason með
30 atkv., Bjarni Ásgeirsson
hlaut 13 atkv. og Gísli Sveins
son 6.
1. varaforseti sameinaðs
þings var kjörinn Stefán Jó-
hann Stefánsson, með 28
atkv., Bjarni, Ásgeirsson
hlaut 9 atkv., auðir seðlar
12.
2. varaforseti sameinaðs
þings var kjörinn Þóroddur
Guðmundsson með 29 atkv.,
auðir seðlar 20.
Skrifarar sameinaðs þings
voru kosnir Sigurður Krist-
jánsson og Skúli Guðmunds-
son.
í kjörbréfanefnd voru kosn
ir: Sigurður Guðnason, Ás-
geir Ásgeirsson, Hermann
Jónasson, Þorsteinn Þorsteins
son og Lárus Jóhannesson.
Að loknum fundi í samein-
uðu þingi hófust fundir þing-
deilda, og fóru þar einnig
fram kosningar á embættis-
mönnum deildanna.
Forseti neðri deildar var
Barði Guðmundsson kosinn
með 19 atkv., Jörundur Bryn-
jólfsson hlaut 11, tveir seðl-
ar auðir.
1. varaforseti neðri deildar
var Garðar Þorsteinsson kjör-
inn með 19 atkv., 13 seðlar
auðir. *
2. varaförseti var Sigfús
Sigurhjartarson kjörinn með
18 atkv.. 14 seðlar auðir.
þlÓÐVILllHN
Ávarp frá Rauða krossi
Islands
y
Rauði kross Islands hefur ákveðið að beita sér
fyrir fjársöfnun til bágstaddra íslendinga, sem dvalíð
hafa í ófriðarlöndunum á undanförnum árum, eða
hafa í hyggju að dvelja þar áfram, en hafa orðið
hart úti af völdum ófriðarins.
Eins og kunnugt er, sendi Rauði krossinn full-
trúa til meginlands Evrópu í þeim tilgangi að hafa
upp á og liðsinna þeim löndum vorum, er kynnu að
vera hjálpar þurfi. Hefur eftirgrennslan þessi reynzt
mjög vandasöm, én nú þegar borið eigi svo lítinn
árangur. Yfir 20 manns mun þegar komið hingað
til landsins fyrir milligöngu fulltrúa Rauða kross-
ins, Lúðvígs Guðmundssonar, skólastjóra, og eru
fleiri vœntanlegir. Er Lúðvíg nú sem stendur á ferða-
lagi í Tékkóslóvakíu í þeim tilgangi að komast í
samband við íslendinga, er þar dvelja. Meðal þess
fóíks, sem komið er hingað, eru íslenzkar konur með
börn sín. Eiginmenn þeirra dvelja áfram erlendis.
Hafa sumar af fjölskyldum þessum verið mjög illa
leiknar af völdum ófriðarins, misst aleigu sína oftar
en einu sinni og eru nú loks hafnaðar í föðurlandi
sínu, fyrirvinnulausar og sumar án aðstandenda, í
þeim tilgangi að forða sér og börnunum frá hungri
og kulda, sem líklegt má telja, að ríki í heimkynn-
um þeirra fyrst um sinn.
Þá standa yfir samningar milli Rauða kross ís-
lands og danska Rauða krossins um reglulegar mat-
vœlasendingar til bágstaddra landa vorra, er dvelja
áfram á meginlandi Evrópu nœstkomandi vetur.
Þessi starfsemi Rauða krossins hefur verið mjög
kostnaðarsöm og mun hafa áframhaldandi útgjöld
í för með sér. Þess vegna hefur hann ákveðið að snúa
sér til þjóðarinnar og hefja fjársöfnun handa hinu
bágstadda fólki. Mun öllu því fé, er safnast kann
nú, verða varið einvörðungu til þessarar starfsemi
Rauða krossins.
íslenzka þjóðin hefUr oft á undanförnum árum
sýnt ótrúlegt örlæti, er til hennar hefur verið leitað
í fjársöfnunarskyni. Hér er um að ræða að styrkja
hrakta og hrjáða landa vora, er hafa, sumir hverjir,
orðið að líða meiri hörmungar á undanfarandi stríðs-
árum en orð fá lýst, og koma í veg f-yrir harðrétti
og hörgulsjúkdóma meðal þeirra, er enn dvelja þar,
sem ófriðurinn hefur geisað.
Skrifstofa Rauða kross íslands mun daglega
kl. 1—5 veita fégjöfum móttöku í þessu skyni. Enn-
fremur hafa öll dagblöð bæjarins heitið stuðningi
sínum við fjársöfnUnina og taka fúslega móti þeim
gjöfum, er þangað kunna að berast,
Skrifarar neðri deildar
voru kjörnir: Sveinbjöm
Högnason og Gunnar Thor-
oddsen.
í efri deild fóru kosningar
þannig:
Forseti efri deildar Stein-
grimur Aðalsteinsson með 11
atkv., auðir seðlar 5.
1. varaforseti efri deildar:
Þorsteinn Þorsteinsson, með
11 atkv., auðir seðlar 5.
2. varaforseti efri deildar:
Gvðm.undur I. Guðmundsson,
með 12 atkv., auðir seðlar 4.
Skrifarar efri deildar: Ei-
ríkur Einarsson, Páll Her-
i mannssori.
i
-♦
Tilkynning
frá orðunefnd
Forseti íslands hefur sam-
kvæmt tillögu Orðunefndar
sœmt eftirtalda menn hinni
íslenzku fálkaorðu:
Erik Joseph Philip, ritara
konunglega tekninska háskól-
ans í Stokkhólmi, stórridd-
arákrossi hinnar íslenzku
fálkaorðu.
Harald Sigmar forseta
evangélisk-lútherska kirkju-
félagsins í Vesturheimi, ridd
arakrossi hinnar íslenzku
fálkaorðu.