Þjóðviljinn - 14.11.1945, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 14.11.1945, Blaðsíða 4
Þ JÓÐyílíJvIN.fi Miðvikudagur 14. nóv. 194o. þJÓÐVILIINN tRgefandi: Sameiningaríiokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Guðmundsson. Stjómmálaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrifstofa: Austurstræti 12, sími 2270. (Eftir kl. 19.00 2184). Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, sími 2184. Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 6399. Prentsmiðjusími 2184. Askriftarverð: í Reykjavík og nágrenni: Kr. fi.00 á mánuði. Úti á landi: Kr. 5.00 á mánuði. Prentsmiðja Þjóðviljans h. í. Samfylking húsaleigunefndar og forráðamanna bæjarins í húsnæðismálunum Forustuhlutverk bæjarstjórnanna Meðal annrra stórmerkra mála sem flokksþing sósíal- ista hefur rætt er hlutverk bæjarstjórna og hreppsnefnda í kauptúnum. Þingið var sammála um,. að hlutverk bæjarstjórna og hreppsnefnda í kauptúnum þyrfti að verða víðtækara en nú er tiðast. Atvirmulíf nútímabæja ,og, kauptúna krefst þess; að fjl s,é forusta á hverjum stað sem telirr sér skylt. að hafa á hver.jum tíme .yfirlit .yfir. atvjnnuþörf íbúanna og atvinnuhorfurnar og jafnframt að tryggja atvinnuna og bæta úr atvinnuskorti ef hann er fyrir hendi. Sama máli gegnir með húsnæði, í hverjum bæ og þorpi verður að vera aðili, sem ætíð fylgist með ástandinu og er ábyrgur fyrir að úr sé. bætt þegar eitthvað fer aflaga. Slíkur aðili á bæjarstjórn auðvitað að vera, borgararnir hljóta að fela henni forsjá þessara mála. • Þetta forustu'hlutverk geta bæjarstjórnirnar rækt með tvennu móti, með því að greiða fyrir framkvæmdum fé- laga og e nstaklinga, og með því að bærinn sjálfur taki beinan þátt i framkvæmdum, bæði byggingum húsa og rekstri framleiðslufyrirtækja. í þessu tilfelli er þó ekki um annað hvort að ræða heldur hvort tveggja. Hvert það bæjarfélag sem vill leysa húsnæð- isvandamálin verður í senn, eins og nú standa sakir, að greiða götu félaga og einstaklinga, sem vilja byggja og það verður einnig. sjálft að taka beinan þátt í að byggja fyrir þá sem verst eru staddir. Og hvert það bæjarfélag • sem vill tryggja öllum þegnum sínum störf við arðbæra at- vi-nnu verður í senn að vera beinn þátttakandi í fram- leiðsluatvinnuvegum, sjávarútvegi, fiskiðnaði og landbún- að', og það verður einnig að búa sem bezt í hag fyrir heilbrigðan atvinnurekstur félaga og einstaklinga. • . • Þegar þessi mál eru rædd er komið að kjarna þess ágreinings sem skilur Sósíalistaflokkinn frá afturhalds- flokkunum. Hið raunverulega kjörorð afturhaldsins er „óbreytt ástand“. Öll þess barátta snýst fyrst og fremst um að koma í veg fyrr að bæjarfélögin fa.ri inn á svið athafnalífsins Þessir flokkar halda sér enn við þá úreltu stefnu að einkaframtakið geti og eigi að leysa þessi mál. Þeir berja höfðinu við stein staðreyndanna, þeir virðast halda að almenningur sé búinn að gleyma þeirri staðreynd, að einkaframtak auðvaldslandanna hefur ætíð leitt kreppur og atvinnuleysi yfir þjóðdrnar, alveg reglubundið og með skömmu millibili. Þeir virðast líka halda að almenningur hafi gleymt þeirri staðreynd, að einkaframtakið hefur ætíð dæmt fjölda manna til að búa við heilsuspillandi og alóhæft húsnæði. En þessum staðreyndum verður ekki gleymt, þessar stáðreyndir verða þvert á móti forsendur þess dóms, sem almenningur kveður upp við bæjarstjórnarkosningarnar á komandi vetri, sá dómur verður á þann veg að hinir úreltu íhaldsflokkar eigi að þoka úr vegi framfaranna. Straumurinn liggur til vinstri. í júlí í sumar var mér und- irrituðum úthlutað b^agga- pláss á Skólav.hæð 10, sem sumir kalla Hallgrímssókn. Kannski eru þessar íbúðir eitthvað í ætt við hreysið, sem Hallgrímur bjó í. Þetta er einn þessi enski braggi. Tíu manns var hrúgað þarna inn. í öðrum endanum eru 5 stúlkur. Hinum var mér út- hlutað ásamt stúlku með 3ja ára barn- Við. hjónin erum með eitt barn. Fyrir nokkrum dögum kom upp smávegis ágreiningur á milli mín og stúlkunnar, sem hefur húsplássið ásamt okkur. Hún fer þá í húsaleigu nefnd án þess að tala nokkuð við mig um það og fær því framgengt að þess.um bragga- helming er sk'.pt upp enn á ný. Ekki var nú rúmt áður, en lítið hefur nú um bætzt. Sunnudag'nn 4. þ. m. koma svo einhverjir menn heim um kvöldið og rífa nýjar dyr á braggann. Síðan var skilið við þetta svona opið og fólkinu víst ætlað frískt loft. Mánu- dagskyöldið koma þessir menn aftur og byrja þá að hólfa braggann sundur. Ekki var nú svo að byrjað værá á því og endað á dyrunum. Eg stoppa þá verkið og vil kynna mér hvernig í þessu liggi. Á þriðjudaginn var svo þetta forlátaverður, sem allir muna og borgarstjórinn var að sýna blaðamþnnum og öðrum hinar miklu framr kvæmdir íhaldsins í húsa- byggingum þessa bæjar. Ekki var samt konan mín þess vör að hann kæmi þang að þar sem hún sat skjálf- andi með barnið í hurðar- lausum kofanum. Borgarstjór inn hefði þó ekki átt að fara fram hjá stærsta liðnum í nýbyggingarmálum íhalds- íns í þessum bæ, því aldrei mun Reykjávíkurbær háfa séð éins mörgum fyrir hús- næði eins og þeim er nú búa í þessum Breta-hálftunnum. Kannski honum hafi gengið til yfirlætisleysi, að sýna ekki toppinn á framförunum. Þennan dag varð ég að sleppa vinnu ásamt fleiri dög um og ganga á milli heró- desa og pílatusa þessa bæj- ar. Alstaðar var sama svarið. Við ráðum engu, getum ekk- ert gert. Farið þér til húsa- leigunefndar. Húisaleigunefnd lagði auðvitað blessun yfir sín fyrri verk og þóttist vel gera. Eg benti á að 2, jafnvel 3 íbúðarbraggar væru lausir þarna, en hún sagði, að ekki mætti flytja inn í þá. Enn bá situr allt við sama. Bragginn opinn og stormur- inn og rigningin leikur um heiinilið. Konan er hálf heilsulaus og hefur hvergi skjól með barnið. Meira að segja ég sem öllu er vanur get ekki sofið á nóttunum fyr ir kulda. Það litla sem unnið er þarna að þessum breyting- um, er gert á kvöldin þegar menn þurfa að fá hvíld. Eg fékk vottorð hjá bæjarlækni um íbúðina. Ekki leizt hon- um nú á hana, en vottorðið er mátulega varlega orðað. Eg er nú að hugsa um að fá óvilhalla menn til að gera al- gera lýsingu af þessari íbúð og festa vottorðið þar með., Þetta plagg á svo að geym- ast, því ekki mun þetta ófróð legt plagg þegar saga þessa íhaldsmeirihluta verður rit- uð. Það er ekki undarlegt þó þessir menn gapi mikið yfir framförum þessa bæjar og ekki sízt því að bærinn skuli hafa yerið raflýstur og lagt í hann vatn. Á bessu er tuggast áratug eftir áratug, þó risið hafi ekki verið hærra en það, að þetta hefur gerzt í ótal þútum og þegar hverj um áfanga hefur verið lokið, þá hefur verið orðin þurrð bæði á ljósum og vatni. Síðast um daginn æpti unga afturhaldið um ein- hverjar nýjungar í húsnæðis- málum. Kannski það hafi ver ið byrjað á mér. En vel hefði mér komið að veðramót- drengurinn hefði staðið í dyr unum í hurðarstað og haf- steinshátalarinn æpt í eyru mér til að sannfæra mig um ágæti þessa. Fer nú annars ekki flest- um að finnast mælirinn full- ur þegar farið er að fara með íbúa þessa bæjar viðlíka og í fangabúðum nazista. Þegar farið er að troða fjölskyldum í kvarttunnur þó heilir íbúðarbraggar standi auðir. Mismunur þarf jafnvel að koma niður á bragga- sviðinu. í næsta bragga við mig búa barnlaus hjón og þafa braggann allan. Það væri heldur ekkert spaug, ef einhver jöfnuður kæmist á, þó að ekki væri meiri en það, að allir gætu staðið innan hurðar, bá strax mundi í- haldið faka kartöflusýkina og heilsunni hraka. Eg skírskota að síðustu til allra hugsandi manna að leggja mér lið í þessu máli með því að láta álit sitt í ljós á þessu athæfi. Með því eipu verða þessi öfl knúin til und- anhalds. Og jafnvel þó það fari svo að ég fái enga rétting minna mála, þá munið að hrinda þessum helstefnu hafnsögumönnum frá stjórn, svo leikurinn haldi ekki á- fram endalaust og nýjar Belsenbúðir rísi upp. Geirharður Jónsson, Bragga 10, Skólavörðuholti. (Grein þessi er skrifu6 fyrir nokkrum dögum). '1 Kosningaskrifstofa Sósíalistaflokksins er opiri alla virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofan gefur allar upplýsingar varðandi kosningarnar. 1 Að v o r u n. Tryggingastofnun ríkisins — slysa- trj^ggingadeild — aðvarar hér með alla þá atvinnurekendur í Reykja- vík, sem ekki hafa skilað framtali um slysatryggingarskylda vinnu, er framkvæmd hefur verið á s.l. 2 árum (1943 og 1944) fyrir þeirra reikning að gera full skil fyrir 25. þ. m. Að öðrum kosti munu þeim áætluð iðgjöld skv. fyrirmælum alþýðu- tryggingarlaganna og reikningarnir sendir til lögtaks. Skrifstofan er í Alþýðuhúsinu og er opin kl. 9 til 12 og 13 til 17 alla virka daga nema á laugardögum aðeins til hádegis.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.