Þjóðviljinn - 22.11.1945, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 22.11.1945, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 22. nóv. 1945 £>JOÐVILJINN 1 /Vlexander Guðmundsson: Það sanna um mjólkina Ekki gat hjá þvi farið, að rannsóknir þær er gerðar voru að tilhlutan héraðs- læknis á mjólk bæjarbúa á s. 1. sumri og skýrslur hr. Sig. Péturssonar um niður- stöður þeirra ' rannsókna, sem nú hafa birtar verið, kæmu til meö að valda á- greiningi og ritdeilum mifil þeirra er sjá um sölu mjólk urinnar og hinna, sem neyðast til að drekka hana Er nú komið fram það, sem fyrirfram mátti vita, aö af- staða forystumanna fram- leiðenda á sviði mjólkurmál anna myndi hin fjandsam- legasta í garð neytenda og allra tilraxina þeirra til um- bóta á ríkjandi mðurlæging ai'ástandi, um dreifingu og sölu mjólkur í bænum. í þær persónulegu deilur viðkomandi aöila sem fram hafa farið, mun ég ekki blanda mér, en verð þó málsins vegna, að minnast lauslega á grein hr. mjólK- urbússtj. Stefáns Björnsson ar í Tímanum 13. þ. m. En grein hans er mjög táknræn um þær blekkingar sem fram eru settar til þess að hylja kjarna málsins og villa mönnum sýn. Þá er heldur ekki ófróðlegt að renna augunum yfir þenna pistil mjólkurbússtj. með tilliti til þess dulbúna áróð urs sem í honum felst hvað afsakast að sjálfsögðu, þeg- ar vitað er, að hann mun sérstaklegá ætlaður bænd- um tjl náms og eftirbreytni. Eitt er þó víst, í þjónustu friðarins skrifar Stefáa ekki. Ummæli vísindamanns ranglega skýrð. í grein sinni kemst St. Bj- að þeii'ri niðurstöðu, viö samanburð á bláprófun ann arsvegar og plötutalningu hinsvegar á sömu mjólk hjá Sig. Péturss., að misræmi sé svo gífurlegt að ekki verði neitt á tölum hans byggt. Jafnframt og hann heldur fram þeirri skoð- un sinni að niðurstöð- viv bláprófunar sé sú eina í'étia. Látum svo vera og er ég í því tilfelli sammáia greinarhöfundi. En það ut af fyrir sig gerir hvorugt, að sanna eða afsanna hæfi- leik?. Sig. Péturss. til vís- indaiðkana, að hann færvið plötutalningu hlutfallslega lægri gerlatölu en vera ætri með tilliti til bláprófunar sömu mjólkur. — Enda sanna hin tilvitnuðu um- mæli próf. Orla-Jensen, sem St. Bj. grípur til máli sínu til stuðnings, að hér er ein mitt ekki um óvenjulegt fyrirbrigði að ræða. En orð- rétt hljóða ummarii hins kunna danska vísinda- manns svo, í þýöingu St. Bj. sjálfs: „en engu að síð- ur sýna þó hinar mörgu rannsóknir af blandaðri mjólk, en þannig er mjólkin jafnan, að aflitunartími mjólkurinnar gefur eins góðar upplýsingar um gerla fjölda hennar og hin erfiða og engu síður þrigðula gerlatalning á plötum.“ Eins og ummæli þessi bera með sér, er síður en svo nokkurt undrunarefni þó þessum tveim aðferðum til ákvörðunar á gerlafjölda mjólkurinnar beri illa sam- an og verðm' Sig. Péturss., ekki fyrir það sakfelldur, þó hæfari aðferðir til greining- ar á mjólk séu ekki fyrir hendi. Þar eð St. Bj., samkv. framangreindu, vei'ður ekki afsakaður með því að hann viti ekki álit hins merka vísindamanns á notagildi bláprófunar umfram plötu- talningu, þeim mun meir hlýtur honum að reikna'á til áfellis þaö ístööuleysi að falla í þá freistni, sem hon- um vei'ður á síðar í grein sinni, er hann leggur til grundvallar ályktunum sín- um um ágæti mjólkurinnar við stöðvardyr, þær tölur Sig. Péturss., sem hann áð- ur hefur fundið skoplegar og einskisviröi. En það ger- ir hann í eftirfarandi á- lyktun: „Versta geril- sneydda mjólkin, sem Sig- urður prófar í suxnar, inni- heldur 33.000 gerla í ccm. Hann viðurkennir að þetta sé ca. 1% af gerlafjölda þeim, sem finnst í hráu mjólkinni. M. ö. o. Versta hráa mjólkin, sem mjólkur- stöðin tók á móti í sumar, hefur samkvæmt þessu inni haldið 3.300.000 gerla 1 ccm. og verið samkv. réttri túlk un bláprófunar, í öðrum flokki“. Stefán Björnsscn telur rannsóknirnar vera blekkingar. Freklegar veröur ekki ac oi'öi komizt um það, að nið- urstoður rannsóknanna í sumar séu vísvitandi rang- færðar, en halda því fram, að samkv. réttri túlkun blá prófunar hafi versta mjólk- in sem til Mjólkurstöðvai’- innar hefur komið átt að lenda í 2. flk. M. ö. o. Um mjólk í 3. og 4. fl. hafi ekki veriö að ræða. Jafn blygö unarlausar ásakanir í gai’ð manna við embættisvei’k verða ekki afsakaðar. Og enn síður fyrir það að mjólkui’bússtjóranum er það mætavel kunnugt, að bláprófun mjólkurinnar hef ur sannað það gagnstæða um ásigkomulag og ágalla mjólkui’innar, þegar hún kemur til bæjarins. Sú at- hugun sem mjólkui'bússtj. meöal annafs treystir betur og viðhefur eingöngu á því mjólkurbúi, er hann veitir forstöðu. Bláprófun mjólk- urinnar í sumar hefur sann að, að vei*ulegur hluti þeirr- ar neyzlumjólkur sem l'lut t er til Reykjavíkur er í 3. og 4. fl. Sé í’áð fyrir gei’t, að blandaða mjólkin sem til gerilsneyðingar fer lendi milli þessara flokka og inni haldi um 10—30 millj. gerla í ccm. og „effekt“ vélanna sé 99%, en þaö er ekki ó- líklegt með tilliti til þeirrar yfii’hitunar sem fram fer á mjólkinni, þá ætti lakasta gerilsneydda mjólkin aö innihalda 100.000—300.000 gerla í ccm. en það er snöggt um hæi’ri gerlatala en væntanleg reglugerðará- kvæði hveöa á um. Og því má ekki gleyma, að sá á- rangur í drápi gerlanna næst með því einu að yfir- hita mjólkina, en sú meö- fei’ð er mjög hæpin, sér í lagi þó með tilliti til bæti- efna hennar, sem viðkvæm eru fyrir miklum hita. Þá má mjólkurbústj. einnig fræðast um það, að talning Sig. Péturssonar hefur þrá- faldlega sannað mikluhærri tölur í sölumjólkinni og oít geigvænlegar. Sannleikur málsins er sá, að rannsóknir s.l. sumars sanna það, sem fyrir löngu var vitað, að mikill hluti neyzlumjólkur bæjarbúa er þegar hún kemur í Mjólkur stööina, alveg á takmörkum þess aö vera neyzluhæf. Hún er oft nokkurra daga gömul og marg umheit Vinnuskilyi’ði í M.B.F. og Mjólkurstöð Reykjavíkur ei’u hin erfiðustu og vél- ar allar gamlar, úreltar og úr sér gengar. Og síöast en ekki sízt, framleiðsluhátt um mjólkur hér á landi mjög ábótavant. Þegar svo, á þessar erfiðu aðstæöur bætist skilnings- og vilja- leysi ráðandi manna um mjólkurmálin s.l. 10 ár, sem skotið hafa skollaeyrum við öllum tillögum til úrbóta, þarf engan að undra þó á úrla’isnum þessara efna gæti lítið gagnsamlegra verka eöa giæsibrags. Enda sapnaö á suma hverja mjólkurembættism. aö vera haldnir þeim sjúklega losta að hafa af því verulegc. fróun að geta strítt vissuru hluta neytenda í Reykjavík. En það spáir að sjálfsögöu engu góðu um tilraunir til vöruvöndunar né lipurðar í þeim viðskiptum, sem fram þurfa þó að fara. Framhald. Hjálparstúlkur á heimilum Bæjarráð samþykkti að bærinn auglýsti eftir stúlkuih til þess að vinna hjálparstörf á heimilum í bænum. Lýðræðið á Balkan og áróður afturhaldsins QVÍÐA HAFA BLÖÐIN tekið slíkri feginsihendi við áróðursfréttum Breta og Bandaríkjamanna um ástandið í Suður-Evrópu, sem hér á íslándi. Morgunblaðið, Alþýðublaðið og Vísir hafa belgt sig út af heilagri vandlætingu yfir einræðisstjórnunum, sem þar sætu að völdum. En ýmis blöð úti um heim taka fréttum þessum varlega og segja sem er, að til- efnið sé ekki alltaf svo göfugt, sem af er látið. Þann- ig skrifar Aftontidningen í Stokkhólmi, blað sænsku sósíaldemokratanna: „Fjárhagslegir, pólitískir og hernaðarlegir hags- munir þeirra sjálfra (þ. e- Vesturveldanna) mega sín meira en umhyggjan fyrir sönnu lýðræði. Og klögumálin yfir ástandinu á Balkan eru vafalaust að mestu leyti þáttur í þeirri fjandskapsherferð á hendur Sovétríkjunum. sem afturhaldsöfl 1 Bret- landi og Bandaríkjunum heyja. Eins og allt er í pottinn búið, er sérstök ástæða til að taka frásög- unum með hæfilegum frádrætti. Ef vel er' að gáð, er lítill vandi að koma auga á ýms geðþekk atriði í þeirri kolsvörtu mynd sem venjulega er máluð af ástandinu í Suður-Evrópu. Það er t. d. augljóst, að næg hlið eru á „rússneska stálveggnum.“ í Buda- pest, Bukarest, Belgrad og Sofia eru duglegir enskir og bandarískir blaðamenn. Þeir eiga oft viðtöl við forystumenn stjórnarandstöðunnar og aðra and- stæðinga ráðandi stjórnar, svo að þeir hafa að minnsta kosti leyfi til að kynna umheiminum skoð- anir sínar.“ gLAÐIÐ tekur síðan fram, að Vesturveldin eigi fulltrúa í eftirlitsnefndum Bandamanna. Síð- an segir: „Engin ber lengur á móti því, að Sovétrík'n eru nær eina ríkið, sem rekur skynsamlega kynþátta- og þjóðernisminnihluta pólitík. Svo er að sjá s.em Balkanríkin fylgi fordæmi Sovétríkjanna með góð- um árangri, og í þessum hluta heims er það geysi- leg framför, því að þröngsýn þjóðernisstefna hefur hvað eftir annað hrundið þjóðum þessum í ógæfu. Ennfremur er það eftirtektarvert, að kosningarnar í Ungverjalandi eru frjálsar, þrátt fyrir orðróm þann, sem komið var af stað um hið gagnstæða, og það var uppspuni, að umsátursástandi hefði verið lýst yfir í Búdapest. Réttlát skipting landsins hefur far- ið fram í mörgum ríkjum, sem fyrsta sporið til að teysa úr ánauð kúgaða og eignalausa öreigastétt.“ £ ÞESSU sambandi er það mei’kileg staðreynd, að ýmsir hinna gömlu bændaflokka og foringjar þeirra beita sér gegn því, sem verið er að gera, seg- ir Aftontidningen, að lokum. „Svona er því farið með Maniu í Rúmeníu og Matjek í Júkóslavíu. En hinn kommúnistasinnaði forsætisráðherra Rúmeníu Grozj, er einnig bænda- foringi og sá er munurinn á flokki hans og Manius að bændur þeir, sem fylla flokk Gi’oza eru fátæk- ari. Það er enganveginn útilokað, að afstaða Manius eigi sér fjá.nhagslegar orsakir- Föðurlandsást og stéttarhagsmunir eru eins og kunnugt er oft í nánu sambandi hvort við annað. Fyrir t. d. ungverskan sveitaöreiga hlýtur það að vera gleðileg framíör, að hann er nú orðinn sjálfseignarbóndi. Yfirleitt er þró- unin sú, að stéttir, sem fasistiskar kúgunarstjórnir lágu áður eins og mara á, hafa nú fengið meiri á- hrif og fjárhagslegt sjálfstæði. Ómótmælanlega er þetta framför í lýðræðisátt. En jafnframt verður að gera sér ljóst,- að afturhaldsöfl fbrtíðarinnar hafa ekki gufað upp. Andstaðan gegn þeim er eðlilega í samræmi við hinar grimmdarlegu aðferðir, sem þau beittu og reyna vafalaust að beita einu slnni enn.“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.