Þjóðviljinn - 22.11.1945, Blaðsíða 6
2
ÞJÖÐVILJINN
Fimmtudagur 22. nóv. 1945
Selma Lagerlöf:
Bernskuminningar
Við erum rólegri hér í barnaherberginu. Það
kunna líka allir vel við sig hjá Lovísu frænku og
segja, að, herbergið hennar sé eins og gamla heim-
ilið í Márbacka. Þar er breiða rúmið, þar sem þau
sváfu, afi og amma, gamla veggklukkan þeirra,
fallega dragkistan hennar ömmu, sem listasmið-
urinn í Askerby hafði smíðað úr gömlu eplatré og
syrenum frá Márbacka. Amma hefur sjálf ofið
ábreiðuna á legubekknum hennar Lovísu frænku.
Stóllinn, sem frænka situr í, er stóllinn hans afa.
Og spegillinn sem stendur á dragkistunni, með
slæðu yfir, er líka smíðaður í Askersby. í háu
tréöskjunum, sem standa sín hvorum megin við
spegilinn eru þurrkuð rósablöð, sem frænka hefur
tínt í Válsáter, þar sem Anna systir hennar á
heima.
Frænka mundi ekki vilja verða af með neitt
af því, sem er í herberginu. Hún vill heldur ekki,
að pabbi láti rífa ljóta, svarta rjáfrið yfir kjallara-
stiganum. Hún segir, að það sé synd að rífa þetta,
sem sé svona gamalt.
Það hangir mynd ofan við rúmið hennar
frænku, hvít kirkja með háum trjám og kirkju-
garðsmúr í kring. Og í hliðinu er járngrind. Þessi
mynd er ekki máluð. Hún er klippt. Anna Wachen-
feldt, föðursystir okkar gerði það. Lovísa frænka
segir, að þetta sé svo vel klippt og límt saman, að
myndin sé reglulega falleg. En mér þykir ekkert
sérstaklega gaman að henni.v
í kringum spegilinn hanga fjórar litlar mynd-
ir. Lovísa frænka hefur sjálf málað þær, þegar
hún var í heimavistarskóla. Ein er af rós, önn-
ur af hvítasunnulilju, þriðja af nelliku og fjórða
af dahliu. Þetta þykja mér fallegar myndir. Lov-
ísa frænka á bæði litina og burstann enn. En hún
er hætt að mála svona fallegar myndir.
Frænka á eina mynd enn. Hún hangir uppi
yfir legubekknum, þar sem við sitjum. Hún er af
Wtt ÞETT4
Menn vita ekki með vissu,
hve langt er síðan farið var
að járna hesta eins og nú
tíðkast. Egiptar gerðu það
ekki. Grikkir og Rómverjar
höfðu hestinn í hófhlífum,
eða leistum úr leðri, basti
eða járni. Margar þjóðir, svo
sem Persar og Mongólar
kunna ekki enn í dag að
járna hesta.
Skeifan var ekki fundinn
upp fyrr en einhverntíma
-eftir fæðingu Krists- Sumir
halda, að Húnar hafi fýrstir
manna smíðað skeifur, sem
negldar voru á hófinn.
*
Danir urðu fyrstir til þess
að nota „Diesel-vélar“ í skip.
Kvikmyndaþymiur eru
mjög eldfimar. En fyrir
nokkrum árum heppnaðist
að nota í þær efni, sem þol-
ir 200 stiga hita, án þess að
bráðna (cellulosacetat). Og
kviknar ekki í því fyrr en
við enn hærri hita.
•
„Hvers vegna erum við
svo langorðir í viðurvist ann
ara manna, þar eð það kem-
ur svo sjaldan fyrir, að við
lúkuin máli okkar með góðri
samvizku? Eg vildi, að ég
hefði annaðhvort verið
sjaldnar með mönnum eða
verið stuttorðari.“-
Tómas Kempis.
„Hún er farin úr herberg-
inu sínu“, sagði gamli mað-
urinn. „Hvar er hún?“
Marteinn vissi, að hann
átti við Fyrirmyndina. Hann
lagði lófann á munninn og
hvíslaði:
„Bamið er dáið.“.
Mr- Stone varð náfölur í
framan, en það bar alltaf
vott um að hann gleymdi sér
í hugsunum sínum. Hann
gekk framhjá Marteini og
til frú Hughs.
Hann stóð lengi við hlið
hennar, horfði á barnið og
höfuð konunnar, sem grúfði
sig yfir það. Að síðustu sagði
hann.
„Hann hefur fengið frið.“
Mr. Stone rétti fram beina
bera hönd sína og kom við
tær barnsins. „Hann hefur
fengið vængi. Hann er alls
staðar. Hann nálgast sólina.
Litli bróðir!“
Gamli maðurinn sneri sér
við og gekk út.
Thyme gekk hægt á eftir
honum niður stigann. Fóta-
tak hans virtist enn þyngra
í kyrrðinni.
T.árin runnu niður vanga
Thyme.
Marteinn sat einn eftir hjá
konunni og dána barninu og
ilmur gluggablómanna lagði
um herbergið, eins og vind-
urinn hefði komið með hann
frá fjarlægum löndum inn
í þetta þögla, skuggalega her
bergi.
TUTTUGASTI OG SJÖ-
UNDI KAFLI.
Einkalíf Stefáns.
Þegar mr. Stone og Thyme
komu út úr húsinu gengu
þau framhjá unga, fölleita
manninum. Hann hafði
fle^gt vindlingnum, sem Mar
teinn gaf honum, þegar liann
fann, hvað hann var bragð-
daufur, og reykti nú ann-
an, sem var betur við hans
hæfi.
Pilturinn horfði gleði-
lausu, háðslegu augnaráði á
gestina.
Mr. Stone hélt af stað og
starði út í bláinn, án þess
að vita, hvert hann fór. Hann
hristi höfuðið öðru hvoru,
eins og dragsúgur næddi
um visin blóm.
Thyme varð órótt, þegar
hún tók efb'r þessu, og greip
um handlegg hans- Og þeg-
ar gamli maðurinn fann
það, kom hann aftur til sjálf
sín. Hann tók til máls:
„Á þessum slóÖum — í
þessum götum — —. Eg mun
ekki fá að sjá alotréð springa
út. Á þeim tímum lifðu
mennirnir eins og - hundar.
Hver og einn var önnum
kafinn við að naga sitt bein.
_ ti
Hann þagnaði.
Thyme gaf honum gætur
og þrýsti handlegg hans
þétt að sér eins og hún ætl-
aði að hrífa hann úr draum-
órum sínum.
„Eg vildi óska, að hann
afi gæti sagt eitt orð af viti“,
hugsaði hún. „Bara að hann
gæti hætt að stara svona út
í bláinn!“
Það var eins og hann hefði
lesið hugsanir dótturdóttur
sinnar.
„Eg hef fengið vitrun,
Eg sá nak'n klettabelti í
sólskini. Eg sá mann. Hann
var úr steini og talaði við
vindinn. Eg hef heyrt ugl-
una væla á daginn og gauk-
inn gala á nóttunni.“
„Afi! Afi!“
Gamli maðurinn hafði e'itt
hvert veður af kalli hennar.
„Hvað viltu?“ spurði hann.
En Thyme hafði hrópað af
hræðslu og vissi ekki, hvað
hún ætti að segja.
Hún sagði hikandi: „Ef
barnið hefði lifað, þá hefði
— — þá hefði það bara —
—. Það var bezt. að svona
fór- Er það ekki?“
„Allt fer sem bezt“, sagði
mr. Stone. „Á þeim tímum
héldu menn, að líf einstakl-
ingsins væri aðal atriðið og
þá hryllti við dauðanum.
En þeir þekktu ekki þann
m/kla sannleika, að öll ver-
öldin er óslitinn, eilífur
söngur.“
Thyme hugsaði með sér:
„Svona hefur hann aldrei
verið utan við sig.“ Sér til
mikils léttis, sá hún, hvar
faðir hennar kom á móti
þeim með útidyralyk'linn í
hendinni.
Stefán hafði komið gang-
andi alla leið frá Temple.
En hann var léttur í hreyf-
ingum og veifaði hattinum,
þegar hann sá þau. Það var
svartur, Harður 'hattur, sem
gljáði mjög. Hann var líka í
svörtum fötum, og hvor-
tvoggja fór honum vel, því
að hann var grannvaxinn,
andlitið ávalt, skegglaust og
hrukkur á ská við augun og
munnvikin.
„Hvaðan komið þið?“,
spurði hann og lét þau ganga
inn í forstofuna á undan
sér.
Mr. Stone svaraði engu en
gekk rakleitt inn í dagstof-
una. Þar settist hann á fyrsta
stólinn, sem fyrir honum
varð, hallaði sér áfram og
hafði hendurnar milli
hnjánna.
Stefán leit snöggvast á
hann, sneri sér síðan að
dóttur sinni og spurði stilli-
lega:
„Hvers vegna komstu heim
með þann gamla? Hvernig
fer, ef kjöt verður á borð-
um? Hann leggur sér hin
æðri dýr ekki til munns!
Mamma þín fær slag!“
„Vertu ekki að gera að
gamni þínu, pabbi.“
Stefání þótti mjög vænt
um dóttur sína. Hann sá, að
hún var ekki eins og hún var
vön og horfði á hana með
meiri alvörusv'p en hans
var vandi. Thyme sneri sér
frá honum. Hann heyrði
gráthljóð og varð undrandi.
„Hvað er þetta, barnið
mitt?“
Thyme harkaði af sér og
sagði: „Eg sá dáið barn.“
Svo hljóp hún upp stigann-
Stefán hafði svo mikinn
beyg af öllum geðshræring-
um, að það gekk sjúkleika
næst. Sjálfur hafði hann
ekki komizt í geðshræring-
ar síðan daginn, sem Thyme
fæddist. Og að því voru eng-
ir sjónarvottar. Hann lét
sem ekkert væri, þar til hann
hafði læst sig inni í herbergi
sínu, þá fór hann að ganga
um gólf og beit af öllum
kröftum í munnstykkið á
pípunni sinní.
Hann var því líka óvanur
að verða var við veikleika
eða óstillingu annara. Fram-
koma hans var þannig, að
menn létu ekki tilfinning-
ar sínar í ljós í návist hans.
Hefði Cecilia verið örgeðja,
mundji hún hafa lært still-
ingu í sambúð við hann. En
það hafði hún aldrei verið.
Hún var alltof varkár, hvað
tilfinningar snerti, til þess
að afhjúpa þær á nokkurn'
hátt.
Og Thyme! þessi heil-
brigða stúlka, barnsleg og
þroskuð í senn, laus við
duttlunga, athugul og hneigð
fyrir út.veru — hún hafði
enn ekki valdið foreldrum
sínum augnabliks áhyggju.
Stefán hengdi upp hatt-
inn sinn og flýtti sér inn í
herbergi Ceciliu. Hann var
alltaf vanur að berja að
dyrum hjá henni, þó að það
hefði aldrei komið fyrtr,
hingað til, að hún svaraði.
„Þú mátt ekki koma inn.“
Hún þekkti nefnilega hvern-
ig hann drap á dyr.
Þessi venja bar bezt vott
um prúðmennsku Stefán?
Hvað það var, sem hann ótt-
aðist, eða hélt að hann ótt-