Þjóðviljinn - 04.12.1945, Page 3

Þjóðviljinn - 04.12.1945, Page 3
Þriðjudagur 4. des. 1945. ÞJÓÐVILJINN 3 *• —LJJLL . ‘ ~ ' ' , lilll.......... "I-1...1 . 11 L1 ' si útvarpsins og vestrænt Þau' tíðindi gerðust fyrir nokkrum vikum, að hinir sagt, að útvarpsráð tryggði hlutleysi útvarpsins, svo að I útvar visu feður í útvarpsráði tóku rögg á sig og björguðu hlut- leysi ríkisútvarpsins úr bráð- um háska. En hið háa ráð leysti ekki aðeins hlutleysi stofnunarinnar úr tröllahönd um. Það bjargaði einnig vest- rænu lýðræði, og hefur marg ur orðið frægur af minna. Þau voru tildrög þessa frelsisstríðs, er útvarpsráð háði upp á eigin spýtur, eft- ir að vopn höfðu verið slíðr- uð i Evrópu og Asíu, að einn af starfsmönnum útvarpsins, Björn Franzson, hafði flutt erindi um lýðræði nútímans, austrænt lýðræði og vest- rænt, og túlkað málstað hvors tveggja- Útvarpsráði varð svo mikið um þetta, að það brá við hið skjótasta og samþykkti að svipta Björn Franzson því starfi að flytja f'mmtudagserindi útvarpsins um erlend tíðindi. í stað hans varð fyrir valinu Einar Ás- mundsson lögfræðingur, góð- ur og gegn Sjálfstæðismaður. Alþýðublaðið fagnaði mjög mannaskiptunum og kvað Einar Ásmundsson vera eink- ar kunnugan alþjóðamálum. Lögfræðingurinn lét það verða sitt fyrsta embættis- verk í útvarpinu að segja rangt frá málefnum Kína- veldis. Það horfir aldrei til heilla er höfuðið bilar Mér er ekki kunnugt um, að útvarpsráð hafi opinber- lega greint frá ástæðum að samþykkt sinni, enda mun því víst ekki bera skylda til þess. Hins vegar hafa blöð borgaraflokkanna, einkum Alþýðublaðið og Vísir, verið ómyrk í máli um þetta efni, og nú hefur Morgunblaðið loks rof.ð þögn sína og greint ástæðurnar. Telja verður. að ritstjóri Morgunblaðsins túlki rétt skoðanir meirihluta út- varpsráðs, enda þótt ummæli blaðsins beri auk þess vitni um allfreklegan kosninga- skjálfta. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að kosn- ingabarátta Morgunblaðsns er háð með þeim hætti. að ókunnugir mættu ætla að Sjálfstæðisflokkurinn væri að berjast um báejarstjórnar- meirihlutann í allri Austur- Evrópu, en ekki í Revkjavík einni, og er því ekki nema eðl legt, þótt stundum slái út í fyrir formælendum flokks- ins. Morgunblaðið ber komm- únista (þ. e. í þetta skinti Björn Franzson) þeim sök- um, að þeir reki áróður í út- varninu fyrir austrænu ein- ræði. Þeir misnoti einnig út- varpið til að „innprenta al- menningi rangar hugmyndir um eðli lýðræðisins“. Þess vegna hafi það verið sjálf- þetta mikla menningartæki yrði ekki misnotað til póli- tísks áróðurs, hvað þá held- ur til „að halda að fólkinu al gerum ósann'ndum og blekk ingum varðandi hin þýðing- armestu mál“. Svo sem sjá má af þessu, er engin dul dregin á það, hvílíkar höfuð- syndir Björn Franzson hefur drýgt: hlutleysisbrot og fals- túlkahir á lýðræðinu! Erindi Björns Franzsonar, þau er hér um ræðir, hafa birzt á prenti, og geta allir, sem þjást ekki bæði af of- heyrnun og ofsjónum, geng- 'ð úr skugga um það, hvað hæft er í þessum áburði. Eg hef lesið erindin þrisvar, og satt að segja fellur mér all- ur ketill í eld, er ég hugsa til þess, hvernig skynjunum ritstjóra Morgun-blaðsins er far!ð. Eg mundi ráða honum að leita sér lækninga, ef ég vissi ekki, að maðurinn ger- ir sig skynvilltan í pólitísk- um tilgangi, og má þá segja. að flestu sé fórnað fyrir bæj- arstjórnarmeiriblutann í Reykjavík. í rauninni væri ástæðulaust að gera veður út af þessu, ef þessi skyn- villa Valtýs Stefánssonar væri einkasjúkdómur hans, en þar sem meiri hluti út- varpsráðs hefur tekið sótt- ina, þá er þetta orðið þjóð- mál og vandamál. Það horf- 'r aldrei til heilla, er höfuðið bilar á stofnunum þjóðarinn- ar. Það fylgir vandi veg- semd Erindi Björns Franzsonar voru samin og flutt á þann veg, að engum normal manni gat flogið í hug, að spjöll hefðu verið framin á hinum heilaga jómfrúdómi, sem heit ir Hlutleysi útvarpsins. En senatorar útvarpsráðs voru á öðru máli- Föðurlandið var í hættu statt. Óvinurinn stóð ekki aðeins úti fyrir borgar- hliðunum. Hann var kominn vfir múra stofnunarinnar. Með sameiginlegu átaki var fjandmanninum varpað út. Aldrei skvldi það vitnast, að útvarpsráð hefði leyft starfs- mönnum sínum að svívirða hlutleysið og falsa lýðræðið. En hinir vísu feður út- varnsráðs og kurteisu riddar- ar lýðræðis'ns gleymdu einu. Þeir gleymdu hinu forna kjörorði franskra aðals- manna: noblesse oblige — það fylgir vandi végsemd að- alsmannsins! Og það er ekki heldur vandalaust að vera falslaus málsvari vestræns lýðræðis, þótt ekki sé nema í útvarpsráði. Eg vona að ég falsi ekki eðli þess lýðræðis, er Morgunblaðið og útvarps- ráð bera svo mjög fyrir brjósti, er ég staðhæfi, að vandinn sé einfaldlega sá, að leyfa hverjum manni. mál- frelsi, án þess að varði vít- um, ef hann beitir því eins og siðaður maður og fer ekki þjóðfélaginu að voða. Á venjulegum tímum getur vestrænt lýðræði ekki sett málfrelsi manna aðra skil- mála. Útvarpið getur ekki heldur þrengt meir að kosti manna í þessum efnum, nema að því leyti, að það verður að krefjast þess, að erindin séu svo samin, að efni og formi, að boðleg séu hlustendum. En íslenzka ríkisútvarp- ið virðist æði grýtt jörð Hvernig verða erindi Björns Franzsonar við þess- um skilmálum vestræns lýð- ræðis? Eg hygg, að fáir út- varpsfyrirlestrar hafi staðizt þessa raun með meiri prýði. Erindin eru vel og skipulega Eftir Sverri Kristjánsson samin, á óvenjulega vönduðu máli, og veita mikinn og sannan fóðleik um það efni, sem um er rætt. Fyrirlesar- inn telur upp rök þeirra, sem mæla með vestrænu lýðræði, og hinna, sem eru formæl- endur hins austræna. Sjálf- ur leggur hann á það engan dóm, hvor hafi meira til síns máls. Allur blær erindanna er hinn prúðasti, kaldur og óhlutdrægur. Persónulegar skoðanir sínar lætur hann aðeins í ljós, er hann óskar þess, að friður og eindrægni megi haldast með hinum sam einuðu þjóðum á þeim ár- um, er nú fara í hönd, svo sem verið hefur, er þær voru vígsnautar. Varla verður þessi ósk hans talin þjóð- hættulegri en t. d. bænir prestanna í útvarpsmessum fyrir forsetanum, ríkisstjórn- inni og atvinnuvegum lands vors. Hver hleypidómalaus maður hlýtur því að komast að þeirri niðurstöðu, að eng- inn guðsmaður útvarpsins, vígður né óvígður, hefði get- að flutt fallegri og siðlegri erindi- Hverju ríkisútvarpi í heimi hefði mátt vera sómi og þökk að starfsmanni, er gat flutt svo ágæta og mis- fellulausa fyrirlestra um mál, sem útvarpið í sinni hlutlausu blygðun mun senni lega flokka undir feimnis- mál. En íslenzka ríkisútvarp ið virðist vera æði grýtt jörð. Þó skal þess getið, að erindin hafa borið nokkurn ávöxt á þessum harðbala. Á þeim degi, er Björn Franz- son var dæmdur til sektar, urðu tveir guðfræðingar vin- ir í útvarpsráði. Engum dettur í hug að hneykslast Útvarpsráð er svo sk'pað, að allir íslenzkir stjórnmála- flokkar eiga þar fulltrúa. Þessi sk'.pan er sýnilega til þess gerð, að hlutur þeirra flokka, sem skipta sveitum meðal þjóðarinnar, verði ekki með öllu fyrir borð borinn. í annan stað hefur það verið venja, að minnsta kosti hin 9Íðari ár, að útvarpið hefur verið vettvangur sundurleit- ustu lífsskoðana og félags- legra og pólitískra hug- mynda. Þó hefur á stríðs- árunum verið gerð sú ' und- antekning, að mannfjandsam legar skoðanir nazista hafa ekki átt þar griðastað, og munu víst fáir verða til að lasta útvarpið fyrir slíkt „hlutleys'.sbrot“. Að öðru leyti hafa nálega allir fengið að hasla sér völl i útvarp- inu, flokkar og stéttir, guð- spekingar og andahyggju- menn, náttúrulæknar og spá menn. Allir hafa þeir fengið að dusta rekkjuvoðir sínar framan í hlustendur, ávarp- að söfnuði sína og útbreitt kenningar sínar meðal hinna lítiltrúuðu. Og þótt söfnuð- urinn hafi ekki verið fjöl- mennari en fyrirlesarinn einn, þá hefur útvarpsráð í sinni hlutlausu mildi leyft eintal sálarinnar við hljóð- nemann. Jónas Guðmurids- son. sem elskar ísrael jafn mikið og hann hatar Rússa, fær að boða lýðnum dulræn- ar sögurannsóknir á kvöld- vökunni, átölulaust af út- varpsráði, enda braut hann hvorki reglur hlutleysisins né vestræns lýðræðis, heldur aðeins ‘hrygglengjuna í mannlegri skynsemi. Engum dettur í hug að hneykslast á bessu, jáfnvel ekki kommún- istum, sem þykja þó ekki sér1 lega frjálslyndir meðal vest- rænna lýðræðissinna. Eg hef til dæmis óblandna ánægju af að hlusta á áróður þjóð- kirkjunnar á sunnudlögum, svo að ég tali ekki um á- róður hinna guðlegu og dul- rænu leikmanna útvarps- ins á virkum dögum vikunn- ar. t ríkisútvarpinu má tala um alla hluti á himni og jörðu nema eitt — En hlutleysi’ útvarpsins virðast vera takmörk sett, ekki síður en langlundargeði Drottins. í ríkisútvarpinu má tala um alla hluti á himni og jörðu nema eitt: stjórnarfar Ráðstjórnarríkj- anna. Og til frekari öryggis hefur bannsvæðið verið auk ið um þau lönd, sem eru grannar þeirra í vestri og telja um 100 milljónir íbúa. Á þessu tundursprengju- svæði, — fimmtungi jarðar- innar —, virðist útvarpsráði ótryggt að sigla s'.nni hlut- lausu gnoð. Og þegar starfs- maður útvarpsins gerist svo djarfur að greina satt og rétt frá stjórnarhögum þessara landa, þá er hann settur á vítaskrá stofnunarinnar og tekið af honum siglingaleyf- ið. Hafi hann einnig verið svo ósvífinn að segja frá þeirri skoðun, sem algeng er meðal fremstu formælenda vestræns lýðræðis, að mjög skorti á efnahagslegt lýðræði í vestrænum lýðræðislönd- um, þá er hann sakaður um fölsun á eðli lýðræðisins- Það vildi nú svo einkenni- lega til, að ekki óskeleggari málsvari vestræns lýðræðis en Per Albin Hansson, for- sætisráðherra Svía, flutti ræðu um líkt leyti og Björn Franzson og lýsti því yfir, að flokkur sinn hefði sett efna- hagslegt lýðræði efst á dag- skrá hjá sér, og mundi hið borgaralega þjóðfélag verða að sætta sig við*það á sama hátt og það hefði aðhyllkt stjórnmálalegt lýðræði. Ekki er kunnugt um, að útvarps- stofnanir Svíþjóðar hafi trufl azt af þessari ræðu, og væri útvarpsráðinu íslenzka hollt að læra af frændþjóð vorri ofurlítið meiri geðró og skan- stillingu, þegar um þessi mál er að ræða. Yfirleitt virðist Útvarpsráði vera mikil þörf á að endurskoða hlutverk sitt. Þótt það sé skipað full- trúum stjórnmálaflokkanna, þá er ekki þar með sagt, að það eigi að láta pólitíska hleypidóma meirihlutans skera starfsemi stofnunarinn ar svo þröngan stakk, -að hann sé eingöngu miðaður við vöxt hinna gleiðmynntu pervisa vissra stjórnmála- blaða, sem reisa óp að hverj- um manni, er notar ekki sama munnsöfnuð um félags- leg og pólitísk vandamál nú- tírnans og kurteisi þykir í dálkum þeirra. Þessir fáu hávaðamenn kalla sig „al- menning“ og „rödd þjóðar- innar“ og reka fulltrúa sína í Útvarpsráði til að þverbrjóta meginreglur lýðræðis og hlut leysis, vestrænu lýðræði til óþurftar og sjálfum sér til m'nnkunnar og athlægis. En það fer fjarri því, að þeir túlki raddir almennings. Al- menningur krefst bess, að út- varpið veiti óhlutdræga fræðslu um málefni þessa heims, ekki síður en um mál- efni annars heims, sem virð ast vera í góðum höndum, og meðal þeirra málefna, sem almenningur vill forvitnast um, er hið „austræna lýð- ræði“, sem meiri hluta út- varpsráðs flökrar svo mjög við. Sök Björns Franzsonar var í því fólgin, að hann skýrði frá lýðræðistilhögun austrænna þjóða, án þess að veita þeim um leið þau asna- Framhald á 6. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.