Þjóðviljinn - 04.12.1945, Side 6

Þjóðviljinn - 04.12.1945, Side 6
G______________________ ÞJOÐVILJINN ____Þriðjudagur 4. des. 1945. Hlutleysi útvarpsins John Galsworthy: " < Bræðralag i Framh. af 3. síðu. spörk. er þykja sérstaklega samkvæmishæf í hópi vissra manna. E£ útvarpsráð getur ekki... Það er því engin furða þótt Valtýr Stefánsson spyrji, sak laus og hneykslaður á svip- inn, hvort hlutleysi útvarps- ins sé fjandskapur við Rússa? Já, vissulega, þótt undarlegt kunni að virðast. Ef það varð ar embættismissi við útvarp- ið að skýra frá stjórnarfari þessarar þjóðar, þá er það fjandskapur við hana. Vel má vera, að meiri hluti út- varpsráðs sé skipaður svo herskáum mönnum, að þeir vilji fyrir hvern mun fara í stríð við þetta stórveldi, en þá er bara því til að svara. að þeir verða að reka sitt stríð með láns- og leigukjör- um upp á eigin spýtur, en íslenzka þjóðin vill ekki taka þátt í þeim herkostnaði. Og þótt Valtýr Stefánsson telji þessa útvarpsdeilu alíslenzkt innanríkismál, <þá eru þó vopnin. sem hann og aðrir sálufélagar hans beita í ba-r- -daganum, smíðuð í erlendum verksmiðjum alþjóðlegs stjórnmálaníðs. Bæði guð og menn vita, að blöð borgara- flokkanna á íslandi hafa gleypt við hverjum goluþyt he'msblaðamennskunnar eft- ir stríðslokin, ef hann aðeins andaði köldu í austurátt. Af frumleikanum getur hvorki Valtýr Stefánsson né Stefán Pétursson stært sig. Þeir eru bara litlir, óbreyttir bumbu- slagarar, sem eftir beztu getu hlýða erlendum hljóð- sprota. Og hið pólitíska níð þeirra er jafnt af erlendum toga, þótt það sé orðið svo fínt upp á síðkastið að þeir tyggi það upp á frönsku. Nú er de Gaulle orðin síðasta véfrétt hins pólitíska aftur- halds hér á landi, enda má segja, að lærisveinunum ís- lenzku fari það einstaklega vel að tyggja upp það, sem hið franska átrúnaðargoð þeirra hefur orðið að éta of- an í sig aftur í reynd. Og þegar þessum þjóðhollu herramönnum þykir sérstök nauðsyn bera til að hafa gát á kommúnistum, þá væri ekki úr vegi, að þeir hefðu örlítið meira gát á tungu sinni og gerðum þegar um er að ræða mál, sem standa oss íslendingum nær en „aust rænt lýðræði“. En útvarps- ráð ætti að leitast við að verða stöðuglvndara í rás- inni og láta ekki stjórnast af fríjunarorðum purkunar- lausra blaðamanna, sem hafa látið undir höfuð leggjast að beita útvarpið hollri og reglu bundinni gagnrýni, en hund- elta með óbótaskömmum hvern flutningsmann útvarps ins, sem þeir þykjast eiga eitthvað sökótt við í póli- tískum efnum. Ef útvarps- ráð getur ekki dregið starf- semi sína út ú.r versta götu- skarkalanum, þá ætti það að minnsta kosti ekki að bera skykkju hlutleysisins með slíku yfirlæti, heldur birt- ast í þeim búningi, sem því hentaði þá bezt: hinum snjáðu flokksflíkum þeirra, sem fara með meirihluta- vald í hvert skipti- Sverrir Kristjánsson. var það eina sem Hilary datt í hug að segja. Fyrirmyndin horfði ofan á gólfið. Drengurinn hennar frú Hughes verður iarðaður á morgun“, sagði hún. „Hvar?“ „í Bromton-kirkjugarðin- um“. „Hvenær?“ Stúlkan stalst til að líta á hann. „Mr- Creed segist fara að heiman kl. hálf tíu.“ „Eg er að hugsa um að fara þangað“, sagði Hilary. Gleðisvip brá fyrir á and- liti stúlkunnar sem snöggv- ast. En hún varð aftur alvar- leg, þegar hún sá, að Hilary ætlaði að fara. „Jæja, verið bér sælar“, sagði hann. Fyrirmyndin roðnaði og hana virtist langa til að segja: „Þér lítið ekki einu sinni á mig. Þér hafið ekki sagt einasta yingjarnlegt orð við mig.“ Allt í einu sagði hún kuldalega: „Nú fer ég ekki aftur til mr. Rennards“. „Hafið þér verið hjá hon- um?“ Svipur hennar endurspegl- aði sigurgleði yfir að hafa loks vakið athygli hans, iðr- un, auðmjúka bæn og þrjózku — allt í senn. „Já,“ sagði hún. Hilary þagði. „Þegar þér sögðuð að ég mætti ekki 'koma hingað framar, var mér alveg sama íi Hilary þagði enn. „Eg hef ekki gert neitt ljótt“, sagði hún með grátinn í kverkunum. „Nei, nei. Auðvitað ekki“. sagði Hilary. Stúlkan barðist gegn grát- inum: .-Þetta er atvinna, sem ég lifi á“. „Já, já. Auðvitað". „En mér er sama, hvað hann segir. Eg fer ekki til hans, á meðan ég fæ að koma hingað.‘ Hilary klappaði henni á herðarnar og sagði: „Það er gott“. Svo opnaði hann forstofu- dyrnar fyrir henni. Fyrirmyndin skalf eins og blóm, sem sólargeisli kyssir eftir regn, og augu hennar ljómuðu, þegar hún gekk út. En húsbóndinn fór aftur inn til gamla mannsins, sa t þar lengi og horfði á hann sofandi. Þannig sat hann lengi hreyf ingarlaus, studdi hönd undir kinn, hleypti brúnum og brosti þjáningarlega. Hann hefði getað verið mynd af steinlíkneski með undirskriftinni: „Heimspekingur, sem er að hugsa um að framkvæma eitt hvað.“ þrítugasti KAFLI. Grejtrun litla drengsins. Líkfylgd á þremur vögnum lagði af stað frá Hound Street 1. Þessi útför var, eins og venja er til, gerð því veglegri sem kjör hins látna voru aum ari í lifanda lífi. í fremsta vagninum var lík kistan og ofan á henn: stór hvítur blómsveigur frá Cec- iliu og Thyme. í næsta vagni sat frú Hughs, Stanley, sonur hennar og Jósúa Creed. í þriðja vagninum sat Mar- teinn Stone- Það ríkti hátíðleg kyrrð og blómaangan í fremsta vagn- inum, þar sem hann fór. litli drengurinn, sem alltaf hafði verið svo hæglátur. Hann læddist hljóðlega inn í heim- inn og áður en nokkur vissi, hafði hann hörfað jaín kyrr- látlega út úr veröldinm aít- ur. Aldrei hafði hann hvílt í jafn góðu rúmi og litla ýfirlætislausa kistan hans var. Þar lá hann hreinn og hvítur, sveipaður í eina spari lak'nu, sem móðir hans átti. Nú var hann á leið þangað, sem friður ríkir, fjarri ill- deilum mannanna. Og hann ók í vagni 1 fyrsta sinn. Vind urinn næddi inn um opna gluggana. Þannig var síðasta ferð hans úr þeirri veröld, þar sem allir menn eru bræð- ur. í vagninum, sem á eftir fór, voru gluggarnir vand- lega lokaðir. Gamli yfirþjónn inn dró andann þungt inni í kyrrðinni. Hann endurlifði góðar minningar um ökuferð ir fyrir mörgum árum, þá hafði hann setið við hliðina á kassa, sem var vandlega reyrður og innsiglaður. í þessum kassa voru silfurgrip- ir húsbónda hans. Hann var að flytja þá í örugga geymslu bankans. Öðru sinni hafði hann set- :ð í vagni og haldið í hund hins „hável-borna“ húsbónda síns, innan um byssur og annan farangur, sem hlaðið var á vagninn. Oft hafði hafði hann ekið með einhvern við híið sér í síðasta vagni frá brúðkaupi, skírnarveizlu eða greftrun. Þessar minningar frá upp- hefðarárum hans birtust ljós- lifandi fyrir sálarsjónum hans. Og ósjálfrátt hljómuðu þessi orð stöðugt í hug hans: „í auðlegð og fátækt, í gleði og sorg, þar til dauðinn að- skilur okkur.“ Þegar hann var sem allra dýpst sokkinn niður í minn- ingar sínar og gamla hjartað hans var farið að slá ört bak við fornfálegu, rauðu brjóst- hlífina, varð honum allt í einu litið á konuna, sem sat við hlið hans Hann hugsaði til að gefa henni hlutdeild í þeirri á- nægju, sem það veitti hon- um, að jarðarförin var svona vegleg og enginn venjuleg fá tæklingagreftrun, eins og hún hefði getað orðið. Hann sá nefnilega engin merki þess, að hún fyndi huggun í því, hve tilkomu- mikið það var að líkfylgdin ók í þremur vögnum og að blómsveigur var á kistunni. Andlit saumakonunnar var eymdarlegra en það hafði verið nokkru sinni áður. Það var erfitt að gizka á, um hvað hún var að hug^a. Það gat verið svo margt. Hún hafði sjálfsagt ein- hverntíma lifað glaðar stund- ir. Að minnsta kosti daginn, sem hún ók frá kirkjunni við hliðina á Hughs fyrir átta ár- um síðan. Þá höfðu orðin, sem Creed gamli hafði ný- lega verið að hugsa um óm- að í sál hennar: „í auðlegð og fátækt, í gleði og sorg —“ Var það þetta, sem hún var að hugsa um? Var hún að hugsa um æsku sína, horfna fegurð og manninn, sem var 'hættur að elska hana. Eða var hún að hugsa um hvernig leið hennar lá stöðugt undan brattanum og niður í dal skugganna? Hugs aði hún um öll dánu börnin sín, manninn. sem sat í fang- elsi, ungu stúlkuna sem hafði töfrað hann eða lítinn munn, sem hafði sogið mögur brjóst hennar. En gat ekki verið, að hún væri fyrst og fremst að hugsa um það, sér til huggunar, að ef hún hefði ekki notið góðra manna, hefði hún farið fót- gangandi á eftir kistunni og það opinbera kostað útförina? Gamla yfirþjóninum var öldungis óljóst, hvað henni bjó í hug. En þar eð hann átti aðeins eina ósk sjálfur, nefndega þá að geta safnað nægum peningum fyrir útför inni sinni, datt honum 1 hug. að konan liti á málið frá björtustu hlið. Hann tók því til máls í því skyni að hug- hreysta hana: „Dæmalaust eru þessir fjór Borgfirðingar! Stofnfundur félags Borgfirðinga búsettra í Reykjavík, verður haldinn á morgun (mið- vikudag), 5. desember að Hótel Röðli ki. 8,30 eftir hádegi. ALLIR BORGFIRÐINGAR velkomnir. NOKKRIR BORGFIRÐINGAR _______________________________________ Unglinga vantar strax iil að bera Þjóðviljann til kaupenda á Bræðraborgarstíg og Ránargötu. Talið strax við afgreiðsluna. Afgreiðsla Þjóðviljans Skólavörðustíg 19, sími 2184. Kaupið Þjóðviljann

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.