Þjóðviljinn - 12.12.1945, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 12.12.1945, Blaðsíða 6
6 Miðvikudagur 12. des. 1945. Bernskuminningar laumulega og þær geta, til þess að við krakkarnir verðum einskis varir. En við vitum það ósköp vel, að þær ætla sér að búa til páskanorn. Við vitum það vegna þess, að Maja barnfóstra hefur sagt okkur það. Stúlkurnar taka stóran poka ú+í á heyloftinu og troða í hann heyi og hálmi. Síð- an klæða þær pokann í ljótasta og óhreinasta pils- ið, sem til er í bænum og götótta treyju. Þær troða líka heyi í ermarnar, svo að allt sé sem eðlilegast, og eru ekkert að hugsa um það, þó að hey og hálm- ur sjáist í staðinn fyrir hendur. Þær búa til haus á kerlinguna úr grófgerðri þurrku, með því að binda hana saman á öllum hornunum, troða í hana heyi og mála á hana augu, nef, munn og hár, með kol^tmola. Og seinast setja þær á hausinn á henni hatt, sem ráðskonan er vön að nota á sumrin, þegar hún er að reka býflugur inn í býkúpuna. Þegar páskanornin er fullgerð, bera þær hana ofan af heyloftinu og heim að húsinu. Þær þora ekki að fara með hana inn, heldur sækja þær stól úr eldhúsinu og láta hana setjast við dyrnar. Síð- an sækja þær stóra eldskörunginn og sóflinn og reisa upp við stólinn, því að ef kerlingin hefði ekki sóflinn og skörunginn, mundi enginn vita, hver hún væri. Þær binda líka óhreint kýrhorn við svuntuhaldið hennar og láta sem í því séu galdrasmyrsl, eins og þau, sem sagt er, að galdra- nornirnar hafi haft með sér, þegar þær riðu gand- reið til Bláfjalls. Þær stinga stórri fjöður í horn- ið og hengja gamlan póstpoka um hálsinn á henni. Stúlkurnar fara inn í eldhús og ráðskonan kemur inn í barnaherbergið til okkar og segir, að ein af þessum ljótu galdrakerlingum, sem ríði gandreið um loftið á laugardagskvöldið fyrir Unglinga vantar strax til að bera Þjóðviljann til kaupenda við Bræðraborgarstíg-, og Vesturgötu og í Miðbænum ^ Talið strax við afgreiðsluna. ,i Afgreiðsla Þjóðviljans Skólavörðustíg 19, sími 2184. .---------------------------------------— / 4 Röskur sendisveinn óskast fyrir hádegi. Þjóðviljinn Skólavörðustíg 19, simi 2184 ------------------------------------ ÞJOÐVILJINN * fr — John Galsworthy: ] l Bræðralag ■——j láta sér detta í hug, hvernig hann ætti að hugga dóttur sína. Það eina, sem hunum hugkvæmdist, var að klappa henni á öxlina með skjálf- andi hendi. Hann fann hlýjuna frá lík- ama hennar, þegar handlegg- ur hans snerti hana og hon- um virtist hún smám saman verða rólegri. Ef til vill hafði henni skilizt, að hann væri jafn einmana og hann var ráðþrota — einmana, eins og hún. Hún hallaði sér nær hon um. Tunglsljósið yfirgnæfði daufa lampaljósið og nú var orðið albjart inni. „Eg vildi, að móðir hennar væri komin“, sagði gamli maðurinn. Dóttir hans sat kyrr og hreyfingarlaus. Þá datt gamla manninum skyndilega í hug gömul að- ferð til að hugga, sem hann hafði fyrir löngu gleymt, og hann lagði handleggina utan um hana ,,Eg veit ekki, hvað ég á að segja við þig“, hvíslaði hann og vaggaði henni fram og aft- ur í faðmi sínum. „Hreyfingin hefur sef- andi áhrif“, sagði hann. Máninn leið hærra upp á himinhvolfið. Hún, sem sat við hlið föður síns, var hætt að gráta og hann hætti að vagga henni. Allt í einu fann hann, að hún snerti enni hans með vörunum. Þá skildi hann örvæntingu hennar til fulls og skjálfti fór um allan líkama hans. Hann bar höndina upp að enninu, þar sem hún hafði kysst hann, og horfði í kring- um sig. Hún var farin. ÞRÍTUGASTI OG ÞRIÐJI KAFLI. Hilary tékur til sinna ráða. Háttarlag þeirra Hilarys og Biaöncu átti ekki aðeins rót sína að rekja til tilfinning- anna. Skoðanir þeirra á hjóna bandinu kom þar líka til greina. Þau áttu heima í þeim fámenna hópi, sem hafði varpað fyrir borð göml- um og hefðbundum hug- myndum um hjónabandið og eignarréttarsiðfræði þess. Og samkvæmt þessu voru þau auðvitað í andstöðu við lög- gjafana og litu með fyrirlitn- ingu á þann meginhluta al- mennings, sem hafði gert lög in að trúarjátningu sinni. En afstaða þessara frjáls- lyndu manna og kvenna varð mjög erfið, þegar þau gengu, samkvæmt lögum, í eignarétt arhjónaband. Þau áttu ekki hægt með að fyrirlíta, þetta hjónaband, ef þau voru ham- ingjusöm.----------- Þau voru aðeins dæmi um þá stöðugu breytingu, sem lífshræringar mannanna hafa alltaf verið að taka frá ó- munatíð, Þetta breytilega á- stand, sem nefnt hefur verð líf — eins og Stone gamli orð aði það. Einhverntíma í fyrndinni hafði núverandi hjónabandslöggjöf verið hug- sjón og draumur, sem hverg’ átti sér hæli. Nú var þessi löggjöf orðin hismi án kjarna. Og nýir draumar höfðu fæðst, sem enn áttu sér hvergi hæli. Samtal þeirra Biöncu og Hilarys var árangur þessara heimilislausu lífsskoðana. Það fór fram daginn eftir að mr. Stone hafði setið á rúmi sínu og séð tunglið renna upp. Bianca sagði stillilega: „Eg er að hugsa um að fara að heiman um stundarsakir.11 Hilary svaraði: „Viltu ekki heldur að ég fari?“ „Nei, þín yrði saknað, en ekki mín.“ Þetta kuldal.ega, greini- lega svar var allt, sem þurfti að segja. „Þú ert þó ekki að fara und ir eins“, sagði Hilary. „í lok næstu viku, hafði ég hugsað mér“. Hún fann, að hann horfði á hana og sagði: „Við erum ekkert sælleg í útliti, hvorugt okkar.“ „Mér fellur það illa.“ „Eg veit það.“ Þetta var allt og sumt. En það var nóg til þess, að Hil- ary komst ekki hjá því að gera sér enn einu sinni full- komlega ljóst, hvernig sakir stóðu. Einstök atriði málsins voru í sjálfu sér óbreytt á yfirborð inu. En væri skyggnst dýpra, kom það gagnstæða í ljós. Freistingar hins heilaga Ant- oniusar urðu strangari með hverjum degi. Hann hafði aldrei sett sér neinar lífsregí ur,.sem sögðu: Ringað og ekki lengra. En hann hafði rót- gróna óbeit á að gera öðrum mein, og óljósa meðvitund um, að ef hann gæfist upp fyrir veiklyndi sínu, mundi hann stofna sér í enn meiri ógöngur. Honum var ómögulegt að taka þá afstöðu, sem mr. Purcey hefði tekið, ef kona hans hefði hrundið honum frá sér og ung stúlka orðið á vegi hans. Mr. Purcey hefði 'hvorki gert neitt hugarvil út af því, að stúlkan var ung og varnarlaus, né gert áhyggj- ur af sambúð þeirra í framtíð inni. Hann — þessi ágæti maður — hefði „lifað stutt og lifað vel“ og gat ekki látið sér detta í hug að hugsa um framtíð sina í sambandi við kornunga stúlku úr alþýðu- stétt. Að taka tillit til eigin- konu, sem hefði forðazt hann, mundi mr. Purcey aldrei hafa dottið í hug. Þær áhyggjur, sem Hilary hafði af öllu þessu, sýndu aðeins, hver á- gætismaður hann var. En hvað, sem því leið, gat hann ekki komizt hjá að ráða málinu til lykta. Hann hafði ekki talað við stúlkuna, síðan daginn, sem barnið var jarðsett. En hann hafði í raun og veru sagt henni allt, sem honum bjó í brjósti, þegar hann horfði á hana inn um gluggan: „Þú tældir mig til þeirrar einu kynningar, sem kemur til greina á milli okkar.“ Og augnarráð hennar svaraði jafn greinilega: „Þú ræður, hvað þú gerir við mig.“ Enn var það margt, sem ekki varð gengið framhjá: Á morgun mundi Hughs koma heim úr fangelsinu. Fyrir- myndin ætlaði sér áreiðan- lega ekki að leggja niður heimsóknir sínar ótilneydd. Mr. Stone eat varla án henn- ar ver ð. Bianca hafði gefið í skyn, að hún væri rekin af heimili sínu. , Hilarv sat frammi fyrir höfðuðlíkneski Sókratesar og hugleiddi þetta allt, sér til mikilla þjáninga, og komst hvað eftir annað að þeirri niðurstöðu, að það væri hann, en ekki Bianca, sem ætti að fara. Og nú skammaðist hann sín fyrir, að vera ekki farinn fyrir löngu. -Hánn kallaði siálfan sig Hamlet,- listasnáp,: löðurmenni og öðrum nafn- bótum, sem Marteinn .hafði gefið honum. En því miðui; var honum það engin hugg- un. Hann fékk heimsókn seinni hluta dagsins. Mr. Stone kom inn til hans með ■ matvöru- körfuna sína í hendinni, nam' staðar og ávarpaði hann for- málalaust: „Er dóttir mín hamingju- söm?“ Þetta var óvænt spurning. Hilary reis á fætur og gekk yfir að ofninum. „Nei“, svaraði hann að lok- um. „Eg er hræddur um, að: hún sé það ekki.“ „Hvernig stendur á því?“ Hilary horfði þegjandi á gamla manninn og svaraði: „Eg hugsa, að henni þætti

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.