Þjóðviljinn - 19.03.1946, Qupperneq 4
4
ÞJÖÐVILJINN
. Þriðjudagur 19. marz 1946.
þJÓÐVILJINN
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn
Ritstjórar: Kristinn E. Andrésson, Sigurður Guðmundsson, áb.
Fréttiaritstjóri: Jón Bjarnason.
Ritstjómarskrifstofur: Austurstræti 12 og Skólavörðustíg
19. Sími 2270 (Eftir kl. 19.00 einnig sími 2184).
Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, sími 2184.
Auglýsingar: Skólavörðustig 19, sími 6399.
Prentsmiðjusími 2184.
Áskriftarverð: í Reykjavik og nágrenni: kr. 6.00 á mánuði.
Úti á landi: kr. 5.00 á mánuði.
Prentsmiðja Þjóðviljans h. f.
- ■ - ... ________________________________________<*
Afkomuöryggi
Hvernig verður þjóðunum tryggt afkomuöryggi? Hvern-
ig’ verður komið í veg fyrir skort lífsnauðsynja, fæðis-
skort og húsnæðisskort?
Þannig ber öllum hugsandi mönnum að spyrja. Mill-
iónir búa við skort í dagt og þeir sem ekki berjast
við þessa vágesti í dag, áttu í höggi við þá í gær, leiðir
auðvaldsins eru varðar skorti.
Tvær staðreyndir eru fyrir hendi. Sú fyrst, að jörðin
getur fætt, klætt og hjst alla og það svo ríkulega, að
allir geta setið við nægta borð, búnir góðurn klæðum, í
prýðilegum húsakynnum. Þetta var hin fyrri staðreynd.
Hin önnur er sú, að mennirnir ráða yfir nægri vinnu-
orku, dauðri og lifandi, til að framleiða fæði, klæði og
húsnæði handa öllum.
Bein afleiðing af þessum tveimur staðreyndum er, að
það hlýtur að vera fyrirkomulags atriði að skapa öllum
afkomuöryggi. Meðan afkomuöryggið er ekki fyrir
hendi. er eitthvað bogið, og það meira en Mtið, við fyrir
komulag atvinnulífsins og skiptingu arðs og auðs með-
al þjóða og þegna.
Sérihverjum hugsandi nútíma manni er ljóst, að leiðin
til afkomuöryggis er áætlunarbúskapur. Það er óhugs-
andi að láta tilviljun ráða því, hve mikið og hvað er
framleitt. Framleiðslan verður að miðast við þörf. Sér-
hver þjóð verður að gera sér ljóst, hvaða vörumagn hún
þarf til að fullnægja þörfum þegnanna. og milli þjóð-
anna þarf að skapast samstarf um vöruskipti, eftir því
sem staðhséttir gera nauðsynlegt. Smáar þjóðir með ein-
bæfa framleiðslu, eins og íslendingar, þurfa mjög á
slíku samstarfi að halda. Áætlunarbúskapur fyrir margar
þjóðir, eða heiminn allan, er leiðin til afkomuöryggis
fyrir alla, að því viðbættu að sjálfsögðu að hver þjóð
komi sínum máium svo fyrir, að fjármagnið dreifist til
þegnanna, vinnufærra og óvinnufærra, vinnufærum þarf
að tryggja vinnu og sæmileg laun og óvinnufærum líf-
eyri, svo alhr geti keypt það, sem þeir þurfa.
Sem sagt, allir hugsandi menn vita að þetta eru leið-
irnar.
En því eru þær ekki farnar?
Af því að þær eru ekki samrýmanlegar auðvaldsskipu-
laginu.
Auðvaldsskipulagið þýðir villimannlega samkeppni um
euð, blint, auðvirðilegt kapphlaup uim að skara eidi að sinni
köku. Meðan atvinnulífið byggist á sMkri villimennsku,
er ekki hægt að miða framleiðsluna við notaþörfina.
Þetta skipulag kreppna og stríða verður því að víkja
eí afkomu-öryggið á að ríkja.
Þessa dagana talar heimurinn um hina stórfelldustu
fimm ára áætlun, sem þjóðir sósíalismans hafa gert. Sú
áætlun er ekki miðuð við gróðavonir einstaklinga, held-
ui afkomuöryggi þjóðanna. Þessar þjóðir munu því feta
stórum skrefum til betri og betri afkomu, meðan þjóðir
hins óskipulagða atvinnulífs sigla hraðbyri inn 1 ólgusjó
kreppunnar.
ÞAÐ VAR LITIÐ UM MAT ÞAÐ
KVÖLDIÐ.
Kjötuppbætumar svokölluðu
eru að vonum mjög umræddar.
Margir haía snúið sér til Bæj-
arpóstsins og tjáð óánægju sína
og annara yfir framferði stjórn
arvaldanna í því máli. S. H.
skrifar mér bréf, þar sem hann
vítir harðlega, að kjötuppbótin
skuli fyrii-varalaust vera tekin
upp í opinber gjöld. — Hann
skrifar: „Eig þekki hjón, sem
eiga þrjú ung iböm. Fyrir 5 eða
6 mánuðum varð heimilisfaðir-
inn veikur. Hefur hann legið á
spítala síðan og þarf að vera
þar um ófyrirsjáanlega tíma, en
móðirin unga reynir að vinna
fyrir daglegu lífsviðurværi sínu
og bamanna þriggja.
Þegar farið var að borga út
kjötuppbótina, ætlaði konan að
sækja peningana, sem munu hafa
verið 170 kr. En viti menn, hún
fékk kvittun fyrir að þessir pen
ingar hefðu verið teknir upp í
skuld, og mátti fara tómhent
heim aftur. Það var lítið um
mat það kvöldið".
ÞIÐ ÆTTUÐ AÐ FARA NÆRRI
UM ÞAÐ.
„Þetta er ljót saga, en því mið
ur sönn. Þið trúið henni kannski
ekki á slíkri mannúðarinnar öld
sem þessari, en við ættum að
líta okkur nær. Ráðamenn þjóð-
félagsins ættu að geta farið
nærri um, hvernig ástæður
muni vera á þessu heimili, ekki
síður en þegar þeir þykjast vita
um hag hvers einstaklings, þeg-
ar þeir eru að ákveða skattana
En ég vil spyrja: Stendur það
ekki þjóðfélaginu næst, að
hiaupa undir bagga, þegar fá-
tæk hetmili eru svipt fyrirvinn-
unni vegna veikinda? Er það
ekki skylda þess gagnvart hinni
upprennandi kynslóð, börnunum.
því ekki hafa þau unnið til þess
að þurfa að líða skort?“
ENN UM KJÖTUPPBÆTURNAR
„Amgeir“ skrifar: ,,Það mun
almennt litið svo á, að reglurnar
um úthlutun kjötuppbóta beri
að skilja á þann veg, að þeir.
sem stunda sauðfjárrækt, eigi
ekki kröfu til uppbóta vegna
kjötverðsins. Nú hefur heyrzt.
að þessari reglu væri ekki fram
fylgt. Hefur því verið fleygt að
maður nokkur sem eigi um 30
sauðkindur, hafi fengið uppbæt-
urnar greiddar, en þeir sem hafi
haft menn í vinnu nokkra daga
af árinu, hafa verið taldir til
atvinnurekenda og þess vegna
enga uppbót fengið. Eg get ekki
fullyrt að saga þessi sé að öllu
leyti sannleikanum samkvæm, en
sá þráláti orðrómur sem breiðst
hefur út um þetta, virðist vera
nægilegt tilefni til þess, að þeg-
ar framkvæmd endurgreiðslanna
verður tekin til rækilegrar end-
urskoðunar, verði það atlrugað,
hvort hin sVokallaða kjötskrá
þarf ekki athugunar við.
Arngeir“.
VILDU MIKIÐ TIL VINNA AÐ
SJÁ BÖR BÖRSSON
S. 1. föstudag byrjaði Tjamar
bíó að sýna Bör Börsson, junior,
sem okkur hefur orðið sv’O minn
isstæður af útvarpslestri Helga
Hjörvars. Sýningargestir munu
hafa orðið fyrir vonbrigðum með
myndina, því það er haft fyrir
satt, að þeim hafi varla stokkið
bros meðan á sýningu stóð. En
aðsóknin og eftirvæntingin var
mikil eins og eftir farandi bréf
sýnir, en það er frá einum gest-
anna á þessari „frumsýningu11.
„Bör Börsson er enn á ferðinni
í hugum Reykvíkinga, það mátti
sjá á troðningnum, sem var í
Tjarnarbíó á föstudagskvöldið.
Efalaust er ekkert óeðlilegt, þó
menn vilji komast í bíó, en þeir
sem stjóma og ráða á svona
stöðum, verða að hafa iögreglu
til aðstoðar þegar um eftirsótt-
ar myndir er að ræða. Það nær
ekki nokkurri átt, að friðsamir
borgarar og börn séu hálf troð-
in undir vegna iþess hvað mörg
um er hleypt inn í fordyrið í
einu. Eg tel mig sæmilegan mann
að burðum, en þó var mér nóg
boðið og svitinn draup af mönn-
um, sem væru þeir í „akkorði"
Snúra var strengd yfir salinn,
en hún slitnaði undan mann-
fjöldanum.
Loks kom lögregiluþjónn þegar
þessi örlaga stund var á enda,
og ösin að minnka. Þeir sem
vita að eitthvað það er á ferð-
inni sem fjöldinn sækist eftir,
verða að hafa það mikla ábyrgð
artilfinningu gagnvart alifienn-
ingi, að þeir gæti þess að haldið
sé uppi reglu á opinberum
skemmtistöðum.
■ Bíógestur“.
Sjáland og Borgundarhólm
ur.
Útslitinn stjórnmálamaður hef
ur verið að ræða og rita um Is-
land og Borgundarhólm.
Það virðist sanni nær að ræða
um Sjáland og Borgundarhólm.
Báðar þessar eyjar eru innan
danska ríkisins. Á báðum er er-
lent herlið frá vinveittum þjóð-
um. Á Sjálandi Bretar, á Borg-
undarhólmi Rússar. Á báðum
stöðunum var talið nauðsynlegt
að hafa erlendan her meðan ver-
ið var að gera upp skuldirnar
við nazista. Sá tími mun nú
senn á enda, að þessa liðs sé tal
in þörf. Brottflutningur liðsins á
Borgundarhólmi er hafinn, og
honurn verður lokið innan
skamms. Sennilegt er talið að
brottflutningur hefjist brátt frá
Sjálandi og öðrum hilutum Dan-
merkur.
Það hefur mikið verið rætt og
ritað um veru hersins á Bong-
undarhólmi, ekkert um veru hers
ins á Sjálandi.
En hver er munurinri?
Island og Iran.
I Iran dvelur rússneskur her
og talið er að hann hafi nú set
ið þar hálfum mánuði lengur en
ráðgert var.
Á Islandi dvelur Bandarikja-
her, hann hefur nú dvalið hér
a. m. k. mánuði lengur en samn-
ingar gera ,ráð fyrir.
Fréttir flestra íslenzkra blaða
snúast fyrst og fremst um
„samningsrof“ og „ósvífni"
Rússa gagnvart Iran-búum.
Öll íslenzk blöð, að undan-
skildum, Þjóðviljanum, stein-
þegja um þá staðreynd að her
Bandaníkjamanna sýnir ekki á
sér fararsnið frá Islandi, þrátt
fyrir gerða samninga og ekki er
heldur minnzt á þá staðreynd, að
Bandaríkin hafa farið fram ó
að fá hér herstöðvar, til langs
tíma, en afsal slíkra stöðva þýð
ir að farga hinu nýfengna sjálf-
stæði.
Hvers vegna eru íslenzku borg
arablöðin svona margorð um
Iran, en fáorð um Island?
Engar herstöðvar á Islandi, er
kjörorö og krafa allra sannra
Islendinga.
Viðskipti og stjórnmál.
Það eru til menn, sem í fullri
alvöru halda að það komi ekki
stjórnmálunum við hvar við selj-
um fiskinn og aðrar afurðir
sjávarins, sem á erlendan mark-
að fara.
Sannleikurinn er sá, að öil okk
ar afkoma er undir því komin,
hversu tekst með sölu sjávar-
aflans. Ef hann er seldur eirmi
þjóð, þá verðum við háðir henni,
hún heíur líf okkar og afkomu
í hendi sér, og sú þjóð, sem er
annarri þjóð háð um afkomu
sína, hefur raunverulega misst
sjálfstæði sitt. Af þessu leiðir
að okkur er lífsnauðsyn að atla
markaða sem víðast fyrir
útflutningsvörurnar, engri einni
þjóð megum við verða haðir.
hvað markaði snertir. Markaðs-
öflunin er því sjálfstæðismnl, —
með öðrum orðum, stjórnmál í
beinni merkingu þess orðs.
Opnar leiðir, ótal tæki-
færi.
ÖIl sú vara sem við sedjum á
erlendum markaði ær mativara og
hún eftirsótt. Þar á meðai er lýs
ið, serp er svo auðugt af bæti-
efnum, að jafnvel lítill skammt-
ur þess getur bjargað lífi þess,
er við næringaréfnaskort býr.
Auðvitað eru þetta eftirsóttar
vörur, já, meira að segja mjög
eftii-sóttar, á þeim tímum
hungurs og næringarefnaskorts,
sem nú eru að líða. Það eru því
opnar leiðir fyrir íslenzkar sjáv
araíurðum á markaði flestra
Evrópulanda og óta-1 taekifæri til
að mj-nda ný viðskiptasambönd.
Allar þessar opnu leiðir ber að
fara og öll þessi tækifæri að
nota. Það er leiðin til að koma í
veg fyrir að við verðum einni
þjóð háðir með markaði, en í
því felst sú bezta trygging, sem
hægt er að fá fyrir efnahags-
sjálfstæði, en sé það ekki fyrir
hendi, er hætt við að hið
stjómarfarslega sjálfstæði verði
létt á metunum.
Aðalfundur Berkla-
varnar Reykjavíkur
Féiagið Berklavörn, Keykja-
víkurdeildin, ein af félagsdeild
um SlBS, hélt aðalfund siini
s. I. föstudagskvöld.
Þessi voru kosin í stjóra:
Helgi Steingrimsson, Jó-
hanna Steinsdóttir, Magnús
Helgason, Selma Ámadóttir
og Sigrún Straumland.
Kosnir voru ennfremur 16
fulltrúar á næsta þing Sam-
bands íslenzkra berklasjúk-
linga. , - >-... • ■ ■