Þjóðviljinn - 22.03.1946, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 22.03.1946, Blaðsíða 6
ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 22. marz 1946. FÉLAGSLlF z.K. SKÍÐADEILDIN. Skíðaferð að Kolviðarhól á laugardaginn kl. 2 og kl. 6. Farmiðar og gisti íg selt í I.R. húsinu í kvöld kl. 8—9. Á sunnudag verður farið kl. 9. Farmiðar í þá ferð eru seld ir í verzl. Pfaff kl. 12—3 á laugardag. Innanfélagsmót á sunfidag. Keppt í svigi kvenna og drengja. ~1 Daglega NÝ EGG, soðin og hrá. Kaffisalan HAFNARSTRÆTI 16. Stúlkur vantar. Saumastofan Hverfisgötu 49 m Ragnar Olafsson Hæstaréttarlögmaðrr og löggiltur endurskoðandi Vonarstræti 12, sími 5999 l_______________________ Kaupum tuskur allar tegundjr hæsta verði. HÚSGAGNA- VINNUSTOFAN Balaursgötu 30 Munið *•' C'. * "x' ,;.TV; T -t'V'V ; Kaffisöluna Ilafnarstræti 16 Hvers virði er Mgbl- hinn „heilag^ réttur“ íslands? Frh. af 4. síðu. sitt í það að halda gerða samninga. Enginn erlendur aðili hefur né getur haft neina ásökun fram að færa um samnings- rof á hendur íslendingum. Hinn heilagi réttur íslend- inga er fólginn í því, að ekki séu brotnir á þeim samning- ar, að erlent ríki, sem hefur skuldbundið sig fl þess að fara af landi brott með all- an herafla sinn á tilskildum tíma, standi við þá skuld- bindingu. Morgun-blaðið skr.'far nú ekki um annað meir en hinn „heilaga“ rétt keisarastjórn- arinnar í Iran, sem sjálf er j ásökuð um samningsrof. En Morgunblaðið veit sýni- lega ennþá ekk: af því, að til sé neitt sem heiti heilagur réttur íslendinga, í-búa þess lands, þar sem ritstjórn Morg unblaðsins telst starfa. Allir íslendingar og allur heimur.'nn veit, að verið er Jað brjóta gerða samninga á okkur íslendingum, að verið er að troða á hinum heilaga rétti okkar eigin ættlands. — En Morgunblaðið veit þetta ekkí. Það þegir. Það stein- þegir, enda þótt stórblöð í Bandarí-kjunum séu dag eftir dag með svæsnustu árásar- greinar á ísland og íslend- inga og krefjist þess, að hinn heilagi réttur okkar til sjálfs- forræðis og samningsefnda sé að vettugi virtur. Morgunblaðið veit hundrað sinnum betur um það, sem gerist austur í Iran en það, sem gerist í þess eigin landi. Svo mikils virði er Morgun blaðinu hinn heilagi réitur íslands■ * Við munum að svo stöddu ekki fara lengra út í þetta mál,- þó margt sé ótalið. Við viljum aðeins minna á, að Morgunblaðið er gefið út af flokki, sem nefnir sig enn- þá Sjálfstæðisflokk. Ef Morgun-blaðið lætur það dragast öllu lengur að minn- ast þess, að málstaður ís- lands er til og að hann er Islendingum heilagri en mál- staður miðaldasfjSrnar 'og" oLíuhringa í Iran, þá verður Sjálfstæðisflokkurinn að vera yið því húinn; að þjóðin breyti 'bráðlega um nafn hans. íslendingur. liffgur leiðin Hægri blöð í Grikk- Iandi fagna Framhald af 1. síðu bjóða ékki fram, þar sem kösningunum var ekki frest- að. Engu að síður mun Grikk- land setja met í flokkafjölda, því að 40 stjórnmálaflokkar hafa fram-bjóðendur í kjöri. að því að féfletta þá. — Var það ekki þetta, sem þú ætlaðir að segja Hann drakk með þeim og fylTti þá, en ég bar fram veitingarnar. Við vissum allt, sem fór fram bæði úti og inni. Það vissir þú líka, þó að þú værir ungur. Er það ekki? Og nú spyr ég þig: Viltu taka við jörðinni og peningunum, sem brennivín og svívirðing loðir við? — Nei, ég veit það! Þú vilt heldur fara með tvær hendur tómar — hreinar hendur. Eg þekki þig. Eg þekki þig alveg niður i kjölinn, drengur. Segi ég ekki satt?“ Þorsteinn svaraði engu. hverju átti han-i að svara. Hún hafði sagt allt, sem hon- um bjó í brjósti — og var ekki smeik við að koma orð- um að því. „Góða nótt, mamma." Hann gekk hægt til dyr- anna og vissi að lnin horfði á eftir honum. „Hvert ætlarðu?" „Eg veit ekki — bara eitt- hvað út“. „Niður að Vatrsenda?" „Vatnsenda!" Ilann sneri sér við og horfði á hana. „Hvaða -e-rindi á ég þangað?" „Ekki veit ég það. En það gæti verið, að þú kynnir vól við þig þar líka. Þú ræður, hvað þú gerir. En ég sit hér. Góða nótt.“ —- — Þorsteiun fór alls ekki niður að Vafnsenda. Hann gekk út í nýbyggðina, veitti hverju húsi nákvæma, at hygli, horfði lengi hugsandi á sum þeirra og fór ánægður, en stundum iiritíi hann hót- uðið. Litla húsið á Berjaflöt er óbreytt, þar er ljós í gluggá o g bjarma slær á snjóinn. Kona syngur þar inni. Barn grætur. Húsbóndinn er eitt- hvað að sýsla úti. Hann heils- ar Þorsteini. Nú þekkjast þerr vel. „Eg er að- slæpast úti á’ meðan Þóra kemur krökkun- um í rúmið," segir hann hr.o.Sr andi. „Eg er bara fyrir, eins og þú getur ímyndað þér. En bíddu bara við. Eg stækka húsið í sumar.“ Þorsteinn samsinnir því. Hann heldur áfram, lengra og lengra inn í skóginn. Hapn nam oft staðar og, horfði í kringum sig, reiknaði og mældi í huganum. Hann sá. fyrir sér vatnið. Hinum naieg-’ inn við það sást ijós í tveimur litlum gluggum. En hann ætlar ekki þangað —- nei, þangað fef hann ekki. — — Nokkfum dögum seinna sat Þorstéinn inni: í stofu hjá Breiðavatnsbóndan- um‘ Bóndi hafði fengið sér há- degisblund, var nývahuaður ög súr á svipinn. „Jæja, hefurðu heyrt það, að ég ætli að skipta öllura skóginum í nýbýli? Og þú vilt kaupa blett við Löngumýri. Hvað gengur að þér maúur? Áttu ekki jörð sjálfur? Allan Garð! Og það er meira að segja óræktað land, eins og faðir þinn hirti um það. -— Flytja frá Garði! Og skilja mömmu þína eina eftir! Mér kemur það náttúrlega ekki við — Hún er sennilega ekki sem bezt í sambúð.“ Svo situr bóndi hugsandi um stund. Augun eru smá og illileg. „Viltu ekki kaupa Vatns- enda?“ spurði hann. „Eg læt rífa kofana í vor. Okkur kem ur sjálfsagt saman um verðið. — Jæja, viltu það ekki. Þú þykist auðvitað hafa fengið nóg af Vatnsenda. O, já, það er skiljanlegt. Allir vita. hverju þar hefur farið fram. En nú eru þau bæði dáin — og ekki liggja þau langt hvort frá öðru núna, frekar en í | lifanda lífi. Friður sé með | þeim!“ Þorsteinn var fölur af reiui, þegar hann fór, en hann beit á jaxlinn: „Eg skal kenna þeim að gleyma," hugsaði hann. Þorsteinn hafði raunar á- stæðu til að vera ánægður. Tarald hafði selt honum land Yið Löngumýri, þar sem hann vildi helzt reisa bú. SÍÐARI HLUTI I. Það var snemrna sumars tveim árum seinnu. Þorsteinn frá Garði var á heimleið frá skólanum, þar sem hann kenndi. Átta ára gömul telpa var í fylgd með honum. Hún nljóp við fót til þess að hafa við honum, en hann gekk nratt, ein og hann var vanur. Að lokum drógst hún aftur úr, hægði á sér og gafst upp við að fylgja honum eftir. En þá stanzaði hann og beið, þar til hún náði honum. „Kemurðu ekki?“ sagði hænn stuttlega, leit varla á hana. en lagði af stað jafn hratt og fyrr. Sigríður litla reyndi efti'r mætti að fylgja honum eftir. Skólataskan slóst um hnén a henni. Maturinn kom á borðið um leið og hann settist. Magða bar á borð. Hann borðaði einn, eins og hann var vanur >4- steinþegjandi. Sigríður fór fram í eldhús. Þar borðuðu þær Magða og hún. Magða var bara eins og hver önnur vinn\i kona. Hann þakkaði jiurrlega fy.r- ir matinn, stóð á íætur, strauk .hárið frá enhinu og var móðg aður að sjá. Kristalskúlan Risinrí. reis á -fætur- og opnaði kristalkúluna. En :í sama bili-varð dimmt í salnum. Sóleyg.hefur sagt. ósatt“, kölluðu tröll- in. En nú sáu þau sér leik á borði. Þau tóku allt, sem hönd á festi og læddust burt í myrkrinu- Sein- ast var hvorki tangur. né-tetur eftir í höllinni og síðasta tröllið tók með sér hallarhurðina. Rísirin vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Hann heyrði að' tröllin voru að béra allt út úr höllinni og hann ætlaði að flyta sér að.ná í eitthvað líka. En þá var ekkert eftir, nema hnífurinn, sem hann afhýddi me,ð kartöflumar. Risinn-tók. hann, hljóp út í skóg og gróf harín niður í mosa. Síðan settist hann á þúfú tii að gæta þess að enginn stæli hnífnum, ■og .þar situr hann enn í dag. Lárus og jómfrú Sóleyg leiddust burt úr höll- inni. . , . , . ’ ■ . „Hvert ætlarðu nú að fara?“ spurði hann. „Mig langar til að fara heim til föður míns“, sagði hún. „En sá, sem hefur sagt ósatt, má ekki koma í Skýjaborgina framar“. „Þá hefurðu engin önnur ráð en að koma með mér heim að Sandhólum“, sagði Lárus. „Eg veit reyndar að þar er leiðinlegt, fátækt og einmana- íegt fyrir kóngsdóttur úr Skýjaborginni“.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.