Þjóðviljinn - 22.03.1946, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 22.03.1946, Blaðsíða 7
Föstudagur 22. marz 1946. ÞJ ÓÐVILJINN 7 Hugleiðingar um sjálfstæðism álið Framh. af 5. síðu. hætta þessir herrar ekki að klifa á því, að alþýðustéttirn- ar séu skipaðar ættjarðarsvik urum. Flestir munu hafa vænzt þess, 'að íslenzkir stjórnmálamenn mundu ekki bregðast landi sínu, þótt þeir væru kapítalistar. En er hægt að komast lengra í ræfil- dómi en Sjálfstæðisflokkur- inn, Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn hefur gert í sjálfstæðismálum ís- lendinga nú síðustu mánuði? Þeir lágu andans herrar, sem láta sér detta í hug, a3 íslendingar ofurselji land sitt einhverri þjóð til þess að forð ast einhverja stjórnmálastefnu eru svo viti firrtir, að þeir gleyma því, að fátt er jafn ör- um breytingum undirorpið á þessari jörð og veðráttan hér í Reykjavík og stjórnmálaá- standið í heiminum. Stjórn- málastefnur verða til, berjast til sigurs og þeim er hrundið frá, vöidum. Hvernig ætla borg araflokkarnir að ábyrgjast, að kommúnismi komist ekki til valda í Bandaríkjunum. Mér er sagt, að þar séu sterk'r kommúnistaflokkar. Sumir tala einnig um það, að Banda ríkin séu einkar hentug gróðr- arstía fyrir nazisma. Gæti ekki verið, P.ð þessir vesalingar væru að flýja úr öskunni í eldinn? Mér er afstaða þeirra hulinn leyndardómur, eða hugsa*þeir ekki lengra fram í tímann en til næstu tveggja eða þriggja kjörtímabila ? * Mannkynið hefur ekki átt sjödagana sæla á þessari jörð. Hrakið og hrjáð af sjálfskan- arvítum hefur það staulazt gegn um aldimar, en alltaf fram á við. Stephan G. veltir þessari krossgöngu fyrir sér í kvæðinu Kveld. Hann segir: Og villunótt mannkyns um veglausa jörð svo voðalöng orðin mér finnst, sem framfara skíman sé skrök saga ein, og skuggamir enn hafi ei þynnzt. Því jafnvel í fomöld sveif hug ur eins hátt — og hvar er þá nokkuð sem vinnsi? Jú, þannig að menningin út á við eykst, hver öld þó að beri hana skammt — hún dýpkar ei, hækkar ei, lengir þó leið sem langdegis sólskinið jafnt. En augnabliksvísirinn, ævin manns stutt, veit ekkert um muninn þann samt. Það eru einhvers staðar ó- skráð lög lífsins, að hið illa geti dkki staðizt til lengdar. Það hefur ósamkvæmnina fólgna í sér og hlýtur því að farast. Einhvem tíma renna upp bjartari dagar en eru og hafa verið í heiminum. Illar stjórnmálastefnur falla fyrr eða síðar, hvaða nafni, sem þær nsfnast, en aðrar betri koma í staðinn. Engum dettur í hug að neita því, að borg- aralegt lýðræði sé betra en einveldið og lénsskipulagið, sem áður drotnaði í heiminum. En borgaralegt lýðræði hefur marga og stóra ókosti. Betra stjómarform leysir það af hólmi. Eins og sakir standa heyr- um 'við háværar raddir kúg- aðra þjóða sem krefjast sjálf- stjórnar og fullra yfirráða yf- ir löndum sínum. Hvergi heyr- um við þess getið, að nokkur þjóð æski erlendrar íhlutunar einstakra ríkja um eigin málefni og langdvalar erlendra herja í landi sínu. Við Islend- ingar verðum ekki eftirbátar annarra þjóða um það að standa á rétti lands okkar, þótt um 85% ::f blaðakosti landsins verði á einhverri landráðalínu. Útlitið virðist allljótt I svipinn. Sennilega er hvergi í heimi til aumari dem- ókrata flokkur en hér og fas- istahneigðir kapitalistanna eru þær sömu hér og annars stað- ar. Kjami hverrar þjóðar er alþýðan. Flokkur hennar hef- ur ekki bmgðizt málstað henn a.r. og hún mun ekki bregðast landi sínu. Alþýðan, fjöldinn, sem byggir þetta land, mun krefjast þess að öllum tilraun- um erlendra rikja til að fá fangastað á landi okkar verði vísað á bug, hvaða ríki, sem í hlut á. Eg vænti þjóð minni lítilla heilla af íhaldinu og Framsóknarflokknum, en trúi því, að meginþorri af kjósend- um þessara flokka sé enn svo hugar síns ráðandi, að pólitísk loddarabrögð þeirra í sam- bandi við sjálfstæðismál þjóð- arinnar finni ekki náð fyrir augliti hans. Stjórnmálastefn- ur koma og hverfa, en sjálf- stæðismál Islendinga er ó- breytanlegt. Um það geta all- ir sameinazt. Björn Þorsteinsson. Jóhann Guðjónsson MINNINGARORÐ 4. febr. s. 1. lézt í Osló Jóhann Guðjónsson harmo nikuleikari frá Akureyri. — Þegar stríðið skall á var Jóhann við músíknám í Osló. Hann hélt náminu áfram og vann fyrir sér fyrstu stríðsárin, en veikt- ist af berklum í lungum og lá á annað ár á berkla- hæli, en í vor komst hann þaöan alheill að talið var. En nú um áramótin var gerð á honum aðgerð til frekari tryggingar, og virt- ist hún hafa tekizt vel. Var hann á fótum og hitalaus. en fiilt í einu íékk hann blóðspýting og var liðiö lík innan fárra mínútna. Jóhann var áhugamaður um músík. Hann var líka áhugasamur og róttækur verkalýðssinni og góður starfsmaður í félagsskap verkalýðsins. Jóhann var kvæntur norskri konu, Sigrúnu aö nafni, og -áttu þau eitt barn. Hafa þau orðið fyrir þungri sorg og Jóhann er harmdauði öllum vinum sínum og kunn- ingjum. I. J. Næturlæknir er í læknavarð- siofunni Austurbæjarskólanum. sími 5030. Næturvörður er í Ingólfsapó- teki. Næturakstur: B. S. R., sími 1720. Ljósatími ökutækja er frá kl. 18.50 til kl. 6.25. SÖFNIN: Handknattleiksmót skóla í Reykjavík og Hafnarfirði Á sunnudaginn kemur hefst handknattleiksmót skóla í Reykjavík og Hafnarfirði. Átta skólar taka þátt í keppn- inni og keppendum skipt í fjóra flokka eftir aldri. Er.-i þrír flokkar pilta og einn stúlkna. Flokkamir em þannig skip- aðir: Landsbókasafnið er opið í dag kl. 10—12 f. h. og 1—7 og 8-—10 e. h. Þjóðskjalasafnið er opið í dag kl. 2—7. Bæjarbókasafn Reykjavikur. Lestrarsalurinn er opinn í dag kl. 10—10. Útlánsdeildin er opin kl. 2—3 ag 6—10. Landsspítalinn. Heimsóknar- timi í dag er kl. 3—4 e. h. Útvarpið í dag: 18,30 íslenzkukennsla, 1. fl. 19.00 Þýzkukennsla 2. fl. 20.25 Útvarpssagan. 21.00 Strokkvartett útvarpsins: Kvartett í D-dúr eftir Mozart. 21.15 Erindi: Tyrkland hið nýja (Baldur Bjarnason magister). 21.40 Þættir um íslenzkt mál (dr. Bjöm Sigfússon). 22.05 Symfóniíutónleikar (plötur) a) Píanókonsert í Es-dúr eftir Mozart. b) Symfónía nr. 2 eft- - ir Beethoven. Björn E. Árnason, endurskoð- andi, var nýlega kjörinn heiðurs- félagi Sambands ísl. karlakóra. Leiðrétting. í fréttaklausu um sumarverð á ísfiski í Bretlandi, sem birtist í Þjóðvilianum í gær, urðu prentvillur í einni setningu, er átti að vera þannig: Annar bolfiskur (nema steinbítur og ufsi) 45 sh. per kit. Skipafréttir. Brúarfoss fór frá Reykjavík 13. marz til New York. Fjallfoss er í Reykj av'ík. Lagarffoiss er í Reykjavík, fer í kvöld til Leith Kaupmannahafnar og Gauta- borgar. Selfoss er í Leith, lestar Hull í byrjun apríl. Reykjafoss fór frá Leith á þriðjudag 19. marz til Reykjavíkur. Buntline Hiteh er að lesta í Halifax (kom 18. marz) fer væntanlega um helgina. Acron Knot hleður í Halifax síðast í marz 28.-29. marz). Salmon Knot hleður í New York byrjun apríl (4.—6. apríl). Sinnet fór frá New York 18. marz til Reykjavíkur. Em- A. fl. karla: ■ Háskólinn, Verzlunarskólinn, Samvinnu- skólinn, Mennta3kólinn ug Kennaraskólinn. B. fl. karla: Gagnfræðaskóli Reykvíkinga, Iðnskólinn, Menntaskólinn og Verzlunar- skólinn. C. fl. karla: Flensborgar- skólinn, Verzlunarskólinn, Menntaskólinn, Gagnfræða- skóli Reykvíkinga. Flokkur kvenna: Verzlunar- skólinn, Kennaraskólinn, Gagn fræðaskóli Reykvíkinga, Á sunnudaginn kl. 2 hefst keppnin í íþróttahúsi IBR við Hálogaland. Þá keppa eftirtald ir flokkar: I A fl. Háskólinn gegn Verzl unarskólanum og Menntaskól- inn gegn Kennaraskólanum. I B fl. Menntaskólinn gegn Verzlunarskólanun og Gagn- fræðaskóli Reykvíkinga gegn Iðnskólanum. I C fl. Menntaskólinn gegn Gagnfræðaskóla Reykvíkinga og Flensborgarsaólinn gegn Verzlunarskólanum. I flokki kvenna: Kvennas-.ól inn gegn Verzlunarskólanum. Sú regla gildir við keppnina, að sá flokkur sem tapar cv.sr/ ar, er úr leik. ipire Gallop fór frá New York 6. marz til Reykjavíkur með við- komu í St. Johns, væntanlegur árdegis á laugardag. Anne er í Gautaborg. Lech er í Stykkis;- hólmi. Lublin hleður í Leith um miðjan apríl. Maurita fór frá Porsund í Noregi 15. marz með tilbúinn áburð til Reykjav.kur, væntanleg á föstudag. Sollund byrjar að lesta tilbúinn áburð í Menstad í Noregi 5. apríl. HcCE IT 15, PlM<y.. TWE EEST EO/AB IV6 EV'ER MADE-CO/APLETE WITH PlM(PRIMER,ANP TIMsR, EVEN POWOcR! tic YOU'RE A GENiUS: Ir 1 WEPEN'T, 50 SELFI9H, l'D LET YOU HAV5 the PLEASURE OF DOlNO THE J03. '•<4-10 JU5T WHAT NOU íIANTED, PlNiO’7 I DIDNT EV5.N kíNOW 1 HAD IT IN THE HOUSE. WHAT ARE >OU SOINS TO U5E ITFOR? WHAT DID yoU DO WlTH IT? CARRiED FOWDER AND STUFF IN 1T, DIDN'T VOU? I'M DOiNG THE • 5AME THlNG- LOADlNG IT WITH RDWDER AND- Stuff. Jói: Gerðu svo vel, Valur. Þetta er bezta sprengja, sem ég hef búið tiL Valur: Þú ert snillingur. Ef ég væri ekiki eins eigingjarn og ég er myndi ég láta þér eftir ánœgjuna af að vinna verkið. Súsí: Hérna er það sem þú baðst um, Valur. Til hvers setlarðu að nota það? CUTE.r I CARRy THE BOM& IN HEEE SCALE THE WALLS, PULLTHE PIN,AMD DROP IT ON HOLTZ'i HSAD,f I r_5l WE CAN START SPREAP'.NG WORD TO THE PEOPLE TOE REVOLT...THBEE NISHT5 FROM TO-NlSHT, AT THE SOUND OF • THE EKPLOSlON / Valur: Til hvers notaðir þú það? Barst í því púður og dót. Eg ætla einmitt að bera í því púður og dót. (Síðar) Fínt! Svona ber ég sprengjuna, klifra yfir vegg- inn og kasta henni í skallann á Holtz. Nú getum við farið að hvetja fólkið til uppreisnar, þriðju nótt héðan í frá, þegar sprengingin heyrist.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.