Þjóðviljinn - 09.04.1946, Síða 4

Þjóðviljinn - 09.04.1946, Síða 4
4 ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 9. apríl 1946. þJÓÐVILJINtÍ | Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjórar: Kristinn E. Andrésson, Sigurður Guðmundsson, áb. Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Ritstjórnarskrifstofur; Skólavörðustíg 19. Símar 2270 og 6509 (eftir kl. 19.00 einnig 2184). Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, sími 2184. Auglýsingar: Skólavörðustig 19, sími 6399. Prentsmiðjusími 2184. Áskriftarverð: 1 Reykjavík og nágrenni: kr. 6.00 á mánuði. Úti á landi: kr. 5.00 á mánuði. Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. __________________________________________________/ Skólakerfið Alþingi hefur sett lög um skólakerfi og fræðsluskyldu. Frumvarp til þessara laga var samið af milliþinganefnd í skólamálum, og flutt af fulltrúum stjórnarflokkann'a í I menntamálanefnd neðri deildar, að beiðni Brynjólfs Bjarna- sonar menntamáliairáðherra. Með þessari lagasetningu er tvímælal'aust stigið hið merkasta spor í skóla- og fræðslumálum þjóðarinnar, Hvergi á það betur við en á sviði skóla- og fræðslu- mála, að reynslan verður að skapa löggjöfina. Þessari reglu hefur verið fylgt við samningu og afgreiðslu frumvarps- ins, þar er tekið fullt tillit til þeirrar þróunar, sem orðið hefur í íslenzkum skólamálum hin síðari ár, og jafnframt reynt að m'arka brautir þróunarinnar á komandi árum. • Með þessum lögum er ákveðið, að allir skólar, sem kostaðir eru eða styrktir af almannafé skuli mynda sam- fellt skólakerfi. En það þýðir að einn skóli tekur við af öðr- um, þannig að lokapróf frá einum veitir rétt til framhalds- náms í öðrum skóla- Með þessu er endi bundinn á þá ringulreið sem verið hefur á unglingaskólunum. Héraðsskólar, gagnfræðaskólar og unglingaskólar hafa ekki staðið í neinu beinu sambandi við aðra skóla. Gagnfræðapróf hafa verið þrennskonar með ólíkar námskröfur og ólík réttindi. Nemendur, sem hafa leitað til framhaldsnáms hafa orðið að endurtaka næstum sama prófið tvisvar, oftast sama vorið, og oft og tíðum hafa þeir orðið að lesa upp aftur í framhaldsskólum, það sem þeir lærðu í unglingaskólunum, en hins vegar hefur þó skort æskilegan undirbúning í öðrum greinum. • Bygging hins nýja skólakerfis er í höfuðdráttum þann- ig: Skól'askylda hefst. eins og nú er, á því ári sem barn- ið verður 7 ára. Hefst þá samfelft 6 ára nám i barnaskól- um, eða einu ári skemur en nú ér. Barnaprófi er lokið á þvií ári, sem barnið verður þrettán ára, og ber því þá að hefja nám í skólum gagnfræðastigs- ins, en þar lýkur það unglingsprófi eftir tveggja ára nám og er þá skyldunámi lolcið. Þannig verður skyldunám unglinga alls 8 ár, sex ár í barnaskólum og tvö ár í gagn- fræðastigsskóla, í stað þess að skyldunám er nú samfelld 7 ár í barnaskóla. Veita má þó undaniþágu frá þessu, þann- ig að ekki þurfi unglingar að vera nema einn vetur í skólum gagnfræðastigsins. Hins vegar geta sveitafélög og bæjarfélög ákveðið, með samþykki fræðslumálastjórnar, að skólaskylda verði þrjú ár í skólum gagnfræðastigsins eða alls 9 ár. Unglingspróf veitir rétt t;l frambaldsnáms í hvaða gagnfræðaskóla landsins sem er. Skólar gagnfræðastigsins starfa í tveimur hliðstæðum deildum, verknámsdeild og bóknámsdeild. Að loknu þriggja ára námi í þessum skólum ljúka nemendur miðskólaprófi, en við það próf greinast leiðir. Próf bóknámsdeildar mun veitia rétt til inngöngu í fyrsta bekk menntaskóla og kenn- aráskóla, en þeir skulu verða fjögurra ára skólar, próf verk- námsdeildar mun hins vegar veita rétt til framhaldsnáms í iðnskólum, búnaðarskólum, sjómannaskólum, og hlið- stæðum skólum, en próf beggja deildanna veitir rétt til framhaldsnáms í fjórða og síðasta bekk gagnfræðaskólanna, sem veitir hagnýta frseðslu þeim, sem ekki hyggja á sér- nám. KLUKKUSVINDL „Kr. Þ.“ skrifar mér eftirfar- andi bréf um viðskipti sín við eina af úrsmíðastofum bæjarins: „Það 'var fyrir eitthvað um það ibil þremur vikum að ég lagði inn á úrsmíðastofu hér í bænum vekjaraiklukku til við- gerðar. Klukku þessa hafði ég keypt í þeirri sömu stofu nokkru fyrir jól nú í vetur, og fylgdi henni eins árs ábyrgð. En l rétt eftir áramótin fór að bera á þvi að klukkan hætti að ganga nema fáa tíma í einu. Fyrir gat það komið að hún gengi allt að heilum sólarhring annað veifið, en að jafnaði gekk hún þó ekki lengur en í hæsta lagi átta til tíu tíma og stoppaði þá. Eg fór því með klukkuna, sem fyrr getur, til viðgerðar. Þessi viðgérð stóð yfir um það bil þriggja vikna tíma. En þegar ég loks eftir margítrekaðar tilraun- ir, fæ hana aftur, fylgir henni reikningur upp á tíu krónur, og fyrir hvað haldið þið? Fyrir nýja fjöður og smurning!" TREYST Á FÁFRÆÐINA I „Þegar klukkan er seld er I vanrækt að aftrekkja hana, sem svo er kallað, það er að smyrja klukkuna, í þeirri von að hún gangi án þess að það sé fram- kvæmt. En nú, þegar vitað er, að sú von hefur brugðizt, þá þarf að finna einhverja leið til þess að geta tekið peninga fyrir að smyrja klukkuna, og það er gripið í það hálmstrá að við- komandi sé það fáfróður um gangverk í stundaklukku, að hann muni taka það trúanlegt, þótt honum sé sagt að fjöðrin hafi verið slitin, og þar með borga það, sem upp er sett án þess að mögla. Svo er ósvífnin mikil að ekki er hikað við að segja að klukkur geti haldið á- fram að ganga allt að fimm til sex tímum og jafnvel lengur eftir að fjöðrin hefur slitnað. Samkvæmt því, í þessu tilfelli, hefði klukkan átt að halda á- fram, reyndar nokkuð skrykkj- ótt, um það bil í heilan. mánuð með slitna fjöður.“ EN ÞAR MEÐ VAR SÖGUNNI EKKI LOKIÐ „Til þess nú að þurfa ekki að eiga í þrætum út af svo lítilli upphæð sem einum tíu krónum, þá borgaði ég þær, og rölti svo heim með mína klukku. En ævintýrið var ekki búið. Afgreiðslumaðurinn setti klukk una af stað, þegar hann afhenti mér hana, en þegar heim kom var hún stönzuð. Og enn set ég hana af stað, og nú gekk hún í þrjá og' hálfan tíma, og aftur varð hún að hvíla sig. Svona gekk það með sprettum og hvíldum til skiptis, unz ég lagði hana að nýju inn á stofuna til frekari aðgerðar. Kannski hefur fjöðrin aldrei náð heilli heilsu aftur." ÞAÐ ER SKYLT OG RÉTT „Eg tel það bæði skylt og rétt að mál sem þetta, sé birt á prenti svo almenningur fái inn- sýn í það sem hér er að gerast. Vafalaust má gera ráð fyrir því, að einhverjir þeir séu til, sem má blekkja þannig, vegna þess að þeir hafa ekki gert sér grein fyrir þvi, hvernig gangverk í klukkum og úrum starfar. Al- þýðu manna er í mörgu tilfelli þannig varið, að hún dirfist ekki að mæia á móti því, sem fag- lærður maður segir, hversu frá- leitt sem það kann að vera. Gangverk klukkunnar er, enn þann dag í dag, einskonar völ- undarhús í vitund margra manna. En svona augljóst svindl verð- ur að rífa upp með rótum, sem hvert annað átumein þjóðlifsins. Kr. Þ.“ „SUNDLAUGAGESTUR“ SKRIFAR: „Kæri Bæjarpóstur! Eg get ekki látið hjá líða að finna að hirðuleysi og kæruleysi þeirra, sem veita eiga Sundlaugunum i Reykjavík forustu, og sjá um viðhald þeirra. I öðrum baðklefanum, sem ætlaður er fyrir baðgesti til að þvo sér áður en farið er ofan í laugina sjálfa, eru sjö („sturt- ur“) steypiböð. Þessar sjö „sturt- ur“ eru þannig á sig komnar, að þrjár þeirra eru alveg gagnslaus- ar, því að dreifarana vantar al- veg á þær. Menn kynnu nú að halda, að hinar fjórar ,,sturturnar“ séu nokkurnveginn nothæfar, en eins og þeir vifa, sem einhverntiman í vætur hafa komið í sundlaug- arnar, þá fer því fjarri að svo sé. Þrjár af þessum fjórum „sturtum”, sem eru með dreif- ara, eru með svo bilaða dreifara, að úr þeim kemur lítið sem ekk- ert vatn. Ein „sturtan" er nokk- urnvegin heil, en þó ekki fylli- lega. Þannig er nú ástandið og getur hver sem ekki trúir þessu farið í sundlaugarnar og kynnt sér þetta sjálfur. Þar sem sundlaugamar eru bæjarstofnun þá eiga íbúar Reykjavíkur heimtingu á að þetta sé lagfært. Þetta er frekleg móðgun við sundlaugargesti og sýnir hirðu- leysi og tillitsleysi bæjaryfir- valdanna gagnvart íbúum bæjar- ins, og ætti bæjarstjómin að bæta ráð sitt og láta lagfæra þetta sem fyrst. Sundlaugagestur.“ Maður er nefndur Jens Benediktsson Maður er nefndur Jens Bene- diktsson. Þegar nazistar hófu starf sitt á íslandi, gerðist hann einn af forustumönnum þeirra. Hann var jafnan fremstur í flokki unglinga, sem gengu um stræti Reykjavíkur í einkennis- búningi nazista, berandi merki Hitlers, hinn þýzka hakakross á handlegg sér. Hann var ritstjóri blaðs þess, er nazistar gáfu hér út um skeið. Þeir gerðust föðurlands- svikarar og landráðamenn Nazistaflokkar, hliðstæðir þeim, er hér starfaði, voru í flestum löndum á blómaárum Hitlers. f Þegar Hitler hóf árásarstyrj- öld sína á nágrannaríkin, gerð- ust nazistar þessara landa föður- landssvikarar og landráðamenn. Saga þeirra er kunn frá sér- hverju því landi, sem hersveitrr Hitlers lögðu undir sig. Sú saga er ein hin hræðilegasta glæpa- saga, sem gerzt hefur á þessari jörð. Þessir menn hafa hlotið samheitið „quislingar". Að stríð- inu loknu hafa landar þeirra ekki séð sér annað fært en senda þá burt úr þessum heimi. Hér urðu þeir blaðamenn við stærsta blað landsins Hér á landi fengu nazistar ekki tækifæri til að vinna það verk, sem þeir vildu fyrir Hitler. En engin efast um að þeim hefði farizt verkið líkt úr hendi hér eins og t. d. skoðanabræðrum þeirra í Noregi, ef til þýzkrar innrásar hefði komið á ísland. En til þess kom ekki, sem betur fór, þess vegna urðu menn eins og Jens Benediktsson ekki quisl- ingar íslands, þá vantaði tæki- færið. Jens Benediktsson fékk annað tækifæri. Hann varð og hann ér blaðamaður við stærsta blaðið á tslandi, Morgunblaðið. Það er sitt hvað að vera naz- isti á Islandi og í Noregi. Til leiðbeiningar þeim, sem lesa Morgunblaðið Þessi orð um Jens Benedikts- son, eru sögð til leiðbeiningar þeim, sem lesa Morgunblaðið. Sérstaklega skal mönnum bent á að lesa grein, sem birtist í blað- inu á sunnudaginn og nefnist: „Nokkrar leiðbeiningar til ís- lenzkra kommúnista", og hafa 1 huga, að nazistinn Jens Bene- diktsson er blaðamaður við þetta blað. Það er mjög sennilegt að Jens þessi Benediktsson hafi skrifað greinina. Hann mun sjá um þá dálka Morgunblaðsins, sem ýmist bera aðal yfirskrift- ina „Á innlendum vettvangi" eða ,iÁ erlendum vettvangi11. Raunar skiptir ekki miklu máli, hvort Jens hefur skrifað þessa grein eða ekki, hún er birt á ábyrgð Valtýs Stefánssonar, og sé hún ekki samin af Jens, mun Valtýr sjálfur vera höfundurinn. Hér koma svo nokkur orð um greinina. Framhald af fyrri þvættingi Þvættingur Jens Benedrktsson- ar fyrrverandi tilvonandi „quisl- ingS“ á íslandi og Valtýs, síðast- liðinn sunnudag, er framhald a£ Framhald á 7. síðu. Efsta og síðasta stig skólakerfisins er háskólinn. Hann veitir fræðslu þeim sem lokið hafa stúdentsprófi, og von- andi myndast þar og fljótlega deildir fyrir kennara og fyrir þá, sem lokið hafa ýmiskonar tækninámi í skólum þeim sem tengdir eru atvinnulifinu. Fyrir þinginu líggja 6 frumvörp um hina einstöku skóla, sem falla. eigi inn í kerfið. Vonandi verða þau af- greidd. á þessu. þingi.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.