Þjóðviljinn - 07.06.1946, Page 4
4
ÞJÓÐVILJINN
Pöstudagur. 7. júní 1946
þlÓÐVILJINN
Útgefandi: Sameinlngarflokkur alþýðu — SósíalistaflokKurinJi
Ritstjórar: Kristinn E. Andrésson, Sigurður Guðmundsson, áb.
E’réttaritstjóri: Jón Bjamason.
Ritstjórnarskrifstofur; Skólavörðustíg 19. Simar 2270 og
6509 (eftir kl. 19.00 einnig 2184).
Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, sími 2184.
Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 6399.
Prentsmiðjusími 2184.
Áskriftarverð; kr. 8.00 á mánuði. — Lausasölu 50 aurar
eint.
Prentsmiðja Þjóðviljans h. f.
\._______________________________________________________*
Fyrirmyndarfrelsi Churchills
Islenzka blaðahersingin, sem reynir að koma sér hjá
að láta kosningabaráttu hér á landi snúast um innanlands-
mál, hefur fagnað ræðu Winstons Churchills með stórum
fyrirsögnum, þar sem lögð er áherzla á þær staðhæfingar
þessa brezka auðvaldssinna, sem þau telja að hafi mestan
hljóm í hinni göbbelsku „baráttu gegn komúnismanum“.
i
*
Einkennilegast hlýtur það þó að vera að sjá
Alþýðublaðið með 1 þessum hóp, fyrir þá, sem halda að
það blað eigi eitthvað skylt við sósíalisma. Aðalmálgagni
íslenzku sósíaldemókratanna finnst það ekkert athugavert,
að Churchill, leiðtogi eins afturhaldssamasta auðvalds-
flokks heimsins, skyldi bera lof á utanríkispólitík Verka-
mannaflokksstjórnarinnar, og finnast þar allt harla gott.
Engum sósíalista kemur til hugar, að leiðtogi brezka
Ihaldsflokksins hefði verið svo ánægður með stefnuna í
utanríkismálum, ef hún hefði ekki verið beint framhald af
þeirri erkiafturhaldssömu heimsvaldastefnu, sem stjórn
íhaldsflokksins fylgdi.
Þessi stefna Bevins hefur valdið brezkri alþýðu sárum
vonbrigðum, enda eru með henni þverbrotin þau loforð
um frjálslynda stefnu í utanríkismálum, sem frambjóðend-
ur Verkamannaflokksins gáfu í kosningabaráttunni, og
hafa efalaust átt mikinn þátt i þeim kosningasigri sem
vannst. Tugir þingmanna úr Verkamannaflokknum brezka
hafa heldur ekki látið bjóða sé afturhaldspólitík Bevins,
heldur vikið gegn henni opinberlega, og krafizt frjálslyndr-
ar stefnu í utanríkismálum.
*
Þeir sem þekkja feril Churchills, furða sig ekki á því,
að hann gerist nú verjandi fasistastjórnarinnar á Spáni, og
telur frelsinu vel borgið í Grikklandi. En hvernig er það
frelsi í reynd?
Fyrir þremur vikum komu þrír af þingmönnum brezka
Verkamannaflokksins frá Grikklandi. Þeir hofðu dvalið
þar um tíma til að kynnast af eigin raun ástandinu í land-
inu. Einn þeirra Stanley Tiffany, birti grein í Reynolds
News, og dró saman reynslu sina um Grikkland þannig:
„Eg hef séð fasistaríki að starfi. Fregnir sem okkur höfðu
borizt um vaxandi ógnaröld um allt land voru sorglega
staðfestar af rannsóknum okkar og athugunum. Það er
ekki hægt að- kenna óábyrgum hægri öflum um þessa
ógnaröld, hvað eftir annað komumst við að því, að ríkis-
valdið átti þátt í henni, þar á meðal lögreglan í Aþenu og
vopnaða lögregluliðið úti á landi.“
I blaðaviðtali skýrðu þingmennirnir frá, hvernig ein-
földustu lýðræðisréttindi gríska fólksins væru að engu höfð
af hinni grísku fasistastjórn er nýtur stuðnings bresks
herliðs. Þannig er ,,frelsið“ sem þeir Churchill og Bevin
hafa þröngvað upp á grísku þjóðina.
*
Það er misskilningur hjá Morgunblaðinu og Alþýðu-
blaðinu, að þeim verði mikið lið að Churchill í baráttunni
gegn sóknarflokki íslenzkrar alþýðu, Sósialistaflokknum.
Islenzka alþýðan veit hvers vænta má af mönnum, sem
taka sér það hlutverk að verja fasistastjórnir Spánar og
Grikklands. Það éru áréiðanlega ekki menn. framtíðarinnar.
SEINT GRÓA SÁRIN
„Islenzk grund virðist seint
munu gróa sára sinna eftir a-
verka erlendra herbúða", sagði
maður einn við mig nýlega, þég-
ar við áttum tal saman um
braggarústirnar illræmdu.
Þetta mál hefur mikið verið
rætt í blöðunum undanfarið og
kemur mönnum saman um, að
hér þurfi skjótra læknisaðgerða
við, ef landið okkar fagra á að
!géta losnað við hinn ljóta svip
b'raggarústanna, sem gapa við
manni hvert sem litið er. Ég
veit ekki, hvort þeim, sem keypt
hafa bragga til niðurrifs, hafa
verið gerðar nokkrar skyldur um
snyrtilegan frágang á rústunum,
en ef dæma skal af umgengninni,
þá hlýtur maður að álykta, að
svo sé ekki. I flestum tilfellum
hefur allt verðmætt verið flutt
burt úr bröggunum, en eftir
standa berir steinsteypugrunnar,
umkringdir ryðguðu járnarusli
og öðru ónýtu drasli. Það er eins
með þetta atriði og svo mörg
önnur. Vinnubrögð manna miðast
við hagnað en ekki heiður. —
Gróðafíknin ber sómatilfinning-
una ofurliði.
En ekki má við svo búið
standa. Hið opinbera verður að
setja einhver ákvæði um snyrti-
lega umgengni í þessum efnum.
ÞAÐ Á AÐ
SKYLDA MENN 7 . .
Vestur í Klettafjöllum Ameríku
er víða svo mikill trjávöxtur, að
yfirvöldin þar um slóðir hvetja
menn til skógarhöggs, svo að
gróðrinum verði haldið í skefj-
um. En jafnframt er skógar-
höggsmönnum gert að skyldu að
flytja burt allan úrgangsvið,
enda þótt hann komi þeim ekki
að neinum notum. Er þetta gert
í því augnamiði, að úrgangur
þessi verði ekki til trafala, þeg-
ar ræktun hefst á hinum ruddu
svæðum. Eitthvað í líkingu við
þetta mætti gera hér til að fyrir-
byggja hina sóðalegu umgengni
braggakaupenda. Þeir ættu að
vera skyldaðir til að ganga þann-
ig frá braggarústunum, að :;f-
skræmissvipur þeirra hverfi með
öllu af landinu.
FRÆGUSTU
BRAGGARÆKSNIN.
Og svo er bezt að minnast ör-
lítið á frægustu braggaræksnin
á Islandi. Austur á þarmi Al-
mannagjár hafa lengi staðið tveir
ljótir braggar. Hermennjrnir
höfðu þar einhvers konar mið-
unarstöðvar í stríðinu.
Annar þessara bragga hefur
nú verið rifinn, en eftir stendur
steinsteypugrunnur umkringdur
ónýtu drasli, sem ber vott um
óþroskaðan fegurðarsmekk kaup-
andans. Það var hreppstjóri Þing
vallahrepps, sem keypti bragg-
ann og skildi eftir þennan ó-
þverra á hinum helga stað.
Hinn bragginn stendur ennþá
með brotnar rúður og ryðgað
bárujám — talandi tákn um
hirðuleysi þeirra sem bera á-
byrgð á því, að Þingvellir seu
ekki saurgaðir á neinn hátt. Það
er Þingvallanefnd, sem hefur
með þennan bragga að gera, en
formaður hennar er Hriflujónas,
maðurinn sem móðgaði íslenzka
íþróttamenn með því að láta íé
það, sem hann græddi á land-
ráðafyrirlestrinum í Gamla Bíö
forðum, renna til íþróttaleik-
vangs á Þingvöllum. Sem form.
Þingvallar.efndar mun hann sjálf
ur hafa veitt þessum peningum
móttöku.
Bragginn á barmi Almannagjár
á líklega að halda mönnum miun
ugum um að ekki sé enn loku
fyrir það skotið, að þar muni
aftur setjast að amerískir her-
menn með miðunarstöðvar sínar.
Þjónkun Morgunblaðsins, aðalmálgagns Sjálf-
stæðisflokksins, við þýzka nazismann
Gísli Sveinsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Vestur-Skapta-
felssýslu, býður nazismann velkominn
Lærisveinn Göbbels við Morg-
unblaðið ritar í gær: „Kommún-
istaflokkur Islands er eini stjórn-
málaflokkurinn hér á landi, sem
verið hefur í bandalagi við naz-
isrnann," og ennfremur „Göbbels
var eitt sinn talsmaður komm-
únismans.“
Hér fer lærisveinninn alveg eft
ir fyrirsögn meistara síns: Segja
að hvítt sé svart, endurtaka lyg-
ina nógu oft, það verða alltaf
einhverjir sem trúa henni. Eftir
þessu resepti reynir Morgunblað-
ið að hamra því öfugmæli inn í
leséndur sína, að „Kommúnista-
flokkur Islands“ hafi verið í
bandalagi við nazismann og að
Göbbels hafi verið talsmaður
kommúnismans!
En það er velkomið fyrst Morg
unblaðið óskar eftir því, að þjón-
usta þess blaðs við þýzka naz-
ismann sé rifjuð upp. Afstaða
Þjóðviljans til nazismans hefur
alltaf frá því fyrsta verið hin
sama, kommúnistar og sösíalist-
ar á Islandi hafa lagt slíkt kapp
á baráttu gegn nazismanum ut-
anlands og innan, að blöð þeirra
og útgáfustarfsemi bera svip
þeirrar baráttu. Þetta veit hver
sá Islendingur, sem fylgzt hefur
með íslenzkum stjórnmálum síð-
ustu ár.atuga.
En það er til íslenzkur stjórn-
málaflokkur, sem hægt er að
segja með sanni að hafi komizt
mjog nærri því að vera í banda-
la'gi við nazismann. Flokkur, sem
sendi ýmsa helztu stjórnmála-
menn sína á áróðursráðstefnur
þýzka nazistaflokksins i Lúbeck
og víðar, og lagði blöð sín hund-
flöt fyrir nazistískum áróðri.
Þekkir Morgunblaðið þann flokk?
Þekkir Morgunblaðið blað, sem
tók áróðurslygi Göbbels um
brunann á Ríkisþinghúsinu hráa
úr munni „meistarans“ og reyndi
að nota hana í stjórnmálabarátt-
unni hér á landi. Man það hvar
lofgerðarrollurnar um Þýzkaland
nazismans birtust? Var það í
Þjóðviljanum? Nei, Morgunblað-
ið er ekki svo gamalt blað, að
það ætti að vera búið. að tapa
minninu alveg. Og að marggefnu
tilefni skulu nú og í næstu blöð-
um rifjuð upp með orðum þess
sjálfs, orðum manna, sem verið
hafa eða eru enn áhrifamenn í
Sjálfstæðisflokknum, hin lúalega
þjónkun við hina þýzku morð-
steínu, sem sett hafa ævarandi
blett á það blað, sem gaf sig í
þetta — Morgunblaðið, aðalmál-
gagn Sjálfstæðisflokksins.
' Jl
Angi af þýzka nazismanum
spratt upp hér á Islandi, íslenzka
nazistahreyfingin, sem enn á
einn af forustumönnum sínum
sem blaðamann við Morgunblað-
ið. Þessari hreyfingu var tekið af
miklum fögnuði af SjálfstæðisT
flokknum- og Morgunjblaðinu." —
Einn aðalleiðtogi flokksins þá,
Gísli Sveinsson sýslumaður, sem
enn er frambjóðandi Sjálfstæðis-
flokksins í Vestur-Skaptafells-
sýslu við kosningarnar í sumar,
ritar 25. maí 1933:
„Því er ekki að neita, að síðari
árin hefur þjóðleg vakning, þjóð-
ernis- og endurreisnarhreyfing,
farið um öll hin lielztu þjóðlönd
álfunnar, og hefur ekkert stað-
izt við. Um norðanverða álfuna
hefur hreyfingin að sjálfsögðu
mótazt í anda þess þjóðernis, er
þar ríkir að stofni, hins ger-
mansk-norræna, en til þess stofns
heyrum vér Islendingar. Sú
stefna er því hvorki né getur
verið ,,erlend“, hún er blátt
áfrain VORT og ALLRA NOR-
RÆNNA ÞJÓÐA INNSTA LIF.
Og liún verður þeirra eina bjarg-
ráð, ef þjóðernið á að varðveit-
ast um aldir framtíðarinnar . . .
Með þeim formála bjóðum vér
þjóðernishreyfinguna velkomna.
Hvort sem þeir, er að henni
standa kallast þjóðernissinnar
eða annað því um líkt, eiga þeir
að tilheyra liinni íslenzku sjálf
stæðisstefnu og eru HLUTI AF
SJÁLFSTÆÐISFLOKKNUM*. —
(Undirstrikanimar gerðar af G.
Sv.).
Þannig heilsaði þessi leiðtogi
Sjálfstæðisflokksins nazismanum.
Og blaðið sem birti þessa inni-
legu kveðju vzr —- Morgunblað-
ið, aðalmáigagn flokksms.