Þjóðviljinn - 19.07.1946, Síða 8
Fulltrúar 6 bæjarstjórna vilja loka áfengisút-
sölum úti rnn land og íramkvæmd á lögum um
héraðabönn
Ennfremur að sett verði lög um
drykkjumannahæli og meðferð
ofdrykkjumanna
Allmiklar umrœður urðu á bœjarstjórnar-
fundi í gœr um nauðsyn þess að draga úr neyzlu
áféngis.
Lýsti bœjarstjórn sig samþykka tillögu fuU-
trúanefndar nokkurra bœjarstjórna um að stefnt
vœri að því að fá áfengissölunum á Siglufirði og
Akureyri lokað um síldveiðitímann og áfengis-
útsölunni í Vestmannaeyjum á vetrarvertíðinni
og áferigisútsölunni á ísafirði frá 15. sept. til 15.
ar og umönnunar lækna,
eins og aðrir sjúklingar.
Reykjavík, 15. júlí 1946.
Pétur Björnsson
(sign).
Brynleifur Tobíasson.
(sign).
Eiríkur Pálsson.
(sign).
Einar Sigurðsson
(sign).
Grímur Kristgeirsson
(sign).
Þorsteinn M. Jónsson
(sign).
Bjarni Benediktsson
(sign).
(fyrirvari um 3. lið).
Sigfús Sigurhjartarson
(sign).
nóv. n. k.
■Bæjarráð fól þeim Sigfúsi
Sígurhjartarsyni og Bjarna
Benediktssyni að ræða við
fulltrúa frá öðrum bæjar-
stjórnum um aðgerðir til að
draga úr óhóflegri neyzlu
áfengis, og skýrði Sigfús Sig-
Helgi Þorláksson
skipaður skólastjóri
í síðasta tölublaði Lögbirt-
ingarblaðsins er skýrt frá því,
að menntamálaráðuneytið
hafi þann 12. þ. m. skipað
Helga Þorláksson skólastjóra
Gagnfræðaskólans á Akranesi
frá 1. sept. næstkomandi að
telja.
Námsstyrkjum
úthlutað
Menntamálaráð íslands hef
ur nýlega úthlutað eftirtöld-
um stúdentum námsstyrk til
fjögurra ára:
Öddu Báru Sigfúsdóttur til
náms í veðurfræði í Osló. Að-
alsteini Jónssyni, efnaverk-
fræði í Danmörku. Ásgeiri
Valdimarssyni, byggingar-
verkfræði í Gautaborg. —
Baldri Ingólfssyni, þýzku við
Universitát Zúrich. Eysteini
Tryggvasyni, Veðurfræði í
Osló. Guðjóni Peter Hansen,
tryggingafræði í Kaupmanna
höfn. Guðna Kristni Gunnars
syni, matvælaiðnfræði í Cana
da- Heimi Áskelssyni, ensku
og enskum bókmennt. í Eng-
landi. Knúti Kristjáni Otter-
stedt, verkfr. og rafmagns-
verkfr. í Svíþjóð. Pétri Pá'ls-
syni, matvælaiðnfræði í
Canada. Steingrími Pálssyni,
byggingaverkfræði í Kaup-
mannahöfn. Svanhildi Jóns-
dóttur, náttúrufræði í Kaup-
mannahöfn. Sverri Norland,
útvarps- og rafeindafræði í
Massachusetts Institute of
Tecnology.
(Fréttatilkynning frá
Menntamálaráði).
urhjartarson bæjarstjórnar-
fundinum frá umræðum
þeirra og samþykktum.
Stórstúka íslands skrifaði
fyrir nokkru öllum bæjar-
stjórnum og lagði til að þær
t lnefndu menn til að ræða
við ríkisstj. um ráðstafan-
ir til að draga úr neyzlu á-
fengis.
Bæjarstjórnir Akureyrar
Siglufjarðar, Vestmannaeyja,
ísafjarðar, Hafnarfjarðar og
Reykjavíkur sendu allar full
trúa til umræðna um þetta
mál, og höfðu fulltrúar
nokkurra bæjarstj. meðferð
is ákveðnar stefnuyfirlýsing-
ar bæjarstjórna sinna í þessu
máli. Urðu þeir ásáttir um
að leggja eftirfarandi til við
ríkisstjórnina:
,,Vér undirritaðir fulltrúar
tilnefndir af bæjarstjórnum,
bæjarráðum eða bæjarstjór-
um, samankomnir í Reykja-
vík 15. júlí 1946, leyfum oss
hérmeð að leggja eftirfar-
andi fyrir hæstvirta ríkis-
st jórn:
1. Að áfengisútsölunum á
Siglufirði og Akureyri
verði lokað nú- þegar og til
1. okt., eða þar til síldveiði
er að fullu lokið og aðkomu
fólk farið frá Siglufirði.
Lokunin verði framkvæmd
samkv. beinni fyrirskipun
ríkisstjórnarinnar.
2. Að áfengisútsölunni í
Vestmannaeyjum verði
lokað á komandi vetrarver
tíð, og áfengisútsölunni á
ísafirði frá 15. sept. til 15.
nóv. n. k.
3. Að ríkisstjórnin gefi
sem allra fyrst út tilkynn-
ingu um það, að lögin um
héraðabönn öðlist gildi.
4. Að ríkisstjórnin stuðli að
því, að frumvarp til laga
um ofdrykkjumenn o. fl.
verði sem fyrst lagt fyrir
Alþingi.
5. Að ríkisstjórnin geri ráð-
stafanir til að komið verði
á fót sérstökum stofnun-
um til að veita viðtöku of-
drykkjumönnum, og að
slíkir ménn njóti hjúkrun-
Ræddu fulltrúar þessir til-
lögurnar við forsætisráð-
herra og tók hann þeim vin-
samlega. Kusu þeir síðan
þriggja manna nefnd til að
fylgja málinu frekar eftir við
ríkisstjórnina og voru kosnir
þeir Sigfús Sigurhjartarson,
Bjarni Benediktsson og Eirík-
ur Pálsson-
Fluttu þeir Sigfús Sigur-
hjartarson og Bjarni Bene-
diktsson eftirfarandi tillögu:
„B^ejarstjórn féllst á þær
t:llögur, sem þeir Bjarni
Benediktsson borgarstjóri og
Sigfús Sigurhjartarson ásamt
fulltrúum frá Akureyri, Siglu
firði, ísafirði, Hafnarfirði og
Vestmannaeyjum hafa lagt
fvr:r ríkisstjórnina 15. þ.m.
varðandi áfengismál“.
Jón Axel Pétursson kvaddi
sér næst hljóðs, var nokkur
gustur í honum og sagði hann
að í þessari samþykkt ’ „örli
tæpast á því að draga úr á-
fengisflóðinu“, en í þriðja
sinn er hann kvaddi sér
hljóðs, virtist mesti vindur-
inn úr honum dottinn.
Þau Jón Axel og Jóhanna
Egilsdóttir fluttu svohljóð-
andi viðbótartillögu:
„Ennfremur samþykkir
bæjarstjórnin að skora á rík-
:sstjórnina að draga nú þegar
stórkostlega úr sölu áfengis
frá útsölum Áfengisverzlunar
Ríkisins í Reykjavík“.
Urðu allmargar umræður
um áfengismál og tóku til
máls Sigfús Sigurhjartarosn,
Bjarni Benediktsson, Jón
Axel Pétursson, Jóhanna
Egilsdóttir og Hallgrímur
Benediktsson.
Að lokum var |SVo tillaga
þeirra Sigfúsar og Bjarna og
viðbótartill. Jóns Axels og
Jóhönnu Egilsd. samþykktar
samhljóða.
Bjarni Benediktsson skrif-
aði undir með þeim fyrirvara
varðandi héraðabönnin að
hann væri samþykkur ef þau
brytu ekki í bág við milli-
ríkjasamninga. Hinsvegar
teldi hann þau gagnslítil.
Hálf fimmta millj. í
þýzkum verkalýðs-
félögum
Nefnd frá Alþjóðasam-
bandi verkalýðsins hefur ný-
Iokið við að rannsaka verka-
lýðsmál í Þýzkalanili.
Sir Walter Citrine formað-
ur nefndarinnar skýrði í gær
frá ýmsum atriðum í skýrslu
hennar. Félagar í þýzkum
verkalýðsfélögum eru nú um
4.500.00 og vantar mikið á
að allir verkamenn séu enn
félagsbundnir.
Her Sjankaiséks
ræðst á kommún-
ista
Sjúenlai, fulltrúi kínverskra
kommúnista við friðarum-
leitanirnar I Nanking hefur á
sakað stjórnarhersveitir um
að hafa ráðizt á kommún-
ista við Jangtse.
Fréttaritarar í Kína segja,
að meiri hætta sé á allsherj-
arborgarastyrjöld en nokkru
sinni áður. Marshall, sendi-
maður Trumans forseta, hef-
ur undanfarið rætt við Sjang-
kaisék, að því er sagt er til
að fá hann til að taka upp
friðarumleitanir á ný.
Nýr bátur til Vest-
mannaeyja
Frá fréttaritara Þjóðnilj-
ans, Vestmannaeyjum•
Nýr fiskibátur kom hingað
í fyrrad. frá Svíþjóð■ Nefnist
hann Reynir og er 55 smá-
lestir að stœrð.
Eigendur bátsins eru bræð-
urnir Páll og Júlíus Ingi-
bergssynir fíá Hjálmholti.
Báturinn er h:nn glæsileg-
asti, búinn öllum helztu sigl-
ingatækjum og gengur á
níundu mílu. Skipstjóri frá
Svíþjóð var Einar Torfason,
en Páll Ingibergsson verður
nú skipstjóri. Reynir leggur
af stað norður um land til
síldveiða á morgun.
Tók minna en áætlað
hafði verið
Brúarfoss lestaði frystan
fisk á Húsavík í gcer, sem
fara á til Sovétríkjanna.
Á Austfjörðum tók hann
minna magn en ráð hafði
verið fyrir gert.
Á Fáskrúðsfirði tók hann
lítið og á Norðfirði ekkert
vegna þess að frostið í fisk-
inum náði ekki 15 stigum
eins Qg ráð er fyrir gert í
samningi.
Hver verður skóla-
stjcri Austurbæj-
arskólans?
Um skóíastjórastöðuna við
Austurbœjarskólann hafa
sótt eftirtaldir kennarar:'
Arnfinnur Jónsson, Grund-
arstíg 4, Ársæll Sigurðsson
Blönduhlíð 7, Gísli Jónasson,
settur skólastjóri og Hannes
M. Þórðarson.
Orlof s- og skemmti
ferðir Ferðaskrif-
stofunnar
Skemmti- og orlofsferðir,
sem Ferðaskrifstofan efnir til
núna um helgina:
1. Laugardagseftirmiðdag
til Kleifarvatns og Krísuvík-
ur. 2. Laugardag kl.1.30 hefst
ferð til Kerlingafjalla og
Hveravalla- 3. Laugardag 1.30
hefst ferð til norður- og norð-
austurlands. — Komið á
marga markverða staði, einn-
ig farið til Siglufjarðar og yf-
ir Siglufjarðarskarð til Hóla
í Hjaltadal. 4. Á sunnudaginn
kl. 8.30 verður farið í Þjórs-
árdalinn að Stöng, í Gjána
og að Hjálp.
Upplýsingar á skrifstofunni
sími 7390, —
Laugardagur 20. júlí
Kaldidalur — Borgarfjörð-
ur — Reykjaskóli.
Sunnudagur 21. júlí
Reykjaskóli — Vatnsdalur
— Akureyri.
Mánudagur 22. júli
Akureyri — Vaglaskógur
— Mývatn —• Laugaskóli.
Priöjudagur 23. júlí
Laugaskóli — Húsavík —
Ásbyrgi — Dettifoss — Lind-
arbrekka-
Miðvikudagur 24. júlí
Lindarbrekka — Húsavík
— Aðaldalur — Vaglaskógur.
Fimmtudagur 25. júlí
Vaglaskógur — Munka-
þverá — Grund — Akureyri.
Föstudagur 26. júlí
Akureyri — Hrísey —
Siglufjörður.
Laugardagur 27. júlí
Siglufjörður — Fljót —
Hólar í Hjaltadal.
Simnudagur 28. júlí
Hólar í Hjaltadal — Sauð-
árkrókur — Reykjavík.
Norræn póstráð-
stefna í Reykja-
vík
Á morgun hefst hér í
Reykjavík norræn póstráð-
stefna.
Sitja hana 12 manns frá
Norðurlöndunum öllum, Nor-
egi, Danmörku, Finnlandi,
Svíþjóð og íslándi.