Þjóðviljinn - 21.08.1946, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 21.08.1946, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 21. ágúst 1946. ÞJOÐVILJINN S Skynsemin og Heimdellingar Nú er svo kornið, að skyn- semin hefur að fullu sagt upp vistinni hjá Heimdalli, eftir mjög slæma sambúð við þá, sem hafa skrifað í Heim- dallarsíðu Morgunblaðsins undanfarna mánuði. Þeir fáu, sem endast til þess að lesa greinarnar á Heimdallar síðunni, hafa nú sannfærzt um, að bezt færi á því að leggja síouna alveg niður. Kemur þar margt til. Stund- um fæst bókstaflega enginn til að skrifa síðuna, og eru þá endurprentaðir lélegir kaflar úr ræðum ofstækis- rnanna í pólitík eða langar tilvitnanir upp úr Þjóðviljan- um og Verkalýðsblaðinu. Þeg ar einhver fæst til að skrifa frumsamda grein í síðuna, er hún svo slagorðakennd og full af rangfærzlum og heimsku, að lesendurnir fá til lengdar óbeit á slíkum skrifum. I margar vikur eftir kosn- ingarnar sáu Heimdellingar sér ekki fært að halda síð- unni úti, en nú fyrir skömmu .hefur einn þeirra — einhver I. I. — tekið sig saman, meira af vilja en mætti, og skrifað bara tvær síður. Hann hefur ráðizt með offorsi miklu á kommúnismann, svo að auð- séð er. að hann ætlast til þess að það myndist þjóðsaga um síðustu þremenningana: í. L, Valtýr og Göbbels- Verður hér lítið eitt vikið að skrif- um hans. í. í. er það fullljóst,, að það er ekki heppilegt að heita nazisti núna fyrstu ár- in eftir hina nýafstöðnu styrj öld. Þess vegna leggur hann mikla áherzlu á, að kalla kommúnista og verkalýðs- sinna nazista, þótt hann viti mæta vel, að sterkustu and- stæðurnar í stjórnmálum he-msins síðasta áratuginn eru nazismi og kommúnismi. Það hefur verið siður skrif- finnanna við Morgunblaðið að benda á ekki-árásarsátt- mála Þýzkalands og Húss- lands 1939 sem sönnunargagn fynr því. að nazismi og kom- múnismi sé sama tóbakið. Og í. í- vill ekki fara út'af „lín- unn:“, þótt hann sjái rök- villuna í þessum óþverralega áróðri. í seinni síðunni sinni birtir í. í. tveggja dálka mynd af von Ribbentrop, Stalin og Molotoff við undir- ritun ekkl-árásarsamningsins undir yf'rskriftinni; Þá voru þeir vinir- Þessi mynd var margsinnis birt í Morgun- blaðinu fyrir síðustu bæjar- stjórnarkosningar, svo að hér er ekki um frumlegt tiltæki í. í. að ræða. En það má I. í vita. að fle.'ra hefur birzt 1 .Morgunblaðinu í sambandi við nefndan samning en þessi uppáhaldsmynd hans. Rúm- um tveim mánuðum eftir und irskrift samningsins birti Morgunblaðið (7. nóv. 1939). þessa rosafrétt eftir blaðinu Italia í Mílano: „Vinátta Rússa og Þjóð- verja er byggð á svo veikum grundvelli, að hún hlýtur að fara út um þiífur fyrr eða seinna. Báðir aðilar bíða eftir tœkifœri til að kasta grím- unni.“ Þessi fréttaklausa hefur ekkert fréttagildi í augum kommúnista og verkalýðs- sinna, því að þeir vita hvað kommúnismi og nazismi er, en ekki er úr vegi fyrir I. I- að lesa þessa frétt vandlega, reyna að tileinka sér sann- leiksgildi hennar og bera sam- an við staðreyndir síðustu ára! Til þess að halda áfram að vera ófrumlegur birtir í. I. í tuttugásta skiptið þessa klass isku setningu: „Ef út af bregður — grípur heimsflokk urinn í taumana“ í. í. er svo ungur, að hann man ekki tím ana, þegar þessi orð voru skrifuð. Hann þekkir ekki meira til verkaýðshreyfingar innar en svo, að hann geti gert sér nokkra grein fyrir mikilvægi þessara orða. Eg ætla að gera tilraun til þess að tala í alvöru við í. í. um þessa klassisku setningu, þótt ég búist frekar við því, að það sé ekki hægt- Þegar þessi orð voru skrif- uð ríkti ógurleg kreppa í auð valdsheiminum, kreppa, sem fæddi af sér nazismann. Hinir marx’stisku verkalýðsleiðtog- ar bæði hér á landi sem ann- ars staðar í heiminum, sáu hvaða hættu nazisminn fól í sér fyrir mannkynið. Þeir bentu á þessa hættu og unnu að því að bægja henni frá dyrum. Hefði þeim tek:zt það, hefði heimurinn sloppið við hina ægilegu styrjöld, sem háð var gegn Hitlers- Þýzkalandi. Þessir verkalýðs- le'ðtogar voru sameinaðir í heimsflokki eða alþjóðasam- bandi, sem vann gegn naz- ismanum.Hefði þetta alþjóða- samband verlð nógu sterkt, hefði nazisminn ekki náð að festa rætur. Það er ekkert glæpsamlegt við alþjóðasam- bönd. Fáir munu verða til þess að kalla stofnþing hins nýja alheimssambands verkalýðs- félaganna glæpasamkomu. Jæja, hvað um það. 1932 voru þessi klassisku orð skrifuð. 1933 tókst nazismanum að ryðja sér t;l rúms í Þýzka- landi. 1934 hóf Hitler árásir sínar á mannkvn'.ð og sið- menningu þess- Heimurinn, sem hafði lagt skollaeyrum við aðvörunum hinna marx- istísku verkalýðsleiðtoga og rithöfunda frá 1932—3 sá sinn kost vænstan að rísa gegn Hitler. Gamli heims- flokkurinn — Komintern — var leystur upp í styrjöld- inni, því að nýr heimsflokkur —• Sameinuðu þjóð;rnar — sterkari en hinn fyrri var risinn upp gegn Hitler og nazismanum og ’nefur hernað arlega a. m. k. lagt hann að velli, og er það gæfa mann- kynsins. Þetta verður að nægja í bili. Seinna verður vikið að í. í. og skrifum hans, ef til- efni gefst H. V 0 i z t u að ef lygin væri sannleikur, ef ranglæti væri réttlæti og ef heimska væri mann- vit — þá væri Morgun- blaðið gott. að Morgunblaðið kallaði í december 1939 Kuusinen hinn finnska „áróðurs- stjóra Norðurlanda" og fullyrti, að hann hefði ver- ið „kennari og leiðbein- andi“ hinna íslenzku kom- múnista? að gleggsta dæmið um sið- lausa blaðamenrr>ku Al- þýðublaðsins er eftirfar- andi ldausa: „Árið 1930 stofnuðu Rússar til stjórn- málaflokks hér á landi í því skyni að annast hér þau fimmtuherdeildarstörf, sem rússneskir kommúnist ar þurfa að láta vinna í öllum löndum. Flokkur þessi fékk tvíþætt hlut- verk. Annars vegar skyldi hann kljúfa alþýðuhreyf- inguna íslenzku en hins vegar skyldi hann reka hverjar þær NJÓSNIR fyrir hið erlenda stórveldi, sem óskað væri á hverj- um tíma.“ Hsfur Heimdallur afneitað líöstler? í langloku einni á síðustu síðu Heimdellinga í Morgun- blaðinu 16- þessa mánaðar er verið að gera lítið úr afrek- um Ráðstjórnarþjóðanna í síð ustu styrjöld. Höfundur lang lokunnar gerir kjör alþýðunn ' ar í Ráðstjórnarríkjunum að umtalsefni og segir orðrétt: „Þeir, sem kunnugastir eru Rússlandi, telja að 3% til4% þjóðarinnar teljist til komm- únistaflokksins. Hitt er svo hinn réttlitli almúgi, er allt frá dögum keisaranna hafa orðið að þræla, að vísu er -------------------------------------------------- SKÓLI verður settur á stofn, sem veitir stúlkum nauðsyn- lega undirbúningsmenntun til þess að taka að sér forstöðu- og fóstrustörf við leikskóla, barnaheimili og barnaleikvelli, og tekur hann til starfa í Tjarnar- borg 1. október n. k. Námtími er 2 ár, 9 mánuðir á ári. Námstímanum verður skipt til helminga milli bóklegs og verklegs náms, bæði árin. Þessar námsgreinar verða kenndar: Uppeldis- og sálarfræði. Lífeðlisfræði og heilsuvernd. Félagsfræði. N æringaref naf ræði. Meðferð ungbarna. Hjálp í viðlögum. Leikir, kvæði og sögur. Handíðir (teikning, leirmótun, föndur). Söngur. Áttliagafræði. Islenzka og íslenzkar bókmenntir (barnabók- menntir). Bókfærsla. Rekstur leikskóla, barnalieimila og barna- leikvalla. Verklega efnið fer fram í leikskólum og barna- heimilum Barnavinafélagsins Sumargjafar. Inntökuskilyrði skólans eru: 1. Nemandi sé eigi yngri en fullra 18 ára. 2. Nemandi hafi stundað að minnsta kosti tveggja ára nám og lokið prófi úr héraðsskóla, gagn fræða- eða kvennaskóla, eða hlotið hliðstæða mennt- un. Eiginhandarumsóknir ásamt prófskírteinum og heilbrigðisvottorði sendist fyrir 15. september n. k. til Valborgar Sigurðardóttur, Ásvallagötu 28, (sími 5890), er gefur allar nánari upplýsingar. linrnmiinnfólnnift Sinvnnvninf Röskur sendisveinn óskast Upplýsingar kL 10—12 og 1—3. Fyrirspurnum ekki svarað í síma. Rcifmagnseftirlit ríkisins. Laugaveg 118, efstu hæð. ------------------------------------------------U sennilegt, að kjör þessa fólks hafi eitthvað batnað . . . ■“ Þessi ungi blekriddari þorir ekki að segja, að kjör 1 Rúss landi nú séu verri en fyrir byltinguna 1917 og telur „sennilegt“, að þau hafi eitt- hvað batnað (!) Fyrir bæjar- stjórnarkosningarnar gaf Val týr ritstjóri út níðrit um Sov étríkin, svo kallaða „berorða og sannorða lýsingu af á- standinu í Rússlandi“ eftir Arthur Köstler. í þessu riti segir afdráttarlaust, — bls. 669 í 3. dálki — að meðal- lífskjör í Sovétríkjunum 1937 séu þriðjungi verri en 1917. Samkvæmt þessum unga Heimdellingi hafa Heimdell- ingar afneitað lygi Köstlers um Rússland og fer vel á því. Hreinar þvegnar :í léreftstuskur kaupir Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Daglega NÝ EGG, soðin og hrá. Kaffisalan HAFNARSTKÆTI 16. ------------------

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.