Þjóðviljinn - 05.09.1946, Side 7
Miðvikudagur 4. sept. 1946.
ÞJÖÐVILJINN
7
Um „dýrtíðar-
vandamálið“
Framh. af 5. síðu.
yrðu að endurgreiða það í
hærra peningagildi, en þær
tóku lánið í. All'r sem eiga
fé sitt sem seðla, bankainn-
stæður eða hverskonar skulda
kröfur fá mótsvarandi hagn-
að. Þeir sem fá allar tekjur
sínar, eða hluta af þeim, í
föstum peningagreiðslum, án
dýrtíðaruppbótar, þ. e. fyrst
og fremst sem vexti. hagnast,
skuldunautarnir verða fyrlr
mótsvarandi tapi. Sú skoðun
hefur komið, og mun sjálf-
sagt koma fram, að réttmætt
sé, að þeir, sem áttu sparifé
og hverskonar skuldakröfur í
stríðsbyrjun og tapað hafa á
vérðbólgunni, fengju nú
þetta leiðrétt með tilsvarandi
verðhjöðnun. Jafnv. þótt rétt
mæti þessarar skoðunar væri
viðurkennt, sést þegar, að
vafasamt er, að hve miklu
leyti þessi árangur mundi
nást með verðhjöðnun. Það
er áreiðanlegt, að talsverður
hluti þeirra, er áttu fé sitt
sem slíkar skuldakröfur
(seðlar, bankainnstæður,
skuldabréf o. s. frv.) fyrir
stríð, hafa nú komið því öðru-
vísi fyrir, t. d. í húseignum.
Þeir mundu því ekki njóta
góðs af verðhjöðnun. Á hinn
bóginn hafa bæzt í hóp slíkra
skuldakrafna geysilegt fé, er
aflazt hefur á stríðsárunum,
og ekkert mælir með því, að
eigendur þess fái að njóta
góðs af verðhjöðnun nú. Það
verður líka að hafa það hug-
fast, að með verðhjöðnun er
síður en svo verið að taka í
hnakkadrambið á spekúlönt-
um stríðsáranna. Þeir hafa
áður grætt óhemju fé á því
að koma fé sínu í fasteignir í
stríðsbyrjun, og þeir mundu
áreiðanlega á sama hátt hafa
vit á að koma því nú í lausa
fjármuni, ef verðhjöðnun
væri í aðsigi, og þannig fleyta
rjómann, ekki einu sinni,
heldur tvisvar-
Þá má ekki heldur gleyma
þeim stóra hóp, sem orðið
hafa skuldunautar á stríðsár-
unum. í honum. eru allir, sem
byggt hafa hús, keypt eða
leigt húsnæði undanfarið, og
lánað til þess fé. Þessi hópur
er mjög stór, og þeir sem, í
honum eru, munu ekki fyrst
og fremst vera húsabraskar-
ar og fjárplógsmenn stríðsár-
anna, sem hafa haft vit á að
velta hættunni af væntan-
legri verðhjöðnun yfir á aðra,
með því að láta greiða leigu
fyrirfram og með því að
binda leigjendur til margra
ára, heldur er hér að-mestu
leyti um að ræða millistéttar-
fólk, launþega og verkarnenh:
sem mundu gjörsamlega slig-
ast undir afborgunum og.
vaxtagreiðslum af þessum
skuldum, ef kaupgjald og
verðlag í landinu lækkaði til
muna. Fjöldi þéirra mundi-
sennilega ekki einu sinni eiga
íyrir skuldum,_ ef um mikla.
verðhjöðnun yrði að ræða.
í öðru lagi eru í hópi slíkra
skuldunauta þau atvinnufyr-
irtæki, sem að einhverju leyti
hafa lánsfé sem stofnfé, þ. e.
mikill hluti allra atvinnufyr-
irtækja, þar á meðal allur
bátaútvegurinn og fiskiðnað-
urinn. Ef við hugsum okkur
að hutfallið á milli verðlags
á framleiðsluvörum þessara
fyrirtækja og framleiðslu-
kostnaðar þeirra, yrði þannig
eftir verðhjöðnunina, að þau
gætu jafn vel og áður staðið
und'r afborgunum og vaxta-
greiðslum af þessum skuld-
um, en annars hefði eitt aðal-
markmið verðhjöðnunarinnar
alls ekki náðst, mundi þessi
baggi að vísu ekki lenda á eig
endum þessara fyrirtækja, en
hann mundi í stað þess lenda
,á launþegum þeirra og þeim,
sem framleiða fyrir innlend-
I an markað, þ. e. aðallega
bændum, eftir því hvernig
hlutfallið yrði á millí kaup-
gjalds og verðs þessara vara-
Þessar stéttir yrðu þá að
sætta sig við lægri raunveru-
legar tekjur til að greiða eig-
endum fjármagnsins gróðann
af verðhjöðnuninni.
Sú raunverulega tekju-
lækkun þjóðarinnar, sem
nauðsynleg væri til að koma
á jafnvægi í utanríkisviðskipt
unum, mundi við verðhjöðn-
un lenda á launþegum og
framleiðendum fyrir innlend-
an markað, e. t. v. einnig að
nokkru á útveginum. og verð-
hjöðnunin væri ekki mjög
mikil. Hvernig skiptingin
nánar mundi verða innan
þessá stóra hóps færi eftir því
endanlega hlutfalli, sem yrði
á milli verðs á innlendum
vörum og launa, og launa
ýmissa tegunda launþega inn-
byröis. Yfirleitt virðast menn
hafa hugsað sér, að lækkun
launa og afurðaverðs yrði
hlutfallslega jafnmikil, og
kæmi þá hin raunverulega
tekjurýrnun fram, sem
minnkandi kaupmáttur gagn-
vart' erlendum vörum, e.n
hlutfállið milli tekna þessara
stétta yrði það sama og áður,
nema að því leyti sem neyzla
þeirra skiptist mismunandi
milli- innlendra og erlendra
vara. í viðbót við þessa tekju-
rýrnun yrðu svo þessar
stéttir e'nnig að taka á sig
skellinn af gróða þeim, sem
fjármagnseigendur fengju af
verðhjöðnuninni.
María J. Knudsen
Frh. af 3. síðu.
nám, og er hún kom heim,
gerðist hún gjaldkeri hjá
Sambandi íslenzkra sam-
vinnufélaga 1920 og síðan
bókari og starfaði þar til
1946.
María var ágæt móðir og
húsmóðir, og traustur og
skemmtilegur vinur og félagi.
Ragnheiður Möller.
Félagslíf
Farfuglar
Ath: — Skemmtifundurinn
verður á föstudagskvöldið 6.
sept., ekki í kvöld (fimmtu-
dag)- Nefndin.
Frjálsíþróttanámskeið K.R.
hefst á Íþróttavellinum n. k.
föstudag kl. 6 e. h. — Þeir,
sem ekki geta mætt kl. 6,
komi kl. 7.30- — Kennarar
eru Jens Magnússon, Jón
Hjartar og munu einnig leiri
frjálsíþróttamenn félagsins
aðstoða. — Fjölmennið á
námske;ðið.
Stjórn K. R.
Stjórnmálarabb
Frh. af 4. síðu.
hann fyrirlítur af hjarta, það
er sannleikurinn og fólkið.
Alveg er það efalaust að eng-
inn maður liefur komizt lengra
en þessi postuli ósannsöglinnar
og mannfyrirlitningarinnar, —
Jónas Jónsson heitir hann —
í að draga íslenzka stjórnmála-
baráttu niður fyrir það sem
sæmilegt getur talizt. Það er
hreint eklci ósennilegt að í
margra ára höggorustu Valtýs
við Jónas haf hann tileinkað sér
Jónasar aðfcrðirnar, og má
þar vissulega segja að þeirri or-
ustu hafi lokið með þeim hætti! hlaðinu.
að Jónas hafi fallið en Valtýr
beðið ósigur.
En það er hægt að hugsa sér
hinn möguleikann að Valtýr sé
ekki betur gefinn og ekki betur
upplýstur en það að hann trúi
sjálfur öllum þvættingnum, sem
hann lætur blað sitt flytja um
sósíalista, en þá er ekki til
vesælli maður en Valtýr, eða
hver er vesælli en sá sem auð-
mjúkur kemur að knjám land-
ráðamanna og biður um sam-
starf?
Það skiptir náttúrlega ekki
mjög miklu máli hverskonar
menn Valtýr og sveinar lians
eru, það er nóg að gera sér ljóst
Ur borginni
Nælurlæknir er í læknavarð
stofunni, Austurbæjarskólanum
sími 5030.
Næturvörður er í Ingólfsapc-
teki.
Næturakstur: B. S. R. Sími
1720.
Sósíalistar
og aðrir velunnarar Þjóðviljans
eru vinsamlega beðnir aö
hjálpa til að útvega nú þegar
börn til að bera blaðið til á-
skrifenda. Hverfin sem vantar
í eru auglýst á öðrum stað i
fílaó Verkamannafélagsins
Dagsbrún
kom út í gær, Sú meinlega
villa liefur slæðzt inn i grein
blaðsins um esperanto að sagt
er, að 30% íslenzku þjóðarinn-
ar hafi látið þá ósk í ljós viö
sameinuðu l)jóðirnar, að þær
tækju upp esperanto í sam-
bandi við starfsemi sína. Þetta
er ekki rétt. 1 stað 30% á að
standa 3%. Þetta eru lese'ndur
blaðsins beðnir að taka til at-
hugunar.
Kvenréttindaf élagskonur
eru beðnar að mæta í Dóm-
kirkjunni kl. 2 í dag, við útför
Berjaferðir
Fulltrúaráð verklýðsfélag-
anna í Reykjavík efnir til
berjaferða á fimmtudag, og
næstu dag-a þegar veður leyf-
:r. Farið verður frá Bifreiða-
stöðinni Bifröst við Hverfis-
götu kl. 1 e. h.
Fulltrúaráð verklýðsfé-
laganna í Reykjavík-
Daglega
NÝ EGG, soðin og hrá.
Kaffisalan
HAFNARSTKÆTI 16
Munið
Kaffisöluna
Háfnarstræti 16
Ferðaskrifstofan
efnir til eftirtaldra skemmti-
ferða um helgina:
Laugardagseftirmiðdag: —
Farið til Krísuvíkur — Kleif-
arvatns.
Laugardagseftirmiðdag: —
Berja- og skemmtiferð upp í
Hvalfjörð.
Sunnudag: — Farið til Gull
foss — Geysis — Brúarhlaða
— Skálholts — Þingvalla.
að þeir eru ósköp auðvirðilegir. | Maríu J. Knudsen.
TILKYNNING
um greiðslu kjötuppbóta í Reykjavík fyrir
ir tímabilið frá 20. 12. 1945 til 20. 9. 1946.
Kjötuppbætur fyrir ofangreint tímabil
féllu í gjalddaga á manntalsþingi Reykja-
víkur, 31. júlí 1946, samtímis þinggjöldum
þessa árs, og var samkvæmt heimild í lög-
um nr. 37. frá 29. apríl 1946 skuldajafnað
við þinggjöld hlutaðeigandi.
Þeir sem eiga inni kjötuppbætur eða
hluta af þeim, eftir að skuldajöfnuðurinn
hefur farið fram, fá bréflega tilkynningu
um það og eru beðnir að vitja inneigna
sinna hingað í skrifstofuna, er þeir hafa
fengið bréfið.
Fyrstu tilkynningabréfin voru send út
í dag. Verður útsendingu haldið áfram
daglega og henni væntanlega lokið um miðj-
an þennan mánuð.
Menn eru beðnir að hafa tilkynningar-
bréfið meðferðis er þeir vitja uppbóta sinna,
ella geta þeir búizt við að fá ekki afgreiðslu.
Reykjavík, 5. sept., 1946.
Tollst jóraskrifstofan,
Hafnarstræti 5.
Ferðafélag íslands
ráðgerir að fara skemmti-
og berjaferð ' kring um Þing-
vallavatn næstk. sunnudag.
Lagt verður af stað kl. 9 á
sunnudagsmorguninn og ek!ð
austur Mcsfellsheiði um þing
völl austur með vatninu. nið-
ur Grímsnes, y-fir Sogsbrúna,
upp Gxafning og til Reykja-
víkun -1- Farið í berjamó þar
•sem gott ber.jaland er-
‘ * Farmiðar séu teknir • fýrir
'kl. 6 á föstudag í skrifstofu
j i Kr. Ó. Skagf jörðs, Túng. 5.
Nokkrar stúlkur
geta fengið fasta atvinnu við af-
greiðslustörf í mjólkurbúðum vor-
um.
Upplýsingar í skrifstofu vorri.
MJÓLKURSAMSALAN