Þjóðviljinn - 04.10.1946, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 04.10.1946, Blaðsíða 1
11. árgangur. Föstudagur 4. októfcer 1946. 225. tölublað. Æ, F. R, Aðalíundur félagsins vcrður haldinn í kvöld, 4. okíóber að Þórsgötu 1 kl. 8,30 e. h. — Dagskrá venjuleg aðalfundar- störf. Fjölmennið stundvíslega á fundinn. Stjórnin. r Þjóðvarnarfélagið, Alþyðusambaiid Islands, Bandalag íslenzkra listamanna r og Iðnnemasamband Islands boða til fundarins Fundurinn verðnr Imii m tóst il. 6,15 a k Sókn þjáðannnas g@gn aisali íslenzkra lands- zéltinda — gegn hezsiöðvasamningi Ólafs Tlieirs — ier dagvaxandi. Þjóðvamarfélagið. /llþýðnsamhand íslands, Bandalag íslenzkra lisiamanna og Iðnnemasamband Islands boða lil almenns borgaraíundar við Mið- bæjarskólann kl. 6,15 í dag til að ræða hersiöðva- samning þann sem nú liggur fyrir Alþingi og krefj- asi þess að þjéðaratkvæðagreiðsla verði látin fara fram um hann. Að fundinum loknum verður farin hópganga heim fil farsætisráðhezra, Ólafs Thors, og honum iærðar ályktanir fundarins. Nefndarsiörfum á friðar- ráðstefnunni lýkur á morgun Utanríkisráðherrar f'mm- veldanna komu saman á fund í París í gærkvöld, til að greiða fyrir því að nefndar- störfum á friðarráðstefnunni gæti orðið lokið á tilsettum tíma á morgun. Síðan eru ráðstefnunni allri ætlaðir 10 dagar til að afgreiða friðav- samningana til utanríkisráð- herranna. Rétt fyrir dögun í gærmorgun lauk fundi nefnd ar þeirrar, sem hafði Trieste til meðferðar og var mála- miðlunartillaga Frakka sam- þykkt með 14 atkv. gegn 6. Sovétfulltrúinn taldi, að geng ið væri á lýðræðisréttindi Triestebúa með' völdum þeim, sem landstjóranum eru veitt. Tillaga Bandaríkjanna um að lækka skaðabótagreiðslur Ungverja var felld. Þjóðvarnarhreyfingin eflist dag frá degi. Þvd nær sem dregur að því að Alþ. taki her stöðvasamninginn til umræðu á ný, því fastar fylkja íslend ingar úr öllum flokkum og stéttum sér saman' gegn of- beldi þeirra fáu manna sem ætluðu sér að knýja fram samþykkt herstöðvasamn.ngs ins í þinginu, án þess að þjóð 'in fengi að segja álit sitt. Borgarafundurinn sem þjóð varnarfélagið, Alþýðusam- ■bandið, Bandalag íslenzkra listamanna o. fl. boða til í dag er sönnun þess að ís- lenzka þjóðin stendur ein- huga um að afsala engum íslenzkum landsréttindum 1 hendur erlendu stórveldi, að bað er krafa íslendinga að engir slíkir samningar séu gerðir án þess að þjóðin fái sjálf að fella sinn dóm við þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef 27 þingmenn ætla að sýna það ofbeldi, að sam- þykkja herstöðvasamning Ól- afs Thors, án þess að verða við kröfunni um þjóðarat- kvæðagreiðslu- hafa þeir þar með gerzt svikarar við öll lof orð sem þeir gáfu fyrir kosn ingarnar í sumar, — gerzt svikarar við þjóðina, sem verða fyrirlitnir svo lengi sem þetta land er byggt ís- lenzkum mönnum. Krafan um þjóðaratkvæða- greiðslu er krafa þjóðarinnar og þingmennirnir eru þjónar hennar en ekki herrar. Borgarafundurinn hefst við Miðbæjarskólann kl. 6.15 e.b. í dag og það er einlæg ósk allra aðila sem að fundinum standa, að allir sem fundinn sækja sýni fullkomna ró, still ingu og festu. Byrnos ræðir ntanríkis- mál Byrnes utanríkisráðherra flutti ræðu í París í gær um utanríkismálastefnu Banda- ríkjanna. Hann hvaðst Stalin sammála um, að engin hætta væri á styrjöld, þar sem eng in ríkisstjóm vildi stríð. — Hann hvaðst vona, að sá orð- rómur yrði kveðinn niður að Bandaríkin ögruðu Sovétríkj- unum með kjarnorkusprengj- unni. Hann endurnýjaði til- boð sitt frá í sumar um 40 ára sáttmála Bretlands, Bandarikjanna, Sovétríkj- ■anna og Frakklands um að tryggja afvopnun Þýzkalands. Vezðiag hækkar, kaup lækkar í Bandarikjunum 17 konur og höra íarast í j ilugslysi Af 39 mönnum sem fórust í flugslysi í Nýfundnalandi í gær voru 10 eiginkonur Bandaríkjahermanna í Þýzka landi og 7 böm þeirra. Flug- vélin var af Skymaster-gerð John Steelman, verðjöfnun arstjóri Trumans forseta, sagði í Washington í gær, að í Bandaríkjunum væru betri lífskjör möguleg fyrir almenn ing, en nokkur þjóð hefði áð- ur þekkt. Þrátt fyrir þetta kvað hann hagskýrslur sýna, að meðan afrakstur af land- búnaði, og gróði af fram- leiðslu hefði aldrei verið meiri, þá hefði verðlag farið ört hækkandi og kaupmáttur launa minnkað. andadkjamemi feyggja flotastöð Síi Varnarlína Bandaríkjanna í Kyrra- Hafi færð út um 48000 kílómetra Yíirforingi Bandaríkjaílota á Kyrrahafi hefur skýrt frá því, að Bandaríkin ætli að reisa öflugar flotastöðvar á Aleutaeyjum útaf strönd Síberru og á Guam í Maríanaeyjum mitt á milli lapan og Nýju Gíneu. Með þessu færa Bandaríkin varnarlínu sína í Kyrrahafi út um 4800 kílómetra og gera það raun- verulega að bandarísku yfirráðasvæði allt að strönd- um Asíu og Ástralíu. Flotaforinginn kvað stöðv- Rjúkjúeyjaklasanum og þar ar þessar eiga að vera aðai- verði reist flotastöð. — Þá stöðvar Kyrrahafsflotans í, hafa farið fram samningsum- framtíðinni. {leitanir milli Bandaríkjanna Auk þessara aðalstöðva, hef {°S Ásíralíu.°g Ný^’sjálands ur Bandaríkjaíloti aflað sér! stöðva enn vestar á Kyrra- hafi. Þannig fengu Banda* ríkin rétt til flotastöðva á Filippseyjum, er eyjarnar voru gerðar að lýðveldi s. 1. sumar. Flotastjórnin hefur einnig lagt til, að Bandaríkin leggi undir sig Okinawa íi um flotastöðvar Kyrrahafi. á Suður- Fimm milljón manna her Það er ekki einungis ban "^ ríski flotinn sem færir út kvíarnar, herinn vill ekki Framh. á 8. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.