Þjóðviljinn - 04.10.1946, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 04.10.1946, Blaðsíða 5
Föstudagur 4. október 1946. ÞJÓÐVILJINN 6 Hvert stefmim við í utanríkis- málum? Það hefur löngum þótt lífs- nauðsyn hverri þjóð, jafnt stórri sem smárri, að fylgja ákveðinni stefnu í utanríkis- málum. Atburðir líðandi stund ar eru þá metnir eftir því, hvort þeir samrýmast þeirri meginstefnu, sem þjóðin fylgir á vettvangi alþjóðamála. Al- kunnugt er, að forustumenn stórvelda allra alda hafa ætíð talið það meðal sinna veiga- mestu verkefna að ákveða ut- anríkismálastefnuna, og gengi eða gengisleysi stórveldanna má ætíð að verulegu lcyti rekja til þess, hversu viturleg er sú utanríkismálastefna, sem þau fyigja. En þetta á ekki síður við um smáríkin en þau stóru, og þeim smæstu meðal hinna smáu, okkur Islendingum er það blátt áfram lífsnauðsyn að fylgja ákveðinni utanríkismálastefnu og meta og vega atburði hvers tíma út frá því sjónarmiði, hve vel þeir samrýmast lieildar- stefnunni. Fyrsta spurningin, sem svara verður, áður en utanríkismála- stefnan er mótuð, er þessi: Við hvaða þjóðir er æskileg- ast, að við höfum samband, og koma bæði til greina menning- ar- og verzlunarsambönd. Þessari spurningu er auð- svarað. Það er hafið yfir allan efa, að okkur er eðlilegast og holl- ast að tengja menningarsam- bönd okkar fyrst og fremst við Norðurlandaþjóðirnar, og þar næst þjóðir Vestur- og Mið- Evrópu. Hvað verzlunarmálin snertir, er augljóst að Vestur- og Mið- Evrópa og þar næst Suður-Ev- rópa, hljóta að verða oklcar að- almarkaðssvæði. Hin söniu lönd að viðbættum Norðurlönd um munu selja okkur flestar eða allar þær vörur, sem við þurfum að kaupa. Þannig verða það hinar sömu þjóðir, sem við eigum okkar meginviðskipti við, bæði á sviði verzlunar og menningar. Það er bamaskap- ur, sem sumir virðast haldnir af, að mikil viðskipti muni verða milli íslands og Banda- ríkjanna í framtíðinni. Við- skipti þessara landa er stríðs- fyrirbæri, fyrirbæri sem vegna fjarlægða milli laridanna, og framleiðshjhátta, hlýtur að liverfa að mestu þegar við- skiptalífið kemst í friðartíma- liorf. Stefnu okkar í utanríkismál- um eigum við því að byggja upp á þcim grundvelli, að við munum skipta fyrst og fremst við Norðurlandaþjóðirnar, þjóð ir Vestur- og Mið-Evrópu, og þjóðir Suður- og Austur-Ev- rópu að nokkru. Allar þessar þjóðir eiga líf sitt og tilveru undir því, að friður haldist í heiminum, og frumskilyrði þess er bætt sam- búð stórveldanna, og þá eink- um Bandaríkjanna og Sovét- þjóðanna. Grundvallar atriðið í utanríkisstefnu þessara þjóða ætti því að vera að forðast, eins og heitan eld, að gefa sig beint eða óbeint á vald öðru hvoru þessara stórvelda. Gangi einhver þeirra í „blokk raeð öðru hvoru stórveldinu, er sú hin sama þjóð að stuðla að því, sem henni er hættulegast, að skipta heiminum upp í tvo fjandsamlega hluta. Það er hlutverk íslendinga, og þeirra þjóða, sem þeir eiga helzt sam leið með að koma í veg fyrir, að heimurinn skiptist í tvær fjandsamlegar „blokkir“. Þetta hlutverk rækja þær því aðeins, að þær ljái hvorugu lrinna miklu stórvelda nokkurn fang- stað á sér, en reki sjálfstæða raunhæfa utanríkisstefnu. Með samningi Ólafs Thors við Bandaríkin er ísland að snúa baki við þeirri utanríkis- stefnu, sem það á áð reka. Það er að gerast liður í hernaðar- kerfi stórveldis, það er að styrkja öfl úlfúðar og ófriðar. Það er að svíkja þá stefnu, sem það og helztu viðskiptalönd þess ættu að fylgja, sjálfra sín vegna og mannkynsins vegna. Aðalfundur Sam- bands ísl. karlakóra Aðalfundur Sambands ísl. karlakóra var haldinn að Fé- lagsheimili verzlunarmanna, föstudaginn 20. september. Formaður sambandsins, — Ágúst Bjarnason, flutti skýrslu um liðið starfsár. — Hafði framkvæmdaráð eink- um látið tvö mál til sín taka, .söngför Utanfararkórs SIK og ráðningu söngkennara. — Hafði framkvæmdaráði tekizt að ráða sænskan, söngkenn- ara, herra Gösta Myrgart tón- listarstjóra í Eslöv og byrjaði hann söngkennslu á vegum sambandsins í byrjun sept- ember. Herra Myrgart er gagnmenntaður og fjölhæfur tónlistarmaður og væntir sambandið mikils af starfi hans. í fram’-væmdaráð voru kosnir, f orm aður Ágúst Bjarnason og ritmi sr. Garð- ar Þorsteinsson, báðir endur- kosn'r. Gjaldkeri var kosinn Óskar Sigurgeirsson, en frá- farandi gjaldkeri, Árni Bene- diktsson baðst undan endur- kosningu. Meðstjórnendur voru kosnir þeir Guðmunduv Gissurarson, Hafnarfirði, sr. Páll Sigurðsson, Bolungavik. Þormóður Eyjólfsson, Siglu- firði og Jón Vigfússon, Seyð- isfirði. Söngmálaráð skipa söng- stjórarnir Jón Halldórsson, formaður, Ingimundur Árna- son og Sigurður Þórðarson. Aðalfundur þakkaði for- göngumönnum söngfarar Ut- anfararkórs SIK dugnað við undirbúning og framkvæmd söngfararinnar, sem fundur- inn taldi að orðið hefði sam- bandinu til mikils sóma. fólk“ í amerísk- um blöðum „Sjálfstætt fólk“ eftir Hall- dór Kiljan Laxness fær ágætar viðtökur í Ameríku. 1 „The New York Times Book Review“ var lýlega á fremstu blaðsíðu ýt arlegur og mjög lofsamlegur ritdómur um bókina, efni henn ar rakið vandlega og sagt nokk uð frá höfundinum og öðrum ritum hans. Ritdómarinn bend ir sérstaklega á að þjóðfélags- gagnrýni höfundarins beri ekki skáldskapinn ofurliði, eins og oft eigi sér stað um ameríska höfunda sem skrifi um skyld efni. I blaðinu ,,P.M.“ hefur og staðið mjög rækilegur ritdcm- ur um bókina, með fyrirsögn- inni „Loksins góð saga um bóndann á jörð sinni.“ Ritdóm- arinn dregur dár að hinum al- gengu rómantísku bændalýs- ingum, og segir að H. K. L. hafi dregið upp „bónda sem geri út af við alla bændur í skáldsögum" með þessari lýs- ingu á fátæka einyrkjan- um, sem er þræll Lrúar sinnar á sjálfstæðið, manninum sem er svo þrákelknislega sjálfum sér nægur að það er blátt á- fram skelfilegt. Ritdómarinn hælir H. K. L. fyrir næman skilning á persónum sínum, lífskjörum þeirra og sálariífi. þekking höf. er svo mikil „að hver blaðsíða kemur lesandan um á óvart og eykur löngun hans í meira“ . . „Lesandanum finnst að hér sé enn milcill forði ónotaður, að höfundurinn eigi enn mikið ósagt, ef tími væri til, en þáð er einkenni mik illa skáldsagnahöfunda“. — Loks má geta þess að útgef- andi bókarinnar í Ameríku segir í auglýsingum að hann hafi gefið út skáldsögur eftir sjo Nóbelsverðlaunahöfunda og leggi H. K. L. að jöfnu við i þá beztu þeirra, en í smágrein i New York Times er þetta lagt svo út, að nú sé sannarlega orð- ið óhætt að veðja á H.K.L sem Nóbelsverðlaunaskáld næsta árs þar sem fjórir þessara höfunda hafi þar að auki verið Norður- landabúar! Ný framhaldssaga Sagan um Gottlob hoitir hin nýja framhaldssaga, sem hefst í blaðinu í dag. Höfundur henn ar, Torolf Eistér, er norskur og kominn af mikilli bókmennta ætt. En þrátt fxuir það hefur hann eklci spreytt sig á stórum vcrkum, heldur haldið sig við hálfgildisreyfara. Hefur verið sagt um hann, að það sé ef til vill af mótþróa gegn bók- menntadýrkun ættarinnar, að hann tók sér Sven Elvestad til fyrirmyndar, það skáld, sem gerði allt, sem í þess valdi stóð til þess að eyðileggja snilligáfu sína, en beið mesta skipbrot lífs síns, þegar það tókst ekki. Sagan um Gottlob segir frá því, að stórt lystiskip ferst, og sjö manseskjur komast í björg Jakob Benediktsscm: Hvaða gögn eru það, sem þing- menn einir þekkja? I nefndaráliti meirihluta ut- anríkismálanefndar hafa lög- vitringar þeir sem að samn- ingsuppkastinu standa lagt fram skilning sinn á því og reynt að rökstyðja hann. Flest af því sem þar er flutt er orðið svo alkunnugt og marghrakið í um- ræðum síðustu daga að þarf- laust er að eyða frekari orðum að því. Hitt er eftirtektarvert að jafnvel í þessu plaggi koma veilurnar í málstað samnings- mannanna skýrt fram í loönu orðalagi og beinum mótsögnum við eigin staðhæfingar þeirra. 1) I nefndarálitinu segir: „Um þau flugför og áhafnir, sem á vellinum lenda í sam- bandi við herstjórn Bandarílcj- anna og eftirlit í Þýzkalandi giida sérreglur (leturbr. hér). A. m. k. sumt af þeim flugför- um mundi verða hernaðarvélar, og felst í 3. málsl. 4. gr. (áð- ur 5.), að um þær og áhafnir þeirra fari að alþjóðalögum (lcturbr. hér), en þar eru sett- ar ýtarlegri reglur um þetta efni, og er elcki fært að lúta öðrum reglum en þeim, ef menn á annað borð vilja leyfa {íessum vélum hér viðkomu (leturbr. hér)“ En hvað segir nú umrædd málsgrein? „Taka skal sér- stakt tillit til sérstöou slíkra fiugfara og áhafna þeirra, hvað snertir tolla, landvistar- leyfi og önnur formsatriði." Hvernig í ósköpimum á þetta að þýða að hcr eigi.að fara að alþjóðalögum? Og hvernig má það samrímast, aö um þessi flugför gildi sérrcglur og jafn- framt að með þau eigi að fara að alþjóðalögum, þeim einu lög- um sem fært, er að lúta, eins og nefndarálitið tekur sjálft fram? Spyr sá sem ekki veit. 2) Nefndarálitið gerir lítið úr hættunni, sem af samningnum geti stafað, og notar um það digurbarkaleg orð. Samt hefur höfundum þess ekki tekizt að kæfa með öllu ugginn í eigin brjósti: „Því miður hefur þjóð- in oft orðið að þola verri raun en þessa og þó haldið þjóðerni sínu og svo mun enn verða.“ En hvernig er þá hægt að segja í sömu andránni: „Samnings- frumvarpið er íslendingum í flesta staði haglcvæmt, og gild- istími þess rnjög takmarkaður. Ef út af ber, er því auðvelt að losna skjótlega undan samn- ingnum, þegar reynslan liefur kveðið upp sinn dóm.“ Ó, heil- aga einfeldni! Ef það kemur í Ijós á næstu 6 árum að Banda- ríkin nota sér ákvæoi samn- ingsins íslendingum í óhag, halda þcssir menn þá að auð- veldara verði að fá hagstæðari samning eftir 6y2 ár en nú? Hver getur þá spáð nokkru um þá raun sem slíkur samningur getur baliað íslenzku þjóðinni? 3) Nefndarálitið færir þau ein rök gegn þjóðaratkvæða- greiðslu um málið, að með upp kastinu sé ekki skertur réttur þjóðarinnar yfir landi hennar, og að þingmenn einir hafi að- gang að öllum gögnum, sem úrslitum hljóti að ráða. Hvaða gögn eru það sem þingmenn einir þckkja og elcki hafa ver- ið lögð fyrir þjóðina? Sanna þau staðhæfingar nefndarálits- ins um að hér sé í engu skert- ur róttur íslendinga, eða sanna þau þann almenna grun að hér sé um úrslitakosti að ræða? Ef slík gögn eru til, hvcrs vegna má þá ekki leggja þau fyrir dóm almennings? unarbát. Þær drepa tímann og kuldann með því að segja sög- ur. En það undarlegasta við þessar sögur er hvernig þær fléttast saman, og hvernig líf þessara 7 skip'Sbrotsmanneskja fléttast i.m í þær. Og allt er þettr, citthvað í sambandi við hinn sænska stjórmálabragða- I ref og iðnaðarlcóng Straum. Sögurnar eru geysilega spenn andi frá upphafi til enda. — Fylgist með strax. uíjlfíWíijj^r Einhver pennadólgur sem sjálfur velur sér virðingar- heitin „dulbúin kjaftatuðra‘k og ,’kjaftatífa sem aldrei hef' ur þorað að láta nafns síns ge tið“ gerir herstöðvamá lið að umtalsefni í Morgunblað- inu í gœr með venjulegri moggaskynsevii. Rökvísi hans minnir á samtal sem tveir Reykvíkingar áttu með sér á förnum vegi fyrir skömmu og var á þessa leið: — Hvað álítur þú um samn ing Ólafs Thors? — Kommúnistar eru auð- sveip leiguþý erlendra valds- manna: — Finnst þér samningur- inn ekki vera undarlega loð- inn, ganga á rétt íslendinga í flestum greinum og tengja ísland hernaðarkerfi Banda- ríkjanna? — Þjóðviljinn er gefinn út fyrir rússneskar rúblur. — Finnst þér-ekki eðlileg- ast að íslendingar reki sjálf- ir flugvelli sína og veiti sið- an öðrum þjóðum, þar á með at B xndaríkjunum, þau lend- ingarréttindi sem þcer þurfa á að halía? — Rússar drepa smábörn og nauðga konum. — Þér hlýtur þó að finn- ast sanngjar^t að þjóðin fái sjálf að greiða ' atkvæði um slíkt mál sem varðar örlög hennar á ókomnum tímum? — Stalín er morðingi og bankaræningi. Þeir menn sem þannig skrifa og tala hljóta annað tveggja að vera mjög heimsk ir eða algerlega rökþrota,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.