Þjóðviljinn - 05.10.1946, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.10.1946, Blaðsíða 4
4 ÞJÖÐVUlJINN Laugardagur 5. október 1946. þJÓÐVILJINN Útgetandi: Sameinlngarflokkur alþýðu — SósíalistaflokKurlon Ritstjórar: Kristinn E. Andrésson, Sigurður Guðmundsson, áb. Fréttaritstjóri: Jón Bjamason. Ritstjómarskrifstofur: Skólav örðust. 19. Símar 2270 og 7500 (eftir kl. 19.00 einnig 2184). Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, siml 2184. Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 6399. Prentsmiðjusími 2184. Askriftarverð; kr. 8.00 á mánuði. — Lausasölu 50 aurar eint Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. Hin miklu svik Þegar Bandaríkin báðu íslendinga um herstöðvar á þrem tilgreindum stöðum til langs tíma fyrir ári síðan, vantaði þau ekki talsmenn að baki stjórnmálatjaldanna. Sannleikurinn er sá, að meirihluti ,,ráðamanna“ þjóð- arinnar vildi láta herstöðvarnar. En hér var hængur á: kjörtímabilið var á enda, kosningar fóru í hönd og þjóðin var minnug sjö alda frelsisbaráttu, sérhver þingmaður, sem léð hefði landsafsali atkvæði veturinn 1945—1946, átti víst, að falla með smán vorið 1946. Þess vegna var landa- kröfum Bandaríkjanna drepið á dreif. Það var þjóðin, sem hratt þeim af höndum sér. En þjóðinni voru brugguð launráð. Á bak við tjöldin voru undirbúin mestu svik, sem um getur í sögu Islands. Það var Ólafur Thors, utanríkismálaráðherra, og hjálpar- lýður hans, sem ákváðu að svíkja ættland sitt í tryggðum. Hánn fékk því til leiðar komið, að Bandaríkin létu nið- urfalla kröfur sínar „í bili“, eins og það var orðað, en jafn- framt fullvissaði hann þau um, að eftir kosningar gæti hann komið í gegn samningum, sem þau og hann mættu við una. Með þessu móti fékk hann Bandaríkin til að falla frá kröf- um um herstöðvar ,,í bili“. * Svo hófst kosningabaráttan. Allur hinn mikli skari frambjóðenda barði sér á brjóst og sór og sárt við lagði, að aldrei mundi hann ljá neinu erlendu ríki fangstaðar á ís- lenzkri grund, hvorki í smáum stíl né stórum. Ein var þó undantekning, það var Jónas Jónsson, og hefur það nú gerzt til tíðinda, að hann er orðinn heiðarlegastur í hópi landsölumanna. Þjóðin treysti yfirlýsingum frambjóðendanna. Henni kom ekki í hug, að í hópi þeirra væru menn, sem færu með svikum, og hún kaus 51 þingmann til að standa gegn af- sali landsréttinda og herstöðvum, í hvaða mynd sem væri. En kosningaloforðin voru ekki fyrr hljóðnuð á vörum Ólafs Thors en hann tók að undirbúa framkvæmd hinna ráðnu svika. Hann hóf leynilega samningagerð við fulltrúa Bandaríkjanna á þeim grundvelli, sem hann hafði ákveð- ið og lofað fyrir kosningar, grundvelli, sem hann treysti sér ekki til að standa á frammi fyrir kjósendum fyrir kjördag, því hann vissi, að þá mundi hann og flokkur hans gjalda. afhroð I DAG Á AÐ SAMÞYKKJA SVIKIN Á ALÞINGI. Nú er sá tími liðinn að dómi thórsaralýðsins, að fresta þurfi málinu ,,í bili“. I dag eru f jögur ár til kosninga. í dag treystir Ólafur Thors og félagar hans því, að stórir atburð- ir renni í gleymskunnar haf á f jórum árum. Á þessum fjórum árum verða blöð forheimskunarinnar látin kyrja nótt sem nýtan dag óminnissöng í trausti þess, að árið 1950 kjósi þjóðin enn á ný þá fulltrúa til þings, sem árið 1946 gengu til kosninga með ráðin svik í huga. snars Frh. af 3. síðu. vel þótt ýmsir þeirra, er hana felldu, vildu taka upp samninga að nýju. Nú skal athuga einstök atriði, sem í þessum samningi felast. 1. Ákvörðun um hagnýtingu íslenzku flugvallanna Með þessum samningi er lagt til að ákveða stefnu íslands um aðalflugveilina og hagnýtingu þeirra. Þetta átti að gerast á.n þes£ að leita til íslenzku f-lug- málastjórnarinnar og án þess að gefa sérfræðingum hennar kost á að rannsaka þessi mál til fulln ustu, m. a. sjálfan Keflavikurflag völlinn, og leggja til, hvernig þessum málum yrði haganlegast, fyrir komið. Alþingi átti síðan að ákveða stefnuna í málum þess um í umræðum um samning við erlent stórveldi, þar sem hei.zt mátti engum stafkrók breyta, og miða þannig lausn þessa máls. við hagsmuni eða nauðsyn þess, | en ekki fyrst og fremst með, þarfir og hag fslands fyrir aug- um. Það liggur í augum uppi, að við ákvörðun um hagnýtingu að- alflugvallanna í framtíðinni verða íslendingar að geta farið eftir því, sem þeir að vel athug- uðu miáli álíta heppilegast fyrir sjálfa sig, en ekki láta herþarf- ir erlends stórveldis ráða. Flugmálasérfræðinigar íslenzka ríkisins iýsa í skýrslu flugmála- stjórnarinnar skoðunum sínum á þessum málum. Sú skýrsla er prentuð hér sem f-ylgiskjal I. Til lögur þeirra þurfa að ræðast og ákvarðanir að takast með hlið- 'sjón af möguleikum og þörfum fslands til þátttöku í millilanda- flugi. Með samþykkt þessa sanm ings væri í rauninni erlendu stór veldi falin lausn málsins. Þann- ig (y.-ga íslendingar ekki að á- bveða um mál sín. 2. Ákvörðun um sérleyfi handa síjórn erlends ríkis til þess að reka almenna flughöfn á Islandi Þá átti ennfremur að ákveða með 3. gr. að veita stjórn er- lends ríkis sérleyfi til rekstrar almennrar (civil) flughafnar á íslandi, og hefur Bandaríkja- stjórn þegar gefið út opinbera tilkynningu um slíka flughöfn í Keflavík, án samþykkis íslend- inga. Til slíks sérleyfis mun þurfa lög hér á landi, en eigi hef- ur verið gert ráð fyrir þeim í þessu sambandi. Nú hafa fylgjendur uppkasts- ins fallið frá þessari tillögu. — Virðist þó allt á huldu um, hvem ig þeir hugsa sér reksturinn. Er þetta enn eitt dæmi um fljót- ræði það, sem átt hefur sér stað um mál þetta. 3. Ákvörðun um sérleyfi fyrir stjórn Bandaríkjanna til þess að nota Keílavíkurflugvöllinn fyriv herflugvélar Það á að ákveða að veita Bandarikjunum sérleyfi til lend- ingar og viðdvalar fyrir herflug- vélar. Aðspurðir hafa fylgjendur samningsins í nefndinni játað, að hér væri um herflugvélar að ræða. Nú liggur það í augum uppi, að ef ríkisstjórn íslands á 'ið geta framkvæmt nokkuð, sem heiti eftirlit með því, að Banda- ríkin noti þennan rétt einvörð- ungu sakir nauðsynja setuliðs síns í Þýzkalandi, þá þyrfti að afla vitneskju um, hve miklar væru eðiilegar -þarfir þess vegna, hve margar herpóstflug vélar og hermannaflutningavélar þyrfti að meðaltali að senda á ákveðnu tímabili og hvort nokk ur þörf væri til þess, að vopnað- ar flugvélar, sprengjuflugvélcr og aðrar, þyrftu að lenda þarna sökum þessa. Þær upplýsingar, er Bandaríkjastjórn gæfi í þess- um efnum, hefði síðan íslenzka ríkisstjórnin rannsakað til hlítar. Ekkert af upplýsingum um þessi mál lágu fyrir utanrikis- málanefnd, né fengust, þó að farið væri fram á þær. Það er óhæfileg afgreiðsla á samningi þessum að samþykkja hann án allra slíkra upplýsinga og rann- sókna. Slíkt mundi iafngilda því, í reynd að selia Bandaríkjastjórn sjálfdæmi um hagnýtingu vallar- ins, en afnema raunveruleg yfir ■ ráð íslendinga yfir honum. Alveg eins og rétt hefur þótt að fá yfirlýsingu Bandaríkja- stjórnar um, að starfslið hennar þurfi ekki að fara upp úr 600 manns, þótt varlegra hefði verið að setja slíkt hámark í samn- inginn og ákveða, hve ört minnk andi það færi, — eins hefði þurft að fá yfirlýsingar um, hve mikið hún hyggðist að nota völlinn, hvaða mannvirki og tæki hún þyrfti þar, svo að íslendingar vissu fyrirfram, um hvað þeir semdu. Þar sem allar slíkar upplýs- ingar vantar, þá er samningur- inn, lika frá sjónarmiði þeirra, er kynnu að vilja veita Banda- rikjunum þennan ákveðna rétt, er þau fara fram á, og hann einan, svo ónákvæmur og illn undinbúinn, að ófært er að sam- þykkja hann og mundi gefa til- efni til endalausra árekstra, deilna og kæra, ef samþykktur yrði, svo óljós sem hann er, og jafnframt gefa stjórn Banda- ■rikjanna aðstöðu til að færa sig upp á skaftið í krafti óljóss orðalags. Auk þeirra aðalraka, sem ég áður hef tekið fram um hættuna af því að veita herflugvélum Bandaríkjanna sérréttindi á Keflavíkurflugvellinum, þá ætti því bara vegna frágangsins á þessu aðalatriði að fella samning 4. Skattfrelsi og tollfrelsi fyrir borgara ákveðins ríkis Samkvæmt samningnum er á- kveðið, að starfslið Bandaríkj- anna skuli skattfrjálst og ekki megi leggja tolla á neitt það, er Bandaníkin flytja hér inn í sam bandi við framkvæmd samnings þessa. Með þessu ákvæði er höggvið enn eitt skarð í algert fullveldi Íslands og starfslið Bandaríkjanna gert að sérrétt- indastétt meðal útlendra og inn- lendra borgara, sem dveljast á íslenzkri grund. Er ákvæði þetia að öllu leyti andstætt íslenzkum hagsmunum og ber greinilega á sér merki þess, að voldugur aðili knýr fram hagsmuni sína í ber- höggi við vora hagsmuni. Til þess að þetta ákvæði öðlist gildi, þarf lög. Ekki er frumvarp þess efnis enn fram komið. ★ Þannig mætti lengi telja atriði þessa samnings. Hvert um sig mundi útheimta betri rannsókn í nefnd en málið hefur nú allt fengið. Skal eigi frekar um það fjölyrt. En með tilliti til þess, að með sérréttindasamningi þessuvn' væri stjórn Bandaríkjanna veitt- ur möguleiki til þess að koma hér upp dulbúinni' herstöð eða ígildi herstöðvar, og íslenzka þjóðin og Alþingi hefur áður lýst sig algerlega andvíga slíku, þá væri óhæfa að afgreiða þetca mál nú, þvert ofan í margyfirl. vilja þingflokka og þjóðar í síð- ustu kosningum, án þess.að get'a þjóðinni kost á að leggja dóm sinn á það með þjóðaratkvæða- greiðslu, jafnv. þó meiri hluti þingm. væri uppkastinu fylgj- andi. Til þess að halda lýðræði og sjálfs'ákvörðunarrétti þjóðar- innar í heiðri ber því að láta fram fara þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta mál, og mun ég bera fram tillögu þess efnis í þinginu. Tillaga mín um þjóðaratkvæða- greiðslu var hins vegar felld í utanríkismálanefnd. Um breytingartillögur eða á- lyktanir, er fram koma í máli þessu, vil ég taka það fram, að ég mun undir flestum kringum stæðum greiða atkvæði með þeim, þótt ég væri eigi samþykk ur efni þeirra, ef þær mega verða til þess, að Alþingi afgreiði eigi þennan samningi nú og fái tækifæri til þess að átta sig foetur. Eg legg því til, að Alþingi felli þessa þingsályktunartillögu, en til vara legg ég til, að Alþingi samþykki viðaukatillögu mína um þjóðaratkvæðagreíðslu á öðru þingskjali, ef meiri hluti er með samþykkt uppkasts þessa nú. — Alþingi 4. okt. 1946. Einar Olgeirsson. Hjónaband. í dag verða gefin saman í hjónaband af sr. Sigurb. Einarssyni í lcapellu Háskólans ungfrú Guðrún Þorgeirsdóttir frá Húsavik cg Jónas Haralz hag- fi-æðingur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.