Þjóðviljinn - 05.10.1946, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 05.10.1946, Blaðsíða 7
Laugardagur 5. október 1946. Þjóðaratkvæðagreiðsla er hið!Ræða Brynjóifs Bjarnasonar eina rétta ÞJÖÐVTLJINN „Er það aí því, að hann Ól- afur Thors er hálfdanskur, að hann er svona óíslenskur?" Þessari spurningu var beint að mér nýlega í viðrœðum út af flugvallamálinu. „Eg veit ekki“, svaraði ég, og ég meinti það. Eg veit ekki hvernig liann getur verið svona lítill Islendingur og eiga þó ís- lenzka móður. Er það af því að hann er danskur í hina ættina? Hugsar hann sem svo: „Fyrst íslendingar slitu sig úr sam- bandinu við þjóð feðra niinna, þá „lad gaa“ með það, þó þeir ltomist undir yfirráð stærri þjóða?“ Nei, ég spyr. Fróðlegt væri að vita, livort þetta liggur í undirvitund hans — honum ó- sjálfrátt! Ef til vill væri það nokkur afsökun fyrir fram- komu hans í flugvallamálinu, því einhverja afsökun hlýtur hann að hafa, maðurinn. En ^ þetta væri þá líka eina afsökun- in. Það væri ef til vill ekki úr vegi að setja lög um það, að þeir, sem færu með völd í land inu, væru af alíslenzku bergi brptnir. Eða myndi nokkur al- íslenzkur maður hampa þess- um samningi framan í alþjóð og ætlast til þess að hún skrifi undir ? Jú, mér er sagt, að svo sé, þótt ótrúlegt viroist vera. Sé svo, þá eru þeir menn, (sem það geta,) það aumari en Ólaf- ur Thors að þeir hafa enga af- sökun. „íqlands óhamingju verður allt að vopni; eldur úr iðrum þess, ár úr fjöllum breiðum byggðum eyða.“ Þetta segir eitt af beztu skáldunum okkar og víst er það satt. En enn hættulegri en náttúruumbrot lands vors, eru andlegu óeirð- irnar með þjóð vorri. I stjórn- málum vorum eru viðsjár miklar með því illa og góða, ekki síður en annars staðar í heiminum, og geta þær orðið óhamingju Islands skæð vopn. En þrátt fyrir allt ósamkomu- lág hélt ég, að við værum öll sammála um eitt: ísland al- frjálst. Þjóðaratkvæðagreiðslan fýrir rúmum tveimur árum, sýndi, að svo var þá, og þjóðar atkvæðagreiðsla nú myndi ,sýna það sama, því ekki getur okkur hafa farið aftur að mann .dómi við það að fá fullveldið. Þess vegna er atkvæðagreiðsla um þetta mál hið eina rétta. Eg dvaldi í æsku í Bándaríkj unum um nokkurra ára skeið óg leið þar ágætlega. Síðan ég kom heim, hefur mér lioið ÍUiklu ver, aðallega vegna þess þve konan á margfallt erfiðara með að ná rétti sínum hér en þar. Vonandi lærir þjóð vor það af Bandaríkjamönnum að misbjóða ekki. „Fósturlands- ihs freyju.“ r En ekkert mótlæti getur kúgað réttlætistilfinningu mína og því segi ég við tilboði órétt- lætisins, hvaðan sem það kem úr: Nei, Þökk fyrir!! • Ekkert mótlæti fær mig til þéss að gleyma þeirri ást til lands og þjóðar, sem móðir mín innrætti mér í æsku og spng inn í sál mína með orðiun skáldsins: „Faðmi þig himinn hár helgist þér öil mín tár, þótt ótal ami sár ísland far vel.“ Já, ísland — móðurjörð ■— farnist þér vel. Megi börn þín ætíð bera gæfu til þess að halda velli og falla heldur með sæmd, en láta bugast eða ginnast til þess að svíkja þig. Kr. M. J. Björnson. Nœturlœknir er í læknavarð stofunni, Austurbæjarskólanum Nœluryörfiur er í lyfjabúðinni Iðunn. Næturakstur: Litla bílastöðin, sími 1380. Landsbókasafnið er opið alla virka daga kl. 10—12 f. h., 1—7 og 8—10 e. h. Þjóðskjalasafnið i er opið alla virka daga kl. 2—7! e. h. Þjóðminjasafnið er opið sunnudaga, þriðjudaga og fimmtu daga, kl. 1—3 e. h. Bæjarbóka- safn Beykjavíkur: Lestrarsalur- inn er opinn alla virka daga kl. 10—12 f. h. og 1—10 e. h. — Útlánsdeildin er opin kl. 2— 10 e.h. Náttúrugripasafnið opið sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 2—3 e. h. ncimsóknartími spítalanna: Landsspítalinn: Kl. 3—4 alla virka daga, kl. 2—4 sunnudaga. Hvítabandið: Kl. 3—4 og 6,30. Landakotsspítalinn: Kl. 3—5 alla daga, Sólheimar: Kl. 3—4,30 og 7—8 e. h. alla daga. SósíeElisSai: og aðrir velunnarar Þjóðviljans eru vinsamlega beðnir að hjálpa til að útvega nú þegar börn til að bera blaðið til á- skrifenda. Hverfin sem vantar í eru auglýst á öðrum stað í blaðinu. Útvarpið í- dag: 20.30 Útvarpstrióið: Eíhleikur og tríó. 20.45 Leikrit: — „Efasemdir Siverts“ eftir Peter Egge — (Leikstjóri: Lárus Pálsson). 21.30 M.A.-tríóið leikur mandólin 21.50 Danslög (plötur). 22.05 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. Kaupið Þjóðviljann Muuið Kaffisöluna Hafnarstræti 16 I. ----1--ri-ir-»-M-r-■i-ii-h-i—■- Framhald af 5. siðu. heldur kaldranaleg afmælis- gjöf að ákveða að byggja skól anum nýtt hús á öorum stað. Á þessum stað hefur gerzt einn merkasti atburður í sögu þjóðarinnar. Við eigum okkur allir heilaga staði,, sem æsku- minningar okkar eru tengdar við, hver í sinni sveit, hver á sínurn bernskustöðvum. En þessi skóli er sameiginlegt æsku heimili okkar allra, sem hér höfum stundað nám. Ekki að- eins húsið sjálft, heldur líka skólalóðin eru helgidómar í okkar augum. Ef við vöknuð- um við það einhvérn morgun- inn, að þetta hús væri horfið og vegieg höll komin í staðinn, þá myndi sú sýn vera blandin samskonar trega og ástvina- missir. Okkur finnst eins og dauðinn hefði verið að verki og kippt burt snörum þætti af sjálfum oss. En þá skuld eiga allir að gjalda. Þetta eru örlög alls, sem er. Við söknum gömlu torfbæjanna þegar við komum á bernskustöðvarnar. En við látum þó ekki eftir okk ur þann barnaskap að krefjast þess, að gömlu bæirnir og gömlu gripahúsin á víð og dreif um túnin séu látin standa og fólkið neiti sér um að reisa sér ný og betri híbýli, til þess að særa ekki tilfinningar okkar. Sérfræðingar hafa athugað möguleika á því, að byggja liið nýja skólahús á sama stað og skólinn er nú. Þeir er.u sam- mála um, að óhjákvæmilegt sé að skólinn fái til umráða allt svæðið, sem takmarkast af Þingholtstræti, Amtmannsstíg, Bókhlöðustíg og Lækjargötu. Þeir eru einnig sammála um, að ekki yrði hjá því komizt að rífa gamla skólahúsið niður að grunni, áður en hafin yrði bygging hins nýja húss. Á með an yrði menntaskólinn húsnæð- islaus. Skólabygging á þessum stað myndi taka mjög langan tíma, miklu lengri en við höf- um ráð á, og hún myndi verða allmörgum milljónum króna dýrari en bygging annars stað ar. Við þetta bætist, að ein af aðalumferðagötum bæjarins verður fast við skólann, sam- kvæmt því skipulagi, sem þeg- ar hefur verið ákvcðið. Þetta telja skólamenn yfirleitt óvið- unandi. Hið nýja skólahús mun því verða byggt annars staðar, þar sem skólinn fær nóg land- rými og að minni hyggju á ein um fegursta stað í bæjarland- inu. Jafnframt þarf að gera ráðstafanir til þess að varð- veita hinar sögulegu minjar sem tengdar eru við þetta hús. Og vissulega mun hið nýja hús öðlast samskonar helgi í hug- um komandi kynslóða eins og þetta hús hefur fyrir sjónum okkar. Bezta ræktarsemin við fortíðina er að leggja hönd á plóginn til þess að skapa betri framtíð. Heiður og þökk sé öllum þeim, sem hafa gert veg skólans mikinn þau huiidrao ár, sem hann hefur verið hér til húsa. .Hamingjan fylgi hon- ur úr þessu húsi yfir í ný og fullkomnari salarkynni. Ctbreiðiö Þjóðviljann Nýjar bækur: Sveinn Elverssen Skáldsaga eftir Selmu Lagerlöf í þýðingu Axels Guðmundssonar. Sveinn Elversson er ein af feg- urstu sögum höfundarins. Lesandinn verður hug- fanginn af efninu strax í upphafi og menn leggja ekki bókina frá sér hálflesna. íslenzkar þjóðsögur, IV. heíti Safnað hefur Einar Guðmundsson í heftinu eru yfir 30 sögur, þættir og ævintýri. Þetta hefti er tvímælalaust bezta hefti safnsins. - Öll hin heftin eru enn fáanleg. — 5. hefti kemur út síðar í haust eða um áramótin. Sögur Sindbaðs Hinar heimsfrægu ævintýrasögur úr „Þúsund og einni nótt“ endursagðar af Laurence Houseman, en Freysteinn Gunnarsson, skólastjóri, íslenzkaði. — Hér er verulega ævintýraleg og skemmtileg bck á ferðinni, skreytt mörgum góðum myndum. Búmbó Saga um sirkusfíl. Með mörgum myndum. Anna Snorradóttir íslenzkaði. Þetta er bráðskemmtileg barnabók. Fóthvaiur og Grái-Úlíur Indíánasögur með mörgum myndum. Mjög skemmti- legar og fróðlegar. Bækurnar fást hjá næsta bóksala og beint írá H.F. LEIFTUR Reykjavík — Sími 7554, '1 Nú er siasta tækifærí fyrir j að senda gjafabögla til Þýzkalands og Mið-Evrópulanda. Tökum á móti pöntunum til 15. október. Hverfisgötu 52. Sendisveinn óskast írá klukkan 10 í. h. til klukkan 7 e. h. Hátt kaup. Þjóðviljinn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.