Þjóðviljinn - 05.10.1946, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 05.10.1946, Blaðsíða 6
6 ÞJOÐVTLJINN Laugardagur 5. október 1946. Unglinga eða eldra fóllí Vantar strax, til að bera blaðið til kaupenda við eftirtaldar götur: Vesturgata Ránargata BræSraboxgarstígur Tjarnargata Ljósvallagata Miðbær Bergstaðastræti Laugavegur neðri Gretfisgata IÓÐVILJINN - 2 unglingstelpur óskast til sendiíerða og annara léttra staría. Gott kaup. Upplýsingar í síma 2184 og 6399. Frá SiuiÉöliiniii Sundkennsla skólanemenda hefst mánudaginn ; 7. október, og verður í haust og vetur alla daga vik- unnar nema laugardaga og sunnudagá. Kennt verður frá kl. 10 f. h. til 12,15, og kl. 1,30 ; til kl. 4,45 e. h. Fullorðnir fá aðgang í kennslutímum fyrir há- degi, en Sundhöllin er lokuð fyrir börn meðan V kennsla fer fram. Sundhöllin í Reykjavík Fasteignaeigendaféiag Reykjavíkur hefur ákveðið að beita sér fyrir afnámi nú- gildandi húsaleigulaga og biður í því skyni alla þá húseigendur, sem telja sig hafa orðið fyrir þungum búsif jum af húsaleigulögunum eða við framkvæmd þeirra, að senda skýrslu um það til framkvæmdastjóra félagsins, Skólastræti 3. Stjórn Fasteignaeigendafélags Reykjavíkur. Húsmæður 1 dag byrjum við að selja nýtt kjöt, og aðrar kjötafurðir, í verzlun okkar, Munum kappkosta fljóta og góða af- greiðslu. — Sparið tímann og komið í Verzlunina SKÚLASKEIÐ H.F. Skúlagötu 54. — Sími 6337. Torolf Elster: asnalega lags. Eg man hana að minnsta kosti ennþá; þetta er eitt af þessum slögurum, án hugsunar og samhengis. Eitt erindið er svona: Þegar Harrý dimman dag dalnum nær með glæsibrag, veizlu heldur Hildibrandur þá. Þegar Níels þrýtur önd, Þór og Meier erfa í hönd, slökktu þorstann Hildibrandi hjá. Þetta er svei mér bókmennta legt meistaraverk, finnst ykk- ur ekki? Engum hafði nokkru sinni dottið í hug, að þessi vísa ætti við einhverjar ákveðnar per- sónur. En gréinarkornshöfund- ur bað menn að minnast þessa erindis, sem hafði verið ort áð- ur en morðin áttu sér stað, og vakti athygli á því, að þarna væru nefnd nöfn allra hinna þriggja myrtu og einnig drepið á það, að Harry hefði stolið peningunum. Þetta hljómaði eins og hvert annað þvaður, en þó áttu menn bágt með að trúa því, að það væri tilviljun ein, að nöfn- in Níels, Meier og Harry komu þarna aftur fyrir hlið við hlið. Nú setti lögreglan líka skrið á rannsóknirnar, og blöðin birtu langar greinar, sem minntu á glæpareyfara, og komu þar mörg og engu ómerkari fyrir- brigði í ljós. En enginn gat gefið nokkra skýringu. Vil- hjálmur Pétursson — þið mun ið hann, þennan viðbjóðslega slagarasöngvara — hafði drukk ið sig í hel fyrir ári síðan, svo ekki var hægt að spyrja hann. Lögreglan rannsakaði lífs- feril hinna þriggja myrtu ná- kvæmlega, en ókleift var að finna, að þeir hefðu nokkru sinni haft minnsta samband sín á milli. Þegar þessi slagari varð til, var Harry ennþá mála færslumaður í Stokkhólmi. Ní- els Málm við skógræktarnám á sama stað, en Meier Göts var þá þegar setztur að á Málmey. Það var heldur ekki sjáanlegt, að nokkur þeirra hefði þekkt vitund Vilhjálm Pétursson. Lögreglan rannsakaði einn- ig nákvæmlega þær fjölskyld- ur í Svíþjóð, sem hétu Hildi- brandur að ættarnafni -—• ég þekki aðeins eina, Davíð Hildi- brand yfirforstjóra — en þar var heldur ekki hægt að finna, nokkurt samhengi. Eina lausnin var að fallast á, að morðinginn hefði verið brjálaður og valið fómardýr sin eftir vísunni af einskærri drápfýsn. En afleiðingarnar urðu þær, að allir þeir, sem hétu Þór að fornafni, urðu lafhrædd ir um líf sitt, og Hildibrands fjölskyldumar kröfðust lög- regluverndar og rituðu um það í blöðin, að hinn ófyrirgefan- legi slappleiki yfirvaldanna og hin almenna andlega rotnun gerði það að verkum, að hættu legt væri orðið að búa í hinu gamla menningarríki Svíþjóð. En svo kom fyrir dálítill at- hyglisverður viðauki við sög- una. Vinur okkar, Þór Lind, birtist á leiksviðinu. Skömmu síðar gat Lind verk Sagan um fræðingur, sá sem situr á með- al okkar og er stúrinn á svip- inn — sagt þá fregn, að hon- um hefði verið sýnt banatil- ræði. Hann skýrði svo frá, að hann hefði verið að koma heiin að kvöldlagi, í síðara lagi býst ég við, — og þegar hann geng- ur gegnum húsagarðinn, kveð- ur við skot. Kúlan hvín rétt við hnakkann á honum. Hann lítur upp og sér mann milli sýringsrunnanna, sem æðir til hans. Síðan er hann sleginn, svo að hann fellur um koll. Þeg ar hann getur risið upp að nýju, eru nokkrir menn komnir í kringum hann; en morðing- inn er horfinn eins og hann hafi gufað upp. I þrengri félagsskap sagði Lind frá því, að hann hefði ver ið dálítið valtur á fótunum — hvað engum kemur á óvart — og því verið fremur slæmt skot mark. Nú fyrst fengu blöðin nóg til að skrifa um, og enginn, sem var svo gæfulaus að heita Þór, þorði að koma út fyrir dyr, eftir að skyggja tók, og Þór Lind fékk fastan lögreglu- vörð eins og hver annar stjórn vitringur. Hann hefur kunnað við sig þá. En hann gat eklci gefið nokkrar upplýsingar fremur en aðrir, hafði einu sinni ekki heyrt vísuna eða neitt um þessi þrjú morð. En liann var vel hræddur, það vissi ég, og áður höfðum við á- litið hann sæmilegt karlmenni. Síðan sögðu blöðin frá aust- urrískum prófessor, Hildi- brandi; hann var prófessor í steinafræði, eða hvað það nú heitir, og hafði átt að koma til Svíþjóðar um þetta leyti, en þorði nú ekki fyrir sitt litla líf Svo kom nokkuð fyrir, sem setti góðmennið Þór Lind í — hreinskilnislega sagt —- meira en litla klípu.' Lögreglan fékk bréf frá verzlunarmanni 1 Hró- arskeldu, sem hét — hét — Þór Sunnberg. Hann mundi greinilega eftir kvöldinu, þeg- ar vísan varð til — á bjórstofu Lénharðs Kan í Kardúansmak- aragötu, minnir mig. Eftir margra mánaða stöðugan pen- ingaskort, hafði hann allt í einu erft nokkra peningaupp- hæð, nákvæmlega eins og seg- ir í vísunni; hann hafði brugð- ið sér út á galeiðuna til þess að drekka sig duglega fullan, og hafði af tilviljun einni lent í félagsskap alls konar svallara, sem hann þekkti ekki, að und- anteknum Vilhjállni Péturs- syni, en nafn hans þekkti hann af revíukveðskap og þess hátt- ar. Vilhjálmur hafði verið blind fullur, masað og röflað og ort vísur um allt milli himins og jarðar og af rælni fléttað inn í þær nöfnum nokkurra við- staddra. Síðar hafði Sunnberg þessi flutzt til Danmerkur og hafði ekki hugmynd um, að kvæðið hefði komizt á framfæri. Sem sagt ekki fyrr en hann las um morðin í dönskum blöðum. Að sjálfsögðu var honum stefnt heim til Svíþjóðar, og honum fannst hann þekkja aftur þessa Göttlob þrjá, sem myrtir höfðu verið, en það var líka allt og sumt. Eftir. því, sem hann bezt vigsi, hafði félagsskapurinn þetta kvöld verið hending ein og eng inn hinna viðstöddu höfðu þekkst áður. Og hann fullyrti, að hann héfði aldrei hitt Þór Lind fyrr. Það var líka auð- sannað, að Þór Lind hafði ekki verið viðstaddur fyrrnefnt kvöld, því að hann hafði dvalið utanlands á þessu tímabili. „Rökvísi44 Valtýs í Reykjavíkurbréf- um Valtýr Stefánsson, ritstjóri Morgunblaðsins, sýndi það andríki 1 Reykjavíkurbréfurn sínum síðastliðinn sunnudag að tyggja upp aftur öll þaú kynstur af þvættingi sem blað hans hafði bira undan- gengna viku, varðandi deilpr þær sem risið hafa út af herstöðvasamningi Olaís Thors. Sem dæmi um „rökfærsl- ur“ Valtýs í umræddum Reykjavíkurbréfum, nægir að tilfæra þessi ummæii hans: f, ,,Allir vita, að það er fyrst og fremst Ólafi Thors, for- sætis- og utanríkisráðherra að þakka, að herstöðvamálið er kveðið niður fyrir fullt og allt (0 Þjóðin er honuhv þakklát fyrir það (!)“. Og ennfremur segir Valtýr: — „Hafa þeir (allir, sem þerj- ast gegn afsali íslenzkra landsréttinda í hendur efr lendri þjóð) nú ekki annað eft'r en að þrástagast á þvi. að flugvallarsamningurinn sé „herstöðvásamningur”. þó það sé vitað, að samkvœiht honum geti aldrei nein vopn komið á völlinn.“ (Leturbr. Valtýs). Það er sannarlega hjákáþ legt þetta dæmi um, hvernig Valtýr Stefánsson hagaf vörnum fyrir rangan málstáð. Hvers konar hluti helduh hann að amerískar hemaðár- flugvélar hafi yfirleitt inna.t^- borðs? Hvaða varning heldyf hann, að þær eigi að flyt-ja fram og aftur yfir Atlanzhaf ið milli Bandaríkjanna öfe setuliðsins í Þýzkalandi? , E Það væri að rausa í sam- ræmi við „rökvísi“ Valtýs Stefánssonar, að halda þyí fram, að amerískar herflug- vélar eigi á þessari leið að- eins að flytja eldhúsáhöld bg snyrtivörur, en það breyífr engu um þá staðreynd, að þær eigi að flytja hergögn og :kkert nema hergögn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.