Þjóðviljinn - 10.10.1946, Side 6

Þjóðviljinn - 10.10.1946, Side 6
6 Þ J OÐVTL JHSTN Fimmtudagur 10. okt. 1946 Jarðarför systur okkar og mágkonu BJARNÖEIÐAR V. SÆMUNDSDÓTTUR fer fram frá heimili okkar, Öldugötu 52, föstudaginn 11. október kl. 1 e. h. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. Þeir, sem hafa liugsað sér að senda blóm eða blómsveiga eru vinsamlega beðnir að iáta andvirði {teirra renna til S.I.B.S. Páll Sæmuudsson. IJna Sæmundsdóttir. Guðrún Sæmundsdóttir. Sólberg Eiríksson. Öllum þeim, er auðsýndu samúð og hluttekningu við jarðarför konunnar minnar, JAKOBlNU BJÖRNSDÓTTUR, Sauðárkróki votta ég innilegar þakkir. Hreggviður Ágústsson. Sendisveinn óskast írá klukkan 10 í. h. til klukkan 7 e. h. Hátt kaup. Þjóðviljinn. Auglýsið í Þjóðviljanum Rekord-Búðingar 11 teg. Romm Vanille Súkkulaði Sítrón Appelsínu Ananas Hindberja Jarðarberja Möndlu Hindberja lúxusteg. Appelsínu lúxusteg. REKORD í L Hjartans þakkir til allra, sem gerðu mér áttræð- isafmælið ógleymanlegt, með heimsóknum, gjöfum blómum, skeytum og hlýjum kveðjum. Guð blessi ykkur og launi. Vilhelmína Árnadóttir. T&rolf Elster; SAGAN UM GOTTUtlB Hún tók eftir því, að ég horfði á hana, og snéri sér agnarlítið í stólnum. Hann veitti þessu einnig athygli og leit á mig á- hugalaus. Hann var alltaf jafn- órólegur útlits, og ég gat ekki heldur komizt hjá því að sjá hið undrandi og rannsakandi augnaráð, sem hún sendi hon- um við og við/ Hún minnti mig á skelfda veiðigyðjuna Díönu, ef hægt er þá að hugsa sér eitthvað þvílíkt. Hún var ekki lengur sú, sem veiðir, heldur veiðidýrið sjálft á flótta. Þetta virtist alveg gagnstætt því er náttúran hafði ætlazt til. Eg ákvað að gefa henni nánar gætur. Við höfðum hálfan mán- uð fram undan. Síðan kom dálítið fyrir. Það varð nokkur þys. Henni, Díönu minni, varð snögglega bylt við, er ný persóna birtist í borðstofunni. Órói hennar óx, og hún neri óafvitandi saman höndunum, svo að hnúarnir hvítnuðu. En ég fékk ekki betur séð en samtímis færðist nokkurt líf yfir hana og ofurlítill roði hlypi í kinnarnar. Hinn nýkomni var lávarðurinn úr járnbrautar- lestinni; sem braut sér kæru- leysislega leið fram milli borð- anna. Þetta var á ýmsan hátt fínn maður, því var ekki hægt að neita, maður, sem alltaf yrði tekið eftir. Hann var ekki að- eins hár, heldur mjög hár, en hafði sýnilegá fullkomna stjórn á hinum langa líkama sínum. Klæðnaðurinn var sá sami og þegar ég sá hann í fyrsta skipti, fremur hirðuleysislegur, óreglu- legur mundi forstjórinn fyrir framan mig eflaust kalla það. Andlitið var vel þess vert, að því yrði veitt athygli, bæði fín- gert og kraftalegt; hann hlaut að hafa verið glæsilegur mað- ur, þegar hann var upp á sitt bezta. Nú var hann alltof föl- ur og veiklulegur og auk þess dálítið slæptur. Augun horfðu slöpp og þreytuleg frá einu borðinu til annars, numu stað- ar brot úr sekúndu. Síðan sett- ist hann rólega niður. Eg leit aftur til hennar. Hún beit sig í vörina. Þarna hef ég vissulega eljara, hugsaði ég. En skrýtið var að sjá for- stjórann okkar, engu var lík- ara en hann missti stjórn á sér við það að sjá lávarðinn. Það fyrsta, sem hann gerði, var að velta glasinu sínu, svo að rauð vínið streymdi yfir á yfirráða- svæði mitt af borðinu. Því næst stóð hann til hálfs upp í stóln- um, ákveðinn á svipinn, en sett ist aftur niður. Allt í einu varð hann rauður eins og karfi, og undarlegt blísturshljóð heyrð- ist af vörum hans. Síðan varð hann jafn-snögglega rólegur aftur, fyllti öruggur glasið sitt og skálaði. -— Það er ekkert hálfverk á því hvað þú ert þögul í dag, góða mín. Drekk og ver glöð. En ég fékk ekki ráðiðjiæitt af útliti hans, hvort heldur hann var hræddur eða reiður. Þetta lofaði að minnsta kosti góðu um framhaldið. Sá iangi hafði fengið sér sæti langt í burtu, svo að ég sá hann ekki almennilega. Eg varð að játa, að forstjórinn hafði rétt fyrir sér, súpan var ágæt. Eg pantaði annað vín en hann. Það var heldur ekkert gott, illa búið til. Eg ákvað að halda mig að brennivíninu. Skötuhjúin á móti mér hvísluð- ust á. Hann var greinilega æst ur og gramur. Augnaráðið, sem hann sendi fólkinu í kring, var skuggalegt. Hugsardr hennar gat ég ekki ráðið. í reyksalnum gerði ég mér far um að komast í návist löngu vofunnar, lávarðinn á ég við. Hann pantaði koníak, kveikti í sígarettu og virtist ekkert vita um eftirtektina, sem liann liafði vakið hjá, nokkrum gestanna. Ilann teygði frá sér fæturna, dró fram Verzlunartíðindin og geispaði lengi og innilega. Eg sá hvergi forstjórahjúin. Síð- an sökkti ég mér ofan í Agatha Christie, og skipið hélt sína leið. Gegnum gluggana heyrðist hið stöðuga gjálfur hafsins; myrkur var sígið á, og einstak ar stjörnur blikuðu gegnum skýin. Við og við brá fyrir Ijósum frá öðrum skipum ein- hvers staðar úti í geimnum, og •skömmu síðar sást ljóskeila Jótlandsskagavitans líða yfir himininn. Þung ró hafði sigið yfir gestina, einhvers staðar heyrðist leikið á grammófón, drykkjuboltarnir þjóruðu ró- legir. Eg drakk og naut annars landflóttakvöldsins míns. Mað- ur settist við borðið mitt og sagði eitthvað á þýzku; ég svaraði því, að hann væri líkur Goethe, og hann kvaðst hafa heyrt það fyrr. Þetta var Búlg- ari, fremur málgefinn, sýndi nokkra falska djúphyggni, var dálítið broslegur, fullur af til- vitnunum, en þó í raun og veru orðheppinn og alls ekki heimsk ur. Hann gat sagt frá. Hann drakk líkjör, hellti í sig hverju glasinu á fætur öðru, sagði frá, drakk og sagði frá; Manni varð næstum því óglatt við að hugsa um öll þessi sætindi, Hann hét Eggert, bók- menntafræðingur, lögfræðing- ur, kvikmyndamaður, sjálfsagt einnig stjórnmálamaður — ég gleymdi einhverju af því, sem hann taldi upp. Hann hafði ferðast heilmikið á árunum eft- ir stríðið, setið í fangelsi í ein- hverju ómerkilegu landi á Bal- kan, gert kvikmynd ásamt René Clair, skrifað bók um her gagnaiðnaðinn og — ja, ég veit ekki hvað. Skrýtlurnar flugu af vörum hans á íburðarmiklu skrautmáli, og hann var barns lega glaður yfir því að segja frá og vera miðdepill í samræð um; þeir sem sátu við borðin í kring, sneru sér við til þess að hlusta á hann. Langi lávarður- inn minn sat ótruflaður og hlustaði á með kennd af brosi á. vörunum, og Búlgarinn gaut hornauga í áttina til hans við og við, eins og hann viídi helzt draga hann með inn í hlust- endahópinn. Nei, sagði hann, um leið og hann lauk við langa runu af athugasemdum — maður á aldrei að treysta neinum að ó- rannsökuðu máli; mörg af hin- um undarlegu fyrirbrigðum, sem ske í heiminum, verða skýrð með eiginleikum manns- sálarinnar. Eg man — það var í Englandi — ég hef einnig ver ið í Englandi; í hálfan mánuð bjó ég í sveitaþorpi, sem fullt er af rósum og vafningsviðum, það heitir Aylesbury, norðvest- ur af Lundúnum. Eg man sér- staklega eftir rakaranum þarna, ungum og alvörugefnum manni, sem þegar á tuttugasta og sjötta aldursári var kominn með langt, svart, assýrískt Athugasemd Vegna greinarinnar „Oræfa- slóðir Ferðafélags Akureyrar og vegagerð um Vatnahjalla“, sém birtist í Þjóðviljanum 14. fyrra mánaðar, vil ég biðja blaðið fyr- ir eftirfarandi athugasemd: Það er ekki rétt, sem greinar- höfundur virðist álíta, að Ferða- félag Akureyrar hafi fyrst allra lagt bílaslóðir umhverfis Dyngju fjöll og Herðuibreið, og ennfrem ur af Sprengisandi í Bárðardal. Aðrir aðilar, og þó aðallega und- irritaður, höfðu orðið fyrri til að kanna þaer í bifreiðum, eins og nú( skal sýnt fram á. . Fyrstu bílferðina í Herðubreið arlindar, frá Reykjahlíð um Grafarlönd, fór Ólafur Jonsson á Akureyri, sumarið 1937. — Þeg ar Ferðafélag Akureyrar, suróar ið 1944, fór frá Svartárkoti i Dyngjufjálladal, var ég kominn á bíl mínum í Suðurárbotna á undan ferðafélagshópnum, en samdægurs, og leiðbeindi honum síðan yfir Ódáðahraun að Dyngju fjöllum, án þess að vera beinn þátttakandi í leiðangri F. F. /V., eða undir ferðastjórn Þorsteins Þorsteinssonar gefinn. Skyldu þar leiðir. Keyrði ég daginn eftir suður fyrir Dyngjufjöll og til baka aftur. Sumarið 1945 fór ég svo frá Grænavatni um Suðurárbotna, Ö dáðahraun, suður Dyngjufjajla- dal að Dyngjuvatni og þaðan^ í Herðubreiðarlindar og jdjr Lindá. í sumar fór ferðafélagið þessa leið og naut leiðsagpar minnar frá Dyngjuvatni í Lipd- arnar. 30 Fyrsta ferðin á bíl, frá Suðhr- landi til Norðurlands um Sprengi sand, var farin af Sigurði hefiii- um frá Laug og félögum hans, fyrir um 10 árum siðan. Sumarið 1945 fór ég svo á bil, upp ,.úr Bárðardal, um Sprengisand jOg suður fyrir Fjórðungskvísl. , í sömu viku fór Ferðafélag Akur eyrar í Sprengisandsför upp j úr Eyjafirði og komst að Fjórðupgs kviísh 'Hittu þeir á mína slóð ,við Fjórðiíngsöldu, fylgdu henni i áð Fjórðlffigskvísl og til baká aftur að Fjórðungsöldu, og siðan sömu leið og ég hafði farið niður í Bárðardal. 16. sept. 1946. Páll Arason.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.