Þjóðviljinn - 11.10.1946, Qupperneq 4
4
ÞJÖÐVLLjJINN
Föstudagur 11. oktober 194tí
þlÓÐVILIINN
Útgeíandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokjturlnn
Ritstjórar: Kristinn E. Andrésson, Sigurður Guðmundsson, áb.
Fréttaritstjóri: Jón Bjamason.
Ritstjómarskrifstofur: Skólav örðust. 19. Símar 2270 og 7500
(eftir kl. 19.00 einnig 2184).
Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, sími 2184.
Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 6399.
Prentsmiðjusími 2184.
Askriftarverð; kr. 8.00 á mánuði. — Laususölu 50 aurar
eint.
Prentsmiðja Þjóðviljans h. (.
Sósíalistaflokkurinn ætlar ekki að
láta kæfa hugsjón nýsköpunarinnar
fyrir augum sér aðgerðarlaus
Það er ekki til neine fyrir Morgunblaðið og Alþýðublaðið
að hafa á sér yfirskyn nýsköpunarinnar, en afneita henn-
ar krafti.
Sósíalistaflokkurinn hefur barizt fyrir nýsköpun at-
vinnulífsins frá upphafi og mun berjast fyrir framkvæmd
hennar með öllum þeim krafti, sem hann á til. Fyrir Sósí-
alistaflokknum og þorra þjóðarinnar, er nýsköpunin hvorki
kosningaloforð né skýjaborgir, heldur alvara: raunhæf
framkvæmd á efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar og
tæknileg bylting, sem skapar grundvöll fyrir betri lífsaf-
komu þjóðarinnar.
Sósíalistaflokkurinn veit að öll afkoma þessarar þjóð-
ar, ef til vill efnahagslegt frelsi hennar líka, byggist á því
að nú sé svikalaust haldið áfram nýsköpunarstarfinu og
öllum þeim mörgu hindrunum, sem verið hafa í vegi þess,
tafarlaust rutt úr vegi.
Það er glæpsamleg blekking við allan þann fjölda, sem
leggur svo að segja aleigu sína í framleiðslutæki, — svo
sem skip eða fiskiðnað, — í trausti á loforðin um góð og
ódýr stofnlán, — að svíkja þetta fólk nú um stofnlánin,
eins og Landsbank'inn er að gera. Það er íhaldið, Fram-
sókn og Alþýðúflokkur'inn, sem bera ábyrgð á þessum svik-
um: í fyrsta lagi með samsærinu um að setja Jón Árna-
son sem bankastjóra í Landsbankann. í öðru lagi með því
að setja stofnlánadeildina undir Landsbankann, en ekki
Fiskveiðasjóð. — Nú er þessi einræðisherra Landsbank-
ans að leiða einkakreppu sína yfir sjávarútveginn og þar
með íslenzku þjóðina, — kreppu, sem enga orsök á sér, —
nema stíflu í heilabúi viðkomandi manns, — kreppu sem
ekkert vit er í, engan tilgang hefur, nema eyðileggja ný-
sköpunina af því einræðisherrann er fjandsamlegur ný-
sköpuninni og sjávarútveginum sérstaklega.
Sósíalistaflokkurinn ætlar hvorki að láta launmyrða
nýsköpunina með seigdrepandi rýting embættisvaldsins
né kæfa hugsjón hennar undir yfirskyni vinsemdarinnar,
en það er Morgunblaðið nú að gera, er það breiðir blæju
sína yfir fjandskapinn, sem nýsköpuninni' er sýndur í
verki.
Og það er ekki nóg með að nýsköpunin í sjávarútveg-
inum, — aðalatriðið í kosningasigri fyrrverandi stjórnar-
flokka, — berjist nú fyrir lífi sínu við helgreipar Lands-
bankavaldsins.
Nýsköpuninni á öllum öðrum sviðum atvinnulífsins er
stofnað í hættu, með þeim lögbrotum Péturs Magnússonar
fjármálaráðherra að hafa ekki enn lagt til hliðar á ný-
byggingarreikning þær 40 milljónir króna, sem inn á hann
áttu að leggjast af útflutningi ársins 1945 (15%). — Þau
lögbrot eru auðsjáanlega framin til þess að þóknast heild-
sölunum. Það þykir þarfara að láta þá fá gjaldeyri í gróða-
vöru, en að þjóðin fái fé til rafvirkjana, iðnaðar, landbún-
aðarframkvæmda, og annarar framleiðslu.
Þetta ofbeldi og lögbrot í þágu heildsalarma, þykir Morg-
unblaðinu ekki einu sinni þess vert að segja frá því. Fyrir
því hefur nýsköpunin aðeins verið glamur.
En í augum þjóðarinnar er nýsköpunin lífsnauðsyn og
BÆJARPOSTIRINN
„ÞEGAR EG HEF VIXAÐ
BEZT, AÐ EG ER
ÍSLENDINGUR".
Ennþá berast mér mörg bréf
ium herstöðvasamning Ólafs
Thors, og er það fólk úr öllum
stéttum, sem sendir þau. Bréf
þessi bera það með sér, að ís-
'lenzk alþýða finnur til réttlátr-
ar reiði yfir þeim svikum, sem
ólánsmennirnir þrjátíu og tveir
á Alþingi hafa framið við hana.
Eg ætla að þessu sinni að helga
dálkana hugleiðingum konu einn
ar, sem við fregnina um sam-
þykkt samningsins skrifaði nið-
ur eftirfarandi:
„Það koma í huga mér þrír
dagar úr æfi minni, þegar ég hef
vitað bezt, að ég er íslendingur.
Skömmu fyrir aldamót. Eg
var þá lítil stúlka. Það átti að
halda útiskemmtun á bæ einum
í fjallasveit á íslandi. Snemma
um vor. Leysing. Fólkið vildi
fara. Lítið um skemmtanir, lítið
um farartæki. Karlmennirnir
gengu og kvenfólkið sumt. Við
'krakkarnir á hestunum, tveir og
þrír á hverjum hesti, Samt vor-
um við sæl.
Þegar nær skemmtistaðnum
kom, sáum við háa stöng á hús-
gafli og blakti blár feldur efst
með silfurlitum íslenzkum fálka.
Eg spurði, hv.að þetta væri. —
Þetta er islenzka flaggið, barn.
— Þá streymdi um sál mína sú
meðvitund, að ég væri lítill ís-
lendingur, selli ætti minn part í
þessum bláa feldi, þessu blessaða
fagra landi.“
MEÐ OFURLÍTINN BLÁ-
HVÍTAN FÁNA.
„Eitthvað 10 árum síðar sátu |
nokkrir unglingar Ceinmitt úr J
þessari sömu sveit) ásámt mörg
um öðrum á skólabekk.
Þá stóð til, að Island sendi
nokkra menn til Danmerkur til
að ræða um skilnaðarmálið. —
Einn af forráðamönnum skólans
látti að fara þá ferð. Við gengum
öll heim til hans kvöldið áður
en lagt var af stað með ofur-
lítinn bláhvítan fána. — Einn af
piltunum hafði orð fyrir okkur,
óskaði góðrar ferðar og mælti
fyrir minni íslands. Kennarinn
þakkaði kveðjuna. — Allt verð-
ur gert, sem unnt er.
Svo gengnum við unglingarnir
heim, hljótt og rólega, með á-
hyggjur okkar út af velferð ts-
lands og nokkrum mönnum, sem
áttu að sækja torsótt mál við er-
lenda þjóð í hennar eigin landi“.
BARÁTTAN HELDUR
ÁFRAM.
„Svo kemur 5. október 1946.
Þá er það sem 32 fulltrúar ís-
lendinga á Alþingi greiða at-
kvæði með bandaríska samningn
um. Nú skiljum við að allt hið
fagra tal um fullveldi og sjálf-
stiæði er bara innantómt þvaður
fyrir meirihluta Alþingis. Þjóðin
kaus sér þessa fulltrúa til að
vera vel á varðbergi um velferð
lands og sóma. Nú skilur hún,
að það er hagur annarra en henn
ar, sem þeir bera fyrir brjósti.
Já, svona fór það. Nú hafa
þeir bræðra svikið sveit —. og
sína móðurstorð. En baráttan
mun halda áfram, barátta þeirra,
sem finna að þeir eru íslending-
ar. —
K. J.“
Vafalaust hefur sá óheillaat-
burður, sem átti sér stað á Al-
þingi síðastliðinn laugardag, vak
ið samskonar hugsanir hjá mörg
um sönnum íslendingum. — Þeir
hafa hugsað til þeirra atburða
þegar þeir, eins og K. J., fundu
það bezt, að þeir eru íslendingar.
;,HáIfnað er verk þá hafið
er“.
Það er sagt að hálfnað sé verk
þá hafið er. Þetta kynni að meiga
færa til sannsvegar hvað nýsköp
unina snertir, hún er hafin, en
hún er skammt á veg komin,
ekki hálfnuð nema þá eftir þvi
lögmáli, sem að framan er getið.
Ef ekki verður haldið
áfram.
Þeir sem í alvöru hafa gert
isér grein fyrir nýsköpuninni, í
heild, vita, að nú er komið að
þeim þættinum sem þýðingar-
mestur er, þætti iðnaðarupp-
ibyggingarinnar. Þjóðin verður
ætíð snauð, og án alls öryggis
um atvinnu og afkomu þegnanna,
nema hún komi upp fullkomnum
iðnaði á grundvel'li þeirrar hrá-
' efnaframleiðslu, sem hér er til-
1 tækilegust. Hraðfrystihús og nið-
ursuðuverksmiðjur verða að
T.ísa við sérhverja fiskihöfn; alls-
konar fiskiðjuver verða að
ibrey-ta isjó-varaflanum í full-
komna vöru, aðeins í þeirri
mynd á hann að fara á heims-
markaðinn.
Þetta var lilutverk stofn-
lánadeildar.
Stofnlánadeild var sett á lagg-
irnar meðal annars og fyrst og
fremst til þes-s að rækja þetta
hlutverk. Það var Nýbygginga-
ráð, sem stóð að þeirri la-ga-
isettningu, en það hefur löngum
-séð ljósast þá þróunarbr-aut, sem
nýsköpunin þarf að ganga.
Á Alþingi urðu, sem kunn-ugt
er, hörð átök um þessa lagas-etn
ingu, og endir varð sá, að rneiri
h'luti fyrrver-andi -stjórnarliðs,
Sjálfstæðismenn og Alþýðuflokks
menn, komu því til leiðar, að
mönnum, sem höfðu barizt með
hnúum og hnefum gegn þessari
'lagasetningu, var falin fram-
'kvæmd hennar. Bankastjórum
Landsbankans, Jóni Árnasyni og
Magnúsi Sigurðssyni, var falið
að framikvæma þessi þýðingar-
mestu lög nýsiköpunarinnar.
„Svo eru lög sem hafa
tog“.
Sósíalistum var ljóst að satt
er hið fornkveðna: „svo eru iög
sem hafa tog“, þessvegna b-arðist
hann af öMum mætti gegn því að
eins og hún sýndi í síðustu kosningum. Svikin við nýsköp-
unina vill þjóðin ekki þola. -
Sósíalistaflokkurinn mun standa á verði um þessa hug-
sjón og nauðsyn þjóðarinnar. Hann krefst þess að þjóðin
fái sjálf að dæma. í kosningum, tafariaust, fyrst: sýnt er
að loforðht úr. þeim_síðustu: á nú þegar. að. svíkjar. Því þjóð-
hugsjón í senn. Fyrir nýsköpumnni vill þjóðin berjast,Jin krefst-nyski^unarinnar svikalaust. Áþví er. engirœefi.
fjandmönnum stofnlánslaganna
yrði falin framkvæmd þeirra. Og
nú er það komið í ljós, sem
sósíalistar sögðu fyrir um lögin
'um stofnilánadeild, áð þau væru
dauður bókstafur, af því þeir
sem eiga að framkvæma þau
vilja ekki gera það. Fjö-ldi fisk-
iðjuvera, bíður eftir stofnlánum
Ekkert slíkt lán hefur, að því er
'bezt verður vitað, verið afgreitt.
Þetta getur þýtt að fjöldi fiski-
okipa og báta fari ekki á sjó
j í vetur, því vanti hraðfrystihúsin,
virðist ekki líklegt að arðvæntegt
sé að sækja fiskinn í sjóinn. —
Með því að framkvæma ekki lög
in um stofnláqadei'ldina er þri
bein'línis verið að undirbúa at-
vinnuleysi, en atvinnuleysi er
sem kunnu'gt er skæðasta vopn-
ið, sem auðmennirnir geta beitt
í barátt'Unni um það, hvor láta
eigi af sínum hlut, launamaður-
inn eða auðmaðurinn, ef báðir
igeta ekki haldið sínu.
Ráðin svik?
Það er ekki hægt að efast um
að svi'kin í herstöðvamálinu
væru ráðin, lægar fyrir kosning
ar. Það er ljót saga og verður
lengi í minnum höfð. Sjálfsagt
hafa svikin á framkvæmd stofn-
'lánalaiganna einnig verið ráðin,
síðastliðinn vetur. Þeir menn,
sem að þeim stóðu, hafa ugg-
laust vitandi vits verið að vinna
sitt þjónsstarf við auðmennina,
er beir ákváðu að fela Jóni Áma
Framhald á 7. síðti