Þjóðviljinn - 11.10.1946, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 11.10.1946, Blaðsíða 6
€ ÞJOÐVTLJINN Föstudagur 11. oktábe.r 1946 Esperantohreyfingin Alþjóðasamband Esperant- ista (Internacia Esperanto I.igo) hefur ákveðið, að fyrsta alheimsþing Esperant- ista síðan heimsstyrjöldinni lauk, verði háð í Bern, Sviss- landi, dagana 26. júlí til 2. ágúst 1947. Verður þetta 32. alheimsþing Esperantista sem -haldið er. 31. þingið var hald ið í ágústmánuði 1939, einnig í Bern, Síðan þá hefur ekki nmrið unnt að halda alheims- ■þing vegna stríðsins. en nú hafa Esperantistar um allan heim hafið sterka sókn til ■viðgangs hugsjón sinni um allsherjarf-rið og bræðralag. .Álíta þeir viðurkenningu og notkun alþjóðlegs hjálpar- análs óhjákvæmilegt atriði í Jramtíðarviðskiptum þjóð- anna og þar eð Esperanto hef ■ur þegar all-langa reynslu að baki sem slíkt og hvar- vetna reynzt hlutverki sínu vaxið, telja þeir vandamálið -um alþjóðlegt hjálparmál leyst, ef unnt verður að sigr- •■ast á skeytingarleysi og áhaldssemi fólksins sjálfs í ■garð þessa stórmerka máls. Á stníðsárunum ofsóttu nazistarnir Esperantista misk unnarlaust, bönnuðu félags- •skap þei.rra, útrýmdu bók- menntum þeirra og drápu þá sjálfa eða settu í fangabúðir, þegar þeim bauð svo við að horfa. En zaú hafa Esperant- istar hinna herleiddu þjóða hafið starf sitt á ný af aukn- um dug. þótt aðstaða þeirra •sé erfið og skortur flestra nauðsynlegra hluta hamli framsókn þeirra. Heita nú Esperantistar allra landa á hvern hugsandi mann og konu að leggja þeim lið til hins merka menningarstarfs þeirra. Bókmenntir á Esperanto aukast nú hraðförum og hafa rnargar ógætar bækur eftir þekkta höfunda ýmissa þjóða verið þýddar á Esperanto á síðari tímum. Auk þess hafa kc-mið út frumsamin verk larlGÍIuverðið lil íranleiðenda Nýlega hefur Búnaðarráð á- kveoið hvaða verð bændur skuli :fá fyrir kartöflur í haust og vetur. Fá þeir kr. 123 fyrir liver 100 kg. af 1. fl. kartöflum, en þeim flokki tilheyra flest kartöfluafbrygði sem hér eru ræktaðar ef þau ná ákveðinni . stærð. Til úrvalaskartaflna teljast aðeins tvö kartöfluafbrygði en þau eru Rauðar íslenzkar og • Gullauga, og fá framleiðendur ..Irr. 138 fyrir tunnuna af þeim. Fyrir 2. fl. kartöflur (smælki) .- fá bændur og aðrir kartöflu- : framleíðendur kr. 104 kr. 100 - kg. Kartöfluuppskera varð góð í hnnst og er áætlað að hún Jtemi um 100 þús. tunnum. á alþjóðamálinu. Blöð og tímarit á Esperanto skipta nú tugum og e.ru mörg þeirra fjölbreytt og vandað til þeirra á allan hátt. — Hið vinsæla blað ,,La Praktiko“ hefur nú aftur haflð göngu sína og mun því verða vel fagnað af þeim íslendingum. sem höfðu kynni af því fyrir stríð. Esperantofélagið ,.Auroro!‘ í Reykjavík hefur nú hafið vetrarstarf sitt. Vill það hvetja alla íslenzka Esper- antista til sóknar og sam- starfs og þá aðra, sem skilja og viðurkenna þýðingu hreyfingarinnar til að læra málið og leggja þeim lið, sem nú kosta kapps um að ryðja þá braut, sem Dr. Zamenhof ’ markaði með sköpun alþjóða málsins Esperanto. Hverskon ar upplýsingar varðandi hreyfinguna gefur Esperant- istafélagið „Auroro“, pósthólf 1081, Reykjavík. Torfi Ólafsson. Athugasemd Alþýðublaðið flytur 17. þ. m. frétt, ef frétt skyldi kalla, af fundi, sem haldinn var í A.S.B. félagi afgreiðslustúlkna í brauð og mjólkurbúðum 13. sama mán uð, þar sem fram fór kosning fulltrúa á Alþýðusambandsþing. Vegna þess að tæpast nokkurt atriði í fyrrnefndri frásögn er rétt, vil ég leýfa mér að segja hér frá kosningunni eins og hún fór fram. Eftir venju í félagi okkar var kosið um einn aðal- mann í einu samkvæmt uppá- stungum. Stungið var upp á formanni og þremur öðrum kon um, sem Alþýðuflokkskonur stungu upp á. Kosning þessi var leynileg, og fór þannig, að formaður fékk 32 atkvæði, en ein hinna fékk sjö, tvær fengu ekkert atkvæði, tveir seðlar voru auðir. Svo var beðið um uppástungu á öðrum aðalfulltrúa, og kom aðeins fram ein uppástunga, og var annar fulltrúi því sjálfkjör inn. Þar næst fór fram kosning á varafulltrúunum og komu þá fram 3 uppástungur og var kos ið skriflega. Fyrirspurn frá fundarkonu, svar mitt og umsögn um ráð- leggingu Einars Olgeirssonar, er allt ósannindi frá rótum, það vita allar þær konur, sem þarna ° voru, að fréttaritara blaðsins ekki undanskildum, enda er ég viss um að þessi sága er ekki rétt eftir neinni fundar- konu höfð og sannleikans j vegna, eru það vinsamleg til- mæli mín til konu þeirrar, er umrædda fyrirspum gerði á fundinum, að segja til um það, hvað af öllu þessu er frá henni og hyað frá blaðínu. Eg get full vissað Alþýðublaðið um það, að konur, sem hafa verið í félagi ökkar frá byrjun og þekkja störf okkar þar, fara ekki með svona sögur.. Guðrún Finnsdóttir. (Alþýðubl. neitaði að birta þessa athugasemd). Torolf Elster: SAGAN UM GOTTUGB skegg. Hann leit á verk sitt eins og sannur listamaður, enda var hann afburða rakari, og starfsamur, það get ég full- vissað yður um. Eg kom til hans á hverjum morgni og reyndi hvað eftir annað að brydda upp á samtali með skemmtilegum athugasemdum um veðrið, drap kannski ofurlít ið á kosningarnar eða minntist sakleysislega á síðasta krokket kappleikinn. En hann var þög- ull sem gröfin, aðeins augun lýstu líkt og glóandi kolamoli, eins og sagt er. Hann var í rauninni eftirtektarverður mað ur, mjög óvenjulegur sveita- þorpsrakari. Hann hafði geysi- leg áhrif á mig. Dag nokkurn, þegar ég kom inn í rakarastof- una, þá var hann þar ekki. Eg sá liann gegnum gluggann úti í hinum skrautlega garði, hann gekk hægt milli beðanna og leit snöggt til skiptist út til beggja hliða. Hann hélt á rak- Jinífnum í hendinni. Við og við nam hann staðar fyrir framan sólblóm, sveiflaði handleggjun- um snöggt og glæsilega og sneið blómið frá stilknum. Síð- an þerraði hann hnífinn með hægð og gekk áfram. Eg stóð um stund kyrr og hörfði á slátr arastarfsemi hans, en flýtti mér síðan burtu staðráðinn í að koma aldrei aftur. — — Eg veit ekki, hélt hann á- fram, hvort þér hafið tekið eftir miðaldra verzlunarmanni meðal farþeganna í fylgd með fallegri konu. Hann skortir gersamlega jafnvægi í sálarlíf- ið. Hafið þér séð augun í hon- um. Takið þér nú einhverntíma vel eftir. Það leið stöðugt meir og meir á nóttu, og áfengið var farið að hafa sínar verkanir. Vinur minn, Búlgarinn, fór smátt og smátt að egna mig til andsvara, og það endaði með því, að ég fordæmdi hinn heimskulega og frekjulega vaðal Mið-Evrópu- búa. Hann móðgast ekki. Hann tók málið aðeins lítilsháttar til athugunar og kom með smá- vegis útskýringu: Svona athugasemdir eru ein- kennandi fyrir hina þröngsýnu norrænu smáborgarastétt, sem segja má með sönnu um, að telji ekkert mannlegt, sem kemur henni ókunnuglega fyrir sjónir. — En þér rökstudduð þetta nú með því að .... — Eg rökstuddi ekkert. Sneiði hjá hvers konar röksemdum. Þær eru ávallt dónalegar og oft sannfærandi. Svona var hann; fullur af spakmælum og tilvitnunum, góðum og lélegum, frá sjálfum sér og öðrum, ódýrum og sláandi. Það var hans líf og yndi. Og meðan við liðum lengra og lengra út á hið auða haf, hélt hann áfram að masa og masa, og hugur minn hvarflaði með ört vaxandi samúð til hins engilsaxneska rakara. Veitingamaðurinn læsti barnum og gekk til hvílu, og kliður skipsins og hafsins rann saman í svæfandi hljómhviðu. Eg svaf til hálf eitt, baðaði mig og rakaði og hélt síðan glaður og frískur áleiðis að bar- num og viskíinu mínu. Á leið- inni yfir þilfarið skall á mig stormhviða blönduð sælöðri, reik og olíu. Dýrlegt að ferðast. Samtímis æsandi og róandi. En róin átti eftir að verða endaslepp, og næstu tuttugu og fjóra klukkutímana þurfti ég síður en svo að kvarta yfir tilbreytingarleysi. Fáeinar hræður sátu á barn- um: furðuleg hjú, sem hefði mátt álíta að væru argentísk- ur gimsteinasali og kona hans, ef ekki hefði verið kunnugt, að þetta voru norsk fasteigna- salahjón. Þarna var líka langi, föli lávarðurinn minn ásamt einhverjum öðrum náunga. Þessi „annar náungi“ var þó síður en svo nokkuð venjuleg manngerð: hár og herðibreið- ur með strítt, ljóst hár og ljós- blá augu, lítið, krítarhvítt yfir- skegg og sterklega, reglulega andlitsdrætti. Víkingur, var hægt að láta sér detta í hug. En eitthvað krampakennt og ofstækisfullt var við hann, sem samtímis dró mann að honum og hrinti manni frá honum. Eitthvað þröngt og óbilgjarnt, en við nánari athugun kom í ljós, að hann orkaði mjög barnalega á mann og með stöku rólyndi. Hinir tveir fals-Argentínubú- ar rifust hátt og blygðunar- laust. Það var unun að heyra. Hinir tveir töluðu saman á þýzku lágt og rólega. Glösin glömruðu; við vorum úti á Norðursjónum og kvikan var orðin talsvert mikil. Háar, freyðandi öldur skullu á skip- inu. Eg stóð upp og gekk út á þilfar. Hin fagra „Díana“ stóð við lunninguna og horfði út á haf- ið. Stormurinn svipti til hár- inu, og liún vafði pelsinum þétt- ar að sér. Sólin skein, köld og hvít, af bleikum himni, létt ský sviptust til fyrir vindinum og hurfu í smáflyksum við sjón- deildarhringinn. Máfarnir eltu okkur skrækjandi i kjölfarinu. Veikt suð úr fjarska gerðist stöðugt hærra og hærra .Þrjár sprengiflugvélar sveimuðu yfir okkur langt uppi. Fólk hópað- ist saman og grillti. Einhver hafði það eftir skipstjóranum, að sprengjum hefði verið kast- að niður yfir Esbjerg. Maður með klunnaleg sólgleraugu mælti: — Hvað sagði ég ekki strax í síðustu viku. „Díana“ sneri sér undan og strauk lófanum yfir ennið eins og til þess að slétta úr hinni djúpu hrukku, sem var þó ó- breytt eftir sem áður. Síðan leit hún upp, föl og utan við sig. Það orkaði jafnvel á mig eins og hún væri að leita eftir hjálp, en ekki nema andartak, þá lagfærði hún pelsinn sinn og fór að horfa á máfana. Eg gekk hægt til hennar. •— Fyrirgefið, ég trufla, frú. Þér eruð vonandi ekki veikar? Eg heyrði sjálfur, að þetta hljómaði klaufalega. En allt líf mitt hefur verið fullt af asna- þrugli eins og þessu. Hún leit til mín móðguð. — Nei. Dálítið háðsleg. Það var líðilegt, að hún skyldi vera dramblátari en ég. — Þér megið ekki vera reið- ar, frú. Eg á vitanlega ekkert með að blanda mér í málefni yðar, í því hafið þér á réttu að standa. En ég er nefnilega frem ur óefnilegur í svona málum. Þegar ég er að ferðast þannig aleinn — til dæmis á skipi — og langar til þess að tala við einhvern — ja, þá geri ég það. Eg get ekkert að þessu gert. Þér megið ekki hneykslast á mér, því að, sem sagt, ég er fremur. . . . Eg hef satt að segja orðið of mikið fyrir barðinu á sænsku stolti og kulda. . . . — Þakka yður fyrir, þetta var skemmtilegt að lieyra, sagði hún og fór. Þegar hún var farin, datt mér fyrst í hug, að einmitt væri þetta kannski af því, að hún væri hrædd og hjálparvana. Eg sneri mér við og varð meir en lítið bylt. Skari' af fólki hafði hlustað á okkur. Aftan við mig stóð Lind og starði á mig með undarlegum glampa í augum — næstum því ógnandi. Eg horfði á hann, hann horfði á mig, rólegur og kuldalegur. Eg er ekki í mein- um vafa um, að hann var mjög drukkinn. Skammt frá stóð forstjórinn æðisgenginn og virti Lind fyr- ir sér. Andlitið var fullt af rauðum stormsveipum af öllum gerðum. Og að baki honum — búlgarski vinur minn frá því í gær og hvíti útlendingurinn, sem hafði setið með Lind inni á barnum. Þeir fylgdust með af miklum áhuga. Eg var vægast sagt gramur. Eg er venjulega fljótur að gleyma, þó að ég verði fyrir smán, og reyni að hefna fyrir mig hið fyrsta. En það ískyggi- legasta var, að þessi svart- hærða, drambsama „Díaná“ hafði náð meira valdi yfir mér en ætlazt var til í fyrstu. Hið áhrifamikla '*/as hennar var ekki allt og sumt, slíkt hefur sjaldan nokkurt gildi í mínum augum; hér kom miklu fremur til greina, að hún — jæja, í stuttu máli: ef til vill hafði ég orðið fyrir þeirri ógæfu að vera ástfanginn? En ef svo var, þá var langt orðið síðan slíkt hafði hent mig. Ekki var þetta vegna þess, að hún væri neitt áberandi feg- urri en aðrar konur, og ef tíl vill ekki mjög frábrugðin öðr- um konum að neinu leyti. En það var erfitt að skilja hana til hlítar. Og — hreinskilnislega sagt — ég vissi, að um ást var að ræða, því að hún var eins óg sköpuð af dagdraumum mínum. Meðan ég flakkaði, sveik og svallaði og lá með alls konar kvenfólki, gat mér oft dottið ýmislegt undarlegt í hug. Og svo einn góðan veðurdag stóð hugmyndin ljóslifandi fyrir mér. Þá það. Við þessu var ekkert að gera. Eg reikaði dálítið um, fékk mér eitt eða tvö kokteilsstaUp, heimsótti vélarúmið, en það hefur ávallt verið eitt af því á- nægjulegasta, sem ég geri á

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.