Þjóðviljinn - 27.10.1946, Blaðsíða 4
4
ÞJÖÐVU-JINN
Sunnudagur 27. okt. 1946.
þJÓÐVlLJINN
| Útgefandi: Sameinlngarflokkur alþýðu — SósíalistaílokKurinn
Ritstjórar: Kristinn E. Andrésson, Sigurður Guðmundssoa, áb.
Fréttaritstjóri: Jón Bjamason.
Ritstjórnarskrifstofur: Skólav örðust. 19. Símar 2270 og 7500
(eftir kl. 19.00 einnig 2184).
Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, piiml 2184.
Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 6399.
Prentsmiðjusími 2184.
Áskriftarverð; kr. 8.00 é mánuði. — Lausasölu 50 aurar
eint
Prentsmiðja Þjóðviljans h. f.
V-*-----------— ------—— -----------— ______________*
Næstu sporisi em þýðlng-
arisielri
Þau spor, sem þegar hafa verið stigin á braut nýsköp-
Unarinnar eru mikilvæg. Með þeim hefur verið lögð undir-
staða að atvinnuþróun, sem er skilyrði fyrir velmegun
þjóðarinnar, án þeirrar þróunar verður þjóðin snauð, verði
haldið áfram á þróunarbrautinni þarf þjóðin ekki að kvíða
afkomunni.
Og hver eru þá næstu sporin, sem stíga verður?
Næstu sporin, sem stíga verður, eru að efla íslenzkan
iðnað stórlega, og þá fyrst og fremst fiskiðnaðinn. Fiskiðn-
aðurinn verður að komast í það horf, að sjávarafurðirnar
verði ekki seldar úr landi nema í þvi formi, sem neytendurn
ir vilja fá hann á borðið, sem fullunnin vara verða allar fisk
afurðir að fiytjast úr landi, þá fyrst er þjóðinni tryggt lífs-
• uppeldi af hinum auðugu fiskimiðum.
En þetta þýðir að koma verður upp fullkomnu kerfi
hraðfnystihúsa, niðursuðuverksmiðja, lýsisherzlustöðva,
fiskimjölsverksmiðja o. s. frv. í öllum kaupstööum og kaup-
túnurn landsins, þar sern sjór er sóttur.
★
En er þetta hægt, segja menn? Auðvitað er það hægt.
,,Þetta land á ærinn auð, ef menn kunna að nota hann“,
var eitt sinn sagt, og má bæta við, þessi þjóð á ærinn auð,
ef hún kann að, nota hann. Sem sagt, náttúrugæði og f jár-
munir er hvortveggja fyrir hendi, það þarf aðeins að nota
hvorttveggja á réttan hátt, og spurningin, sem nú verður
að svara er: verður fjármagnið notað til þess að stíga
næsta sporið á braut nýsköpunarinnar, spor, sem er þýð-
ingar meira en það, sem þegar hefur verið stigið?
Það er bezt að gera sér ljóst, að til þess að f jármagnið
verði notað til að koma upp fullkomnum fiskiðnaði duga
engin svikatök, það verður að taka á málunum með berum
höndum og ráðnum huga, vetlingatök og hálfvelgja duga
ekki. Hér dugar sem sé ekkert annað en fullkominn áætl-
unarbúskapur hvað - fiskiðnaðinn snertir, og til þess að
hægt verði að framkvæma þá áætlun, verður að gera
heildaráætlun um ráðstöfun fjármagnsins og fá stjórnar-
völdunum í hendur fullt vald til að framkvæma hana, og
sá iðnaður, sem rís upp, má ekki verða leiksoppur einstakra
braskara, hann verður að vera þjóðnýttur, rekinn af rík-
inu eða bæjarfélögunum með miklu íhlutunarvaldi land-
verkamanna, sjómanna og útgerðarmanna.
Þegar þingmenn fara að tala um stjórnarmyndun í
fullri alvöru, verða það þessi mál, sem mestu skipta, hver
sú stjórn, sem ekki stígur næsta sporið á braut nýsköpun-
arinnar, refja og undandráttarlaust, svíkur þjóðina.
Sósíalistaflokkurinn er reiðubúinn til samstarfs um
framkvæmd þessarar stefnu, enda mundi allt annað vera
svik við kjósendur hans, en hann krefst fullkominna trygg-
inga fyrir framkvæmdunum, reynslan af samstarfi fyrr-
verandi stjómarflokka hefur kennt honum, að þær trygg-
ingar verða að vera fullgildar, jafnvel lög hafa ekki nægt
til að tryggja að samningar væru haldnir, þegar fram-
kvæmdin hefur verið fengin mönnum, sem voru þeim and-
vígir, þá hafa þeir ekki svifizt þess að gera þau lítils eða
^inskis virði í framkvæmd.
VETRARLAUST FÓLK.
Ef ekki væri almanakið því til
sönnunar svart á hvítu, að vetur-
inn byrjaði í gær, þá mundum
við líklega segja, að allar slíkar
fullyrðingar væru tóm lygi. Því
sannleikurinn er sá, að veður-
faið uppá síðkastið gæti næstum
átt heima í hvaða sumarmán., er
væri. Annars er búið að tala
svo mikið um þessa einkennilegu
breytingu, sem nú er orðin á
íslenzku veðurfari, að menn eru
líklega orðnir dauðleiðir á því
umtaisefni. Það hefur margoft
verið á það bent, að með ti'Hiti
til veðurfarsins, þá hafi eiginlega
ekki verið neinn vetur, síðan í
hitteðfyrra og sé nú allt útlit
fyrir, að okkur sé enn um skeið
ætlað að vera vetrarlaust fólk.
NAPRAR OG ÓVIÐEIG-
ANDI SPURNINGAR.
En ef sú skyldi nú verða raun
in á, þá mun það vafalaust mæl
ast mjög misjafnlega fyrir, og
trúlegt þykir mér, að reykviskir
skíðakappar verði ekki ýkja
hrifnir af að fá nú annan vetur
sömu tegundar og síðastliðinn
vetur, en þá áttu þeir við hinn
, ömurlegasta snjóskort að búa.
I og urðu að þola ströngustu
skömmtun á skíðafæri. Á tíma-
bili í fyrravelur var ástandið í
þessum efnum t. d. orðið svo
slæmt, að þegar menn sáust hér
á götum bæjarins á sunnud'ags-
kvöldum með skíði á herðunum.
nýkomnir ofan af heiði, þá voru
þeir ekki spurðir sjálfsögðum
spurningum um það, hvernig
skíðafærið hefði verið, heldur
dundu á þeim n-aprar og óviðeig-
andi spurningar í líkingu við
þessar: ;,Hvað tókuð þið mikinn
snjó með ykltur uppeftir?“ „Eru
íshúsin ekki farin að gefa ykkur
prósentur sem föstum viðskipta-
vinum?“ eða „Hvorit er betra að
renna sér á mosa eða hraun-
grýti?“
RETTUR SKÍÐAGARP-
ANNA MÁ EKKI AL-
GJÖRLEGA VERA FYR-
IR BORÐ BORINN.
Slíkar spurningar fara auðvit
að í taugarnar á sönnum rþrótta
mönnum og skíðagörpum og skul
um við vona, að þeir þurfi ekki
að þola þær aftur núna í vet-
ur. Annars var ég persónulega
hæstánægður með síðastliðinn
vetur og hef ég ekkert á móti
því, að hann endurtaki sig. En
ég vil bara ekki, að réttur skíða
garpanna sé algjörlega fyrir borð
borinn með sifelldum hlýindum
og bdiíðviðri,. sem gerir tiiveru
skiðafæris óhugsanlega. Skíða-
menn eiga heimtingu á snjó og
aftur sjó. í snjónum er að miklu
leyti fóigin gleði þeirra og ham-
ingja. Þcss vegna eigum við hin
að taka því með umburðarlyndi,
ef alit í einu skyldi nú fara að|
gera frost með snjókomu og
sluðafæri.
25 KLST. í SÓLAR-
HRINGNUM.
^ Þessi helgi er að því leyti frá
1 brugðin venjuiegum helgum, -ð
hún er klukkutíma lengri. Eftir
að klukkan varð tólf á miðnætti
í nótt, var hún nefnilega tvo
tíma að verða eitt, og hefur þetta
þau áhrif, að yfirstandandi sólar
hringur er hvorki meira né
minna én 25 klukkustundir. —
Þannig geta stjórnarvöldin breyH
sól'argangmum, ef svo mætti að
orði komast, og mun það mælast
vel fyrir, svo framarlega sem
ekki er of mikið af því gert.
Menn hafa kunnað vel við sumar
tímann, síðan honum var komið
á, en það mun hafa verið í tíð
þjóðstjómarinnar gömlu, er átti
það sem sé einstöku sinnum til
að gera ráðstafanir, sem til bóta
horfðu.
ÞEGAR MENN SKRIFA
NAFN SITT í „KÓDA“
t gær birti ég bréf frá verð
lagsstjóra og varð mér þá sú
skyssa á, að kenna það embætti
við Svanbj. Friímannsson. Þannid
er nefnilega mál með vexti, eins
og þið sjálfsagt vitið flest, að
verðlagsstjórinn okkar heitir
ekki Svanbjörn og er ekki Frí-
mannsson heldur heitir hann
Torfi og er Jóhannsson. Undir-
skrifit verð'lagsstjóra var hins-
J vegar svo óskýr, að ég, sem tel
I mig vera í meðallagi læsan, gat
ekki ráðið fram úr henni freksr
en læknisskrift á lyfseðli verstu
tegundar. Og þar sem það hafði
Framh. á 7. síðu.
Sú staðreynd, að íslenzkir
togarar eru hættir að landa
afla sínum í Fleetwood hefur
valdið yfirvöldunum mikilla
boltalegginga- Fram að þessu
hefur það verið venjan að
að meðaltali hafi landað 15
íslenzk skip á hverri viku
með að minnsta kosti 2000
kit af fiski. Síðustu þrjár vik-
ur lönduðu aðeins 4 ísl. tog-
arar í Fleetwood, svo að mik-
ill samdráttur hefur orðið á
fæðumagni borgarbúa.
Allur akn'enningur í Fleet-
wood og einnig fiskiimálaráðu
neytið í London hafa enga
lausn fengið á því, hvers
vegna íslenzku skipin eru
hætt að koma með fisk, en
fram að þessu hefur ekkert
svar fengizt frá hinum ís-
lenzku skipaeigendum við
þeirri spurningu.
Helzta ástæðan sem menn
geta sér til lausnar á þessari
ráðgátu er, að hinir íslenzku
skipaeigendur hafa gert saimn
ing við rússnesku stjórnina,
um að selja henni mjög mik-
ið magn af frosnum fiski og
fiskflökum, og það sé á miklu
‘hærra vérði, en fáist fyrir
ísaðan fisk. í Fleetwood. Ónn-
ur ástæða e.r einnig tiHnefnd
sú, að íslenzku skipaeigend-
unum sé illa við 10% tollinn
sem lagður var á fisk sem
landað er úr erlendum skip-
um í Englandi.
fslenzku skipaeigendurnir
hafa tekið upp þá aðferð, að
gera þetta þegjandi, en á með
an rýrnar magnið á fiskmark
aðnurn í þessu landi, einmitt
á þeim tíma, sem hans er
svo mikil þörf-
Tapið e.r aðeins að mjög
litlu leyti bætt upp með því.
að Fleetwood togurum hefur
nú fjölgað upp í 100 við það
að þau sk'p. sem áður voru í
þjónustu hersins, eru nú byrj
uð að stunda veiðar.
(Úr brezka b'laðinu, Fishing
News_, 5- okt.).
Eftirmáli
Brezka fiskiritið The Fish-
ing New, hefur að undan-
fömu sízt verið kunnugt hér
á landi fyrir velvilja þess í
garð íslenzka sjávamtvegs-
ins, en hinsvegar talið ákaf-
lega heppið á það afflytja
það sem íslenzkt er. Það var
þrví að vonum að það gæti
ekki af hyggjuviti. sínu fund.-
ið lausn á þeirri torráðnu
gátu að íslendingar hafa
ekki fremur öðrum þjóðum,
sótzt sérstaklega eftir að selja
fisk sinn undir kostnaðar-
verði. En sú hefur orðið raun
in á. að eft’r að fislkverð var
lækkað svo mjög í Englandi
13. 4. s‘l- og þegar svo þar við
bættist að 10% tollur var lagð
ur á fisk sem landað var úr
erlendum skipum, að sjálf-
gert var fyrir íslenzk skip að
hætta að selja afla sinn í
Englandi.
H'tt var ekki áður kunnuet
hér á landi, að fiskimálaráðu
neytið í London gæti ekki ráð
ið fram úr þeirri gátu, að slík
afleiðlng skyldi verða af fisk-
lækkuninni í Bretlandþ og
því síður, að íslenzkir fiski-
skipaeigendur hefðu tekið
upp þá stefnu að leyna þessu
fyr.'r Bretum.
Það væri þvá athugunar-
vert fyrir utanríkismálaráðu-
neytið ísl. að skýra nú þeg-
ar þessi mál ljóst og greini-
lega fyrir brezku ríkisstjórn-
mni, ef það gæti orðið til
þess að brezka þjóðin gæti
fengið frá okikur þann fisk,
sém hana vantar svo sárlega,
en við í staðinn það verð fyr
ir hann sem við þurfum til
þess að veiða hann og flytja
hann á brezkan markað.
x.