Þjóðviljinn - 14.11.1946, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 14.11.1946, Blaðsíða 4
4 ÞJOÐVIUINN Frmmtud'agur, 14. nóv. -1046. IIJÓÐVILIINN Útgetandi: Sameinlngarflokkur alþýöu — Sósíalistaflokxurinn Ritstjórar: Kristinn E. Andrésson, Siguröur Guðmundsson, áb. Fréttaritstjóri: Jón Bjamason. Ritstjómarskrifsfofur; Skólav örðust. 19. Símar 2270 og 7500 (eftir kl. 19.00 einnig 2184). Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, símí 2184. Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 0399. Prentsmiðjusími 2184. Askriítarverð: kr. 8.00 á mánuði. — Lausasölu 50 aurar eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. > fhalds hugsunarháttur Ilialdsmenn, sem vanvirða sjálfstæði þjóðarinnar og einstaklinganna, með því að kenna sig við nafn þess lýstu hugsunarhætti sínum venju fremur vel á síðasta fundi bæjarstjórnar. Sósíalistar lögðu til síðastliðinn vetur, að bærinn kæmi upp, í félagi við byggingarsamvinnufélög og verkamanna- bústaðafélög, steypublöndunarvél, er framleitt gæti hrærða steinsteypu fyrir alla bæjarbúa. Rík ástæða var til að ætla, að svokallaðir sjálfstæðis- menn tækju þessu vel, því í kosningastefnuskrá sinni fyrir bæjarstjórnarkosningarnar lýstu þeir því yfir að einn lið- urinn í „baráttu“ þeirra gegn húsnæðisvandræðunum, væri „að rannsaka, hvort tiltækilegt sé að bærinn komi upp steypublöndunarstöð, er selji einstaklingum hrærða stein- steypu.“ Þetta fór þó á aðra lund, íhaldið snerist harðlega gegn tillögu sósíalista, og náði hún því ekki fram að ganga. Leið nú og beið, þar til nú fyrir nokkrum vikum, að borgar- stjóri tilkynnti að bærinn ætti þess kost, að leggja fram allt að 200 þús. kr. hlutafé í steypublöndunarstöðina, en alls kvað hann hlutaféð verða 750 þús. kr. og mundi fyrirtæki Hallgríms Benediktssonar, bæjarfulltrúa, verða meðal hluthafa og leggja fram álíka fé og bærinn. Borgarstjóri lagði til, að bærinn tæki þessu „vildar“-til- boði, og Hallgrímur Benediktsson bæjarfulltrúi mælti fast með tillögu borgarstjóra. Hallgrímur upplýsti á fundi bæjarstjórnar, að hann færði mikla fórn með því að leggja þetta fé fram, þar sem líkur bentu til, að fyrirtækið mundi ekki arðvænlegt um sinn, en miklu máli kvað hann skipta, að það starfaði í góðu samkomulagi við bæinn, og yrði það tryggt með þátttöku hans. Nú er það kunnara en frá þurfi að segja, að Haíigrím- ur Benediktsson er einn af stærstu sements innflytjendum landsins. Verði steypustöðin það fyrirtæki, sem til er ætl- azt, verður megnið af þeirri steinsteypu, sem notuð verður í Reykjavík, framleitt þar, sá sementsinnflytjandi, sem nær viðskiptum við steypustöðina, fær raunverulega einka- leyfi á sementsölu hér í bænum. Það er þessi aðstaða, sem bæjarfulltrúinn Hallgrímur KENNSLUBÆKUR, SEM SELJAST BET- UR EN SVÆSNUSTU REYFARAR Það er ýmislegt til í því, sem ,,Þ. Æ. Ö.“ segir í eftirfarandi bréfi en mörgum mun þykja hann nokkuð sérvitur. Þ. Æ. Ö. hefur orðið: „íslendingar eru líklega orðn ir allra þjóða lærðastir í því að vera hjón“, sagði vinur minn einn við mig nýlega. Við stóðum fyrir framan bókabúð- arglugga í Austurbænum, en {þar hafði einmitt verið stillt út bók, sem nefnist „Hjónalíf“ og fjallar, eins og nafnið bendir til, um samlíf hjóna, einkum þó, og jafnvel eingöngu, ástar- j lif þeirra. En ástæðan til þess- j arar setningar var sú, að vini mínum þótti, sem vonlegt er, að furðulega mikið sé gefið út af þeim bókum hérlendis, sem hafa það takmark, að kenna báðum kynjum, á hvern hátt 1 það geti lukkazt bezt að vera hjón. Það er ekki ofmælt, að meira komi út af þessum kennslubókum en nokkrum öðr um kennslubókum, að maður nú tali ekki um útbreiðslu þeirra. Það er ekki líkt neinum kennslubókum, hve mikið er keypt af þeim; ég efast jafn- vel um, að svæsnustu leynilög- reglureyfarar, Heimilisritið og Morgunblaðið séu meira lesin en þessar bækur, og er þá mik- ið sagt. ÚRELTAR KENNING- AR EÐA HVAÖ? „Nú sé það fjarri mér að amast víð útkomu þessara bóka. Fólk hefur sannarlega gott af að njóta leiðbeininga kunnáttu- manna um það, hvernig bezt sé að vera hjón, og þessar bækur veita vafalaust aukna þekkingu á mörgum þýðingarmiklum at- | riðum. En ég skil bara ekki, að 1 nauðsyn beri til að gefa út bók af þessu tagi árlega, og jafnvel oftar, því varla eru kenningar í þessari vísindagrein svo mikl- um breytingum undirorpnar, að þær, sem taldar eru góðar og gildar þetta árið, séu orðnar úr- eltar og ekkert upp úr þeim leggjandi næsta ár. Eg vil nefni- lega ekki trúa því, að sá háttur sem í ár er talinn heppilegast- ur á þvi að vera hjón, verði orð inn gamaldags í nóvember næsta ár. ORSÖK HINNAR ÖRU ÚTKOMU „En ég hef sterkan grun um, hver orsökin er til þessarar öru útkomu ástarlífsbókanna. Á því er lítill vafi, að með útgáfu svona bóka, er ekki endilega verið að miða að því að upp- fræða fólk um það, sem því er hollt að vita varðandi kynferð- ismál, heldur er jafnframt og stundum líklega miklu fremur verið að framleiða lestrarefni lianda því fólki, sem gaman hefur af klámi, og þannig er um sorglega marga Islendinga. Ekki þó svo að skilja, að ég telji þessar bækur til klámbóka — síður en svo — ég er bara þeirrar skoðunar, að margir hafi einmitt tilhneigingu til að lesa þær sem klám, og ekki þykir mér ótrúlegt að áhugasömustu lesendur þeirra séu einmitt þeir, sem ekkert hafa með þær að gera og aldrei ættu að fá þær í hendur: óþroskaðir ungl- ingar. INNSIGLAÐAR MYNDIR „Eg man ekki, hvað hún heit- ir, kennslubókin í hjónabönd- um, sem út kom í fyrra, en ég man greinilega hvaða „trikk“ útgefendurnir notuðu til að vekja athygli fólks á henni og kitla forvitni þess. Þeir til- kynntu það mjög íbyggnir, að í bókinni væru allmargar inn- siglaðar myndir. Liggur það ekki í augum uppi, til hvers þetta er gert? Auðvitað átti að græða á klám- löngun fólks með því að selja bókina í stórum upplögum eftir að gefið hafði verið í skyn að í henni væru þannig lagaðar myndir um kynferðismál, að ekki væri óhætt að selja þær fólki í hendur nema undir inn- sigli. Og mikil munu vonbrigði margra hafa orðið, þegar það kom í ljós, að hér voru á ferð- inni ósköp venjulegar líkams- fræðilegar myndir, nákvæmlega samskonar og þær, sem birtast í allflestum kennslubókum, er fjalla um mannslíkamann. En nú ætla ég ekki að fjöl- yrða frekar um þetta efni. Eg vildi aðeins benda á það, að Is- lendingar eru áreiðanlega orðn ir nógu menntaðir í því að vera hjón, og þess vegna geta ís- lenzkir bókaútgefendur að skað lausu hætt allri útgáfu ástar- lífsbóka, fyrst um sinn að minnsta kosti. Þ. Æ. Ö.“ SKÝLISLAUS FLUTN- INGATÆKI VIÐ HÖFNINA „Ó. Þ.“ hefur beðið mig að vekja athygli á eftirfarandi: Til flutninga við höfnina eru notaðir smávagnar, sem keypt- ir voru af ameríska setuliðinu. Allmargir þessara vagna eru í eigu Eimskipafélagsins. Sá hængur er á, að þeir eru skýlis- lausir, og ökumenn þeirra verða því að s-itja berskjaldaðir í hvaða veðri sem er. Það hefur heyrzt, að ökumennirnir hafi farið þess á leit við Eimskipa- félagið, að það léti gera skýli á vagnana, en undirtektir munu hafa verið daufar. Auðvitað eiga ökumenn þeir, sem hér um ræðir, fyllsta rétt á skjólgóðum skýlum á flutn- ingavagnana og nú, þegar vet- ur fer í hönd, ætti Eimskipafé- lagið og aðrar stofnanir sem eiga umrædda vagna, að sjá sóma sinn í því að ganga þann- ig frá þeim að ökumenn þeirra geti við unað. Velferð verkalýílsins er:þeim einskis vlrél ef Framsókii má ekki gera hvaó sem hím vill halda gömlum leyfum af þeirra eigin yfirgangi. Atvinnumálin — nýsköpunin — trygginga- og öryggismál, sjálfstæðismál, kjaramálin — mál verkalýðsins eru fánýti i Benediktsson er að sækjast eftir. Með atkvæði sínu kemur hann því til leiðar, að bærinn leggi fram allt að 200 þús. kr. til þess að skapa þessa aðstöðu honum til handa. En bærinn á að gera betur. Hann á með vinsamlegum við- skiptum að tryggja afkomu fyrirtækisins sjálfs, Hvað annað? Bærinn á svo sem hagsmuna að gæta, sem einn af hluthöfunum. Hallgrímur Benediktsson getur þá ráðið því með atkvæði sínu og flokksfélaga, fyrir hvaða verð bærinn selur fyrirtæki hans sand, grjót og möl. Hann get- ur á sama hátt ráðið því, hvað bærinn kaupir af fyrirtæk- inu og fyrir hvaða verð. í sem fæstum orðum sagt, Hall- grímur Benediktsson hefur í senn látið bæinn leggja fé í fyrirtæki til þess að tryggja sér aðstöðu fram yfir alla aðra um innflutning sements, og hann hefur tryggt sér aðstöðu til að láta bæinn raunverulega taka að sér að gera afkomu fyrirtækisins örugga. Það var þetta, sem í- haldið meinti, þegar það fyrir kosningar var að tala um, að bærinn kæmi upp steypublöndunarstöð. Með þessu athæfi er hugsunarhætti íhaldsins rétt lýst. Þetta er eðli þess flokks að nota sérhverja aðstöðu til þess að draga fram hlut gæðinga sinna á kostnað fjöldans. Það undrar víst engan þótt Alþýðutolaðið, á 19. þingi Al- þýðusambandsins, sem háð er á 30 ára afmæli heildarsamtak- anna — telji Framsóknardeiluna aðalmál þessa þings. — Slíkt er í fullu samræmi við önnur skrif þess blaðs og það stig sem það blað stendur á í verklýðs- málum. Hitt veldur undrun — þrátt fyrir allt — að sól foringja Al~ þýðuflokksins sé svo lágt til við- ar hnigin að þetta sé hið eina áhugamál þeirra á þinginu, eina málið sem þeir beita sér fyrir. Þetta deilumál er leifar frá tíma hinnar pólitísku drottnunar og yfirgang Alþýðuflokksins í Al- þýðusambandinu. Einii af stofn- félögum Alþýðusambandsins var fyrirskipað af pólitískum foringj um að ræna samningsrétti yngra félags. Foringjarnir sáu um að þetta var framkvæmt. Enn í dag neitar þetta félag að skila hinum rænda rétti, og hefur þar með brotið lög sam- bandsins og ákvarðanir. Að sjálfsögðu vilja allir að þetta stofnfélag samfoandsin.s, Framsókn, sé áfram i samband inu, en þó því aðeins að það traðki ekki á rétti annarra fé- laga né lögum sambandsins. Það er þýðingarlaust að vilna í ald- ur þessa félags, því eins og einn fulltrúanna sagði: „Þótt fé- lagið væri 300 ára, hefði það þar með engan rétt unnið sér til þess að ganga á rétt annarra sambandsfélaga". Þroski þeh-ra eftir 30 ár. Á þessu þingi hinna 30 ára samtaka er það aðaláhugamál foringja Alþýðuflokksins að við- þeirra augum. í fæstum þessara mála hafa þeir átt nýtilegt frumkvæði á þessu þingi. Framsóknardeilan er þeim allt. Klofningshótunin. Þetta talar sinu máli um það hvernig málum þeirra er komið og hvað þeir sjálfir telja hlut- verk sitt í verkalýðshreyfing- unni. En það var annað sem talar enn skýrara máli um þetta. í umræðunum um Framsókn- ardeiluna brýndi Hannibal Valdi marsson fyrir þingfulltrúunum nauðsyn hinnar faglegu eining- ar, og jafnframt nauðsýn eining ar verkalýðsflokkanna innan Al- þingis. Að því búnu lýsti hann þeirri óhamingju og hörmung sem alþýðunnar biði ef einingin Fcaniii. á 7. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.