Þjóðviljinn - 14.11.1946, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 14.11.1946, Blaðsíða 7
Fimmtudagur, 14- nóv. 1946. Þ J ÓÐVILJINN 7 Úprbopglanl Nœturlœknir er í læknavarð stofunni, Austurbæjarskólanum Næturvörður er í Laugavegs Apóteki. Næturakstur: Bifröst, — sími 1508. Landsbókasafnið er opið alla virka daga kl. 10—12 f. h., 1—7 og 8—10 e. h. Þjóðskjalasafnið er opið alla virka daga kl. 2—7 e. n. Þjóðminjasafnið er opið sunnudaga, þriðjudaga og fimmtu daga, kl. 1—3 e. h. Bæjarbóka- safn Beykjavíkur: Lestrarsalur- inn er opinn alla virka daga kl. 10—12 f. h. og 1—io e. h. — Útlánsdeildin er opin. kl. 2___ 10 e.h. Náttúrugripasafnið opið sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 2—3 e. h. Heimsóknartími spítalanna: Landsspítalinn: Kl. 3—4 alla virka daga, kl. 2—4 sunnudaga. Hvítabandið: Kl. 3—4 og 6,30. Landakotsspítalinn: Kl'. 3—5 ana 7—8 e. h. alla daga. Ungbarnavernd Líknar Templ- arasundi 3 er opin miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga kl. 3.15 —4. Fyrir barnshafandi konur, mánudaga og miðvikudaga kl. 1—2. Bólusetning gegn barna- veiki á föstudögum kl. 5—6. ___ Þeir sem vilja fá börn sín bólu- sett hringi fyrst í síma 5967, milli kl. 9—11, sama dag. Bóltásafn Hafnarfjarðar er op ið alla virka daga frá kl. 4—'1 og einnig kl. 8—9 á mánudags- miðvikudags- og föstudagskvöld Útvarpið í dag: 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Dönskukennsla, 1. fl. 19.00 Enskukennsla, 2. fl. 19.25 Þingfréttir. 19.35 Lesin dagskrá næstu viku. 20.20 Útvarpshljómsveitin (Þór- arinn Guðmundsson stjórnar). 20.45 Lestur fornrita: Þættir úr Sturlungu (Helgi Hjörvar). 21.15 Dagskrá kvenna (Kvenrétt- indafélag íslands): Erindi: Um Selmu Lagerlöf (fröken Inga L. Lárusdóttir). 21.40 Frá útlöndum (Axel Thor- steinsson). 22.00 Létt lög (plötur). 22.30 Dagskrárlok. Ægir — mánaðarrit Fiskifé- lags fslands, 8.—9. liefti — er nýkominn út. Að þessu sinni flytur tímariÞð þetta efni: Greinar, 1 er nefnast Síðasta síldarvertíð, Friðun Faxaflóa, Úr skýrslu fiskveiðanefndar F.A.O í Quebec, Lófótveiðar 1946, og ýmsan annan fróðleik varðandi sjávarútveg. Þá eru þarna minn- ingargreinar um skipstjórana Guðmund Jónsson og Aðalbjörn Bjarnason. Og loks er grein eftir dr. Jón Dúason, er nefnist Milli- ríkjasamningur um Grænland. — Ritstjóri ^Ægis" er Lúðvík Kristjánsson. Mseéa Katrínar Tli€>r»d«lseii Framh. af 5. síðu. sem til eru, sniðnir eftir þörf- um stálpaðri barna en hér um ræðir, og umsjón þess vegna ónóg, ef kornabörn eiga í hlut, sem aðgæzlu þurfa. Eina at- hvarf langsamlega flestra kaupstaðabarna er gatan eða bryggja, þar sem svo til hagar, með þeim afleiðingum, að um- ferðaslys og drukknanir eru tíðar dánarorsakir. En auk þessa eru minni áverkar, svo sem brunar, beinbrot, heilahrist ingur og hvers konar limlesting ar og meiðsl afar algeng. Á- leitni geðbilaðra manna og ung linga á smástúlkur 2—5 ára og raunar drengi líka er miklu tíðari en margan grunar. Og má segja, að flestra illra áhrifa sé að vænta, þegar ungbörn hafast við eftirlitslaus á alfara braut. Eins og allir mega vita er nú orðið miklum erfiðleikum bundið að fá stúlkur til aðstoð- ar við heimilisstörf, og ekki er lengur kostur á unglingum til barnagæzlu. Það kemur því í hlut móðurirmar að sinna um barnið úti og inni, en hún er oft ast nær önnum kafin við bú- sýslu og aðdrætti til heimilisins en þeir eru stundum all tíma- frekir, t. d. mjólkurkaup. Reyndin verður sú að þegar barnið kemst á legg, er annað hvort látið skeika að sköpuðu, krakkinn settur í umferð, út á götuna, en í húsasundum og ó- læstum görðum tollir fjörugur krakki ekki, hann sækir í soll- inn til jafnaldra sinna, eða þá, að barnið er lokað inni og kemst aðeins undir bert loft í fylgd með fullorðnum. Er hvor- ugur kosturinn góður, en báðir illir frá sjónarmiði uppeldis- fræði. Fyrir móðurina er þetta erfitt taugastríð. Hún á enga frjálsa .stund, áhyggjulausa, á hverju sem gengur. Dagheimili eru bezta lausnin Hér er vissulega úrbóta þörf og óneitanlega væru meiri og róttækari aðgerðir æskilegar en hér er farið fram á. Að sumu yrði mikil bót, ef frumvarp þetta væri samþykkt, þó það nái aðeins til takmarkaðs hluta barnanna, sem verst eru sett. En aðgerða löggjafarvaldsins til úrbóta, sem nægi, er ekki að vænta. Áhugamenn um uppeld- ismál hafa að vísu sums staðar hafizt handa um samtök til reksturs dagheimila, og hefur Barnavinafélagið Sumargjöf verið mikilvirkast og unnið af- ar mikið. og ómetanlega þarft verk hér í Reykjavík. En þrátt fyrir nokkurn styrk af hálfu hins opinbera hefur það ekki haft bolmagn til að bæta úr þörfinni, nema að litlu leyti, og aðsókn að hinum tveimur dag- heimilum verið svo mikil, að aðeins lítill hluti þeirra barna, sem beðið hefur verið fyrir, kemst þar að. Þetta er að vonum. Dagheim- ilin verða vinsæl, jafnskjótt og almenningur kynnist þeim. Þar fá börnin kjarngott uppeldi, dvelja í rúmgóðum, björtum húsakynnum og hafa aðstöðu til leikja úti og inni undir um- sjá sérmenntaðra kennara, sem leiðbeina börnunum þannig, að EyJaClugvöllurlnii þau nái þeim vitsmunum og fé- lagsþroska, tækni og líkams- þjálfun, sem hæfileikar leyfa, en sltapgerð þeirra mótast á eðlilegan hátt í umgengni við önnur börn á sama aldri. For- eldrarnir verða þess fljótlega varir, að barnið er ánægðara og umgengnisbetra. Uppeldisá- hrif þeirra sjálfra eru ekki skert, enda eiga hvorki dag- heimilin né mega koma í stað foreldra, heldur aðeins vera þeim til aðstoðar og leiðrétta eða bæta úr ágöllum, sem q- hjákvæmilega eru á uppeldi í heimahúsum, þar sem þéttbýlt er og slysahætta mikil. Fyrir konur, sem utan heimilis vinna af nauðsyn eða áhuga á starf- anum, eru dagheimilin bezta lausnin og fyrir einhleypar mæður eru þau ómetanleg hjálp. Án þeirra eiga þær marg ar hverjar ekki annars úrkosti en að koma barninu fyrir hjá öðrum og er það neyðarúrræði, eða vera á meira eða minna flækingi með það, og þarf ekki að lýsa, hve ill sú aðstaða er fyrir bæði. Velferð verkalýðsins Framh. af 4. síðu. yrði rofin og hélí svo áfram að Alþýðusambaridsþingið yrði að beygja sig fyrir yfirgangi Fram- sóknar „annars óttast ég að ein [ ingin verði rofin“, sagðí hann, I og taldi þvínæst upp þau fé- j lög sem klofin yrðu útúr. 1 Það leið ekki á löngu frá því I Iiannibal hafði mælt þessi orð J — sem ekki urðu skilin öðru I vísi en sem dulbúin hótun, eða I 1 að hann væri að vara við fynr ^ ætlunum flokksbræðra sinna — I þar til Sæmundur Olafsson flutti sína beinu klofningshótun: Ef Framsókn fær ekki að gera það, sem hún vill, munum við kljúfa Alþýðusambandið^ og taldi upp sömu félögin og Hann: bal hafði gert. Sama hótun var ítrekuð af Jóni Axel Péturssyni. Hannibal stoðar lítt að tala í öðru orðinu um einingu en gefa í skyn klofning í hinu. Velferð verkalýðsins er þeim einskis virði, ef . . . Það er ömurleg mynd sem þessir foringjar Alþýðuflokksins hafa brugðið upp af sjálfum sér á 30 ára afmæli Alþýðusam- bandsins. Fyrst sýna þeir fram á að ÖU velíerð verkalýðsins sé undir einingunni komin. Næst lýsa þeir yfir: við rjúfum þessa einingu ef eitt tiltekið félag fær ekki að traðka á rétti annars félags og brjóta lög Alþýðusam- bandsins. Þetta er alvarlegra en afstaða óknyttastráksins sem segir: ég verð ekki góður nema ég fái að hafa rangt við. í þessu felst blátt áfram yfir- lýsing Alþýðuflokksforingjanna um það að velferð verkalýðsins er þeim einskis virði, ef þeir fái ekki að beita þeim ólögum sem þeim sýnist, — að tryggja einu félagi leyfj til yfirgangs er Framhald af 8. síðu- áhugamönnum, er störfuðu að flugmálum okkar þá. Árið 1944 er gerð teikning og kostnaðaráætlun um byggingu tveggja flugbrauta i Eyjum, og skyldi önnur brautin vera 450 m. löng og 35 m. breið en hin 350 m. löng og 35 m. breið. Áætiað kostnaðarverð var um 600 þús. krónur auk ýmislegs kostnaðar er var undanskilinn. Ekki varð þó úr því að bygging þessara flugbrauta yrði hafin. Á fjárlögum 1945 er loks svo komið að 300 þús. krónur eru veittar til byggingar flugbraut- ar í Vestmannaeyjum, sbr. „lög um flugvelli og lendingarstaði fyrir flugvélar“ nr. 24 12. febr. 1945. — í téðum lögum er einnig gert ráð fyrir stofnun embættis flug- málastjóra, og var skipað í það embætti 15. marz sama ár. Eitt fyrsta verk flugmálastjóra var að undirbúa byggingu flugvallar ins í Vestmannaeyjum. Tillögurn ar og teikningarnar frá árunum 1944 og 1945 voru nú rækilega endurskoðaðar. Ferð var farin til Eyja til frekari afchugana og rannsókna á flugvallarstæði því, sem valið hafði verið. Við athug anir og mælingar á þessu svæði kom í ljós, að flugbrautunum hafði ekki verið valinn heppileg ur staður, og ennfremur, að brautirnar voru ætlaðar alltof stuttar og mjóar. Var því það ráð tekið af flugmálastjóra, að láta teikna og gera tillögu um byggingu miklu stærri flugbraut ar á öðrum stað, enda nú fjár- veiting til þessara framkvæmda. Sakir legu Eyjanna, veðráttu o fl. var talið nauðsynlegt, að byggja flugbraut er ekki væri styttri en 800 metra og 60 m. á breidd. Þar, sem sýnilegt þótti, að ódýrara yrði að vinna verk- ið með stórvirkum vinnuvélum, varð það að samkomulagi, að flugmálastjórnin legði væntan- legum verktaka til vinnuvélar, og skyldu tilboðin miðast við það. Verkið var síðan boðið út þ. 21. ág. 1945^ og frestur til að skila tilboðunum settur til 17 sept. Tiliboði Höjgaard & Sohultz A.S. var tekið, og hafa Vegna legu landsins og kostn- aðar var ekki unnt að hafa braut ina lágrétta frá austri til vesturs og nemur sá mismunur um 5 m'. I sambandi við verk þetta hef ur verið reist flugskýli við flug vöilinn, að stærð 18x22 m. og tekur það allt að 10 farþega flug vél. Heildarkostnaður við verkið ásamt flugskýli, vegalagningu, landakaupum og fl. mun nema um 1.7 millj. krónur. Flugvöllur þessi er umfangs- mesta mannvirki þessarar teg- undar hér á landi, sem unnið er fyrir íslenzkt fjármagn. Fyrstá flugvélin lenti á flugvellinum þ. 14. ág. s. 1., var þá tæplega helm ingur brautarinnar fullgerður. Síðan hafa stærri og stærri flug vélar lent á flugvellinum eft:r því sem verkinu hefur miðað áfram, og er sú stærsta þeirra Douglas C-47 er vegur rúm 12 tonn, og fcekur 22 farþega. Eru flugmenn ánægðir með flugvöll- inn og telja hann góðan, en að sjálfsögðu á reynslan eftir að skera úr um, hvernig hann kann að reynast í framtíðinni. Menntun kennara — at- vinnudeild háskólans Menntamálanefnd neðri deildar flytur að tilhlutun menntamála- ráðherra, tvö gagnmerk frum- vörp — um atvinnudeild liáskól- ans og um menntun kennara. —- Það síðara nokkuð breytt frá því í fyrra, er það var flutt sem eitt af frumvörpum hins nýja skólakerfis, og hefur nú frum- varpið um æfinga- og tilrauna- skóla verið fellt inn í heildar- frumvarpið um kennaramennt- un. Verður nánar skýrt frá þess- um frumvörpum síðar. Félagslíf ______________—.—«1 I. B. R. I. S. I. Handknattleiksmeistaramófr Reykjavíkur hefst laugardaginn. 7. des. n. k-. Keppt verður i meistara, 1., 2., og 3ja flokki karla, meistara og 2. fl. kvenna. Keppt verður eftir gildandi regl um I. S. I. um handknattleik. Tilkynningar um þátttöku ber- þeir annast framkvæmd verksins. | iBt mótanefnd 14 dögum fyrir- Brautin er að flatarmáli auglýstan upphafsdag, og skal 48.000 ferm., eða 800 m. á lengd þar tilgreint fullt nafn, fæðing- og 50 m. á breidd. Klapparspreng ardag og ár. Tilkynningar sem ing hefur numið ca. 6100 kbm., j berast eftir þann tíma, verða. gröftur ca. 18000 kbm., fylling ekki teknar til greina. Tilk. um ca. 31500 kbm. Slitlagið (úr þátttöku sendist Grímari Jóns- rauðamöl) 18000 kbm. eða h. u syni, Verzl. Varmá. b. 10 þús. bílhlöss. Við sprenging {..h. Knattsp.fél. Valur og Glímu arnar var notað milli 5 og 6 tonn af sprengiefni. Brautinni allri hallar jafnt t;l ! hliðar (suðurs) um 2 prós., þ. e. mismunur .brautarjaðranna er 1.20 m. Hliðarhalli þessi er hafð ur til þess að vatn safnist ekk’ á brautina. þeim meira virði en velferð alls íslenzks verkalýðs. Slik yfirlýsing er hnefahögg framan í alla vinnandi menn og konur á íslandi. fél. Ármann, Mótanefndin. í. M. Æfingar félagsins í dag: Kl. 2—3 frúarfl. — Kl. 6—7 Old-Boy. — Kl. 7—8, drengir, fimleikar. — Kl. 8—9 — Kl. 9—10 II. fl. karla. — K>: 9.30—10.30, Hálogaland. H. B.. i karlar. ,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.