Þjóðviljinn - 16.11.1946, Side 4

Þjóðviljinn - 16.11.1946, Side 4
4 ÞJÓÐVILJINN Laugardaáur 16. nóv. 1946- þJÓÐVILJlNM Otg-efandi: Sameiningarflokkur alþýðu — SósíalistaflokKurinn Ritstjórar: Kristinn E. Ansirésson, Siguröur Guömundsson, áb. Fréttaritstjóri: Jón Bjamason. Ritstjórnarskrifst'ofur; Skólav örðust. 19. Símar 2270 og 7500 (eftir kl. 19.00 einnig 2184). Afgreiðsla: Skólavöröustíg 19, sími 2184. Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, simi 6399. Prentsmiðjusími 2184. Áskriftarverð; kr. 8.00 á mánuði. — Lausasölu 50 aurar eint. Prentsmiðja Þjóöviljans h. *. > ______________________________________________J MÍMiiiiag Jóiisfisar liallgriifis- sonar I dag fer fram á Þingvöllum athöfn einstæð í sögu þess staðar og þessa lands. Uppgröftur úr dönskum kirkjugarði, fúnar fjalir og ísaldarleir, sem þjóðminjavörður og þeir þrjátíu og tveir virðast hafa samþykkt að séu jarðneskar leifar Jónasar Hallgrímssonar, verða urðaðar þar í grafreit Hriflu-Jónasar að viðstöddum nokkrum virðingarmönnum og þeirra nótum, sem eru nógu brjóstheilir og óskammfeiln- ir að geta tekið þátt í þessari óhugnanlegu greftrun. Aldrei í sögu nokkurs lands mun minning slíks manns hafa verið svo grátt leikin. Greftrun, jarðsetning í annað sinn! Það er fáránlegt að láta sér koma slík orð til hugar í sambandi við Jónas Hall- grímsson, hvað þá heldur að fremja slíkan verknað í haus heilaga nafni. Af öllum látnum stórmennum sem lifa með þjóðinni á Jónas Hallgrímsson bjartastan ævidag, heiðan vormorgun án kvölds í meir en hundrað ár, og svo mun enn um ófyrirsjáanlegan tíma. Ungur og fagur og góður lifir hann í hjörtum okkar allra sem unnum landi og þjóð á eitthvað svipaðan hátt og hann. Nafn hans, líf hans og verk er orðið það samofið öllu sem bezl er og sannast í fari hvers íslenzks manns, að það verður ekki máð þaðan burt, ekki urðað á meðan íslenzkt mál er talað í þessu landi. Ef föðurlandslausum ógæfumönnum skyldi einhvern tíma tak- ast að ganga frá okkur fyrir fullt og allt geta þeir borið Jónas til grafar um leið, en fyrr ekki. Minningu Jónasar Hallgrímssonar verður aldrei of mikill sómi sýndur, og ef við vildum einnig heiðra grafreit skálds- ins, sem lifir með okkur í sorg og gleði, var til þess beinn vegur að gera það á einfaldan og virðulegan hátt. Það var með því, að reisa á þeim stað þar sem hann var grafinn endur fyrir löngu minnisvarða, sem stæði þar jafnt fyrir því þótt garðinum væri breytt í almennan skemmtigarð. Island er víðar en á íslandi, og engan stað myndum við hafa átt í öllu ríkari mæli en þennan græna reit, sem er döggv- aður svo viðkvæmri minningu. Hann hefði orðið helgistað- ur okkar í hinni fornu höfuðborg landsins, og það er holt að eiga sér helgan stað víðar en í sínu eigin landi. En það tjáir lítið að tala um það sem hefði getað verið og átt hefði að gera. Ógæfa Islands, sem vann á Jónasi fyrir aldur fram, vildi þetta öðruvísi. Nokkrir landsölumenn og kuklarar tóku höndum saman, röskuðu grafarró skálds- ins og fluttu hingað heim eitthvað sém ekki er með öllu hægt að synja fyrir að lcunni að geyma leifar af jarðnesk- um leifum hans. Og síðan upphófst skrípaleikurinn mikli með þeim endemum sem öllum eru í fersku minni og ekki verður hægt að komast hjá að skýra frá í hverjum barna- skóla landsins upp frá þessu. í dag verður lokaþátturinn leikinn á Þingvöllum. íslenzka þjóðin drúpir lostin blygðun og kvöl. Það er lík- ara martröð en veruleika að fáir menn skuli geta unnið þannig á sóma heillar þjóðar og bakað henni út á við þann álitshnekki, sém við eigum enn eftir að súpa af seiðið. Hún hugsar þessum mönnum þegjandi þörfina, og eigi þeir ekki eftir að fá sinn dóm er ekki allt með felldu. En ef Jónas er þess sjálfur umkominn að fylgjast með því sem hefur gerzt, mun hann að vísu roðna með okkur af harmi og gremju yfir því hve báglega tókst enn með forustuna, en hinn mikli húmoristi mun ekki geta varizt brosi er honum verður hugsað um hrakför varmennanna, sem ætluðu að nota KLÆÐIR SIG SAM- KVÆMT VEÐUR- FREGNUM 1 Maður nokkur, sem til skamms tíma kveðst hafa klætt sig á morgnana í samræmi við það, hvernig tónninn hefur ver- ið í veðurfregnunum, biður mig að koma áleiðis fyrir sig um- kvörtun um það, að nú skuli veðurfregnum ekki lengur vera útvarpað kl. 8,30, heldur sé það dregið fram undir kl. 9. En ástæðan til umkvartanar hans er sú, að hann býr úti á Seltjarnarnesi, vinnur niðri í bæ og kemur ekki heim til sín fyrr en á kvöldin. Þess vegna segist hann þurfa að fá vit- neskju um það strax á morgn- ana, livort heldur hann á að taka með sér vetrarfrakka eða léttan rykfrakka, og þessa vit- neskju hafði hann vanalega fengið frá veðurfregnunum, meðan þeim var útvarpað kl. 8,30. Eln þar eð hann er ávallt lagður af stað til vinnur.nar fyrir klukkan 9, þá hefur hann, síðan útvarp á veðurfregnum var fært aftur, lítil tök á að búa sig á morgnana þeim fra.kka, sem bezt hæfir væntan- legu veðri dagsins. Það sé nefni lega ómögulegt að reikna það út upp á eigin spýtur, hvernig veðrið verði þennan og þennan daginn, svo breytilegt sem tío- arfarið er hér um slóðir. Enda þótt þessi maður tali um máiið af nokkurri gaman- semi, þá held ég samt að for- ráðamenn útvarpsins ættu að taka umkvörtun hans til at- hugunar, því það kemur sér vafalaust miklu betur fyrir flesta, að veðurfregnum sé út- varpað kl. 8,30 en ekki kl. 9 eins og nú mun vera. SAMGÖNGUÖRÐUG- LEIKAR Á DIGR AN ESHÁLSI Eg vonast fastlega til, að að hlutaðeigandi forráðamenn bæjarins taki eftirfarandi bréf til vinsamlegrar athugar og' geri hið bráðasta nauðsynlegar ráðstafanir til að bæta úr því ófremdarástandi, sem bréfrit- arinn lýsir. Eftir því sem ég bezt veit, er það Einar Pálsson, verkfræðingur, sem helzt mundi hafa aðstöðu til að verða við óskum bréfritarans. Og hér er svo bréfið: „Við, sem búum suður á Digraneshálsi, erum alveg í vandræðum með að komast til vinnu okkar í bænum, vegna þcirra slæmu, allt að því frum- stæðu, samgönguskilyrða, sem okkur eru ætluð. EKKI LENGUR „JÖRÐ TIL AÐ GANGA Á“ „Frá Hafnarfjarðarveginum að austanverðu í Fossvogi ligg- ur Nýbýlavegur í austur og Kársnesbraut í vestur, en hún mun vera beint framhald af Nýbýlaveginum og liggur alla leið vestur að sjó. Þetta mun vera sá vegur, sem mest er notaður á hálsinum fyrir vest- an Hafnarfjarðarveg. Við, er búum við Borgarholtsveg — sem enginn veit hvenær kemur í notkun.— verðum að ganga yfir annarra manna lönd og klöngrast yfir girðingar til að komast leiðar okkar. Og þegar eigendur lóðanna banna manni að fara þessar leiðir —- en til þess hafa þeir fulla heimild — þá veit ég bara ekki, hvernig maður á að komast heim til sín, úr því maður hefur ekki lengur „jörð til að ganga á.“ TRASSASKAPUR „Annars er það nú Kársnes- brautip, sem ég ætla helzt að gera að umtalsefni. Sá vegur er nú orðinn svo illfær, að hann er varla fyrir gangandi fólk, hvað þá heldur fyrir vélknúin farartæki. Eftir þá miklu rign- ingatíð, sem búin er að vera undanfarið, er vegurinn alveg að eyðileggjast. Eg geri ráð fyrir, að vegur þessi hafi kostað þó nokkra fjárupphæð, og því er mér spurn: Hefur ríkið eða hrepp- urinn efni á að láta veg eins og þennan — mér er óhætt að segja f jölfarna veg — eyðileggj ast fyrir trassaskap? UMBÆTUR „Það, sem þyrfti að gera, og það nú strax, væri að leggja holræsi, þar sem tjarnir mynd- ast fyrir ofan veginn, því víða eru stórir pollar og tjarnir á góðri leið með að grafa hann sundur. Síðan þyrfti að keyra á hann ofaníburð og hefla hann loks, þegar þörf krefur. Þetta eru aðeins vinsamleg tilmæli til þeirra, sem þessi mál heyra undir, frá fólkinu, sem býr á þessum slóðum, og er oft- ast í standandi vandræðum með að komast til og frá vinnu- stað sínum, sem oft er æði langt í burtu. Einn á Digraneshálsinum." Fiéiiileikiir Tworeks í Gamia Bíó síðasfiL mánudag Það gerist nú skammt góðra hljómleika á milli- — Síðastl. mánudag lék hér danski fiðlarinn Wandy Tvorek með aðstoð Ester Vagning píanóleikara. Leikur Tworeks er mjög fágaður. Tónn hans er ekki mikil og örugg. Einna sízt Tæknin er með afbrigðum mikill og örugg. Einna sízt naut sín Kreutzer-sónata Beethovens. Skorti þar nokk- uð á, að náð væri þeirri dýpt og festu. sem slíkt verk gerir kröfur til. Þó ber þess að gæta, að þetta er ekki verk fyrir fiðlu með píanóundir- leik, heldur sónata fyrir fiðlu og píanó, þar sem bæði hljóð færin eru jafn rétthá- Píanó- leikurinn var of daufur og hefði flygillinn að sjálfsögðu þurft að vera opinn. Hinsveg ar naut kansert Tsjajkowskis sín vel og var hið vandasama hlutverk píanóleikarans mjög vel af hendi leyst. — Siðasta verkið, Introduction et Rondo Capricciaso eftir Saint- Saáns var sérlega vel leikið og tókst Tworek vel að laða fram þá töfra sem þetta verk býr yfir. Einleikur Vagning var mjög athyglisverður. Hún býr í senn yfir miklum þrótti og mýkt, góðu stílskyni og næmri innsýn í tónverkið. — Einkum gazt mér vel að leik hennar í Chaconne Handels- Undirtektir voru ágætar og lék Tworek að lokum auka- lag, álfadansinn eftir Bazzini, af slíkri leikni, sem virtúos- um einum er auðið; var sem gneistar hrytu af strengjum fiðlunnar. Iiljómleikar þessir voru mjög ánægjulegir og lista- mönnunum báðum til sóma. G. M. minningu hans sér til framdráttar, en hlutu í staðinn háð- ung og fyrirlitningu. Og hann mun segja við sína meðbræð- ur eins og í bréfinu um ferðina til Salthólms forðum: þetta er undaríeg sjóferð, piltar góðir. Jónas Hallgrímsson er okkur hjartfólgnari í dag en nokkru sinni fyrr. Og við ódauðlegt nafn hans strengjum við þess heit að standa órjúfandi vörð um allt, sem hann hefur kennt okkur að unna, land okkar, tungu og sjálfstæði, svo að atvik þessu lík geti aldrei dunið yfir okkur aftur. Ilvers vegiaa hefur Alhanía missÉ virMiagu vesÉurveld- amia? Fyrir tveim vikum birtu blöð in í Albaniu bréf það, sem for- | sætisráðherra landsins, Enver Hodjas, ritaði Tryggve Lie varð andi beiðni Albaníu um upp- töku í sameinuðu þjóðirnar. Blaðið „Basjkimi“ segir, að bréfið túlki þjóðarviljann. Út- varpið í Tirana leggur áherzlu á, að andstaða ákveðinna stór- velda gegn upptöku Albaníu í sameinuðu þjóðirnar sé alger- lega ástæðulaus og geti ekki réttlætzt á neinum hlutlausum grundvelli. Tímaritið „Lupet- are“ minnir á ummæli enskra og bandarískra stjórnmála- manna á stríðsárunum um „hina hugrökku Albani" og spyr: „Hvers vegna hefur Al- banía nú allt í einu misst fyrri virðingu hjá samherjum sín- um“?

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.