Þjóðviljinn - 05.01.1947, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 05.01.1947, Qupperneq 4
4 ÞJOÐVILJINN Sunnudagur 5. jamiar 1947- ] í lUÓÐVILIINN Útgefandi: Samemingarflokkur alþýöu — Sósíalistaflokjrurlnn Ritstjórar: Kristinn E. Andrésson, Sigurður Guðmundsson, éb. Fréttaritstjóri: Jón Bjamason. Ritstjórnarskrifstofur; Skólavörðust. 19. Símar 2270 og 7500 (eftir kl. 19.00 einnig 2184). Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, síml 2184. Auglýsingar: Skólavörðustíg 19 simi 6399. Prentsmiðjusími 2184. Askriitarverð; kr. 8.00 é mánuöi. — Lausasöiu 50 aurar eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. $jóm0iii! €i>g ÉtvegsitieniB Jiakkii jólagjöf SJálfsÉæéfsfle Alþýöuflokksfns Það er þegar komið í ljós, að Þjóðviljinn hefur skilið og túlkað rétt afstöðu sjómanna og útvegsmanna til þess tiltækis Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins, að setja Jagaákvæði um að „taka kúfinn af síldarverðinu" ef til þess kæmi að bátafiskurinn næði ekki ábyrgðarverðinu er Alþingi samþykkti fyrir frumkvæði Áka Jakobssonar at- vinnumálo ráðherra. Sjómenn og útvegsmenn hafa tekið þessari jólagjöf með réttmætri reiði, og hafa í hyggju að þakka að verðleik- um flokkum þeim, er hana sendu. Norðlenzkir útvegs- menn og sjómenn hafa byrjað baráttuna gegn ákvæðinu um „síldarverðskúfinn" með ráðstefnu, sem hefst á Ak- ureyri í dag. Ekkert yfirklór í Morgunblaðinu og Alþýðublaðinu hindrar það, að sjómenn og útvegsmenn viti gang þessara mála. Þeir vita að atvinnumálaráðherra Sósíalistaflokks- ins bar fram á þingi tillögurnar um hækkað fiskverð og ábyrgð ríkissjóðs á því, nákvæmlega sömu ákvæðin og samþykkt voru endanlega, og miðuð voru við réttmætar óskir sjómanna og útvegsmanna. Svo ótvírætt sýndu fulltrúar sjávarútvegsins fylgi sitt við þessar tillögur Áka Jakobssonar að Sjálfstæðisflokk- urinn og Alþýðuflokkurinn þorðu ekki annað en taka þær upp, enda þótt fulltrúar þeirra í fjárhagsnefnd neðri deildar neituðu að flytja frumvarp atvinnumálaráðherra um þær. En Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn bættu við ákvæðinu um „síldarverðskúfinn11, og börðu það í gegn, þrátt fyrir harða baráttu Sósíalistaflokksins móti því. Og þessum flokkum var hin illræmda 6. grein laganna svo mikið atriði, að í meðferð málsins í neðri deild hótuðu nær allir þingmenn þessara flokka að snúast gegn hækkun fiskverðsins og ábyrgðunum sem bátaflotinn taldi nauð- synlegar, nema ákvæðið um „síldarverðskúfinn“ yrði í lög- unum. Það eru því of auðsæjar blekkingar til þess að nokk- ur sjómaður eða útvegsmaður trúi, er Morgunblaðið reyn ir að þakka Sjálfstæðisflokknum og Alþýðuflokknum það, að bátaflotinn fer á vertíð. Einmitt þessir flokkar ætluðu að stöðva bátaflotann, ef „síldarvei'ðskúfurinn" þeirra hefði verið felldur. Enda er það óvenju vesæl röksemda- f'ærsla, meira að segja í Morgunblaðinu, að segja í öðru orðinu að Sósíalistar hafi viljað afgreiða málið með ósæm andi ábyrgðarleysi (án 6. gr.), en lýsa yfir síðar í sama leiðaranum: „Allar horfur eru á því að ríkissjóður verði með öllu skaðlaus af ábyrgðinni". Þannig flytja þeir einir mál sem vita sig hafa óverjandi málstað. Sósíalistar sýndu fram á að ákvæðið um að „taka kúf- inn af síldarverðinu" væri óþarft og varhugavert. Þeir bentu á, að yrði rétt haldið á sölu síldarlýsisins væru lang mest líkindi til að hægt væri að selja bátafiskinn á ábyrgð arverðinu. Þingmenn sósíalista sýndu fram á hve óhæfi- legt. það væri, eftir tvær aflaleysisvertíðir, að gera þær ráðstafanir um „kúfinn af síldarverðinu", sem Sjálfstæðis \lokkurinn og Alþýðuflokkurinn vildu. Sósíalistar bentu á, að væri trygginga þörf, væri .nær að athuga kúfinn á heild salagróðanum, sem vaxið hefur drjúgum í skjóli Péturs Magnússonar og flokks hans. , GÓÐ GREIN í MORGUNBLAÐINU í Morgunblaðinu í gær (dálk- inum „Meðal annarra orða. . .“) er rætt um nauðsyn þess, að hingað séu keypt málverk eftir heimsfræga listamenn svo að al- menningi hér gefist kostur á að „kynnast því með eigin aug- um, livernig þeir hafa málað, sem lengst hafa komizt í mynd listinni“. Mér þótti mjög vænt um að sjá þessa grein, því hér er um að ræða merkilegt mál- efni, og ef framkvæmd fengist á því, mundi stórt spor stígið í þá átt að þroska listasmekk íslendinga. íjí ÞURFA EKKI AÐ VERA FRUMMYNDIR Það hefur nokkrum sinnum verið rætt um þetta hér í dálk- unum og m. a. á það bent, að enda þótt fjárskortur kynni að torvelda kaup á frummyndum meistaranna, er hægt að fá á- gætar eftirlíkingar af þeim við vægu verði, frá ýmsum löndum, svo sem Frakklandi, Sviss, Sví- þjóð og Englandi. Eg á ekki við venjulegar ljósprentaðar mynd- ir af málverkum, heldur eftir- líkingar svo nákvæmar, að pensildrættir og öll áferð frum- myndarinnar kemur þar fram. Þessar myndir er, sem sagt, hægt að kaupa utanlands frá fyrir tiltölul. lítið verð, og er þess að vænta, að svo sé gert með það fyrir augum, að meist- araverkum sé komið fyrir í hinu væntalega listasafni okkar, á- samt heztu verkum íslenzkra myndlistarmanna. * EINU SINNI GAFST TÆKIFÆRI En- í þessu sambandi ætla ég að minna á það, að ungur mað- ur, Björn Th. Björnsson, sem nú dvelst við listfræðinám í London, fékk aðstöðu til þess, sumarið 1945, að kaupa þar i borg ínálverk (frummyndir) eftir nokkra hina glæsilegustu frönsku meistara fyrir ótrúl. lágt verð.- Hann bauðst til að gangast fyrir kaupum á þessum listaverkum fyrir hönd íslenzka ríkisins. Menntamála- ráð. Félag ísl. myndlistam. og fleiri aðiljar fengu málið til meðferðar og tjáðu sig að vísu fylgjandi því, að eitthvað af verkunum yrði keypt, en áhug- inn var ekki meiri en svo, að allt fór í strand og ekkert varð úr framkvæmdum. Þannig var þetta þá, og þess vegna er full ástæða til að fagna því, að Morgunblaðið skuli nú hafa lýst yfir áhuga sínum fyrir því, að listaverk erlendra meistara séu keypt til landsins. -k HÖGGMYNDIR LÍKA I fyrrnefndri grein Morgun- blaðsins er það haft eftir Sig- urjóni Ólafssyni, myndhöggv- ara, „að hægt sé að fá gibs-af- steypur af ýmsum klassiskum I verkum frá fornöldinni fyrir j mjög lítið verð, til þess að gera“. Og segir greinarhöfund- ur, að mjög æskilegt væri „ef hægt yrði að fá handbærar, þó ekki væri nema nokkur þús. krónur til þess að kaupa slíkar ; afsteypur". Þessi tillaga blaðsins hlýtur einnig að vekja fögnuð ijllra ísl. listunnenda. Það er mjög ánægjulegt til þess að vita, að Morgunblaðið skuli nú hafa veitt þessu máli stuðning sinn. Hitt er svo annað mál, að blaðið virðist ekki hafa mikla trú á, að fé til lcaupa á höggmyndum og málverkum erlendra snillinga yrði auðfeng- ið hjá ríkissjóði. Þetta er van- traust á víðsýni hlutaðeigandi aðilja, því öllum má vera Ijóst að hér er um að ræða mikið menningarmál. Og nokkrum tugþúsundum króna er vissu- lega vel varið þegar fyrir þær fást listaverlc meistaranna. Það er ósk og von allra list- unnenda, að mál þetta fari ekki í strand, sökum áhugaleysis þeirra, sem aðstöðu hafa til að framkvæma það. Ilaiss Kirk: nttnw'OTt* *' " Einn af kunnustu og snjöllustu rithöfundum Dana, Hans Kirk, hefur gert eftirfarandi athugasemd við hina alkunnu ræðu sem Arnulf Överland hélt í Stokkhólmi eftir norræna rithöfundaþingið á dögunum. Af lienni má m. a. sjá hvernig frændur okkar í Skandinavíu telja að högum okkar sé nú komið. í veizlu sem haldin var i ráðhcúsinu í Stokkhólmi eft- ir norræna rithöfundalþingið. hélt hið prýðilega norska ljóðskáld Arnulf Överland ræðu, sem sýnir að þar sem áróðurinn gegn R-áðstjórnar- ríkjunum heldur innreið sína. gengur vitið úr vistinni. — Samkvæmt blaðafregnum veittist Överland ,.harðlega gegn öllum hugmyndum um það að Norðurlönd tækju þátt í hugsanlegum ríkjasamsteyp um í Evrópu“ en, hélt hann áfram, „ef Sameinuðu þjóð- irnar klofna. verðum við Norðurlandaibúar að mynda eins víðtækt varnarbapdalag og mögulegt er; en í þessu bandalagi eiga að vera frjáls ar þjóðir, því að það er frels- ið sem v;ð verðum að verja. Við sem höfum d-valizt í fangabúðum munum deyja með vopn í höndum. Við lát- uim ekki ta-ka okkur lifandi einu sinni enn. Afstaða 'okk- ar til Finnlands er óíjós, en við vonum að sá dagur renni þegar Finnland getur aftur tekið upp sjálfstæða stefnu í utanríkismálum. Við höfum barizt fyrir rétti smáþjóð- anna til að búa við frið. Við viljum ekki láta gleypa okk ur af neinni ríkjasamsteypu hvorki í austri né vestri. því1 að þjóðfélagshættir okkar eru eðlilegastir11. Finninn Atos Wirtanen mótmælti þegar í stað orðum Överlands. og 25 norrænir höfundar tóku Undir mót- mæli hans og lýstu því yfir, að þeir teldu ræðu Överlands hættulega norrænni sam- vinnu- Stefna Finna í utan- ríkismálum, sem vægast sagt verður að telja óskynsam- lega, leiddi landið út í tor- tímandi styrjöld, og nú er fyrsta og helzt hlutverk finnskra utanríkismála að semja endanlegan frið og komast í gott og lífrænt sam band við Bandamannaþjóð- irnar og einkum granna sinn í austri. Þessa stefnu styðja allir he'ðarlegir flokkar og einstaklingar í Finnlandi, en hún virðist ekki falla Arnulfi Överland í geð- En ef til vill hefði norska skáldið öllu heldur átt að bera saman austur og vestur. í Finnlandi er ekki einn ein- asti erlendur hermaður, en hvernig er ástandið á íslandi‘? Þarna voru einnig íslenzkir rithöfundar viðstaddir> og raunar hefði hann miklu fremur átt að gefa þeim nokk ur vel valin orð í veganesti. Afstaða okkar til íslands cr óljós, hefði hann getað sagt, því er ísland yfirleitt nor- rœnt land lengur? Það hef- ur veitt Bandaríkjamönnum bœkistöðvar, en samkvcemt venjulegwm þjóðréttarskiln- ingi er það brot á hlutleysi, og þar með hefur ísland de facto tengzt vestrœnni ríkja samsteypu, ef því verður þá Framb- á 7. síðu. En við það var ekki komandi. Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn höfðu sitt fram. Þeir hafa þegar feng- ið að kenna á reiði sjómanna og útvegsmanna, en eiga áreiðanlega eftir að læra, að íslenzkir sjómenn og útvegs- menn láta ekki bjóða sér hverjar þær jólagjafir sem Ólafi Thórs, Stefáni Jóhanni & Co. þykir hlýðá að rétta þeim.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.