Þjóðviljinn - 05.01.1947, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 05.01.1947, Blaðsíða 6
Þ JOÐVIL JINN Sunnudagur 5- janúar 1947- f_________________________________ jr S KÁK | Ritstjóri: Guðmundur Amlaugsson : jPýrir fimmtíu árum Var að sumu leyti svipað um- Iiorfs í skákheiminum og nú. $.ð vísu var enginn heimsmeist ítri nýlátinn og hásætið ekki íúitt en Wilhelm Steinitz sem i þrjátíu ár hafði borið ægis- lijálm yfir samtíðarmenn sína, jhafði fundið ofjarl sinn í ung- íim þýskum gyðing, Emanuel Lasker að nafni. Það óraði víst fáa fyrir því þá að þessi nýgræð ingur ætti eftir að vera fremsti skákmaður heimsins næsta ald- arfjórðung. Menn viðurkenndu að hann væri mjög góður og ©ruggur skákmaður en voru enganveginn sannfærðir um að hann væri bezti skákmaður lieimsins. Auk þess þótti skák gtíli hans þurr og leiðinl. Menn sátu í Lasker Fabíus cunctator skákarinnar. Eftir fyrra einvíg- ið við Steinitz 1894 voru aðrir liættulegustu keppinautar Lask- ers, Þjóðverjinn Tarrasch og Rússinn Tsigorin. Þessir mata- dórar hittast allir á fyrsta skák þinginu í Hastings 1895 en eng- imi þeirra fjögurra bar sigur úr býtum heldur lítt kunnur Amerikani Harry Nelson Pills- bury- sennilega hefur jafnmik- iíl outsider“ aldrei unnið jafn- stórt skákþing- en hann átti líka eftir að vera í fremstu röð skáktneistara heimsins það sem eftir var æfinnar þótt enginn skáksigur hans annar jafnist á •við Hastings nema ef það væri 'Wien 1898. En ný stjarna hafði bætzt í hópinn og svarið við jþeirri spurningu hver væri bezti skákmaður heimsins hafði ekki færzt nær við það. Síður en svo. Rússar buðu Lasker, Steinitz Tarr-asch og Pillsbury til skák- •joings í Pétursborg eins og hún fiét þá. Tarrasch kom ekki en liinir fjórir tefldu sexfalda um- ferð. Lasker varð efstur, Stein- itz annar, Pillsbury þriðji og Tsigorin fjórði, en munurinn á fyrata og síðasta manni var ekki ýkja mikill. Þeir Lasker og Steinitz tefldu svo síðara einvígi sitt síðar á árinu og vann Lasker með meiri yfir- burðum en í fyrra skiptið. 1896 var líka haldið skákþing í-Núrnbergrþar komu saman 19 skákmeistarar og varð Lasker fyrstur með 1314 vinning. Önnur verðlaun hrepti Ung- verji sem aldrei hafði áður tekið 'þátt í alþjóðamótum: Geza Marosczy. Tarrasch og Pillsbury skipta þriðju og fjórðu verð- flaunum. Steinitz varð sjötti en Tsigorin lenti tveimur sætum ■*ieðar. Á þessum tveimur þing- V}m sýndi Lasker ótvírætt að ■4iann var snjallasti skákmaður “íieimsins. Steinitz var orðinn f ^gamall maður og Tsigorin virt- *ist Iíka kominn af bezta skeiði, ■áð minnsta kosti gat hann ekki fitaðið sig jafnvel og fyrrum. :■' Skákin sem kemur hér á eftir ísýhir hve djarft og glæsilega íúasker gat teflt þegar svo bar vmdir. Kombínasjónin sem hefst ..I 17. leik er ein hinna fallegustu Ætem nokkurn tíma hafa sézt. * iSkákin er tefld í Pétursborg 1896. ♦hútt: Pillsbury. Sv.: Laxkser 1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 RÍ6 4. Rf3 c5 5. Bg5 cxd4 6. Dxe4 Rc6 6. — Be7 er öruggara því að nú gæti hvíur náð betra tafii með 7 Bxf6. 7. Dh4 8. 0-0-0 Da5 9. e3 Bd7 10. Kbl I16! 11. cxd5 exd5 12. Rd4 0—0! 13. Bxf6 Bxf6 14. Dh5 Hvítur er að hugsa um kóngs- sókn. Df4 eða Dg3 var senni- lega betra 14. — Rxd4 15. exd4 Be6 16. f4 Hac8 17. f5 Hxc3!! 18. fxe6 Þetta er líklega bezt. Annars kemur bxc3 til greina. Þá leikur svartur Dxe3. T. d. 19. fxe Db4f og Hac8(t) og vinnur. Eða 19. Df3! Bxf5! 20. Dxf5 Bxd4 21. Hxd4 Dxd4 og hvítur á í vök að verjast. Eða 19. Df3! Db4f 20. Db3 Bxf5f 21. Bd3 Dxb3f 22. axb3 Bg4 23. Hd2 Bxd4. Svartur heidur tveim peðum fyrir skiptamuninn og stendur betur. Annars eru möguleikarn ir svo margvíslegir að það er ekki hægt að greina þá nákvæm lega. 18. — Ha3!!! 19. exf7f Hxf7 20. bxa3 Db6f 21. Bb5! Eini leikurinn: I.) 21. Kal Bx4f 22. Hxd4 Dxd4f 23. Kbl De4f og 24. — Hf2. II.) 21. Kc2 Hc7f 22. Kd2 Dxd4f 23. Kel (Bd3 Hc2f! og mát í næsta leik) Dc3f 24. Hd2 He7f 25. Be2 Bg5 og vinn- ur. 21. — Dxb5f 22. Kal Hc7 Hér gat svartur unnið skipta- muninn aftur með Dc4. Báðir keppendurnir voru komnir í hrak með umhugsunartímann. Svartur hótar nú máti í þrem leikjum með Hclf! 23. Hd2 Hc4 24. Hhdl Hc3 25. Df5 De2 strandar á Hcli og Bxd4t 25. — Dc4 26. Kb2? Kel var betra en svartur hefur samt betur. T. d. 26. Kbl Hxa3 27. Dc2 Hc3 28. Db2 b5 og hvít- ur er í kreppu. Nú vinnur svartur fallega. 26. — Hxa3! 27. De6f Kli7 28. Kxa3 (28. Kbl Bxd4! 29. Df5f g6 30. Df7f Bg7 31. Dxd5 Dc3 og vinnur) 28. — DcSf 29. Ka4 b5f 30. Kxb5 Dc4f 31. Ka5 Bd8f og mát í næsta leik. Verkalýðsforing jar handteknir í Grikklandi Lolos, forustumaður tóbaks- verkamannasambandsins gríska, 'var nýlega tekinn fast- ur ásamt sex öðrum forustu- mönnum verkalýðssamtakanna í Saloniki og hótað útlegð á þeim forsendum að þeir væru ,,hættulegir“ mepn. Handtökur hófust þegar eft- ir að verkamenn í tóbaksiðn- aðinum ákváðu að berjast fyr- ir hækkuðu kaupi. Skóladrengui í Aþenu var rekinn úr skóla fyrir að hrópa: „Niður með fasismann!“ á samkomu sem haldin var til að minnast innrásar Þjóðverja í Grikkland. (ALN). Torolf Elster: SAGAN UM GGTTUGB pakka af sígarettum. Maðurinn gengur inn í stofuna og leggur paþpírana á borðið. Andrés los- ar svefninn. Þarna liggur bréf með suðuramerískum frímerkj- um — sljó og án þess að mæla orð stingur hún umslaginu í höndina á manninum og ýtir honum út. Hann lætur sér þetta vel líka, staðnæmist andartak og lítur á frímerkin og gengur síðan blístrandi niður stigann. Anna sezt á rúmið. Hún afber jekki þetta líf lengur. Hún hef- 1 ur vanizt neyð, en jafnvel verstu eftirstríðsárin voru allt öðruvísi. Ekki svona vonlaus — og það sem rneira var, þá höfðu þau getað unnið eitthvað nyt- samlegt. Elsa dregur andann djúpt niðri í rúminu og leggur höfuðið upp á koddann. Anna verður æst og stjakar við henni. — Elsa, upp með þig. Elsa glennir upp augun. — Þú verður að fara að klæða þig. Eg get ekki gert allt saman. Það minnsta sem þú get ur gert, er að komast úr rúm- inu. Þér væri nær að fara að- eins fyrr að sofa. Það er ekk- ert vit í því að koma svona seint heim á hverju kvöldi. Hvenær komstu eiginlega í gærkveldi? Elsa sefur. Anna verður fok- reið, en tekur í sig kjark og gengur að ofninum. Eldiviðurinn er búinn. Allt í lagi, þau verða að drekka vatn. Annars gæti hún vakið Andrés og beðið hann um að sækja í eldinn. En þá mundi líða lang- ur tími, áður en hann kæmi aft- ur — liún ætti heldur að fara sjálf. Sólin er ennþá hulin kola- reyk, og veðrið er anzi kalt. Loftið er mistrað, og það sést aðeins grilla í kirkjuturnana yfir hæðarbrúnina. Upp á hæð- inni er kuldastormur og það syngur í símastaurunum. Hún dregur treyjuermarnar fram yfir hendurnar og hleypur við fót. Henni líður betur úti á sléttunni, þó að vindurinn blási í gegnum klæði hennar. Það er ekki um að villast. að þau eru að verða þreytt hvert á öðru — þau hafa nú staðið sig vel í mörg ár. Hún er vön að sækja elds- neyti að nýrri byggingu í ná- grenninu. Er orðin góðvinur verkamannanna; ef hún hefur tíma til, staldrar hún við í hálf- tíma og talar við þá. Þeir tala flestir þýzku. Þegar hún kemur aftur, er Elsa að stoppa í sokka. — Ó, þessir sokkafjandar. — Hversvegna ert þú ekki eins og aðrar konur á þessum slóðum, gengur berfætt innan- húss? — Ó, það er svo andstyggi- legt. 1 — Já, já, þarna höfum við það. Anna skarar reið í eldstóna. — Nú er allt kaffi búið. Við verðum að laga það úr groms- inu einu sinni enn. Elsa kemur í ljós í dyrunum á hinu herberginu. — Samkvæmt orðum madam Tabví verður kaffið í dag þunnt, en bragðgott. — Þetta eru allt of miklar málalengingar, grípur Lind fram í fyrir Eggert. Ef þú hefur hugsað þér að ljúka sög- unni, verðum við soltin ,í hel, áður en það gerist. Þetta var hárrétt athugað. Jafn vel hafið, sem lyfti okkur og lét okkur síga með þessu jafna tilbreytingarleysi, var ekki enda lausara en sagan. — Þetta er nú einu sinni venja mín að segja svona frá, svaraði Eggert dálítið móðgað- ur. Við höfum tímann fyrir okk ur. En ég get gjarna dregið þetta saman —- hvert var ég nú kominn.... Allt fólkíð í kofanum situr sem sagt yfir morgunkaffinu í byrjun marz árið 1939. Skapið er eins og venjulega undir slík- um kringumstæðum. Sumir eru hressir á morgnana, aðrir úr- illir. Sumir vilja lesa upphátt leiðarana í morgunblöðunum, en aðrir verða fjúkandi vondir og segja: er aldrei hægt að fá að borða í friði? Smáýfingar eru mjög tíðar, og stundum verða þær mjög alvarlegar. Pólitískt ósamkomulag, fjárhagslegir erf- iðleikar og við og við árekstrar út af ástamálum. En þetta hrófl ar ekki við samheldninni og sam ábyrgðinni. Umræðuefnið er það sama og á hverjum degi, hin ógnandi blika yfir löndunum. Flótta- mennirnir eru að flytja burtu hver á fætur öðrum. Jörðin er að brenna undir þessum sex kofabúum. Árar óvinanna verða stöðugt nærgöngulli, og tékkn- eska stjórnin verður harðhent- ari við flóttafólkið. Tékkneska lögreglan hefur verið afar ó- þægileg viðureignar upp á síð- kastið. Fólk undrast, að þau skuli ekki flytja burtu, en þeim finnst það vera skylda sín að þrauka meðan hættan er ekki yfirvofandi. Svo eru það vitanlega hinir fjárhagslegu erfiðleikar. Það verður stöðugt verra og verra að ná sér í peninga, jafnvel fyr- ir mat, og nú virðast allar leið- ir hafa verið reyndar. Brúnó kvartar yfir, að hann hefur ekki heyrt neitt frá blöð- unum, sem hann sendi síðustu greinarnar sínar til. — Hvar varst þú í nótt ? spyr Sagha allt í einu. Elsa svarar kæruleysislega: — Eg var úti að horfa á lífið — með Antoníusi. — Það er slæmt, hvað þú ert farin að fara mikið út á’ kvöld- in. — Slæmt og slæmt ekki. Við eigum við nógu mikla erfiðleika að stríða, þó að við hirðum ekki um smámuni. •—• En Antoníus kom heim á undan þér. — Eg lenti í yfirhéyrslu. Þú verðúr að læra gang málanna betur. Þriðja flokks yfirheyrsla er mjög áhrifamikil. Fjórar til sex persónur standa í kringum mann og beina sterkum ljósum beint inn í augun á manni. Sagha er kominn að því að svara ónotum, en Andrés grípur fram í fyrir honum og hrópar: — Sjáið þið, Norðmaðurinn hefur skilið eftir hattinn sinn og myndavélina. — Já, hvað skyldi hafa orðið af honum. Eitthvað hlýtur að hafa komið fyrir hann. — Hann var njósnari, segir Sagha með sannfæringarkrafti, það var ég alltaf viss um. En Brúnó hristir höfuðið. — Eg skal bölva mér upp á, að hann var enginn njósnari — ef svo hefði verið, er ég búinn að missa hvern snefil af hæfi- leikum mínum til að sjá út fólk. En hvað heldur þú, Páll. Páll kinkar kolli. Sagha muldrar ólundarlega. — Þarna kemur ennþá einn reikningurinn. Það er drepið á dyr. Það er ,,sá gamli“ Erlköning. Þau sjá á honum að eitthvað hefur komið fyir. — Nei, hvað er þetta, eruð þið ekki komin lengra en að morgunkaffinu ? Og ég er bú- inn að selja einn kanarífugl í morgun. — O, ekki verðurðu feitur af því. Setztu niður og fáðu þér kaffisopa. ■— Þetta var leiðinda endir á kvöldinu í gær. Það hefði þurft að verða dálítil veizla. Hann kinkar kolli til Andrésar. •—• Já, hvað heldurðu, að hafi komið fyrir Norðmanninn. —Tja, hvað skal segja? Ef til vill hefur hann orðið fyrir slysi. Við heyrum sjálfsagt eitt- hvað um það. Eg þekki mann í lögreglustjórninni, skal spyrja hann við tækifæri. —• En ég kem nú raunar í öðrum erindagjörðum, heldur hann áfram. Denísa er horfin. — Denísa? Horfin? — IJvað hefur komið fyrir. -— Þetta sama endurtekur sig hvað eftir annað. Numin burtu. Það stendur í blöðunúm, að lög- reglan álíti, að hægt verði að stöðva þau á landamærunum, en það virðist ekki sennilegt. Þetta fólk hefur marga sam- starfsmenn innan lögreglunnar og sérstaklega þó meðal landa- mæravarðanna. Denísa er áreið- anlega glötuð. — Að hugsa sér, Dénísa. — Veslings stúlkan. — En því endilega Dénísa ? Erlköning yppti öxlum létti- lega. — Það hefur sínar orsakir. En ekki þýðir að fást um það. Hún verður ekki sú síðasta. — Næst verður það sjálfsagt einhver okkar? — En vegna hvers eru þeir að þessu? — Kringumstæðurnar eru hæpnar í augnablikinu, svarar Brúnó; við höfum lent í mið- punkti djöfullegs loddaraleiks -- landarán, samningar og sáttmál ar — auk stríðsógnana, sem svífa yfir hausnum á hverjum einstaklingi. Njósnarar og gagn njósnarar þrífast aldrei betur en nú. — Þetta er í fyllsta máta óhugnanlegt, hvað sem öðru líð- ur, segir Andrés. En þetta er þó spennandi. Og svo er það þessi Norðmaður.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.