Þjóðviljinn - 17.01.1947, Qupperneq 4
4
Föstudagur 17. janúar 1947
ÞJÓÐVILJINN
þJÓÐVILJINN
Útgetandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaílokxurinn
Ritstjórar: Kristinn E. Andrésson, Sigurðui Guðmundsson, 4b.
Fréttaritstjóri: Jón Bjamason.
Ritstjórnarskrifstofur: Skólarv örðust. 19. Síruar 2270 og 7500
(eftir kl. 19.00 einnig 2184).
Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, sími 2184.
Augiýsingar: Skólavörðustíg 19 sími 6399.
Prentsmiðjusími 2184.
Askriftarverð; kr. 8.00 4 mánuði. — I.ausasölu 50 aurar
eint.
Prentsmiðja Þjóðviljans h. f.
Svalbarði
I umræðunum um herstöðvakröfur Bandaríkjanna hér á
landi var það ein helzta röksemd íslendinga, að vér ynnum
friðarhugsjónum alls mannkynsins mikið ógagn, ef vér
risum ekki öndverðir gegn hinni bandarísku ásælni. Vonir
mannkynsins eru nú tengdar við það að sameinuðu þjóð-
unum takist samstarf sitt, að stór’þjóðirnar geti unnið sam-
an af einlægni, en smáþjóðirnar fái að búa við sitt óáreitt-
ar. En allt herstöðvakapphlaup brýtur í bága við þessar
hugsjónir, og ef fjandsamlegar ríkjasamsteypur myndast
felur það í sér geigvænlega hættu fyrir smáþjóðirnar og
mannkynið allt. Auðvald Bardaríkjanna hefur þó látið
þessar hugsjónir sem vind um eyru þjóta. Það hefur nú
komið upp herstöðvum í'52 löndum víða um heim, m. a. á
Grænlandi og hér á íslandi: Um hríð áttum vér Islendingar
kost á því að koma fram sem fulltrúar allra smáþjóða og
hindra ásælni Bandaríkjastjórnar með eiuurð og festu. En
vér bárum ekki gæfu til þess; hugsjónalausir óþokkar sviku
þjóðina, veiktu með landráðum sínum aðstöðu allra smá-
þjóða og gerðu eftirleikinn óvandari fyrir önnur stórveldi.
Einn víðsýnasti stjórnmálamaður Bandaríkjanna, Henry
Wallace, benti á að herstöðvakröfur Bandaríkjanna hér á
landi væru bein hótun við Rússa, og að það væri erfitt að
meina þeim að gera sínar ráðstafanir í samræmi við það.
Daglega berast fréttir sem minna Islendinga á hin lúa-
legu svik leiðtoga sinna. Þessa daga er t. d. mikið skrifað
um það að Rússar hafi krafizt herstöðva á Svalbarða. Það
mál er ennþá óljóst, en þó er víst að Rússar hafa krafizt
þess að samningurinn um Svalbarða verði endurnýjaour,
en þeir eiga þar hagsmuna að gæta, hafa unnið kol í all-
stórum stíl og oft verið f jölmennari þar en Norðmenn, sem
fengu yfirráð yfir eyjunum 1920. En þótt fátt sé um málið
vitað og Rússar séu sjaldnast látnir njóta sannmælis í
fréttum auðvaldsblaðanna, virðist ekki ólíklegt eftir það
sem á undan er gengio, að þessar fréttir séu að einhverju
leyti sannar.
Út frá sínum bæjardyrum séð gætu Rússar að sjálf-
sögðu fært fram veigamikil rök fyrir slíkum kröfum. Þeir
gætu bæði bent á allar herstöðvar Bandaríkjanna og stöðu
Svalbarða, en þaðan er hægt að hafa eftirlit með öllurn
siglingum til Murmansk, sem er eina íslausa höfnin á
norðurströnd Rússlands. En hversu eðlilegar sem slíkar
röksemdir kunna að vera frá sjónarmiði Rússa, eru þær
engin lausn á herstöðvakapphlaupinu. Friður getur því að-
eins haldizt í heiminum, að stórveldin hætti herstöðva-
kapphlaupi sínu þegar í stað og skili aftur þeim herstöðv-
um sem þau hafa þegar klófest.
íslenzku borgarablöðin hafa mikið rætt um Svalbarða,
og í öllum skrifum þeirra er undirstraumur illgirnislegrar
ánægju. Blað agentanna, Morgunblaðið, er svo ósvífið að
hælast um af svikum meirihluta Alþingis og segir: „Benda
blöð á Norðurlöndum á að hér hafi íslendingar markað
hina réttu stefnu, og ættu önnur Norðurlönd að taka okk-
ur sér til fyrirmyndar (!!) “ Samkvæmt því ættu þá Norð-
menn að veita Rússum herstöðvar á Svalbarða, dulbúnar
þannig að þær væru í bili bundnar við vissan áraf jölda og
takmarkaðar athafnir. Það mega Norðmenn kalla kaldar
kveðjur.
Svik hinna þrjátíuogtveggja voru ekki aðeins svik við
íslenzku þjóðina, heldur allar þær þjóðir sem unna friði.
Ef bandaríska auðvaldinu á að haldast uppi að hremma
SÓLSKINIÐ
SUNNAN tJR
LÖNDUM
Flestir munu sammála um
nauðsyn þess, að fullnægjandi
ráðstafanir séu til þess gerðar,
að íslendingar geti neytt hollra
ávaxta allt árið um kring.
Mjög víða verður vart fjörefna
skorts hjá þjóðinni, ekki sízt í
skammdeginu, þegar hinn mikli
fjörefnagjafi, sólin, lætur varla
sjá sig. Margir læknar hafa á
það bent, að með innflutningi
fjörefnaríkra ávaxta sunnan úr
löndum mætti auðveldlega bæta
úr þessum skorti. Frá heilbrigð-
islegu sjónarmiði séð, er það
því óhjákvæmilegt, að stöðug-
um innflutningi ávaxta til lands
ins sé haldið uppi. íslendingar
hafa alltof litil tök á að njóta
gæða sólskinsins, en með
innflutningi suðrænna ávaxta
mætti í rauninni flytja sólskin-
ið hingað norður til okkar. Okk
ur vantar ávexti —- sólskinið
sunnan úr löndum.
★
ÁVAXTASKIP
Hvergi hafa komið fram nein
fullnægjandi rök fyrir því, að
takmarka þurfi svo mjög inn-
flutning ávaxta til landsins sem
nú er gert, enda munu slík rök
ekki auðfundin. Þessvegna göng
um við út frá því, að ekki skorti
nema skipulag til að koma þess
um málum í viðunandi horf.
íslenska þjóðin þarf að eign-
ast ávaxtaskip, sem að staðaldri
gæti haldið henni birgri af á-
vöxtum. Skip af þessu tagi eru
sérstaklega byggð með það fyr
ir augum að þau geti flutt á-
vexti langai' leiðir, án þess þeir
skemmist. Geymslurúmin í
þeim eru mörg og mismunandi,
hvað hitastig snertir og ýmis-
legt annað, allt eftir því, hvaða
tegund ávaxta þau eiga að
geyma. Ekki þyrfti þetta skip
okkar að vera mjög stórt, en
það þyrfti að vera fullkomið.
Og ef ríkissjóður sæi sér ekki
fært að leggja fram nægilegt
fé til kaupa á þvi, mætti fá
nokkra lausn málanna með því
að láta breyta einhverju hinna
íslenzku skipa í því augnamiði,
að það flytti ávexti, ásamt öðr-
um varningi.
★
GEYMSLUHÚS
FYRIR ÁVEXTI
Einnig þyrfti ríkisstjórnin
að sjá svo um, að hér yrðu
byggð fullkomin geymsluhús
fyrir ávexti, því þeir eru við-
kvæmir og þola ekki langvar-
andi geymslu í venjulegum
pakkhúsum. Auk þess er það
svo með sumar tegundir á-
vaxta, að þeir eru ekki teknir
af trjánum fullþroskaðir, held-
ur eru þeir látnir liggja í þar
til gerðum geymsluhúsum,
þangað til þeir hafa náð fullum
þroska, eða öllu heldur tekið
þeim breytingum, sem nauðsyn-
legar eru, áður en þeir eru
hæfir til manneldis. Þannig er
það t. d. með banana; þeir eru
grænir teknir af trjánum, en
það er ekki fyrr en þeir hafa
legið lengi í geymsluhúsunum
og fengið á sig gulan lit, að
hægt er að selja þá til neyt-
enda. Mér er sagt að hér á ár-
unum, áðúr en íslenzk stjórn-
arvöld fóru að fjandskapast við
ávexti, hafi eitt fyrirtæki í bæn-
um haft í notkun slíkt geymslu
hús fyrir banana, og mun þar
nokkur reynsla fengin í þessum
efnum.
SEM FLESTAR
TEGUNDIR
Nú hafa að vísu borizt hing-
að nokkrar birgðir af ágætum
appelsínum frá Palestínu og
ráðstafanir munu hafa verið
gerðar til kaupa á meiri birgð-
um frá sama landi. Vissulega er
ástæða til að fagna þessu. En
það eru til fleiri hollir og góðir
ávextir en appelsínur og epli.
Fjölbreytni í innflutningi á-
vaxta er líka nauðsynleg og það
er ekki nóg að þeir séu fluttir
hingað öðru hvoru í slöttum, en
þess á milli séu Islendingar á-
vaxtalaus þjóð. Það á að flytja
inn sem flestar tegundir á-
vaxta, og þeir eiga að vera á
boðstólum allt árið um kring.
Én til þess að það megi takast,
verðum við að eignast sérstakt
ávaxtaskip, eða að minnsta
kosti skip, sem er til þess gert
að flytja ávexti, ásamt öðrum
varningi. Og ennfremur þarf að
byggja fullkomin geymsluhús
fyrir ávexti hér í Reykjavík og
raunar víðar úti um land.
Nauðsyn þeirra framkvæmda,
sem hér hefur verið di-epið á,
hlýtur að vera auðsæ ölluni
hugsandi mönnum.
-¥■
ALÞINGI TEKUR
MÁLIÐ TÍL MEÐ-
FERDAR
Þingsályktun Katrínar Thor-
oddsen og Herm. Guðmundsson
ar um að fela ríkisstjórninni
að tryggja nægan ávaxaflutn-
ing til landsins árið um kring
var rædd á þingi í gær, og
sýndi Katrín fram á með skýr-
um rökum liver nauðsyn bæri
til þess að jafnan væru til ný-
ir ávextir í landinu.
Katrín benti á að það eru
samtök kvenna og lækna sem
mest hafa látið þetta mál til
sín taka. Það er rétt og fer vel
á því að einmitt hún varo til að
beita sér fyrir aðgerðum Al-
þingis í málinu.
Aðrir þingmenn, sem töluðu
Framh. á 7- síðu
Oreinairgcrg Fishiíélagsins um úSvegim á viðlegu
piássi báta við Faxafléa
Þjóðviljanum hefur borizt eftir
farandi grein til birtingar, frá
Fiskifélagi íslands.
„Vegna greinar, sem birt er
í Tímanum í gær um skort á
ver.búðum við Faxaflóa þykir
oss rétt að taka fram eftirfar-
andi:
Með tilliti til þeirrar aukning-
ar, sem varð á bátaflotanum á
sl, ári voru á sl. hausti athug-
aðir möguleikar á því að fá
aukin viðlegupiáss fyrir báta
við Faxaflóa á vertíð þeirri, sem
nú er að hefjast. Það v,ar þegar
fyrir sjáanlegt, að hafnarskil-
yrði voru ekki næg í veiðislöðv-
unura á Reykjanesi til þess að
u.nnt væri að bæta þar við að-
komuibátum fram yfir það sem
verið hafði undan.farin ár, enda
heimabátum þar fjölgað aliveru-
lega, svo sem í Keflavík. Þær
veiðistöðvar, sem til greina
komu að því er hafnarskilyrðin
snerti voru því Hafnarf jörður,
Reykjavík og Akranes. Mögu-
leikar til útvegunar húsnæðis
voru misjafnir á þessum stöð-
um og mátti telja að Reykjavík
væri eini staðurinn, sem til
greina kom í því sambandi, með
því að þar var gert ráð fyrir
að allmikið af herskálum yrði af
hent íslenzkum aðilum og var
talið að nota mætti þau húsa-
kynni til bráðabirgða þar til
lokið væri vi.ð að koma upp hent
ugum verbúðum á þeim stöðurn,
þar sem að því er unnið, svo
sem í Reykjavík og Vogum á
Vatnsleysuströnd, en þar nr ráð
gert að verbúðir fyrir a. m. k.
10 báta verði byggðar í sam-
bandi við hafnargerðina eigi síð
ar en fyrir vertíð 1948. Einnig
mun væntanleg landshöfn í
Njarðvíkum bæta mjög skilyrði
fyrir aðkomubáta.
Snemma á sl. hausti leituðum
vér oss upplýsinga um það, um
allt land, hversu marga aðkomu
báta ætti að gera út við Faxa-
flóa og hverja skorti viðlegu-
pláss. Þær athuganir leiddu í
ljós, að 15—20 báta skorti pláss
og. voru þá taldir með nokkrir af
þeim bátum, sem gert var ráð
fyrir að lokið yrði smíði á inn-
anlands svo þeir kæmust á ver-
tíð.
Var þá hafizt handa um útveg
un á viðleguplássi í Reykjavík,
enda höfðu ýmsir bátaeigendur
Framh. á 7. siðu.
eina herstöð á fætur annarri, er ekki hægt að koma í veg
fyrir að önnur stórveldi gerist í varnarskyni þátttakendur
í þeim gráa leik. En sá leikur getur haft algera tortímingu
í för með sér. Þess vegna verða allar þjóðir sem friði unna
að sameinast um að koma í veg fyrir allt kapphlaup um
herstöðvar. En á meðan er hollt fyrir hina þrjátíuogtvo að
minnast þess að þeir bera einnig sína ábyrgð á þeim deil-
um sem risið hafa vegna Svalbarða.