Þjóðviljinn - 24.01.1947, Page 4
4
Föstudagur, 24. jan. 1947
Þ JÓÐVILJINN
þJÓÐVILJINN
Útgeíandi: SameinJngarfloktur alþýöu — SósíalistaflokrurLnn
Ritstjórar: Kristinn E. Andrésson, Sigurður Guömundsson, áb.
Fréttaritstjóri: Jón Bjamason.
Ritstjómarskrifstofur; Skólavörðust. 19. Símar 2270 og 7500
(eftir kl. 19.00 einnig 2184).
'Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, síml 2184.
Augiýsingar: Skólavörðustíg 19 sími 6399.
Prentsmiðjusími 2184.
Askriftarverð: kr. 8.00 á mánuði. — I,ausasölu 50 aurar
eint.
Prentsmiðja Þjóðviljans h. í.
\ . ____________________. ____________________ *
19agsl»i*úiftafismeiiifi l Svnrial
árásmis BieiMssalavðLldsins
Á morgun og sunnudaginn kemur kjósa Dagsbrún-
armenn stjórn í félagi sínu, þá menn sem eiga að stjórna
stærsta verkamannafélagi landsins á árinu sem nú er ný-
byrjað.
Á síðustu stundu var Dagsbrúnarmönnum sýnd sú van-
virða, að borin var fram í félagi þeirra — forustufélagi ís-
lenzkra verkamanna — sprengilisti heildsala.
Margir þeirra er að sprengilistar.um standa eru að vísu
góðir og gegnir verkamenn, en íistinn sem þeir bera fram
er þó ekki fram kominn fyrir þeirra frumkvæði, heldur er
það heildsalinn, Stefán Jóhann Stefánsson og Alþýðublaðs-
mennirnir, sem hafa knúið þá til að bera hann fram.
Menn þessir komu til Dagsbrúnarstjórnarinnar og vildu
semja um hlutdeild „Alþýðuflokksins“ í stjórn Dagsbrún-
ar. Dagsbrúnarstjórnin ræddi við þá um það hver væru
þeirra sjónarmið og tilgangur með að komast í stjórn
Dagsbrúnar. Einn Dagsbrúnarmaður hefur lýst þessu á
eftirfarandi hátt: „Aospurðir hver þessi sérstöku sjónar-
mið þeirra væru hefur þeim vafizt tunga um tönn. Hafa
starfshættir stjórnarinnar ekki verið lýðræðislegir ? Ojú.
Hefur stjórnin ekki gætt þess nokkurn veginn að samning-
ar hafi verið haldnir? Jú. Er fjárhag félagsins illa stjórn-
að? O, sei sei nei. Teljið þið að hagsmunabaráttan hafi
verið rekin illa? Nei, nei.“
Til hvers vildu þessir menn þá kornast í stjórn Dags-
brúnar fyrst það var ekki til að vinna þar að neinu liags-
munamáli verkamanna betur en stjórn Dagsbrúnar hefur
gert?
I»eir viíja komast í stjóm Dagsbrúnar til þess að reka
þar erindi „AlþýðuflokIísins“, það er heildsalans Stefáns
Jóhanns Stefánssonar og stéttaibræðra hans.
Það þarf engan að undra þótt þessir menn hafi ekkert
fram að færa verkamönnum til hagsbóta. Þeir hafa enga
tillögu flutt í Dagsbrún um bætt kjör verkamanna síðan
31. maí 1942 að Jón S. Jónsson flutti tiilögu um að hafnar-
verkamenn fengju 15 % ,áhættuþóknun‘ í stað kauphækkun
ar! Þeir ætla heldur ekki nú að vinna að hagsmunum verka
manna. Tilgangurinn er hinn sami og sl. haust, þegar Al-
þýðublaðsmennirnir grátbáðu afturhaldið að styðja sig
til valda í verkalýðshreyfingunni til þess að auðvaldið
fengi tækifæri til þess að „græða meira“ á verkamönnum,
eins og Alþýðublaðið orðaði það.
En þótt sprengilistamennirnir ætli sér ekki að berjast
fyrir hagsmunum verkamanna er þetta ekki fyrsta þjón-
usta þeirra við heildsalavaldið. Ritarasætið skipar Kjartan
Guðnason, maðurinn, sem í nafni „einingarinnar“ bar fram
sprengilista heildsalanna í Dagsbrún 17. september sl.
haust. Og þótt Jón S. Jónsson — fyrirlitnasti maðurinn í
Dagsbrún — maðurinn sem 1941 ofurseldi tvo félaga sína
í hendur erlends heldveldis — hafi nú af skiljanlegum ástæð-
um verið lækkaður í tign, er Dagsbrúnarmönnum sýnd
sú smán að bjóða hann í varastjórn.
En þessir menn eru ekki nema verkfæri í hendi heild-
salans, Stefáns Jóhanns Stefánssonar, og þeim manni þarf
ekki að lýsa fyrir íslenzkum verkamönnum. Heildsalinn
Stefán Jóh. Stefánssort er maðurinn sem stóð að þræla-
lögunum 1939 sem lækkuðu kaup verkamanna um 20%
«g svipti þá verkfallsréttiniun. Maðurinn sem stal sameig-
Inlegum eignum verkalýðsfélaganna í Reykjavík handa
GALLHARÐUR UM
S AMK V ÆMISFÖT.
Hér er nýtt bréf frá Gall-
harði og er hann þar æði stór-
orður að vanda:
„Nýlega var ungur maður á
dansleik, þar sem allir, að undan
teknum honum einum, voru í
svokölluðum ,samkvæmisfötum‘.
Hann var bara í venjulegum- en
þokkalegum -jakkafötum með
einföldu sniði. Kunningi hans
einn, uppstrílaður í kjól og hvítt,
kom til hans og spurði með vand
lætingu: „Hversvegna ertu ekki
að minnsta kosti í „smóking"?
Þykistu kannski vera rnaður til
að hundsa viðurkenndar sam-
kvæmisvenjur ?“ Hinn lagaði
fallegt liálsbindi sitt svo að vel
fór við skjannahvíta skyrtuna
og svaraði:
„Nei, elsku góði. En ég
vil vera viss um, að ekki sé tekið
feil á mér og þjónunum".
Á þessum stað voru allir þjón
ar í „smóking".
VINNUFÖT ÞJÓNA.
„Talsverð hugsun er fólgin á
bak við þetta svar unga manns
ins. Það er ekki nema gott og
blessað, að þjónar klæðist
„smóking“. Slíkur er þeirra ein
kennisbúningur, eða öllu held-
ur, slík eru þeirra vinnuföt. Og
þar, sem margt er um mann-
inn á dansleik, flýtir það fyrir
allri afgreiðslu, ef hægf er að
þekkja þjónana úr, af sérstök-
um klæðnaði. En þegar allir
þeir karlmenn, sem gestir eru
á staðnum, mæta í vinnufötum
þjóna, þá er liætt við að rugl-
ingur komist í spilið og menn
eigi erfitt með að átta sig á
því, hverjir eru þarna gestir
og hverjir'þjónar.
VILL ÞAU BURT
„Annars ætlaði ég ekki sér-
staklega að ræða þetta atriði
í sambandi Við „samkvæmisföt".
Og ég gerði það raunar meir
af gamni en alvöru.
Hitt er mér fyllsta alvöru-
mál, að ,,samkvæmisföt“ séu
numin úr tízku ásamt öllu
því snobbkennda hégómavafstri,
sem þeim er samfara. Það er
ekki í samræmi við hinn há-
demókratiska hugsunarhátt
íslendinga, þegar hópar manna
koma saman til að skemmta
sér í útlendum yfirstéttabúning
um. (Því þetta eru upphaflega
útlendir yfirstéttabúningar,
þótt íslenzkir þjónar hafi nú
gert þá að vinnufötum sínum.
Heyr fyrir þeim!)
EKKI ÍTÖK HJÁ
ALÞÝÐUNNI
„Og þegar það er t. d. gert
að skilyrði fyrir aðgang að
dansleikjum, að menn séu
klæddir þessum búningum þá
hlýtur slíkt að vekja hlátur í
hinum demókratiska hug íslend
ingsins. Eru einhverjir bjánar
að bauka við að innleiða hér
skemmtanalíf að hætti útlendra
snobba? hlýtur hann að spyrja.
Raunar hafa slíkir dansleikir
lengi tíðkazt hér á landi, en
þeim hefur fjölgað ískyggilega
á undanförnum árum. Samt
hefur þessi siður aldrei
náð verulegum ítökum
hjá alþýðunni, þótt einstaka al-
þýðumaður hafi að vísu látið
lokkast til að fá sér kjólföt
eða „smóking". Og þessi siður
muu aldrei ná verulegum ítök-
um hjá alþýðunni. Hugsum okk
ur t. d., ef eitthvert verkalýðs
félag, segjum Dagsbrún, aug-
lýsti hjá sér skemmtun og
legði það skilyrði fyrir að-
gang að henni, að allir karl-
menn væru kiæddir lcjólfötum
eða „smóking", en konur allar
gæðingum ATiþýðuflokksins. Maðurinn sem notaði trún-
aðarstarf í þjónustu föðurlandsins til þess að tryggja sjálf-
um sér Iieildsalagróða. Maðurinn sem ástríðufyllst fram-
fylgdi því ákvæði er svipti alla verkamenn nema Alþýðu-
flokksmenn almennum mannréttindum innan Alþýðusam-
bandsins. Heildsalinn Stefán Jóhan Stefánsson er maðuv-
inn sem alltaf er boðinn og búinn til þjónustu við svartasta
afturhaldið til þess að vinna fyrir það fyrirlitlegustu óþokka
verkin.
Þessi flaðrandi þjónn afturhaldssömustu auðmann-
anna, sem nú rembist við að koma á afurhaldsstjórn gegn
alþýðunni, liefur enn einu sinni neytt flokksmenn sína til
þeirrar flugumennsku að bera fram sprengilista í Dags-
Brún í þeirri fávísu von að geta veikt einingu verkamanna
og á þann hátt auðveldað framkvæmd kaupkúgunaráforma
heildsala og annarra svörtustu afturhaldsseggja í land-
inu, sem eiga þann draum hjartfólgnastan að fá þræla-
lagaþjóðstjórnina afturgengna.
Dagsbrúnarmenn! Fyrir réttum 4 mánuðum veittuð
þið afturhaldsskósveininum Stefáni Jóhanni verðskuldaða
ráðningu. Af 600 greiddum atkvæðum fékk sprengilisti
hans aðeins 100 atkvæði. Enn hefur heildsalava,ldið gert
árás á verkamenn. Engum kemur til hugar að það fái ekki
háðulega útreið hjá Dagsbrúnarmönnum, — en veitið því
sem eftirminnilegasta ráðningu.
Dagsbrúnarmenn! Gerið skyldu ykkar við Dagsbrún,
skyldu ykkar við íslenzka verkalýðsstétt á morgun
og suimudaginn heniur! ,
dragsíðum kjólum. Hvílík fjar-
stæða! Á slíkum skemmtunum
er það talið nægja, ef menn eru
þokkalega klæddir hver í sín-
um ,,sparifötum“, uppá góðan
íslenzkan máta. Alþýðan sjálf
er nefnilega ekki gefin fyrir
snobb.
Gallharður“.
*
EKKI MUNU ALLIR
SAMMÁLA
Eg þakka Gallharði fyrir
þetta bréf. Hann hefur að
mörgu leyti lög að mæla. Sam-
kvæmisfata-tízkan er fremur
leiðinlegt fyrirbrigði. Þó hygg
ég margir muni þeirrar skoð-
unar, að hún hafi sína kosti
og vona ég, að þeir hinir sömu
láti álit sitt í ljós hér í dállt-
unum.
Hvað viðvíkur þeirri fullyrð-
ingu Gallharðs, að tízka þessi
hafi aldrei náð verulegum ítök-
um lijá alþýðunni, þá hygg ég,
að hann hafi þar elcki með öllu
á réttu að standa. Reyndar
munu þess varla dæmi, að
skemmtanir hjá verkalýðsfélög-
um séu haldnar „uppá kjól og
hvítt“, en slíkt hefur alloft
komið fyrir hjá ýmsum sam-
tökum iðnaðarmanna. Þannig
hef ég t. d. heyrt, að járniðn-
aðarmenn hafi gert það að slcil-
yrði fyrir aðgang að dansleik
sínum á Borginni annað lcvöld,
að menn séu þar klæddir sam-
kvæmisfötum.
Sænsku húsin
Framhald af 8. síðu-
isstjórninni að nota lieimild í
bráðabirgðaálcvæði laga um op-
inbera aðstoð við byggingar í-
búðarhúsa í kaupstöðum og
kauptúnum um endurgreiðslu
tolls af innfluttum tilbúnum
húsum“.
I greinargerð segir:
Á reglulegu þingi 1945—45
voru samþykkt lög um opinbera
aðstoð við byggmgar íbúðar-
húsa í kaupstöðurn og kaup-
túnum.
Við þau lög voru samþykkt
bráðabirgðaákvæði, er mæla
svo fyrir, að ríkisstjórninni sé
heimilað að endurgreiða toll af
innfluttum tilbúnum húsum.
Þetta var bæði byggt á því, að
hér var þá, og er enn,næg at-
vinna fyrir iðnaðarmenn, svo að
óþarft virtist að tolla tilbúin.
hús innflutt hærra en efnið,
sem í húsin þarf, er tollað ó-
unnið, og eins var þetta hugs-
að sem aðstoo af hálfu hins opin
bera til að flýta fyrir, að hór
kæmu fleiri nothæfar íbúðir, er
styddu að lausn húsnæðisvand-
ræða þeirra, sem hér voru og
eru enn.
Með þetta ákvæði laganna fyr
ir augum og í því trausti, að það
yrði notað, réðust ýmsir í að
fá tilbúin timburhús frá Svíþjóð
Eftir að sú álcvörðun var tek
in, hækkaði gengi á sænskum
krónum, og cr því meiri ástæða
til þess nú en þegar lögin voru
samþykkt, að Alþingi standi við
það fyrirheit, er það gaf með
lögunum, og gefi tollinn eftir.
Hús þessi eru löngu komin til
landsins og sum þeirra þegar
fullgerð, en önnur ekki orðin
íbúðarhæf enn, og er sýnt að
þau gera sitt til að auka tölu
' íbúða í landinu og með því bæta
í úr húsnæðiseklunni.